Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA Þ J ÓÐVIL JINN Fimmtudagur 21. febrúar 1%3 — Hann er í öngviti. Við för- um heim með hann og læsum hann inni. — Hurðin skelltist á hæla beim. Allt 1 einu varð ónotaleg þögn inni. Það var eins og enginn vissi hvað nú tæki við. Karl- mennirnir litu spyrjandi á Flor- indu. Florinda brosti til þeirra, hlýju, geislandi brosi. Hún þreif- aði á kinninni sem enn var rauð eftir höggið sem Bartlett hafði veitt henni. Hún yppti öxlum og sagði við hópinn: — Mér þætti gaman að vita, — sagði hún, — hver ætti að leggja kalda bakstra á ennið á honum í fyrramálið. — Allt í einu kvað við klapp utanúr horni. Þótt Teras væri drukkinn. vissi hann hver hafði orðið sigurvegari. Hann klappaði saman lófunum. Og hinir tóku undir eins og þetta hefði verið merki til þeirra. Þeir klöppuðu, þeir köll- uðu og fáeinir hrópuðu húrra. Það hefði mátt ætla að Florinda stæði á sviði. Florinda fór að hlæja. Þetta var hljóð sem hún kannaðist við. Andartaki síðar var hún búin að losa sig úr taki Penroses og var komin upp á borðið. Hún hló og sendi þeim fingurkossa, alveg eins og hún hafði áður heilsað áhorfendum sínum. Hún var klœdd óbrotnum musselíns- kjól sem hún og Garnet höfðu saumað í stofunni hjá Senoru Silva, en lífsfjör hennar og yndisþokki þurfti ekki á neinum sérstökum búningi að halda. Persónutöfrar hennar geisluðu um hin óvistlegu salarkynni á sama hátt og þeir höfðu fyllt Skartgripaskrínið. Hún var aftur komin á sína réttu hillu. Hún var mikil lista- kona og hún vissi það og eftir stutta stund vissu allir hinir það lílka. Þeir hrópuðu og klöpp- uðu. Jafnvel hinir fáu Mexíikan- ar sem viðstaddir voru og ekki skildu orð af því sem fram fór, hlógu og færðu sig nær. Litla stund stóð hún þarna og lét horfa á sig. Svo lyfti hún höndunum og alHr þögðu. Rödd- in náði til allra, ekld með hávaða heldur réttri beitingu. og hver einasti maður í Fonda heyrði hvað hún sagði. — Jæja, piltar, þetta er í fyrsta sinn í þrjá mánuði sem ég fæ tækifæri til að vera eðli- leg. Drottinn minn, hvað það er indælt. — Hún dró vasaklút upp úr barmi sér og veifaði til þeirra eins og vina eftir langa útivist — Segið mér, eru nokkrir aðr- ir en Silky Van Dorn sem hafa séð mig í Skartgripaskríninu? Já, þið vitið ekki hvað þið hafið farið á mis við. Það er tími til kominn að þið fáið að vita það. Herra Penrose. eruð þér með gítarinn? Við skulum fá tónlist. Setjizt niður, herrar mínir, setj- izt niður. Við skulum stofna til gleðskapar. 17. Oliver heimtaði að Garnet færi heim þegar hér var komið. Það leið nokkur timi áður en hún fékk að vita hvað gerzt hafði eftir að hún var farin. Florinda hafi skemmt gestun- um þar til komið var fram yfir miðnætti. Þegar þar var komið voru flestir kaupmennirnir drukknir og margir voru sl'okkn- aðir útaf. Þeir voru sammála um að þetta væri stórkostlegasta kvöld sem þeir hefðu upplifað i Santa Fe. Og Bartlett var ekki aðeins þorskhaus. Ilann var líka óheflaður ruddi, og það sem verra var, hann gerði sig að fífli. Silky hafði feikilegt samvizku- bit. Það var hann sem hafði komið þessu öllu af stað, sagði hann hvað eftir annað og starði niður í krúsina. Það var honum að kenna að Bartlett hafði reynt að berja hana til óbóta. Svona yndislega og varnarlausa konu. Allt saman var þetta honum að kenna. Þegar Florinda sagði loks, að nú væri þessu lokið í kvöld, voru þeir ekki ánægðir með það. Florinda sagðist vera orðin hás, en hún skyldi syngja fyrir þá aftur þegar þeir vildu. Hún gekk þvert yfir salinn. Silky greip í handlegg hennar um leið og hún gekk framhjá honum. — Charlína, — tautaði hann. — Florinda — hvað á ég að kalla þig? — — Kallaðu mig Florindu. Eg er orðin vön því nafni. — — Geturðu nokkurn tíma fyr- irgefið mér, Florinda? — — Auðvitað, þetta er allt í lagi. Eg hef skemmt mér prýði- lega hérna með ykkur. — Hann stundi sakbitinn og hristi höfuðið. Hann var mjög glaseygur. Hann var gráti nær. — En hvað ætlarðu að gera? — spurði hann. — Þú átt eng- an vísan næturstað. — Florinda brosti án þess að svara. Augu hennar voru lika þreytuleg. Hún hafði ebki drukkið, en hún var þreytt eftir alla áreynsluna. — Þú getur fengið herbergið mitt, — sagði Silky allt í einu með miklu göfuglyndj. — Það býr ekkert undir því. Eg get sofið hjá Penrose. — — Þetta er fallega boðið-, En mér dytti aldrei 1 hug að valda þér erfiðleikum. Eg bjarga mér. — — Silky brosti þakklát’ega vegna þess, að hann þurfti ekki að standa við hið höfðinglega til- boð. Florinda gekk til Johns, sem. sat þögull og einn. John hafði komið aftur á Fonda eftir að hafa skilað Bartlett í svefn- stað sinn hjá senor Moro. Hann hafði setið þama síðan, drukk- ið lítið og fylgzt með athöfnum hennar. — Þér eruð snjöll, — sagði John þegar hún stanzaði hjá honum. — Eg þakka, — sagði Flor- inda. — Hvað ætlið þér nú til bragðs að taka? — — Hafið engar áhyggjur af því, John. Eg hefði ekki látið þetta koma fyrir. ef ég hefði ekki verið undir það búin. — Florinda stakk hendinni niður í vasa á kjólnum. Hún rétti fram höndina og sýndi honum lykil. — Eg útvegaði mér herbergi í gær, meðan Bartlett svaf úr sér vímuna. Einn af pilltunum frá Missouri hjálpaði mér, spænsk- an miín er nefnilega ekki á marga fiska. Eg sagði honum, að við Bartlett værum orðin þreytt á að vera hjá Moro og vildum flytja. — — Eg skil. En hvað er það sem þér - viljið að ég geri? — Florinda leit í kringum sig með talandi augnaráði. í Fonda var heitt og mollulegt og loftið þrungið ölæðishjali. Utan af torginu heyrðist háreysti í þeim sem komu út af spilavítunum. — Mér er ekkert um að fara héðan ein eins og sakir standa. Þar sem ég sé engan annan alls gáðan en yður, datt mér í hug að biðja yður að fylgja mér heim. Það er ekki langt að fara, — — Gott og vel, — sagði John og reis á fætur. — Er Bartlett ennþá meðvit- undarlaus? — spurði hún. — Alveg örugglega. — — Ef þér hafið ekkert á móti því. þá langar mig til að ná í dótið mitt. Eg er búin að taka það saman og það eru bara fá- ein fótmál til Moros. — John fékk tiltölulega ódrukk- inn mexíkanskan pilt til að hjálpa sér. Þau gengu niður dimmu götuna sem lá frá Fonda að híbýlum Bartletts. Bartlett var enn í fastasvefni. Florinda sýndi þeim tvo kassa. John tók annan á bakið og pilturinn hinn. en hún hélt á töskunum er hún hafði haft meðferðis frá New Orleans Þau gengu ti'l baka þvert yfir torgið, framhj á spilavítunum Framhald af 7- siðu. Svo kom mánudagskvöldið, með Gunnar Benediktsson í Degi og vegi. spurningaþátt skólanemenda, einhvern þann bezta á vetrinum, og að lokum Þórberg, með sinn Islenzka aðal. Þetta var sem sé mjög ó- venjulegt mánudagskvöld, og væri vel, af mörg slík kæmu yfir okkur á þessum vetri. En ekki verða þeir öfunds- verðir, sem standa eiga í spor- um Gunnars næstu mánudags- kvöld. meðan erindi hans verð- ur hlustendum enn í fersku minni. Nú er það mitt ráð til for- sjármanna útvarpsins, að þeir freisti þess að fá Gunnar til að að litlu húsi, þar sem Florindu hafði lánazt að fá herbergi. John og pilturinn lögðu frá sér kass- ana. Florinda hafði tekið með sér kerti og kveikti á þvf á lukt sem hékk yfir dyrum spilavítis • sem þau gengu framhjá. Nú not- aði hún það til að kveikja á lampanum á borðinu í herbergi sínu. John sneri sér að piltinum með höndina í vasanum, en Florinda stöðvaði hann. — Nei, hérna John. — Hún rétti fram silfurpening. — Gefðu honum þennan. Þegar fólk sýnir mér hjálpsemi. þá á það ekki að kosta það neitt. — John brosti lítið eitt, tók við peningnum og borgaði piltinum. Þegar hann var farinn, settist Florinda á rúmstokkinn. John stóð við dyrnar. — Er það nokkuð fleira? — spurði hann. — Nei, þökk fyrir hjálpina. Jú, reyndar. það er eitt enn. Segið mér, eru þessir náungar eins kjánalegir og drykkfelldir í ferðalaginu eins og þeir eru í Santa Fe? — — Nei, þeir eru allt öðru vísi. Þetta eru eðlileg viðbrögð eftir þriggja mánaða þræl- dóm. •—■ — Er ferðin til Calíforníu hræðilega erfið? — — Já. hún er mjög erfið. — John hélt um hurðarhúninn, en nú sneri hann sér við. — Af hverju spyrjið þér að því? Haf- þér hugsað yður að koma með? — — Eg hef hugsað um það. — — Það kemur mér ekki við, — sagði John alvarlegur í bragði. — En þér verðið ekki hrifnar af lestaferðinni. — — Hvers vegna ekki? Þér haldið þó ekki að ég sé við- kvæm borgardama? — — Nei, ég held þér hafið nóg af hugrekki. En það þarf meira en hugrekki til að komast yfir Mojave-eyðimörkina. — — Það er sjálfsagt mjög erf- itt. En annað fólk getur það. Hvers vegna haldið þér að mér verði það um megn? — — Það er hitinn, — sagði John. — Þér eruð of Ijós á hör- und. — Florinda horfði á sjálfa sig í speglinum á veggnum. Lampa- ijósið lék um föla vangana og hárið. Hún brosti. — Hafið þér nokkurn tíma ver- ið í New York að sumarlagi? — — Já, og New York er eins og íshús í samanburði við eyði- mörkina. Ég vildi ekki taka á mig ábyrgðina á að koma yður á leiðarenda. — Florinda sneri sér frá spegl- inum og leit beint á hann: — flytja nokkra þætti um Dag og veg á þessum vetri, og þá fyrst og fremst í þeim tilgangi, að þeir menn, sem hafa verið að fikta við þetta í fulilkomn- um vandræðum og kunnáttu- ieysi, mættu af honum svo mikið læra. að þeir gætu innt slíkt verk af höndum nokkurn veginn stórslysalaust. Nú er komið mánudagskvöld, og það er fjórða kvöldið í röð, sem heilsa útvarpsins hefur verið með nokkurn veginn eðlilegum hætti, og er ástæða til að óska því til hamingju með batann, jafnframt því sem við vonum, að Eyjólfur haldi enn áfram að hressast, með hækkandi sók Skúli Guffjónsson. Skúli skrifar um útvarpið Bíðið aðeins. Eg er ekki velt góður í mag- anum heldur. Höldum áfram.' ©19G2 Walt Ðlsney Pzc Worid Righta P Hlaupa burt. En hversvegna. Við erum hundleiðir að þvo upp diska, skúra gólf og berja teppi. Og ekki sízt matseld þinni, frændi. SKOTTA tí—,*As Æ, — var þetta þitt vatn. DHNER Þetta eru reiknivélarnar, sem svo margir spyrja um. Venjulega fyrirliggjandi átta gerðir af samlagningar- og margföldunarvélum. Verð frá kr. 5145.00. Höfum einnig mjög hentuga búðarkassa sem eru byggðir fyrir Odhner vélar. — Verð kr. 1768.00. Leitið upplýsinga hjá oss. Túngötu 7 — Símar 16647 og 12747. VQNDUÐ FALLEG ÚDYR Skuéórjónsson &co Okftuxvsfœti k ■ ^ t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.