Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. febrúar 1963 Þ.TÓÐVILJINN SlÐA 1 Vinstri hægri áfram gakk Það var síðast af ís- lendingum að segja að þeir voru á harðaspani i hátalnavísindum, fyrirlít- andi alla pólitík og met- andi sinn dýrmæta kosn- ingarétt sem einskonar beinharðan flokksgjald- eyri ellegar þá bara að- göngumiða að banka eða bitlingi. Enda telja nú sumir að mikilvægum áfanga verði bráðlega náð: alþingis- kosningar séu í vændum og að þeim loknum sam- steypustjórn íhalds, fram- sóknar og krata meö geysilegt gengisskrið að launtrompi. Muni þá draumurinn mikli rsétast: allar íslenzku sardínurn- ar verði þá milljónungar og allir íslenzku hákarl- arnir milljarðungar. Með- alíbúð í borginni og með- albú í sveitinni verði þá eins og heil furstadæmi og eignir „atvinnuveg- anna“ eins og ósýnilegar stjörnuþyrpingar úti í geimnum. Þá verður nú of kotungslegt að kalla nýju stjórnina viðreisnar- stjórn — nei, hámenning- arstjórn skal hún heita. L.S.G. Fyrir utan hinn töl- fræðilega sigur mundi nýju hámenningarstjórn- inni sennilega takast eitt sem viöreisnarstjórninni hefur misheppnazt: að af- henda handlöngurum braskaravaldsins Alþýðu- sambandiö. Þannig yrði unnt að losna við þann þjóðarvoðann sem nú þykir einna ískyggilegast- ur. Þannig er sem sé mál með vexti að nafni minn Nordal bankastjóri er ný- lega búinn að uppgötva merkilegan hlut. Þennan hlut kallar hann launa- skrið — og er hann að því er manni skilst þeirr- ar náttúru að á bak við þær sextíu þúsund króna árstekjur sem verkamað- urinn uppsker fyrir átta stunda vinnudag skríður til hans stanzlaus flaum- ur launlauna sem getur jafnvel spennt tekjurnar upp í þær áttatíu og tvö þúsund níu hundruö áttatíu og tvær krónur fimmtíu og níu aura sem svokallaöri vísitölufjöl- skyldu eru ætlaðar á ári. Þetta óhuggulega skrið verður náttúrlega að stöðva. En það tekst trauðla nema framsókn geri ítökin í Alþýðusam- bandinu að sínu dýrmæt- asta innleggi í hámenn- ingarstjórnina. Ekki skyldi maöur for- taka að eitthvaö þessu líkt ætti eftir að koma á daginn. Allir vita hversu framsókn er langþjálfuö í leikfimi sinni til hægri og vinstri og talið er að hægri helmingur hennar sé orðinn langþreyttur á stjórnarutanveltunni. — Hann væri því vís til að skáka vinstri helmingn- um allt að því byltinga- sinnuðum út í kosninga- baráttuna til þess að halda hinum róttækari kjósendum innan gátta, en snarvenda svo yfir í talnahámenninguna á eftir. Önnur svokölluö vinstri samtök í þessu landi virð- ast halda áfram að leys- ast upp í æ smærri frum- eindir. Við höfum okkar alþýðubandalag meö sósí- alista og málfundafélags- jafnaðarmenn innan- borðs, en frjálsþýðinga, birtinga og mýnesinga vinkrandi allt í kring. Allii’ eru þeir fokreiðir út í viðreisnina — ekki vantar það. En sameigin- legur sóknarvilji strandar á aggi og naggi um per- sónulega smámuni elleg- ar þá rússneskan og kín- verskan kommúnisma. Virðist gott útlit fyrir að hver sannur vinstri sinni kjósi sjálfan sig, en engan ella, á sumri kom- anda. Það er þá svolítið ann- að með íhaldið og krat- ana. Þessir samvöxnu síamstvíburar lyfta hátt sínum yndislegu vest- rænu hugsjónum um ein- ingu atvinnurekenda og eyrarkarla, stórkaup- manna og þvottakerlinga upp á milljarðinn handa þeim fyrrnefndu og millj- ónina handa þeim síðar- nefndu. Og skiljanlega hlæja tvíburarnir dátt að öllum aumingjaskapnum vinstra megin. Nú væri sannarlega fróölegt að velta því fyr- ir sér af hverju þessi vinstri aumingjaskapur stafar. Meginástæðan er fljótséð, nefnilega sú, að spilling hinnar skefja- lausu gróðahyggju hefur smeygt sér djúpt inn í hugskot alþýðunnar, svipt hana raunhæfu mati á stéttarlegu hlut- verki sínu og raskað þar með siðferðilegri undir- stöðu þjóðfélagsins. Merkilega stór hluti hennar sættir sig við dulda auðsöfnun og fjár- flóttabrögð þeirra sem valdið hafa í efnahagslífi þjóðarinnar upp á þau býti að mega sjálfur hrifsa til sín einhvern til- viljunarslump af a,llri súpunni. Góðæri og gnótt atvinnu, sem í mörgum tilfellum jaðrar viö hrein- an þrældóm, hefur svæft. félagsvitund hins vinn- andi manns og gert hann aö sljóum og værukærum smáborgara. Án þess að blakta auga lætur hann sefjast af þeirri þjóðlygi að einhverjir „atvinnuveg- ir“ þoli ekki að hann beri lífvænlegt kaup úr býtum fyrir átta stunda vinnu- dag — á sama tíma sem hann eykur stöðugt af- köst sín og þar með fram- leiðslumagn þjóðarbúsins. „Atvinnuvegirnir“ eru að verða nokkuð dular- fullir hér á íslandi. lLz U \ Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpið: Útvarpið gerði okkur bænd unum dálítinn grikk fyrir nokkrum árum, þegar það fasrði kvöldfréttir hinar fyrri fram um hálftíma. Yfirleitt höfum við ekki lokið útiverk- um fyrir þann tíma, er kvöld- fréttir hefjast samkvæmt nýja stílnum. Reyndar var þetta í góðu skyni gert og hét á útvarps- máli að auka þjónustuna við hlustendur. enda hækkuðu af- notagjöld um svipað leyti. og urðu menn því að greiða fyrir það að missa af kvöldfréttum. Dagskráin var reyndar lengd um hálftima um leið og frétt- irnar færðust fram, því að þeir vísu menn þar syðra munu ekki hafa getað hugsað sér annað en að það sem þeir kalla dagskrá kvöldsins. hlyti ávallt og ævinlega að byrja með fréttalestri. En við sem ekkert vit höfum á útvarpsrekstri lét- um okkur detta i hug að iafn vel bó dagskráin hefði verið lengd. mætti hafa fréttirnar á sama tíma sem áður, en láta einhvern lið dagskrárinnar koma á undan þeim. t. d eitt- hvað af blessaðri tónlistinni. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann. og svo eru ef- laust ti! aðrir hlustendur. sem eru ánægðir með þetta svona. eins og bað er. En bað er nú einu sinnj svona. að fróftirnar vilja flest- ir heyra. iafnvel þósumirkunni að líta á að bar sé ekki allt prentað með hólaprenti. EndlurteLnar fréttii Bót er það bó í máli. að fréttir eru oft endurteknar og stundum jafnvei svo oft, að því er líkast að ætlazt sé til. að nlustandinn læri bær utan að. e ns og héilagt guðspjall. Skyldu annars vera til ein- hverjar skrifaðar eða prentað- ar reglur. sem fréttastofa út- varpsins fer eftir um endur- tekningu frétta. eða skyldi það vera algert matsatriði á hverj- um tíma, hvaða fréttir skuli endurtaka og hve oft? Stundum er frétt sögð að eins einu sinni. jafnvel þótt um merka frétt sé að ræða, t. d. björgun úr sjávarháska. Hinsvegar á það sér æði oft stað, að sama fréttin er endur- tekin með næsta ofurmann- legri þrákelkni í öllum frétta- tímum dagsins og jafnvel dög- um saman. Á þetta sér einkum eða nær eingöngu stað um þær fréttir, sem hafa áróðursgildi. t.d. ræður eða ummæli vestrænna stjórnmálamanna. Þó mun þetta aldrei hafa gengið eins langt og um ræðu þá er for- seti Bandaríkjanna flutti um leið og hann lagði út í sitt fræga Kúbu-ævintýri. Hún var endursögð, eða hlutar af henni. tvo eða þrjá daga samfleytt í flestum fréttatúmum. Við þetta skal nú bætt einu dæmi af léttara taginu. Fyrir nokkrum dögum var frá bví skýrt í hádegisfréttum, að Adenauer gamli hefði sagt í ræðu eða viðtali við blöð. að kommúnistahæltan hefði ekk- ert minnkað, þótt komin væri upp óeining meðai kommún- istaríkjanna Svo var þetta endurtekið klukkan þrjú, klukkan fimm. klukkan tíu um kvöldið og sennilega einpig klukkan hálfátta, en þær frétt- heyrði ég ekki. Og hlustandinn spyr: Er þetta í raun og veru svo merkileg frétt. að hún verð- skuldi að vera sögð svo oft? Veit ekki hver einasti útvarps- hlustandi, að það getur bók- staflega ekkert gerzt fyrir aust- an og verður ekkert þar ó- gert látið, sem þessi ellimóði Þjóðverji telur ekki vera til bölvunar? Eg segi fyrir mig, að ég bíð með miklu meiri eftirvæntingu eftir að frétta um, hvort tek- izt hefur að bjarga skipi, sem er fast í ís á Eystrasalti, en margendurteknum skoðunum Adenauers kanzlara á því. hvort kommúnistahættan munj vaxa við hugsanlega óeiningu sósíölsku ríikjanna. En þeir á fréttastofunni virðast vera á annarri skoðun. Eykon við hljóðnemann Það mun hafa vtxio á föstu- dagskvöld, 8. þ.m. að Eyjólfur Konráð, Morgunblaðsritstjóri, flutti erindi um almennings- hlutafélög. Þetta var áferðarsléttur lest- ur og allur hinn ísmeygilegasti. En þrátt fyrir það, að höfund- ur var allur af vilja gerður um að færa sönnur á, að hinir smáu hlutir almennings lentu ekki í hendur fjáraflamanna fyrr eða síðar. tókst honum það aldrei. En hinsvegar lá það í loft- inu, að megintilgangur slíkra félaga átti að vera sá, að koma stofnunum í opinberri eign undir verndarvæng einkafram- taksins. Eg man þá tíð, að gengið var um meðal bænda og þeim boð- ið að gerast hluthafar í Áburð- arverksmiðjunni. Og munu margir hafa þekkzt það boð, í þeirri góðu trú, að með því væru þeir að tryggja áhrif sín á rekstur þessa fyrirtækis og gætu haft hönd í bagga með verðlagningu á framleiðslu þess. En hvar gætir nú áhrifa hinna smáu hluthafa á rekstur þessa fyrirtækis? Spyr sá sem ekki veit. Gunnar Benediktsson Guðmundur Hagalín. Það er hugboð mitt, að al- menningshlutafélögin svo nefndu, eigi að verða ein helzta skrautfjöðrin í kosninga- hatti íhaldsins á vori komandi Nú væri það ráð fyrir for- ráðamenn útvarpsins. svo fram- arlega sem þeim væri það metnaðarmál að halda áru hlutleysisins hreinni, að grensl- ast eftir, hvort ekki kynnu ein- hversstaðar að leynast skoðan- ir um hin svonefndu almenn- ingshlutafélög, sem væru and- stæðar skoðunum Eyjólfs Morgunblaðsritstjóra og koma því síðan til leiðar. að slíkar skoðanir yrðu einnig túlkaðar í útvarpinu, þannig að hlust- endur fengju fræðslu um þetta fyrirbæri frá tveim óMkum sjónarmiðum. Á batavegi Hver veit nema að Eyjólfur hressist, segir máltækið. Það skal fram tekið að hér er ekki átt við Eyjólf Morgun- blaðsritstjóra, hann er þegar kominn af dagskrá þessa þáttar, heldur er hér haft í huga út- varpið sjálft. Ef satt skal segja, hefur heilsa þess verið fremur léleg, lengst af þessum vetri, þó að bráð hafi af því annað slagið. Eiginlega tók því strax að létta og Eyjölfur hvarf af svið- inu. Sveinn Einarsson flutti skemmtiiegan leikhúspistil. Svo kom Þórbergur og lét okkur gleyma öllu hinu leiðinlega í veröldinni, meðan hann taldi okkur ailar þær sálarkvalir, sem hann varð að þola, sökum Eiskunnar sinnar. En þó eru stærstu tíðindi kvöldsins enn ótalin: Þátturinn Efst á baugi kom nú, í fyrsta skipti frá því er hann hóf göngu sína fram fyrir hlustendur, dálítið í átt við það. sem hann á að vera. Ritstjórar frá blöðum stjórn- málaflokkanna komu fram í þættinum og sögðu álit sitt á þeim atburði er Bretum var vísað frá samningaborði Efna- hagsbandalagsins. Það er nú í raun og veru svo, að útvarpshiustendur varð- ar yfirleitt næsta Htið um það, hvaða skoðanir blaðamenn frá Alþýð'ublaðinu eða Tímanum, hafa á einhverjum erlendum atburði, og enn minna um hitt, hvað fréttaritari brezka út- varpsins bendir á, eins og komizt er að orði í erlendum fréttum, þegar setja á einhvern sérstakan lit á fréttina. Umdeilda heimsviðburði á að ræða í þættinum Efst á baugi, og þar eiga öll hugsanieg sjón- armið og allar skoðanir að koma fram, eins og gert var á föstudagskvöldið. Vonandi er. að hérmeð sé forheimskunnarhlutverki þessa þáttar lokið, og að hann geri sér hér eftir einkum og aðal- lega far um að kynna útvarps- hlustendum allar skoðanir, sem uppi verða á hverjum tíma um heimsástandið og deilumál stórveldanna. Á laugardagskvöldið, var á- flutt hin sárbeitta og hnitmið- aða þjóðfélagsádeila Ibsens, „Máttarstólpar þjóðfélagsins," ádeila sem hittir í mark enn þann dag í dag. Á sunnudagskvöldið var á- gætur umræðuþáttur í umsjá Sigurðar Magnússonar um upp- runa íslendinga. Var þáttur þessi hinn skemmtilegasti. en þó einkum og sér í lagi vegna þess, að eftir að hafa hlýtt á hann vitum við eigin- lega miklu minna en við þótt- umst áður vita, hvaðan við sé- um upprunnir, íslendingar, og okkur finnst næstum eins og við svífum í lausu lofti. Og það út af fyrir sig getur verið skemmtileg tilbreyting. Hagalín á villigötum Þá kom Pétur Pétursson með sinn skemmtiþátt og sína get- raun, sem enginn vill missa af, þó misjafnlega gangi ráðning- arnar. Þau leiðinleg mistök urðu þó með Söguna af Mínum manni, að lesarinn, Guðmundur Haga- lín, eyddi miklu af tíma sín- um í það að gagnrýna þá höf- unda, er á undan honum höfðu komið. Haldi svo næsti höfundur inn á þá braut, sem Guðmund- ur hefur rutt, byrjar nann lest- ur sinn á því að kasta hnútum á fyrirrennara sinn og kannske einnig alla hina. Þá verður þetta meinlausa gaman ekki neitt gaman lengur, heldur leiðindapex. sem enginn hefur gaman af. En vonandi setur stjórnandi þáttarins undir þennan leka, áður en meira slys hlýzt af. Eg hefi að minnsta kosti litið svo á, að söguritararnir mættu segja hvaða vitleysu, sem þeim dytti í hug, án þess að ástæða væri tii að skamma þá fyrir. Af söguritun Hagalins varð heldur ekki annað ráðið, en hann væri í sínum fulla rétti, með að segja hvaða vitleysu sem hon- um gat dottið í hug. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.