Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 5
Fímmtudagur 21. febrúar 1963 ÞJOÐVILJINN Þingsályktunartillaga Margrétar Sigurðardóttur: Tryggja þarf börnum og unglingum beilbrigba sumarhvíld og vinnu ÞINCSIÁ Þ|ÓÐVjL|ANS „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd, sem taki til athugunar aðstöðu barna og ung- linga innan 15 ára aldurs til eðlilegrar og heilbrigðrar sumarhvíldar og hæfilegrar og þroskandi vinnu þann tíma, sem börnin eru ekki í skóla. Nefndin geri ýtarlega skýrslu um athug- anir sínar, sem lögð sé fyrir Alþingi, og skili jafnframt tillögum um úrbætur í þessum efn- um eigi síðar en fyrri hluta árs 1964“. — Þannig hljóðar þingsályktunartillaga, sem Margrét Sigurðardóttir flytur á Alþingi. Eftirfarandi greinarg. fylgdi tillögunni: „í flestum löndum. þar sem um svipaða skólaskyldu er að ræða og hér á landi, eru skól- amir starfræktir mestan hluta ársins. Þar eru skólaleyfin ein. ungis notuð nemendum og kennurum til hressingar og hvíldar frá ptörfum og námi. Hér á landi er hafður annar háttur á. Skólar eru yfirleitt ekki starfræktir lengur en i 8 mánuði árlega. Vissir kostir þessa stutta árlega námstíma Jiggja í au’gum uppi. svo sem möguleikar nemenda til þess að afla tekna til námskostnaðar, þátttaka nemend,a í atvinnu- lífi landsmanna og kynning oa samskipti við hinr ýmsu þjóð- félagssté.íiir. Fyrir þá. sem stunda langskólanám hefur þetta hin jákvæðustu áhrif. en gagnvart börnum og ungling- um. sem eru í skyldunámi., koma þessi rök ekki ti’l greina. Um það eru lílta farnar að heyrast raddir, að þróunin hér á landi hljóti að leiða til lengri árlegs námstíma. líkt og er- lendis. Hins vegar eru þessar kröfur ekki svo almennar. að ástæða sé til að ætla, að rót- tækar breytingar á fræðslu- kerfi okkar í þes^a átf standi fyrir dyrum. ..Iðjulevsið er rót a'lls i11s,“ segir mál'ækið. Og börn una iðju- eða réttara sagt athafnaleysj aldrei. Aðalvand- ræðin og e.t.v. má segja hætt- an er fólgin í því. að þegar börnin missa hið skipulega að- hald skólanámsins. er fr^isting- in langtum meiri til að leiðast út í athafnjr. sem eru miður henpilegar fyrir börnin og oft óþolandi fyrir umhverfi bam- anna fjölskyldur þeirra og nágranna. Þettia er flestum foreldrum ljóst, og þess vegna reyna þejr að koma börnunum í ein- hvers konar vinnu. Fyrsta verkefni slikrar nefndar, sem hér er lagt tjl að kosin verði yrði þvi að at- huga. hverni.e sumarvinnu barria og unglinga er varið. hve mörg stunda ákveðna vinnu. hvers konar vinnu og hve langur vinnudagur þeirra er. Þá fyrst, er nokkurt yfirlit er fengið í því efni. er unnt að gera sér grein fyrir. á hvern hátt framlag og frumkvæði rík- isins kæmi bezt að haldi. Þar getur orðið um ýmsar leiðir að ræða. t.d. rekstur vinnuskóla. að láta unglinga sitj.a fyrir um vinnu eða mynda heila vinnu- flokka, sem vinna störf, sem þeim eru holl og heppileg. og fleira Sömuleiðis kemur til á- lita. hvort ríkið hefði slíkan rekstur algerlega á sinum veg- um eða aðallega yrði farin sú leið að styrkja á myndarlegan hátf slíka starfsemi á vegum bæjarfélaga og kaupfúna os félagasamtaka. Einnig þyrfti að athuga. hvort hægt væri að annast ejnhvers konar miðlun um sumardvöl b'arria á sveitabæjurri bg þá jafnframt eftirlit með sljkri dvöl. Þörfin á því-, að athafnaþrá barna og unglinga sé virkjuð með einhvers konar vinnu, er viðurkennd hér á landi. Má heita. að það hafj verið grund- Margrét Sigurðardóttir vallarsjónarmið í uppeldismál- um þjóðarinnar í gegnum aldir. 1 augum fjölda fólks er það grundvallarsjónarmið í upp- eldismálum enn þá. Það er þó nauðsynlegt að skiija. að eigi þjóðin að svara þeim kröfum sem nútímaþjóð- félag gerir um langa og jafn- framt stranga skólagöngu og sérhæfjngu á ótalmörgum svið- um. og eigi hún jafnframt að halda þvi, sem hefur verið að- alsmerkj íslenzkrar menning- ar, þ.e. traust alþýðumenning. þarf hún að búa mjög vel að æ^ku landsins. Þar nægir ekki fleiri og betri skólar og betrj aðstaða kenn- ara. Það þarf einnig að skipu- leggja hin löngu. samfelldu „sumarfri“. sem börn og ung- lingar haf,a frá skólanámi. Þann tíma má ekki einungis nota til stritvinnu. sem að vísu forðar e.t.v. frá öðru verra og gefur peninga í aðra hönd. heldur þarf sá tími fyrst og fremst að notasti til uppbygg- ingar andlegra og líkamlegra krafta, veita unglingum félags- legt uppeldi og siðferðisþrótt. í þeim tilgangi er annar lið- ur þessarar tillögu fram bor- inn. Nefndin ætti að athuga möguleika á að hefja starfsemi sumarbúða fyrir unglinga, svo að að því yrði stefnt. að skólabörn frá 12—15 ára ald- urs ælitu slíkrar dvalar kost í nokkrar vikur árlega fyrir við- ráðanlegt gjald. í slíkum búð- um yrðu bömin undir hand- leiðslu hæfra m.anna (t.d. kenn- ara). iðkuðu iþróttir. leiki. aönguferðir oa náttúruskoðun. Slík starfsemi er ekki með öllu óþekkt hér á landi T.d. hefur Kristilegt félaa ungra manna og kvenna rekið sum- arbúðir í Vatnaskógi í Borgar- fiarðarsýslu. og nú síðustu ár- in hafa tveir ungir iþrótta- menn hafia slíka starfsemi á eigin vegum. Það er skoðun flutningsmanns þesoarar tillögu. að hér sé um merkt mál að ræða. sem ástæða sé til að athuga af saumeæfni og að bað sé lík- legt. ef vel tekst til um fram- kvæmd til að verða hollur háttur i þjóðaruppeldi fslend- inga. Þeirri nefnd. sem hér er lagt til að kosin verði. bæri að sjálfsögðu að leita sér ná- kvæmra upplýsinga hjá þeim aðilum. sem gerst vita um á- stand og líklegastir eru ti'l að kunna ráð til úrbóta í þeim efnum, sem þingsályktunartil- laga þessi fjallar um.“ Sameinað þing í gær Um margt var rætt Fundur var í gær í samein- uðu þingi og voru allmörg mál á dagskrá. Fyrstu málin voru ákvörðun umræðna um nokkrar þingsályktunartillögur og var ákveðin ein umræða um þær allar. Þá fóru fram umræður um allmargar þingsályktunartillög- ur. Jónas Pétursson (í) fylgdi úr hlaði tillögu sinni um kostnað- aráætlun vegna brúargerðar á Lagarfljóti við Lagarfoss. Halldór E. Sigurðsson (F) fylgdi úr hlaði tilllögu, sem hann flytur ásamt Gunnari Gíslasyni um endurskoðun girðingarlaga. Helgi Bergs (F) fylgdi úr hlaði tillögu, sem Ágúst Þor- valdsson og Karl Guðjónsson flytja um borun eftir heitu vatni á Selfossi og í Laugar- dælum. Ásgeir Bjarnason (F) mæiti fyrir tillögu, sem hann var meðflutningsmaður að, (1. flutn- ingsm. Valtýr Kristjánsson) og fjallaði tillagan um jarðræktar- styrki vegna kalskemmda í túnum. Bjartmar Guðmundsson (1) mælti fyrir tillögu, sem hann flytur, um fiskveg um Brúar- fossa í Laxá. Einnig fylgdi Bjartmar úr hlaði. tillögu um ráðstafanir til verndar íslenzka erninum. Einar Ingimundarson (1) fylgdi úr hlaði tillðgu þingmanna Norðurlandskjördæmis vestra um jarðhitarannsóknir á Norð- urlandi vestra. Emil Jónsson, félagsmálaráð- herra fylgdi úr hlaði tillögu um staðsetningu á alþjóðasamþykkt, er miðar að útrýmingu mis- réttis í stöðuveitingum og at- vinnu. Hannibal Valdimarsson fylgdi úr hlaði tveim þingsályktunar- tillögum, sem hann er fyrsti fly.tningsmaður að.: Þyrilvængj- ur til landhelgisgæzlu og smíði fiskiskipa innanlands . Hermann Jónasson (F) fylgdi úr hlaði tillögu um endurskoð- un laga, um eignarétt og af- notarétt fasteigna. Nánar verður sagt frá nokkr- um þessara mála síðar . \//£FST BÖKAMARKAÐUR Um næstu mánaðamót hefst í Lístamanna- skálanum stærsti og fjölbreyttasti bóka- markaður ársins. Bókasnarkaður Bóksalafélag íslands, Listamannaskálanum -‘‘í'ii.í j Efni sem hindrar vöxt krabbameins KAUPMANNAHÖFN 20/2 — Kaj Olsen, læknir við geisla- rannsóknarstöðina í Árósum, hefur fundið cfni scm hindrar viðgang krabbamcinsfruma sem látnar liafa verið i mýs. Frá þessu segir í Kaupmannahafn- arblaðinu POLITIKEN í dag. Venjulega þegar krabbamejns. frumur eru græddar í mýs, deyja þær. Kaj Olsen hefur sýnt fram á að ef frumumar hafa áður verið úðaðar með hjnu nýja efnj fjölgar þejm ekki. Enn er ekki vitað með vissu hvaða gjldi uppgötvun þessi hefur fyrir menn. SlÐA 5 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar; Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn aug'ýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. ——BWW" -■-■umbkm—MALUMJBaa——i^— Md trúa svardögum ^vo er að sjá sem alger breyting hafi orðið á af- stöðunni til Efnahagsbandalagsins síðan haustið 1961. Þá samþykktu hernámsflokkarnir allir, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn, að senda umsókn um aðild íslands, fulla aðild eða aukaaðild eftir því hvernig samningar gengju. Þá voru forus'tumenn Framsóknarflokksins kvaddir í leyninefnd ásamt leiðtogum stjórnarflokkanna til þess að undirbúa þátttöku íslands og virtusf una sér mjög vel í því makki. En á hálfu öðru ári hefur baráttan gegn Efnahagsbandalaginu borið þann árangur að þessir þrír flokkar virðast hafa gerbreytí um stefnu, þeir sverja nú hver um annan þveran að þeir hafi aldrei hugsað sér að innlima ísland í þetta bandalag, auk þess sem þeir skiptas-t á gagnkvæmum getsökum, því hver um sig vill færa sönnur á yfirburði sína í varðsíöðunni um hagsmuni og rétt íslands. Ef trúa mætti svardög- um væri óhætt að taka málið uf af dagskrá. jgn má 'trúa svardögum? Svarið við þeirri spurn- ingu feist í stjórnmálasögu síðustu áratuga. Utanríkismálin hafa verið efst á baugi síðari stríði lauk, og hver einasta meiriháttar ákvörð- un hefur verið vörðuð svardögum og síðan svik- um; nægir í því sambandi að minna á Kefla® víkursamning, Atlanzhafsbandalag, hernám og landhelgi. Alvarlegustu svardagar sem nokkru sinni hafa verið hafðir uppi á íslandi voru birt- ir og skj^áíestir snemma árs 1949, þegar leið- fogar Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins sóru að aldrei skyldi erlend- ur her dveljast á íslandi á friðartímum og höfðu að baktryggingu hliðstæða svardaga frá utanrík- isráðherra Bandaríkjanna. Tveimur árum síðar var hernámið. komið með samþykki þessara sömu forustumanna, Eftir það vi'ta allir raun- sæir menn að ekki má trúa neinu orði þessara manna, allra sízt þegar þeir sverja. gn hverju er þá unnt að treysta? Kjósendum ber að veita því athygli að svardagarnir eru ævinlega birtir rétí fyrir kosningar; þeir bera votí um hræðslu leiðtoganna við almenning í landinu. Þessi hræðsla er það eina trausta og örugga 1 fari hernámsflokkanna þriggja, og því taki mega kjósendur ekki sleppa. Verði ó'ttinn tekinn frá þessum flokkum í kosningunum í sumar getur enginn vitað fyrir hvað leiðtogarn- ir kunna að gera að kosningum loknum. Eina leiðin til að tryggja það að Framsóknarforustan síandi við hin nýbornu stóryrði sín um Efna- hagsbandalagið er að flokkurinn tapi fylgi í kosningunum í sumar. Því aðeins efna stjórnar- flokkarnir kosningaloforð sín að þeir hafi hit- ann í haldinu að kosningunum loknum í enn ríkara mæli en nú. Kjósendur verða að læra að halda þannig á málum að þeir tryggi sér vald út fyrir kjördaginn sjálfan. — m. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.