Þjóðviljinn - 23.02.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 23.02.1963, Page 1
FrambjóBendur A —Hstans í Trésmiðaíélági Reykjávíkur A-listinn við stjórnarkjörið í Trésmiðafélagi Reykjavíkur (aðalstjórn) er þannig skip- aður; talið frá vinstri: For- maður: Jón Snorri Þorleifs- son, varaformaður: Sturia II. Sæmundsson, ritari: Þórður Gíslason, vararitari: Hólmar Magnússon og gjaldkeri: As- björn Pálsson. Nöfn varamanna í stjórn eru birt á öðrum stað í blaðinu. Malínovskí í rœðu í Moskvu: menn / fríði! Margoft hafa Eíandaríkjamenn sýnt að þeir hafa í hyggju að ráðast á Kúbumenn og svipta þá frelsi. Mönnum er í fersku minnj innrásin í apríl 1961 og umsátrið í haust. Þá tókst að koma vit- inu fyrir þá og forða stórátökum. í dag hélt Malín- ovskí, landvarnaráðherra Sovétríkjanna, ræðu og sagði að til heimsstyrjaldar myndi koma ef Banda- ríkin réðust á Kúbu. — Sjá frétt á 3. síðu. Trésmiðirnir kjósa samhenta og sókndjarfa félagsstjórn Myndin er tekin á Húsavík um síðustu helgi og sýnir hún neðsta hluta Norðurlandsborsins með öll- um tilheyrandi utbúnaði. — I.jósm. Þ. J. Akureyri). Viðræðufundir kjararáðs ! B.S.R.B. og samninganefnd- ay ríkisstjórnarinnar hafa legið niðri þar til í fyrra- 1 dag að halclinn var örstutt- j ur fundur. Annar fundur var svo haldinn síðdcgis í gær. | Umræðufundu Smdentafélags Reykjavíkur um bókmenntir og listir hefst kl. 2 siðdegis i dag í Lidó. Frummælendur verða Björn Th. Björnsson listfræðing- ur, sem ræðir um myndlist. og Sigurður A, Magnússon blaða- maður sem ræðir um bókmennt- ir, Öllum er heimi’d aðgangur að fundinum. Hitinn i borhol- unni lækkaði nið- ur í 74 stig í gær Á höfða einum austan við Húsavík gnæfir Norðurlands- borinn við himinn og vísar eins og eldflaug til lofts með rautt ljós í toppinum og malar niður dag og nótt, þolin- móður eins og eilífðin sjálf. Borinn er nú kominn 930 metra niður í þingeyska fold og lækkaði hitastigið í gær allt í einu niður í 74 gráður og þykir það ekki boða gott um árangur. í ráði er að hætta við þessa fyrstu holu og taka aðra holu hundrað metra austan við og verður farið til þess mjög á næstunni. Húsvíkingar binda mikl- ar vonir um að finna heitt vatn á þessum slóðum og er ætlunin að byggjia hita-veitu fyrir kaupstaðinn. Áður starfaði borinn á Ólafsfirði og náði þar góðum árangri. særðust en þásundir jarðskl 'Bf Sjá síðu @ með því að fylkja sér um A-LISTANN Trésmiðirnir í Reykjavík og nágrenni ganga til kosninga í dag og á morgun í félagi sínu, Tré- smiðafélagi Reykjavíkur, fjölmennasta sveinafé- lagi íslenzkra iðnaðarmanna. Þeir eiga þar að segja til með atkvæði sínu hvort þeir kjósi að sókndjörf og traust sveit for- ysfumanna félagsins haldi áfram undir for- mennsku Jóns Snorra Þorleifssonar að vinna að hagsmunamálum og réttindamálum trésmiða á þann árangursríka hátt sem gert hefur verið und- anfarin þrjú ár. ...... Eða hvort þeir vilji bera ábyrgð á því að af- henda stjórn félagsins hópi íhaldsmanna, sem reynzt hafa bæði tómlátir um allt starf félagsins og broslega vankunnandi um hagsmunamál 'félags- manna, íhaldsstjórn sem væntanlega er ætlað að stjórna Trésmiðafélaginu samkvæmt þeirri yfir- lýstu stefnu Sjálfstæðisflokksins að iðnaðarmenn megi engar kjarabæfur ’fá, hvernig sem óðaverð- bólga ríkisstjórnarinnar ærist. Kosið verður__í skrifstofu fé- lagsins að Laufásvegi 8 og hefst kosningin í dag, laugardag, kl. 2 og stendur til kl. 10 í kvöld. Á morgun, sunnudag, verður kos- ið klukkan 10—12 f.h. og klukkan 1—10 e.h. og lýkur þá kosningu. Listi vinstri manna er A-listi. Hann er skipaður þessum mönn- um: Fcsrmaður: Jón Snorri Þorleifs- son. Varaformaður: Sturla H. Sæ- mundsson. Ritari: Þórður Gíslason. Vararitari: Hólmar Magnússon. Gjaldkeri: Ásbjörn Pálsson. Varastjórn: Sigurjón Pétursson, Framhald á 2. síðu. ÓveniumiklS frost é Jan Mayen í gœr Mikljr kuldar hafa ver. ið á Jan Mayen að undan- förnu en í gær náði frost- ið liámarki, komst upp í 28 gráður. Var þá norðan. átt þarna á eyjunni. Að sögn veðurfræðinga er þetta óvenju mikill kuldi á þessum slóðum og þykir benda til þess að hafísinn sé nú með meira móti norðurundan eins og athug- anir hafa einnig sýnt. Hér cr Norðurlandsborinn að verkti á Húsavík og gnæfir hann hátt yfir snæviþakið umhverfið —- (Ljósm. Þ. J. Akureyri).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.