Þjóðviljinn - 23.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.02.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJOÐVILJINN Laugardagur 23. febrúar 1963 bréfið, braut það saman og fann lakkstöng. Hinn tíunda ágúst 1845 lögðu þau af stað frá Santa Fe og riðu í vesturátt til Kio Grande del Norte. Þau vorú á leið til Californíu. 18. Los Angeles-kaupmennirnir notuðu ekki vagna. Þeir sem fóru til Californíu, fóru ríðandi. Karlmennimir riðu múldýrum, vegna þess að múldýrin þoldu ferðalagið betur en hross en vegna borgaruppruna síns fengu Garnet og Florinda sínar þrjár smáhryssumar hvor. Garnet nefndi sínar hryssur Daisy, Sunny og Kate. Florinda kallaði sínar Amaryllis, Gloriönu og Celestínu. — Ég er svo hrifin af löngum, fallegum nöfnum, — sagði hún. 1 lestinni voru tvö hundruð manns og svo fjárhópur sem rek- inn var á undan til að hafa nýtt kjöt á leiðinni. Engir vís- lindar voru á því svæði sem ferðinni var heitið um. Burðar- múldýrin voru klyfjuð ullartepp- um, silfri og bandarískum vörum sem kaupmennirnir höfðu keypt í Santa Fe. Kaupmennirnir vöru átján, sex þeirra innbomir Cali- fomíumenn og hinir kanar. Það var líka flokkur essreka og þjóna — flestir mexikanskir — og t£u konur. Garnet og Florinda voru einu bandarísku konurnar í hópnum. Tveir af californísku kaupmönn- unum voru með konur' sínar með sér og einnig voru tveir banda- rískir kaupmenn með mexíkansk- ar stúlkur, sem ekki vom giftar þeim. Fjórar kynblandaðar stúlk- ur voru líka í lestinni, þaer áttu hvítan föður og móður af indí- ánakyni frá landinu fyrir norð- an Santa Fe. Andlit þeirra voru Sterkleg og svipbrigðalaus og þær voru ótrúlega duglegar að bjarga sér. Garnet var fegin því að þær voru í hópnum. Eins og upp- eldi hennar hafði verið, hefði hún átt að vera hneyksluð á návist þeirra. En það var hún ekki. Hún vissi að vegna þess- ára stúlkna yrði ferðin til Cali- forníu henni að sumu leyti auð- veldari en ferðin til Santa Fe. Það var fráleitt að gera sér upp dyggðuga vanþóknun, þeg- ar hún var ekki fyrir hendi. Kynblönduðu stúlkurnar töluðu aldrei við hana og ekki við neina aðra heldur, að því er hún fékk bezt séð. Þær voru bara þama. Gagnstætt mönnunum á leið til Santa Fe. höfðu Californíu-kaup- mennimir sæs Hver kaupmaður hafði að minnsta kosti einn pilt sem gerði ekkert annað en snúast kringum hann, flestir höfðu tvo eða þrjá. Þessir náungar gátu þolað alls konar þrengingar þegar nauðsyn krafði, en þeir sáu enga ástæðu til að njóta ekki þeirra þæginda sem þeir gátu fengið. Gamet var undrandi á því, hve vel var hægt að láta sér líða með því einu sem bera mátti á múldýrum. Þau lögðu af stað í dögun og riðu þar til fyrirmæli komu um að taka skyldi matarhlé. Þá var hún heit og þreytt, en um leið og hún renndi sér af baki. kom einn af piltum Olivers og tók við hestinum, meðan annar þaut af stað til að fylla vatnsflösku hennar. Til að liðka stirða vöðv- ana gekk hún yfir til essrekanra og horfði á þá taka niður klyfjarnar. Þeir tjóðruðu dýrin með löngum leðurólum sem köll- uðust rietas við staura sem rekn- ir voru niður í jörð. Það var nægilegt beitiland þarna með- fram Rio Grande. Meðan hún var á rölti, byggðu vikapiltarnir handa henni hús. Þeir lögðu klyfsöðlana hvem ofaná annan til að fá fjóra veggi og yfir veggina lögðu þeir ullar- teppi fyrir þak. Þegar- ,.húsið“ var tilbúið, kom einn af pilt- unum með vatnsfötu, svo að hún gæti þvegið sér í næði, meðan matsveinarnir kveiktu eld, Þeg- ar hún var tilbúin og kom út aftur, var maturinn tilbúinn. Hann var ljúffengur. Það var nýtt kindakjöt, kryddað með pipar og þurrum lauk, geitarost- ur og stórar, rauðar mexíkansk- ar baunir. Stundum var kjöt af fuglum sem karlmennimir höfðu skotið. í stað brauðs notuðu þau atole, maísmjöl sem þau gerðu graut úr, eða pinole. blöndu af þurrum maís og kanil og sykri. Þegar sjóðandi vatni var hellt samanvið þetta, var bæði atoie og pinole ágætis matur. Eftir miðdegisverðinn lögðust allir til svefns, nema þeir sem stóðu vörð. Garnet svaf í litla húsinu sínu eða á ullarábreiðu fyrir utan það, ef hitinn var allt- of mikill. Karlmennirnir sváfu umhverfis klyfjarnar, svo að þeir gætu brugðið við skjótt og not- að þær sem brjóstvörn ef á þá yrði ráðizt. Það voru aðeins Garnet og Florinda sem höfðu nokkurt af- drep. Hitt fólkið var orðið ferða- vant og fann enga hvöt hjá sér til að vera út af fyrir sig. En í næturstað var þetta eins og heilt smáhúsaþorp. Allir notuðu klyfsöðlana fyrir veggi og ullar- teppi fyrir þak og inni voru hlý i'Uartenni og vísúndasiri'nn fvHr- rúm. Það var mjög heitt á dag- inn en furðulega kalt á næturn- ar. „Húsin“ stöðu þétt af örygg- isástæðum. Ef hættumerki var gefið, gátu mennimir rifið burt teppisþakið og staðiö innan veggja og skotið. Þessir veggir voru hlýir og þéttir, því að pilt- arnir voru dugandi og hreyknir af starfi sínu. Californíuverzlun- in var hættuleg og kaupmenn- imir í miklu áliti í Los Angeles og grennd. Piltarnir, sem voru í þjónustu kaupmannanna, rétt eins og sveinar riddaranna áður fyrr, nutu líka talsverðrar virð- ingar heima fyrir. Þegar þau komu að Rio Grande beygðu þau í norður og fylgdu ánni þar til þau komu að lítilli á, sem hét Ghama. Þar fóru þau yfir Rio Grande og fylgdu Ghama í norðvestur að litlu, syfjuðu þorpi sem hét Abiquiu. Handan við það riðu bau með- fram Ghama inn á villt indíána- svæði sem var hæðótt, grýtt og kjarri vaxið. Indíánarnir þarna voru spach- har og comanchar, villtustu ætt- bálkarnir þar vestra. Þeir leynd- ust í fjöllunum, reiðubúnir að æða niður ef eitthvað var slak- að á verðinum hjá lestinni. En slíkt kom ekki fyrir. Þessir karl- menn kunnu sitt handverk. Þeir voru svo duglegir, að Garnet var eiginlega óhrædd, enda þótt Oli- ver varaði hana við comönchun- um. Hann sagði að comancharnir væru útfarnir pyndingamenn. | Þeir legðu í vana sinn að höggva j fangana í stykki. Oliver fékk j henni byssu og bað hana að , ganga með hana í belti um mitt- j ið. 1 skóginum við Council Grove ! hafði hann kennt henni að hand- j leika riffil og nú, nokkru eftir j brottförina, hafði hanð fengið j hana til að skjóta í mark til að j ganga úr skugga um að hún j kynni enn að nota byssu. — Mundu nú, sagði hann, að dugandi ferðalangur er sá sem ! þekkir hætturnar og ræður við. þær, en hann hugsar ekki um í þær. Skilurðu það? Gamet kinkaði kolli alvarleg í bragði. Hún fór að hugsa um hvað hún hefði verið að gera um i þetta leyti í fyrra. Þá hafði hún ! verið við Rockaway strönd og ; drukkið límonaði á skuggsælum j svölunum. Öliver hélt áfram: j — Við erum allir mjög vel 1 vopnaðir og við vitum hvernig við eigum að verjast. En ég verð að vara þig við. Ef þú ert eins ágæt og ég held þú sért, þá gengurðu með þessa byssu á þér en þú liggur ekki andvaka og hugsar um hvers vegna þú ert með hana. Garnet hét því. Og þegar leið á ferðina milli fjallanna, komst hún að raun um að ekk- ert í heiminum gæti gert hana andvaka. Þegar þau áðu, var hún svo þreytt að hún sofnaði um leið og hún lagðist útaf og svefn- inn var eins og svart flauel. Hún sá að Florinda var líka vopnuð og á leiðinni meðfram Chama-ánni spurði Garnet hana, hvort Penrose hefði sagt henni frá comönchunum. — Já, reyndar, sagði Florinda, og hann lýsti þeim heldur ó- skemmtilega. Ef þeir ná manni lifandi, virðast þeir stofna til stórveizlu og skemmta gestunum með því að brytja mann í spað. — Varðstu ekki hrædd? — Auðvitað varð ég hrædd. En svo fór ég að hugsa um, að þess- ir náungar ferðast um þetta landsvæði árum saman og ég hugsaði sem svo að þeim tækist það sennilega í eitt skiptið enn. líka, sagði Gamet. — Til þessa hefur ekkert komið fyrir. — Nei, og ég býst ekki við að neitt komi fyrir. Þessir náungar vita að hverju þeir ganga. Garnet horfði með aðdáun á j þessa árvökru, þöglu menn sem höfðu slett úr klaufunum í Santa j Fe vikuna á undan. Hér voru j þeir sívakandi og aðgætnir. j Flestir þeirra byrjuðu daginn ! með því að fá sér whiskilögg. j Þeir sögðu að það hitaði þeim j í morgunsvalanum, en þeir vissu j alltof vel hvað í húfi var til þess 1 að drekka sig fulla í ferðinni. ! Garnet tók eftir Texas sem hafði j eytt tíma sínum í Santa Fe í að . sitja einn og ljúka þessu af. ! Hann virtist einmitt hafa lokið sér af. í ferðalaginu snerti hann aldrei flöskuna. Þau riðu gegnum landslag sem var svo sérstætt og fagurt að f Garnet tók andköf af hrifningu j í hvert sinn sem beygt var. Stíg- i urinn lá upp á milli fjallanna. ekki hversdagslegra grárra fjalla eins og hún hafði séð, heldur lit- ríkra fjalla, svartra, rauðra og koparlitra. Hundruð skærra lit- brigða bar við skærbláan him- in. Milli fjallanna óx skógur sem líktist furuskógi og runnar SMOTTA Hvernig er með þessa stefnumótspilta þína, — fá þeir aldrei neitt að borða heima hjá sér? BarkcarbleHir í „Himim hvítu seglum" Framhald af 7 .síðu, Jón heitinn hótar að losa spýt- una sjálfur segir Sigurður: „Látum hann reyna. Sjáurri hvað setur.“ „Svo stígur Sigurður skurður um borð í Samson sinn, — fyllir skipið á örskömmum tíma, þjarkurinn, og siglir mik- inn á Samson sínum inn fjörö, hefur uppi hverja pjötlu, þaul- vanur sjómaðurinn, lærður að auki, eini maðurinn með prófi í Hrútafirðinum. — — Út af Spillinum er sker, sem er í kafi um háflóð, og nú er há- flæði, en Sigurður er jafnkunn- ugur skerinu og buxnastrengn- um sínum og skipar að venda til að vera frír af skerinu. Þeir hala inn skautið. En Samson neitar vendingu, þeir reyna aftur og í hið þriðja sinn, en allt kemur fyrir ekki. Þeir bruna beint upp á skerið, og höggið kemur undir miðstytt- una og hún gengur upp úr dekkinu. Þá segir Sigurður: Skundaði Samson skerið á í skemmtivindi fínum, laglega stýrði lærður þá lagsmönnum undir sínum. Laglega stýrði fjandinn þá lagsmönnum undir sínum, segja fjandmenn Sigurðar og hann hlær mikinn, þegar hann heyr- ir nýja botninn“. Þannig innsigla þeir Andrés og Jóhannes Helgi frásögnina um Sigurð Hallbjarnarson. kunnan skipstjóra og atorku- mann á Vestfjörðum, síðar út- gerðarmann á Akranesi. Nú vill svo til, að ég var nákunnugur Sigurði Hallbjarn- arsyni og veit vel deili á þeim atburðum, sem hér er tæpt á. — Þetta er ekki sagnfræði, — ekki getur það talizt þjóðlegur fróðleikur og vafalaust ætlast höfundar ekki til, að það heyri lygasögunni. Þetta er einhvers- konar grautur af öfugmælum og öfgum, heilaspuna og mis- minni, svo að frásögnin stend- ur ein sér. Það er þá. fyrst að hrekja, að Sigurður Hallbjarnarson var aldrei kallaður Sigurður skurð- ur. Hér hafa höfundar einhverja glóru um annan mann, en sá ovw okinstjóma:-- 1. mynd: — >;ú skal ég sýna þér, hvað ég var einmitt að kaupa, Ejrési minn. 2. mynd: Stína mín. En hvað þetta er fallegt! Ég er svo glöð, að þér líkar þetta. 3. mynd: Undursamlegt. Þetta virkaði líka svo fal- lega á mig. 4. mynd: Já, — bæ til þess að þurrku! fór niður i kaupa gólf- maður, ekki hákarlamaður og stjómaði ekki Samsyni. — Sig- urður Hallbjarnarson var ekki drykkjumaður, þó að hann hafi vafalaust vitað, hvernig vín var á bragðið. — Sigurður Hall- bjarnarson var ekki hagyrðing- ur og er mér ekki kunnugt um neina vísu, er hann hafi kast- að fram. Að hann hafi verið „gjallandi upp í andlitið ó mönnum og gert grín að þeim og aldrei sett sig úr færi að eignast óvin og orðið vel á- gengt“ er furðuleg frásögn i eyrum okkar samsveitunga hans. Þessar setningar hefðu verið betur ósagðar, enda höggva höfundar þar fullnærri sjálfum sér. Til þess að and- mæla þessu níði um óvinsæld- ir Sigurðar skal ég geta þess, að skiprúm hjá honum var jafnan eftirsótt. Þótti gott hjá honum að vera, enda reyndi hann að gera hlut manna sinna sém drýgstan. Formenn á Suð- ureyri bratust oft á sjó í harð- inda tíð og illfæru sjóveðri, •■'n þegar að landi kom, gáfu þeir í soðið á báðar hendur þeim plássmönnum, sem ekki . áttu hlut í fjöru. Sigurður Hall- bjarnarson var oft í hópi þess- ara formanna. Hann þótti einnig áreiðanlegur og heiðarlegur í viðskiptum. Þá skal á það bent, að sker það, sem þeir félagar segja frá, að sé út af fjallinu Spilli, er ekki til. Höfundar segja, að Sigurður hafi siglt mikinn á Samsyni inn Súgandafjörð, en í sömu andrá eru þeir komnir norður í Hrútafjörð. „Lærður að auki, eini maðurinn með prófi í Hrútafirðinum", segja þeir. — Ojæja. — Hið eina, sem er rétt í þess- ari frásögn er það, að Sam- son renndi á grunn í Súganda- firði. Minna gat það varla ver- ið. Annars er þar flestu öfugt snúið. Ég var sjónarvottur að þeim atburði, nýlega fermdur og vann við fiskverkun hjá Ás- geirsverzlun. Það var dag einn undir vor- ið og fólk við vinnu á Suður- eyrarmölum. Samson sigldi ekki „mikinn“, því að veður var kyrrlátt, aðeins hægur aust- ræningur út fjörðinn, smásævi. Skipið neitaði vendingu og rann upp í nesodda, sem heitir Brimnes, þar sem nú er brim- brjótur, skammt utan Suðureyr- ar. Þetta var ekki slíkt heljar- strand, sem höfundar Hvítra segla skýra frá, að við höggið hafi miðstytta gengið upp ur dekkinu. Skipið laskaðist lítið og losnaði aftur við litlar til- færingar sama daginn. Og enginn Sigurður orti vísu þá, sem tilfærð er um atburðinn. Sá maður, sem vísuna orti, stóð við hliðina á mér. Það var skáldið á Þröm, Magnús Hj. Magnússon. 1 bókinni er sagt rangt frá þes-sum kveðskap, — vísurnar voru reyndar tvær, — en ég hirði ekki að rekja frá- sögn af því að þessu sinni. Nokkram ámm síðar en þessi atburður gerðist, réðist ég í skiprúm til Sigurðar Hall- bjarnarsonar á einn hinna „stóru báta“, sem nú er Het- móður RE 200. Ég var með hon- um á þorskveiðum og síldveið- um allt frá Faxaflóa og Jökul- dýpi norður fyrir land til Me!- rakkasléttu. Ég kynntist hon- um því allvel, bæði í blíðu og stríðu. Þeir höfundar Hvítra segla segja: — Hann „treður illsakir við báða heimana, og þegar refsingin kemur yfir hann og skip hans er að brotna undir honum, þá kastar Sig- urður skurður fram vísu“, Og: „sá fjandskapur, sem hann hef- ur egnt yfir sig, nær yfir landa- mæri lífs og dauða“. — Nú var það í einni veiðiferðinni á Her- móði, er við vorum úti undir Grænlandsís á reki, að telja má að við væram á landa- mærum lífs og dauða. Við hrepptum ofviðri, brotsjór reið yfir og skipið lá á hliðinni mar- andi í hálfu kafi. Naumast þurfti nema annan brotsjó, til þess að yfir lyki. En sá brot- sjór reis ekki. Sá Sigurður, sem stjórnaði skipi sínu heilu til lands í því áhlaupsveðri, var ekki neinn kerskissvarkur. — Og mér er ekki kunnugt um þá fjandmenn Sigurðar, sem þeir frændur tala um, — og reynd- ar ekki um neinn fjandskap í hans garð. Það verður því að vísa þess- um ógerðarskap heim til föð- urhúsanna. Jafnframt verður að telja illa farið, að Jóhannes Helga skyldi henda það að glepjast svo af Drésa frænda sínum, sem raun ber vitni. Sigurður Hallbjarnarson er fallinn frá. Hann lézt árið 1946, tæplega sextugur að aldri. Hann hafði vafalaust mannlega galla, eins og við hinir, ég ætla ekki að hvítþvo hann. En mynd sú, sem dregin er af honum í Hvítum seglum er vanvirða fyrir höfunda bókar- innar. Úr þessari einu opnu bókar- innar, sem ég hef gert að um- talsefni, hafa drifið dökkar slettur á Hin hvítu segl. Það er vonandi, að seglin dökkni ekki meira. Þjóðkunnur Dýrfirðingur hef- ur bent mér á, að þeirí frænd- ur hafi einnig afrekað sitt hvað, sem til hreystiverka má telja, svo sem það, að flytja Ellefsen, hinn norska hvalveiði- mann, með verksmiðju sína og hvalþjósur úr Önundarfirði og vestur í Dýrafjörð. En þess mun ekki getið, hvort farið var fyrir Barða eða yfir Gemlu- fallsheiði. — Ég man enn sög- ur, sem Drési, sigldur maður- inn, sagði okkur strákunum á Suðureyri þetta vertíðarbrot, sem hann drakk og pissaði þar. Ef hann óskaði eftir, gæti ég fært eina þeirra í letur. Ég held, að hann hafi þá þegar verið farinn að búa sig undir þá skrásetningu minninga sinna, sem nú hafa séð dagsins Ijós. G.M.M.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.