Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 12
Inflúenzu- faraldur kominn upp hér Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum hér í blaðinu gengur nú Asíuinflúenzufaraldur í Banda ríkjunum og er orðinn þar ali- útbreiddur en er hins vegar ekki talinn sérlega skæður. Grunur leikur nú á um það, að faraldur þessi sé kominn hingað til Reykjavíkur. Hafa komið upp á Elliheimilinu Grund veikindi sem lýsa sér mjög líkt og inflú- enza og einnig skýrir Alþýðu- blaðið frá því í gær að krank- leiki nokkur líkur inflúenzu herji þar nú á starfsliðið. Samkvæmt upplýsingum Bjöms L. Jónssonar, fulltrúa borgar- læknis í gær, tók Margrét Guðna- dóttir læknir á Tilraunastöðinni að Keldum bakteríur til rann- sóknar úr sjúklingum á Elliheim- ilinu í fyrradag en niðurstöður af þeirri rannsókn munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkra daga og er þvi enn ógerlegt að segja til um það, hvaða tegund inflúenzu þetta er. Þegar hafa verið gerðar ráð- stafanir af hálfu heilbrigðisyfir- valdanna til þess að fá bóluefni gegn inflúenzunni frá Bandaríkj- un\im og mun von á því fljótlega til landsins. Óraunhœf athugasemd f gær barsti Þjóðviljanum eft- irfarandi athugasemd frá stjóm Stangaveiðifélags Reykjavíkur: „Vegna frásagnar dagblaðanna um væntamlegt „pressuball“, skal það tekið fram til þess að forðast misskilning að fyrsta samkvæmið í hinum nýju salar- kynnum Hótel Sögu. — opnun- arkvöld —, verður árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavikur föstudaginn 1. marz n.k. Stjórn SVFR.“ f tilefni af þessari ailhuga- semd SVFR hefur stjórn Biaða- mannafélags Íslands beðið blað- ið iyrir eftirfarandi; „f tilefni af þessarx athuga- semd vill Blaðamannaféiag ís- lands taka fram, að fyrir nokkru tjáði forstjóri Hótel Sögu, Þor- valdur Guðmundsson, Blaða- mannafélaginu, að „pressuball- ið“ 2. marz yrði fyrsti opinberi fagnaðurinn í hinum nýju salar- kynnum hótelsins Hins vegar munu verða Þar tvö lokuð fé- lagshóf áður.“ I "0 eJ Framhald af 1 .síðu sámar það að stjórn þeirra skuli oft og einatt koma fram til að sundra verklýðshreyfing- unni i heild. Alþýðusamtökin eiga nú í höggi við ríkisstjóm sem hefur verið óspör á kjara- skerðingar en sparað þeim mun frekar lýðræðislega stjórnar- hætti Því aðeins nær verka- fólk árangri í kjarabaráttu sinni að það standi saman, leysi vandann samejginlega, og því þurfa samtök iðnverkamanna að skipa sér við hlið annarra verk- lýðsfélaga sem berjast fyrir bættum kjörum og auknum rétti. Fuli samstiaða þess verka- fólks sem ekki viij una kjara- skerðingarstefnunni er forsenda þess að árangur náist. bæði innan Iðju ’ og í verklýðshre.yf- ingunni í heild ÆFR Munið bókmenntakvöldið í fé- Iagsheimilinu í T.iarnargötu 20 í kvöld klukkan 9. Árni Bergmann spjallar um íslenzkar samtíma- bókmenntir. — Skráið ykkur í málfundahópinn fyrir hclgl, sími X7513. „Eiginlega ættum við að fá styrk" Eg stóð á bryggjunni í Eyj- og beið eftir að bátamir færu að koma að. Klukkan var langt gengin fjögur og ekki bólaði á þeim enn. Ég leit í kringum mig. Þarna lá Sæ- valdur utan á Öskasteini og Magnús Magnússon utaná Sæ- valdi og hinummegin við bryggjuna lá svo Sindri, tví- tekinn í landhelgi. Sindri er fallegur bátur, hvítmálaður og nettlegur þar sem hann lá, 60 tonn og smíðaður í Svíþjóð 1957. Heldur en að gera ekkert, mundaði ég vélinni að Sindra, en þá tekur sig mað- ur úr hóp, lágur maður og kviklegur. Hann steðjar til mín og svipurinn er, einbeitt- ur: „Fyrir hvem ert þú að mynda? “ „Þjóðviljann.“ „Ég vil ekki hafa að það sé verið að mynda þennan bát.“ „Þetta er fallegur bátur.“ „Ég vil engar myndir, þið eruð alhr á móti okkur.“ „Er það nú víst?“ „Já auðvitað. öll blöðin eru á móti okkur.“ Vélbáturlnn Sindrl VE 203. Það er nú komið I Ijós að hann var ekki eingöngu með hrcint mjöl í pokahominu (Ljósm. G.O.) „Við birtum vinsamlegt við- tal við einn ykkar um dag- inn.“ „Ég hef ekki séð það.“ „Það er ekki mér að kenna“ „Við erum löglegir. Það er ekki hægt að hanka okkur á neinu. Við emm með síldar- troll og leyfi frá Fjskifélag- inu.“ „Eru margir svo vel að heiman búnir?“ „Tveir. Sindri og Haraldur. Þeir geta ekkert gert við okk- ur annað en taka af okkur leyfin.“ „Hvað eru margir á trolli héðan?“ „10—15 og búið að taka þá alla nema tvo. Suma oftar en einu sinni.“ „Hvað er búið að taka ykk- ur oft?“ „Tvisvar, en þeir geta ekk- ert gert við okkur eins og ég er búinn að segja. Ætii þeir sleppi okkur ekki út i kvöld. Annars er þetta tóm vit leysa hjá þeim, þeir hljóta að vera fullir við þetta. Þeir urðu t.d. að sleppa tveim úr síðasta holi sem þeir tóku. „Þið segist vera með síldar- troll, en af hverju eruð þið ekki þar sem síldin er?“ „Ja sko, við erum með síld- artroll og veiðum ýsu í það. Það er ekki okkur að kenna því þetta er allt á tilrauna- stigi og mannskapurinn óklár á draslið. Eiginlega ættum við að hafa styrk líka.“ „Gætu þessir 10—15 bátar ekki stundað einhvem annan veiðiskap á þessum tíma?“ „Við gætum auðvitað verið á línu, en það fæst einfald- lega ekki mannskapur. Við getum líka vel verið með net, þegar sá tími er kominn og ætli það verði ekki endirinn á. Það gengur líka betur að manna netabátana heldur en línubátana. Annars held ég að allir fari að hætta þessu. Það er enginn friður. Nú erum við búnir að missa tvo daga í þetta stúss. Framhald á 3. síðu. |ALLIR ! ! í sem safna 5 nýjum kaup- endum að Þjóðviljanum geta valjð sér eina af neðantöld- um bókum í viðurkenningar- skynþ Byltingin á Kúbu Tuttugu erlend kvæði Óljóð í Unuhúsi Vegurinn að brúnni Blakkar rúnir Andlit Asíu Grískar þjóðsögur Tvær kviður fornar Vort land er í dögun Ræður og riss Skriftamál uppgjafa prests Á íslendingaslóðum Hetjuleiðir og landafundir Við elda Indlands Hin hvítu segl Minningar Vigfúsar Guð- mundssonar. þroskaárin Að duga eða drepast fslenzkt mannlíf Fullnuminn Ferðarolla Magnúsar Step- hensen Vefaradans Þvi gleymi ég aldrei Fortíð og fyrirburðir Sonur minn og ég Þjóðsögur og saenir, F. Hólm. Prjónastofan Sólin Saltkom í mold Tátningar Ágústínusar fslenzkar nútímabókmcnntlr. Sá sem fyrstur kemur með 1 0 nýja kaup- endur að Þjóðviljanum hlýtur í verðlaun FERÐAOTVARPSTÆKI „Silver“ 9 transistora. 500 nýir kaupendur fyrir 1. apríl n.k. ! Fimmtudagur 21. febrúar 1963 — 28. árgangur — 43. tölublað. Eidur í öldungnum Vísundi Um kl. 15.11 í gær var slökkviliðið kvatt að vélsmiðjunná Keili. Hafði komið þar upp eldur í skipi er var þar i viðgerð. Var það Vísundur sem nú mun vera elzta skip landsins. Var verið að log- sjóða í vélarrúmi skipsins og höfðu neistar komizt í olíubrák og varð af talsverður eldur. Tók um hálfa aðra klukkustund að ráða niðurlögum eldsins enda var erfilt að komast að honum. Talsverð- ar skemmdir urðu á skipinu. Myndin hér að ofan er af brunanum í Vísundi. Sindri VE fékk tnttugu þús- und kréna sekt fyrir brotið Eftir hádegi í gær var kveðinn upp dómur hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum í máli Sindra VE fyrir landhelgisbrot á dögun- um og hlaut skipstjórinn tuttugu þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk að venju. Sindri VE hafði leyfi fyrir síld- artrolli hjá sjávarútvegsmála- ráðuneytinu eins og Haraldur SF og sleppur Haraldur við á- kæru á þeim forsendum, en Sindri VE hafði þar að auki ann- að troll, sem ekki mátti nota í landhelgi og var með það í notk- un, þegar flugvélin staðsetti hann að ólöglegum togveiðum. Það er að frétta af Glaði VE, að skipstjórinn þrætir ennþá og er ósýnt um málalok og Ver VE hlaut sinn dóm í fyrrakvöid eins og þegar hefur verið skýrt frá. Mál Sævalds SU var þing- FramMslisti Framséknar í Reykjaneskjör- dæmi birtur I gær birti Tíminn framboðs- lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi við alþingis- kosningamar í sumar og eru fimm efstu sæti hans þannig skipuð: 1. Jón Skaftason, alþingismað- ur Kópavogi. 2. Valtýr Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri, Keflavík. 3. Guðmundur Þorláksson, loft- skeytamaður, Hafnarfirði. 4. Teitur Guðmundsson. bóndi Móum á Kjalamesi. 5. Óli S. Jónsson, skipstjóri, Sandgerði. fest í gær og lögð fram ákæra frá saksóknara og málinu síðan frestað í hálfan mánuð. Þannig standa málin eftir þessa síðustu hrotu landhelgisbrota og fer nú að verða hreint fyrir dyrum hjá yfirvöldunum fyrir þá næstu. Hilmar Kristjónsson er vafalítið í hópi víð- förlus'tu íslendinga. en hann er starfsmaður FAO í Róm, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. — Myndin er af Hilmari, en viðtal við hann um nýjar fiskveiðiaðferðir Japana o.fl. er birt á 8. síðu blaðsins í dag. A tök á næstunni? Tuttugu prósent kauphækk- un bifvélavirkja hefur vakið óskerta athygli. Hér er um að ræða kauphækkun á hæsta taxta (ckki lægsta eins og mis- ritaðist í blaðinu í gær) og strikast ailir Iægri taxtar út. Vikulaunin miðuð við 48 stundir í dagvinnu hækka úr krónum 1545.00 í krónur 1854. 00 og gildlr sama prósentu- hækkun á yfirvinnu. Það hefur nú gerzt til við- bótar, að bifreiðaverkstæðið Þórshamar hcfur einnig sam- þykkt þcssa kauphækkun, cn frá því var skýrt í blaðinu í gær, að þeir hefðu ekki fall- izt á þetta samkomulag. Vegagerð ríkisins á Akur- eyri hefur hinsvegar eklci fall- izt á þcssa kauphækkun og getur dregið til átaka á næst- unni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.