Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.02.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. febrúar 1963 ÞJOÐVIL.TINN SlÐA Vestfjarðaskip er lausnin á sam gönguvandamálum Vestfjarða ÞINCSJÁ ÞIÓÐVILJANS Hannibal Valdimarsson fylgdi í gær úr hlaði frumvarpi því um Vestfjarðaskip, sem hann flyt- ur í neðri deild ásamt Jóni Skaftasyni. Taldi Hannibal, að ekki mætti lengur dragast, að Al- þingi leitaði raunhæfrar lausnar á samgöngu- vandamálum Vestfirðinga, ef byggðir þar ættu ekki að halda áfram að eyðast. Fyrsta sporið til þess að tryggja reglulegar og fastar samgöngur við Vestfirði væri að fá sérstakt strandferðaskip til þess að annast samgöngur þangað á sama hátt og vandamál Vestmannaeyja voru leyst að nokkru með því að láta smíða sérstakt skip í þeim til- gangi. Hannibal minnti í upphafi ræðu sinnar á, að fyrir nokkr- um árum hefðu Vestmannaey.i ar og Vestfirðir verið líkt sett- ir á ýmsan hátt hvað samgöng- ur snerti, flugsamgöngur voru mjög stopular vegna aðstæðna og skipaferðir str.iálar: strand- ferðaskipin komu þar aðeins víð í ferðum sínum kringum landið. Nú hefði orðið á þessu sú breyting varðandi Vest- mannaeyjar, að sérstakt skip hefði verið smíðað til þess að annast fastar ferðir til Eyja Hins vegar sæti enn allt í sama farinu hvað Vestfirði snerti — og hefði þó heldur hrakað. Samgöngur á sjó væru mjög stopular og strjálar og allsend- is ófullnægjandi, þótt strand- ferðaskipin komi þar við í ferð- um sínum. Flugsamgöngum hefði hins vegar hrakað mjög, eftir að sjóflugvélar Flugfé- lagsins voru teknar úr notkun. og væru flugsamgöngur nú ein- göngu við ísafjörð en lítt á þær að treysta vegna erfiðra að- stæðna. Meðan sjóflugvélanna naut við voru hins vegar áæt.l- unarferðir til 4—5 staða: Pat- reksf.jarðar, Bíldudals, Dýra- fjarðar, fsafjarðar og Hólma- víkur. Vestfirðingar hefðu lengi krafizt að á þessu yrði nokkur bót ráðin. en enn stæði þó allt við sama með samgöngur á sjó. Ýmis félagasamtök á Vest- fjörðum hefðu skorað á þing- menn Vestfjarða. að þeita sér fyrir því að á þessu yrði ráðin nokkur bót. Þingmenn hefðu m.a. í þessu skyni rætt við forstjóra Skipaútgerðar ríkisins og hefði bar komið fram. að skipakostur hennar væri ekki nægur til bess að annast reglu- legar áætlunarferðir til Vest- fjarða. Auk þess væri skipa- kostur Skínaútgerðarinnar ekki hentugur. Hekla og Esja væru of stórar til þessara flutninga bæðj farþega- og lestarrými. og au.k bpss dýr í rekstri. For- ..stjóri Skipaútgerðarinnar hefði þ.y.í talið trúlegt. að heppileg- asta l.ausnin væri p'.nmitt sú að bygg'a nýtt skip í bessum tii- gangi Þá skýrði Hannibal frá bví að fyrir tveim árum hefði fund- ur Fjórðungssambands Vest- fjarða skorað á þingmenn kjör- dæmisins að beita sér fyrir að byggt yrði nýtt skip. sem ann- aðist samgöngur við Vestfirði. Þetta mál hefði fyrir einu ári verið sagt í athugun í sam- bandi við hagræðingu á rekstri Skipaútgerðarinnar. Nú væri meira en ár liðið frá Idví og enn hefði ekkert gerzt, en enn væri sagt, að norskur sérfræðingur hefði haft þessi mál til athug- unar í sambandi við hagræð- ingu á rekstri Skiptútgerðarinn- ar. Hannibal kvaðst hins vegar vantrúaður á, að nokkuð gagn- legt kæmi út úr þeirri hagræð- ingu eins og skipakostur Skipa- útgerðarinnar væri. enda mætti telja víst að allir þingmenn Vestfjarða væru efnislega sam- mála þeim tillögum, sem í frum-varpinu felast. Nokkrir þeirra, — þingmenn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, — virðast hins vegar enn hafa trú á, að leysa megi málið með hagræðingu á rekstri Skipaúrgerðarinnar og hafi þeir flutt þingsályktunartiiiögu um það efni. Yrði niðurstaða af þeim hagræðingarathugunum hins vegar neikvæðar, mundi það tef.ja málið um eitt ár. og yrði þá að taka það upp að nýju í því formi, sem það væri nú flutt. Kvaðst Hannibal að þessum aðstæðum athuguðum hafa verið ákveðinn í að flytja frumvarp þetta. Þingmenn Framsóknar úr Vestfjarðakjör- dæmi væru einnig aðilar að flutningi málsins. en þar sem þeir eiga báðir sæti í efri deild, væri Jón Skaftason meðflutn- ingsmaður. Um efni frumvarpsins, kvaðst Hannibal að öðru leyti óþarft að fjölyrða. Aðeins einn þing- manna Vestfjarða Gísli Jónsson) hefði lýst sig andvíg- an því, þar sem hann væri and- vígur Skipaútgerð ríkisins og vildi að hún yrði lögð niður. — En það mætti fullyrða, sagði Hannibal að lokum, að fyllsta þörf er á myndarlegu átaki i samgöngumálum Vestfjarða, og ekki væri unnt að leysa þau viðhlítandi nema með reglu- bundnum samgöngum á sjó ali- an ársins hring. Til þess þyrfti hentugt skip, sem hefði því einu hlutverki að gegni. Reynslan sem fengizt hefði af Vestmanna- eyjaskipinu Herjólfi. benti líka til þess að öruggur rekstrar- Hannibal Valdimarsson. grundvöllum væri fyrir slíkt skip, en afkoma Herjólfs hefði verið mun betri en annarra skipa Skipaútgerðarinnar. Og rekstrargrundvöllur Vestfjarða- skips ætti að vera þeim mun tryggari sem þar er um fleiri staði að ræða, sem skipið ann- aðist áætlunarferðir til. Það væri nauðsynlegt, að bæta úr samgöngum við Vestfirði, ef stöðva ætti þá þróun, að fólk flyttist stöðugt þaðan. en aðal- ástæðan til þess væri einmitt samgönguleysið og einangrunin. her verður getið nokkurra þingmála, sem ekki hefur áð- ur verið gerð grein fyrir í blaðinu. Mál þessi hafa verið lögð fram í þinginu síðustu daga. Launamál þingmanna Hannibal Valdimarsson bein- ir eftirfarandi fyrirspurn til forsætisráðherra um launa- kjör alþingismanna: a. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyr- ir um lagfæringu á launa- kjörum alþingsmanna á yfir- standandi þingi? b. Hvaða upplýsingar hefur skrifstofa Alþingis aflað sér. vegna undirbúnings málsins, um launakjör og fríðindi þingmanna í nágrannalöndun- um, og gefa þær uppiýsingar vísbendingu um, hvort á- stæða sé til leiðréttingar á þingfararkaupi alþings- manna? ‘T -»=turl 3i ndsveg'ur Jón Skaftason flytur þings- ályktunartillögu um ákvörðun vegarstæðis fyrir Vesturlands- U <ss-au Fundir yöru í báðum deildum Alþing'is í gær. I efri deild vai til fyrstu umræðu frumvarp lil laga um landshöfn í Keflavil eg Njarðvikum og var því má' vísað umræðulaust til 2. un ræöu, en neðri deild afgreid mál þetta frá sér í gær. f fylgdi Emil Jónsson úr hlr" frumv. um siglingalög (brey ingar til snmræmingar við lö Noröurlandnþjóða o.fl.) og vat það frumvarp einnig komið frn neöri deild, og Auður Auðuns fylgdi úr hiaði frumvarpi ti) iaga um kirkjugarða. I neðri deild voru einnig þrjú mál á dagskrá. Frumvarp um landshöfn á Rifi á Snæfellsncsi (breytingartillaga) var afgreitf frá neðri deild til efri deildaT og hið sama er að segja um frumvarp til laga um vátrygg- ingarfélög fyrir fiskiskip. Lol fyigdi Hannibal Valdimarsse- úr hlaði frumvarpi til Iaga un smíði Vestfjarðaskips, og vi>- því máli síðan vísað til 2. im*- og nefmtar. veg: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta nú þegar ákveða vegarstæði Vesturlands- vegar frá Elliðaám og inn fynr Kollafjörð og vinna þau undir- búningstörf önnur, sem nauð- sjmleg eru, til þess að endur- bygging vegarins geti hafizt á næsta sumri.“ Bústofnslánasjóður Ölafur Jóhannesson flytu samt nokkrum þingmönnum Framsóknarflokksins frumvarp til laga um bústofnslánasjóð. Stofnfé sjóðsins skal vera 100 millíónir króna, sem ríkissjóður leggi fram að hluta sem óaft-.®- urkræft framlag og að nokkru leyti sem lán. Sjóðnum er ætl- að að veita frumbýlingum og öðrum bændum lán til bú- stofnsaukningar og vélakaupa eftir nánari ákvæðum, sem sett eru í lögunum. Námskeið í vinnuhag- ræðingu fyrir irúnaðarmenn Sigurður Ingimundarson, Benedikt Gröndal og Jón Þor- steinsson flytja svohljóðandi til- lögu til þingsályktunar: „Alþingi að ályktar að skora á ríkisstjórnina að fela Iðn- aðarmálastofnun Islands að halda kynningarnámskeið í vinnuhagræðingu og grundvall- arreglum ákvæðisvinnu fyrir trúnaðarmenn verkalýðsfélaga. Ber að halda slík nám- skeið í samráði við samtök launþega, eftir jiví sem nauð- ;ynlegt reynist". eigna- og afnota- '+t fasteigna Hermann Jónasson flytur 4- ■mt þrem öðrum þingmönnum • i'amsóknai þingsályktunartil- lögu um endurskoðun laga um eignarrétt og afnotarétt fast- eigna: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd til að end- urskoða lög nr. 63 28. nóv. 1919, um eignarrét og afnota- rétt fasteigna, svo og laga- ákvæði um atvinnurekstrar- réttindi útlendinga hér á landi Störfum nefndarinnar skal hraðað svo, að tillögur hennar geti legið fyrir næsta reglu- legu Alþingi". Brú á Ölfusá Framhald af 2. síðu. þessari brú, af Alþýðuflokkur- inn héldi stjómaraðstöðunni. Alþýðuflokkurinn hélt stjóm- araðstöðunni, en brúin er óom in ennþá. ÆíSa mætti að þetta mál, ásamt ýmsum öðrum, sem til afgreiðslu hafa verið í her- búðum ríkisstjórnarinnar gæti hjálpað Unnari til að átita sig ó því, að Alþýðuflokkurinn gegn- ir þjónshlutverki en ekki hús- bænda á ríkisstjómarheimilinu. Það urðu sár vonbrigði flest- um íbúum i Suðurlandskjör- dæmi, að allir þingmenn kjör- dæmisins skyldu ekki bera gæfu til að standa með breytingar- tillögu þeirri sem áður getur. Þetfa mál má ekki gera að póli- tísku bitbeini. Þar eru hagsmun- ir heilla héraða í húfi Björgvin Þorsteinsson hefur unnið óþurftarverk með erein sinni. En af því að ég þekki hann að öðrum verkum og betri, og í trausti þess að hann láti slikt pkki henda sig aftur, fyr- '"'“f ég honum frumhlaup þetta. Stokkseyri. 18. febr. 1963 I Björgvln Sigurðsson. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kiartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn -fvT-oííi-in auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr 65 á mánuði. Alþýda og bkðið m7'iðleitni alþýðunnar á íslandi að láta rödd * sína og kröfur heyrast í hinni almennu þjóð- málabaráttu er ekki nýtilkomin. Hún nær aftur fyrir fyrstu verkalýðsfélögin í þjóðarsögunni, enda þótt hún verði þá fyrst markvís og nokk- urs megnug þegar kynni af verkalýðshreyfingu og sósíalisma höfðu stælt þor alþýðunnar og glætt skilning hennar á forystuhlutverki hennar á þessari öld. Þeir menn eru enn lifandi á Is- landi sem muna þá daga að verkalýðshreyfing- in átti ekkert blað, þegar það var undir hæl- inn lagt að málstaður verkamanna í verkföllum eða annarri hagsmunabaráttu og réttindasókn fengist nokkurs staðar túlkaður í blöðunum. Upp af þeirri reynslu spretta tilraunirnar að klífa þrítugan hamarinn og koma upp al- þýðublöðum. Stríðið það hefur nú staðið í sex ára’íugi og stendur enn. Erfiðismennirnir sem lögðu aura sína í „Nýja ísland“ Þorvarðar Þor- varðssonar, í ,,Alþýðublaðið“ 1906 sem Pétur G. Guðmundsson ritstýrði, í „Verkamannablaði𣑠1913 og loks í „Dagsbrún“ sem varð að „Alþýðu- blaðinu“ áttu við að stríða alveg ó't'rúlega erf- iðleika að láta þessi litlu blöð lifa frá ári til árs. Og þegar saltið tekur að dofna í Alþýðu- blaðinu hefs'f nýr þáttur baráttunnar. að haldá úti „Vérkalýðsblaðinu“ sem hófst 1930 og breytf- ist í „Þjóðviljann" 1936, og þeim blöðum öðrum sem komið hafa út á vegum hinnar róttæku verkalýðshreyfingar á íslandi. ¥¥ver sem þekkti þessa barátíu nógu vel', gæti' ritað af henni margar hetjusögur, sagt frá fórnum og drenglund þess fólks sem lagt hefur flest í sölurnar til þess að alþýðublöð gætu lif- að á íslandi. Það hefur fundið hversu sterkur og ómissandi þá’ftur alþýðublað er í lífsbaráttu fólksins, hve berskjölduð alþýðuheimilin væru án þess að eiga blað sem er vörn þeirra og sóknarvopn. Hver maður sem staðið hefur að al- þýðublöðum þekkir sjálfur f jölskyldufeður, sem í áratugi hafa aldrei brugðizt þegar til þeirra var leitað og mikils þurfti við að blaðið gæfi haldið áfram að lifa og dafna og batna, menn sem hafa láfið af hendi rakna ótrúlega stór framlög af litlum efnum, en þeim mun meiri rausn og drenglund og skilningi á gildi þess verks sem unnið var. Ijjóðviljinn hefur oft þurft að leita fil þessa *■ fólks og gerir það enn. Með þeirri miklu breytingu sem varð á vélakosti blaðsins og prentsmiðju á sl. sumri og með stækkun blaðs- ins var stofnað til mikils kostnaðar. Það er ein- róma dómur lesenda blaðsins að með stækkun- inni hafi blaðið stórum batnað, orðið fjölbreytt- ara og fallegra blað. Þegar Þjóðviljnn snýr sér nú til lesenda sinna og heitir á þá að láta ekkert færi óno’tað til þess að útbreiða blaðið, afla því nýrra áskrifenda, og styrkja það með öðrum hætti, er það í trausti þess að enn megi takast að gera blaðið hæfara að gegna hlutverki sínu sem málgagn alþýðuhreyfingarinnar íslenzku, þeirrar þjóðfélagshreyfingar, sem þróast mun á næstu áratugum í sterkasta þjóðfélagsaflið á íslandi. — s. L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.