Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 6
5 SÍÐA Þ.TÓÐVIL.TINN Rætt við starfsmann leyniþjónustu and-naiista Bormann var í Argentínu en dó fyrir mörgum árum Örlög þýzka stríðsglæpamannsins Martins Bor- manns eru leyndardómur sem margir hafa brotið heilann um. Við og við skjóta upp kollinum sögu- sagnir um að hann sé enn á lífi í Suður-Ameríku. Fyrir skömmu fór blaðamaður frá pólska viku- blaðinu Przekroj til Buenos Aires og ræddi við einn þeirra manna sem hafa það verkefni að elta uppi nazistíska flóttamenn. Viðtalið fer hér á eftir. Ég hit'ij senor X á La Tranq- uera, en það er eitt glæsileg- asta veitingahúsið í Buenos Aires. Það er staðsett í nokK- urri fjarlægð frá hinni há- vaðasömu miðborg, í nánd við Palermo-garðinn mikla, þar sem Avenida Figueroa Alcorta og Pampa-stræti skerast. Á La Tranquera getur fóik gætt sér á hinu ljúffengasta hnossgæti nýsteiktu yfir eldi úti fyrir veitingahúsinu. En í þetta sinn var ég ekki kominn til að njóta slíks mun- aðar. Argentínskir vinir mínir höfðu gert mér kleift að hitta senor X, starfsmann leym- þjónustu and-nazista. Það var ætlunin að hann fræddi mig um dvöl Martins Bormanns í Argentínu. Hann kom stundvíslega. Veit- ingahúsið var enn mannautt. — Yður er sama þótt ég haldi nafni mínu leyndu, sagði hann strax. Ég veit að þeir hafið á- huga á örlögum Martins Bor- manns, „sendimanns“ Hitlers. Ég mun segja yður allt. sem ég veit. Fjórmenningar okkar hafa rétt í þessu lokið rannsóknum sínum í Argentínu. Langvarandi frost og snjór að undanförnu hefur haft al- varlegar afleiðingar fyrir at- hafnalífið í Danmörku. At- vinnuleysingjum fjölgaði mjög í janúar og í lok mánaðarins var hundraðstala þeirra orðin 15.4 en var 3.4 á sama tíma i fyrra. Vestur-þýzkt blað — Getið þér sagt mér um hvaða fjórmenninga er að ræða? — Alit sem ég get sagt yður er að verkefni okkar var að elta Bormann uppi. Félagar mínir eru Breti. Frakki og ísra- elsmaður. Hann er dauður . . . — Svo Bormann er í Argen- tínu .... — Öllu heldur — hann var hér. Hann lézt fyrir fimm ár- um. — Ætli það! Hvaða sönnun- argögn hafið þér? — Bormann kom til Argen- tínu í maí 1946, sagði senor X. Hingað flutti hann Spánverji nokkur, Angelo Alcazar de Velasco að nafni. Sá var áður starfsmaöur leyniþjónustu naz- ista. Hann er nú í Evrópu að gefa út æviminníngar sínar. Kafbáturinn, sem flutti þá Vel- asco og Bormann undir fána nazista, átti að fara til Patagon- íu. Tæki um borð í bátnum bil- uðu og því komst hann ekki -- lengra en til norðurhluta Arg- entínu og tók land emhvers staðar við Samborombon-ílóann í nánd við La Plata. Þetta er samkvæmt framburði Velasco í París mörgum árum síðar. Hann kvaðst ekki vita hvað orðið hefði um Bormann eftir landgönguna. Við komumst að því mörgum árum síðar að maður að nafni José Possea hafði farið yfir Brazilíu-landamærin með arg- entínskt vegabréf. Raunar var Possea þessi Martin Bormann. Þannig byrjaði eltingaleikur- inn. Possea — það er Bormann — bjó í nokkur ár í borginni Salvador de Bahia í Brasilíu. Síðan snéri hann aftur til Arg- entínu og birtist í Santa Cata- lina. Sú borg er „nazistavirki" mikið. Nú sem stendur búa þar um 70 þúsund Þjóðverjar. Frá Santa Catalina fór hann til Passo de los Libres við Brazilíu-landamærin. Síðan hélt hann til Cordoba. Það er borg með hálfa milljón íbúa og hafa margir nazistar leitað þama hælis. Heilsu Bormanns hafði hrakað mjög. Loks settist hann að í heilsuhælinu San Carlos de Bariloche í Andesfjöllum. Þar dó hann árið 1958 og var jarð- settur sem José Possea í kirkju- garði þar í grenndinni. Slík endalok verðskuldaði hann ekki .... — Hvernig getið þér verið viss um, að José Possea og Martin Bormann séu einn og sami maðurinn? Senor X dró tvær stórar Ijós- myndir fram úr skjalamöppu sinni. önnur þeirra sýndi Bor- mann ræða við Hitler í ein- kennisbúningi nazista. Sú mynd var tekin í höfuðstöðvum Hitl- ers í febrúar 1943. Hin myndin var Ijósmyndað eintak af arg- entínsku persónuskilríki sem gefið var út'á nafn José Possea árið 1946. Ljósmyndirnar voru mjög líkar. Mér virtust þær vera af sama manninum. Breytt útlit — Bormann lét breyta útliti sínu, sagði Senor X ennfrem- ur. Þrívegis gekkst hann undir skurðaðgerðir. Nef hans var brotið og sett saman að nýju með öðru lagi. Ég hefi fengið staðfestingu á þessu hjá lækn- unum sem framkvæmdu að- gerðirnar. „Hugmyndir de Gauiles komnar frá Hitler" Vestur-þýzka vikublaðið Die Zeit birti fyrir skömmu grein um de Gaulle og stefnu hans i Evrópumálunum. Segir blaðif að markmið hans séu þau sömi og Hitler stcfndi að á sínun tíma. Blaðið segir að fyrirætlann de Gaulles um „þriðja aflið og hugmyndir hans um v eyða áhrifum engilsaxa á meg inlandi Evrópu séu ekki nýja’ af nálinni — enda þótt men hafi orðið furðu. lostnir er ío’ setinn lét þær í ljós. — Við Idituðum í skjalasaf inu og fundum áætlun um r skipan í Evrópu, scm lí’ mjög skoðunum Frakkland’’’ seta. Sú áætlun var sett fr; árið 1933 og var hluti af land- vinningaáætiun Ilitlers. Til að styðja mál sitt vitnar Zeit í tímaritið Signal sem Joseph Göbbels stóð að. Blað þetta var gefið út í nokkr- um þeim löndum sem Þjóðverj- ar náðu á sitt vald. Die Zeit segir frá grein sem hagfræðiprófessorinn Heinrich llitler. Hunke ritaði um „Europaische Wirtschaftgemeinschaft” (það er þýzka heitið á EBE) þegar i júlímánuði 1943. I ágúst sama ár sagði hann í annarri grein: — Evrópa efnahagslega sam- einuð og án tollmúra mun hafa að bjóða stóran sameiginlegan de Gaulle. markað með miklum möguleik- um. Die Zeit vitnar til skiptis í Signal og ummæli de Gaulles og bendir á hliðstæðurnar. Það eru sömu rökin, kenningarnar og hugsanimar sem ganga aft- ur, segir blaðið. — Það hlýtur að hafa verið feykilega erfitt verk að rekja svo óljósa slóð, sagði ég. — Voruð þið fjórmenningarnir látnir einir um það? — Nei, nei. Við fjórir stjórn- uðum aðeins rannsóknunum i Argentínu og við höfðum í fleiru að snúast en leitinni aö Bormann. Fjölmargir menn voru okkur til aðstoðar; flest- ir þeirra komu frá ísrael. Þeir voru á snærum Irgun Zwai Leumi, en það er stofnun sem annast leit að nazistaglæpa- mönnum í felum. Það voru þeir sem fundu Eichmann í Buenos Aires .... — Hvernig gat Bormann leynzt svo lengi í Suður-Amer- íku og fengið sérstakt nafn og skilríki til afnota? — Á valdatímum Perons var sérstök deild innan leynilög- reglu einræðisherrans sem hafði það hlutverk að „lög- gilda“ nazistíska flóttamenn frá Evrópu. Það var enginn annar en sjálfur - Ante Pavelic, for- sprakki króatísku nazistanna, sem veitti lögreglu Perons for- stöðu. Eftir fall Perons flúði Pavelic til Spánar og lézt þar árið 1959. — Er það satt að Bormann hafi tíðum ferðazt um Suður- Ameríku og jafnvel farið til Evrópu? — Ég hef engar öruggar heimildir fyrir því að hann hafi farið til Evrópu. Ég hef aðeins orðið var við sögusagfi- ir um að hann hafi heimsótt Spán á hverju ári. En við vit- um að José Possea fór hvað ef.tir annað til Brazilíu. Boli- víu og Ecuador og heimsótti aðra nazistaglæpamenn, sem voru í felum þar. Eitt sinn hitti Velasco Bormann í Ecuador. líklega af tilviljun. Þetta gerð- ist fáeinum mánuðum áður en Bormann dó, De Velasco sagði, að Bormann hafi verið orðinn gamall fyrir aldur fram og að hann hafi verið mjög horaður og veiklulegur. Sonurinn tniboði — Er það satt að sonur og dóttir Bormanns séu búsett í Evrópu? Hafa þeim engar spurnir borizt af föður sínum? — Dóttir hans, Eve, býr í Bolzano á Italíu. Nýlega gift- ist hún þýzkum kennara, Riedmann að nafni. Hún segir að faðir sinn hafi dáið í Berlín árið 1945. Hugsanlegt er að hún viti ekki betur. Sonurinn hefur í tíu ár verið trúboði í Afríku, í Mandombe í Kongó. Honum hafa borizt fréttir beint írá föður sínum í Argentínu. — Bormann er þá dauður .. Og vitið þér eitthvað um aðra nazista sem eru enn í felum í Argentínu? Senor X opnar skjalamöppu sína og dregur fram heldur ó- venjulega skrá. — Við erum á hælum tveggja glæpalækna úr fangabúðum nazista. Þeir eru Josef Mengele, sem starfaöi í Oswiecim og Bergen-Belsen, og Karl Kling- enfuss. Um skeið voru þeir samtíma Bormann í Santa Catalina. Króatískur nazisti, Dido Kvaterink að nafni. og 'vrrverandi ráðherra í lepp- itjórn Hitlei-s í Slóvakíu. Jan Durcansky. eru einnig í felum í Argentínu. Von Alvensleben. ! einn af skósveinum Himmlers í Póllandi, og lettneski nazist- inn Striglics, sem var lögreglu- stjóri í Riga á hernámsárunum, ! hafa skriðið í felur einhvers staðar í Brazilíu. Fólk var byrjað að streyma j inn á La Tranquera. Senor X kvaddi og fór. Ég lagði af stað í gönguferð til að skoða mig um í Buenos Aires. - Fimmtudagur 21. febrúar 1963 LrfSi <si tíu metra fall Ung og fögur loftfimlcikakona, Mary Lou Lawrence að nafni hrapaði fyrir skömmu úr tíu metra hæð er hún var að gera erfið- ar æfingar án ncts á Icikvan'i liringlcikahússins shrine í Madi- son í Bandaríkjunum. Stúlkan Iifði fallið af og var flutt hættu- lega særð á sjúkrahús. Efri myndin sýnir stúlkuna svífa um loftið skömmu áður én slysið vildi til. Á neðri myndinni Iiggur stúlkan á jörðinni eftir fallið og vinnufclagar hennar koma henni til hjálpar. Nítjándi hver iifir lungnakrabba af Allir reykingamcnn munu fyrr eða síðar fá lungnakrabba svo fremi þeir deyi ekki fyrir aldur fram af öðrum ástæðum, sagði dr. Atlon Ochsner á árs- fundi bandarísku Iæknasamtak- anna í Charlottcville. Iteyking- að eru ein tegund sjálfsmorðs, cn miklu dýrari og sársauka- fyllri en byssuskot. Lungnakrabbi er banvænasta tegund krabbameins. Ucynslan hefur leitt í íjós að aðcins e!inn af hverjum tíu sjpklingum held- ur lífi. Jafnvel cin cinasta síg- aretta á dag veldur hættuleg- um breytíngum á frumunum. Dr. Oclisner lauk máli sínu með því að segja aö þeir lækn- ar bandarískir sem styðja reykingar væru tvenns konar: þeir sem taka við mútum frá tóbaksframleiðendum og þeir sem sjálfir eru þrælar nautnar- innar. ifeimta efndir afstjóminni 1 vikunni sem leið söfnuðust saman 20—30 þúsund ítalskir smábændur, leiguliðar og land- búnaðarverkamenn í Palermo á Sikiley og efndu til kröfugöngu. j Þeir kröfðust þess að tekin yrði upp ný stefna í landbún- aðarmálum og að stjórn Fan- fanis efndi loforð í þá átt sem hún gaf, er hún tók við völd- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.