Þjóðviljinn - 23.02.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.02.1963, Blaðsíða 8
g SÍÐA ' ÞJOÐVILJINN Laugardagur 23. febrúar 1863 — Ha, ha. œtlaðir þú að segja eitthvað? — sagði ■galdrakarlinn, — Nú er ég hraeddur um að þú fair að dúsa hér innilok'íöur það, sem eftir er ævinnar. — Lalli sá að hann var kom- inn í slæma klípu. Hann þagði og hugsaði sig um. — Þessu hefði ég aldrei getað trúað á nokkurn galdrakarl, — sagði hann svo. Þá varð galdakarhnn reiður. — Undra- glend er min eign, — sagð) hann. — En af því þú fanns+ það þeear ég var búinn að týna því, ætla ég að vera miskunsamur og leyfa þér að halda lifinu. — Mcðan þeir stóðu þarna og toluðu saman, kom ung stúlka gangandi í áttina til þeirra. — Jæja, segðu mér nú hvemig ég á að fara að þvi að sníða skyrtuna, sagði galdrakarlinn. — Fyrst þurf- um við að taka mál af þér. svo við vitum hvað skyrtan þarf að vera stór, — sagði Lalli. — Hvernig förum við að því? — spurði karlínn. Lalii horfði á hann í krók og kring. Karlinn var stór og þrekinn. það þurfti einhver ósköp af efni í skyrtu á hann. Lalli steig upp á borð. — Komdu nú og stattu grafkyrr héma hjá borðinu, ég ætla að máta efnið við þig. — Þegar karlinn var kominn alveg að borðinu, tók Lalli strangann, vafði ofan af hon- um utan um hausinn á karl- inuro og síðan handleggina, svo karlinn gat sig hvergi hreyft. — Úff, þetta kæfir mig, sagði galdrakarlinn. En Lalli hoppaði niður á gólfið, greip í karlinn og sneri hon- um í kringum sig marga hnngi. Síðan tókst honum að na af honum undraglerinu. Nú gat galdrakarlinn ekkert meir, en Lalli bauðst til að skila glerinu aftur ef hann leyfði sér og stúlkunni að fara — Nei, farðu ekki, — sagði galdrakarlinn, — Svo lengi. sem þú hefur undraglerið er ég á valdi þínu. Bíddu svolit- ið, ég skal hjálpa þér að finna stúlkuna. Taktu glerið upp og hróp- aðu í það: Flyttu okkur yfir vötn og engi, hæðir og dali, og gerðu það fljótt! — Lalli gerði svo, og varla hafði hann sleppt orðinu, þegar beir stóðu við rætur fjallsins. Þetta var geysihátt fjall, sem glóði í sólskininu líkt og silf- ur og kopar. Galdrakarlinn sló þrjú högg á bergið, og um leið opnaðist það. Þar inni var skrautlegt mjög, og und- arlega bjart og hlýtt. En á meðan Lalli stóð þarna og virt.i fyrir sér skrautið, sá galdrakarlinn sér færi á að hrifsa af honum glerið. frá íesendum Mig langar að biðja þig að birta þessa mynd. Ég er í 8 ára A, í Laugarnesskólanum. Myndin heitir: Hér sitja braéður og brugga vé. Með beztu þökk. — N. A S&AUTUM óskastund komdu sæl og blessuð. Ég les þig alltaf. Viltu vera svo góð og birta þessar myndir fyrir mig, og þessar skrítl- ur. Hvernig er með skriftina? Halla Stína, 10 ára. Óskastundin þakkar þér kærlega fyrir myndina og skrítt- urnar, Halla Stína, skriftin þín verður áreiðanlega mjög snotur með tímanum. , Hún var mjög sorgbitin að sjá, en þegar hún kom auga á Lalla glaðnaði svolítið yfir henni. — Þetta er stúlkan sem ég sá í draumnum, hugsaði Lalli með sér, og horfði á stúlkuna stórum augum. Sjálfsagt haíði galdrakarlinn rænt henni oe ætlaöi sér að giftast henni. — Jæja, sagði galdrakarl- inn, — Þarna er stúlkan, sem þú ert að leita að. Hún á að giftast syni mínum og verða drottning í ríkinu. Ha ha, ha, nú geturðu farið. ég hef ekki meira við þig að tala. — Lalli hugsaði sig vandlega um Hvað átti hann til bragðs að taka? — Nei, heyrðu, bíddu annars við, sagði galdrakarl- inn, — Þú getur hjálpað mér dálítið áður en þú ferð. Ég þarf að fá nýja skyrtu fyrir brúðkaupið, og ég vil fá skyrtu eins og þið notið niðri í byggðinni. — Ég skal hjálpa bér, — sagði Lalli. Galdra- karlinn klappaði saman lófun- um og tveir dvergar komu inn og báru á milli síp stranga af skyrtuefni. En þegar þeir fóru, tóku þeir stúlkuna með sér. írjálsum ferða sinna. Galdra- karlinn lét það gott heita. Lalli kallaði á stúlkuna og þau lögðu af stað niður í byggðina, frelsinu fegin. Sól- in skein og fuglarnir sungu. Stúlkan átti heima á stórum og fallegum sveitabæ, og þangað íylgdi Lalli henni. Þar urðu miklir fagnaðarfund- ir, þegar stúlkan birtist allt í einu heil á húfi. Að nokkr- um tíma liðnum bað Lalli hana að verða konuna sína. Og eins og þið getið ímyndað vkkur tók hún bónorðinu. ★ Skrítla Jói: Hafði nýja leikritið þitt góðan endi. Pési: Já, áreiðanlega. Það urðu allir mjög glaðir þegar mdirinn kom. Pabbinn: Ef þú vilt vera íóður, alli minn, skal ég gefa þér þessa spegilfögru krónu. Nalli: Áttu ekki gamlan oe ljótan túkall pabbi? (Þýdd) Á hendi fingurnir fóru að rífast; en friður má aldrei með deilum þrífast. Á rifrildi þeirra ég hlusta og heyri að hver þeirra telur sig öðrum meiri. Og litli fingurinn fyrstur mælti og fjúkandi vondur taugar stælti: „Ef húsbóndinn reiðist og hvessir orðið og hnefanum slær, kem ég fyrstur á borðið. Ég mestur er. Þið mig eltiö allír um örbirgðarhreysi og konungshallir". & s Þá baugfingur mælti og brýndi róminn: *V‘ - „Hver ber á sér gullið og ríkidóminn? Ég mestur er, því ég gullið geymi, og gullið er tignað í þessum heimi“. En Iangatöngin sig teygði og sagði, og talsvert af drambi I róminn lagði: „Þið vitið, að ég er, strákar, stærri: að styrkleika komizt þið mér ei nærr . 1 heiminum ræður hnefaréttur; íi k sá hrausti er öllum betur settur”. En þumalfingurinn reis upp reiður; á rausi hinna hann sagðist leiður. „Þið styðjið hver annan í öllum vanda, en aleinn sjálfur ég megna’ að standa. Þíð sjálfsagt vitið, að sá er mestur, er sjálfstæði’ og djörfung aldrei brestur. Því er ég meiri en allir hinir, þið aflaust játið það, góðu vinir“. En vísifingur að bræðrum brosti: „Þið búið“, sagði’ hann, „að einum kosti. Þótt einn sé sjálfstæður, annar hver öðrum skyldi samt vera kr Um góða bræður það gildir alla að glaðir saman þeir standa og falla. Því einn hefir það, sem annan brestur, svo enginn má þeirra teljast mestur“. Mein að málleysinu Franskur maður kom til Lundúnaborgar og settist þar að í gistihúsi. Næsta morgun fór hann út að skoða borgina. Til þess að vera viss um að komast aftur heim að gisti- húsinu, skrifaði hann á spjald orðin, sem máluð voru á vegg- inn sem sneri út að götunni. Hann skemmti sér vel um daginn og sá margt fallegt í borginni. Þegar leið að kvöldi fékk hann sér bíl til að flytja sig heim. Plann sýndi nú bíl- stjóranum spjaldið, en hann geri ekki annað en hlæja upp í opið geðið á honum. Frakkinn reiddist og bað menn sem fóru framhjá að lita á kortið, en þeir gerðu ekki annað en veltast um af hlátri. Nú fór útlendingnum ekki að lítast á blikuna. En þá kom lögregluþjónn. Nú varð Frakkinn glaður, því hann taldi víst að lögreglu- þjónn. gæti sagt sér hvar þessi staður væri. sem hann hafði skrifað nafnið á svo vandlega um morgunínn. En sá borða- lagði fór að hlæja eins og hinir. Loks kom maður sem skildi frönsku. Hann sagði út- lendingnum að á kortinu hans stæði þetta: Hér má ekki líma neinar auglýsingar. ★ Cáta Kristján Aðalsteinsson se-'d- ir okkur þessa gömlu gátu. ásamt teikningu. Hvað er* það sem hoppar oe skoppar yfir heljarbrú, með mannabein í maganum og gettu nú!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.