Þjóðviljinn - 24.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.02.1963, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. febrúar 1963 árgangur — 46. tölublað. Aldarafmælis Þjóð- minjasafns minnzt í dag eru liðin hundr- að ár frá stofnun Þjóð- minjasafnsins. Fyrstir umsjónarmenn safnsins voru þeir Sigurður Guð- mundsson málari og Jón Árnason. Það var fyrst til húsa á Dóm- kirkjuloftinu í Reykja- vík en hefur síðan víða farið — það var í Hegn- ingarhúsi, Alþingishúsi, þá í Landsbankahúsi, en 1908 var safnið flu’tt í safnahúsið við Hverfis- götu os? var þar t.il húsa í 42 ár — eða alla embættistíð Matthíasar Kristján Eldjárn þjóðminjavarðar Þórð- arsonar. Árið 1950 voru flestallir safngripir fluttir í hús það er safn- inu var reist i tilefni af lýðveldisstofnuninni og stjórnaði því verki Kristján Eldjárn, nú- verandi þjóðminjavörð- ur. Afmælisins .er minnzt á ýms- an hátt. í dag er samkoma i hátíðasal Háskólans, en að henni lokinni ganga gestir í þjóðminja- safn og skoða sýningu sem þar verður opnuð á íslenzkum tré- skurði frá fomöld til lokaskeiðs alþýðulistar. Meðal gesta eru fjórir forstöðumenn norrænna þjóðminjasafna — P. V. Glob frá Danmörku, Sverri Dahl frá Færeyjum, Nils Cleve frá Finn- landi og Hilmar Stigum frá Nor- egi. Afmælisritið Hundrað ár í Þj óðminjasafni kom út fyrir jól, en er nú að mestu uppselt, og kemur það nú út í annarri út- gáfu, sem er að því leyti frá- brugðin hinni fyrri, að henni fylgja stuttir skýringartextar á ensku. Þá er og nýkomin út Ár- bók Fomleifafélagsins og er hún helguð aldarafmæli safnsins. Þá hefur Póststjómin gefið út tvö frímerki í sama tilefni. Þjóðminjasafni hafa borizt gjafir í tilefni hátíðarinnar. Böm Jóns Helgasonar biskups færðu því að gjöf teikningar sem faðir þeirra gerði í vísitazíuferðum sínum af kirkjum — en hann mun á þessum ferðum hafa teiknað því nær ailar kirkjur landsins. Hér er um að ræða bæði skissur og fullgerðar teikn- ingar og vatnslitamyndir. Ás- mundur Jónsson frá Skúfstöðum og frú Jenny Guðmundsdóttir í Hafnarfirði hafa gefið uppskrift á dánarbúi Sigurðar málara. Harald Salomon, medaljör í Kaupmannahöfn sendi safninu myndskjöld gerðan í tilefni af- mælis Galsters myntfræðings. Haraldur Ölafsson bankaritari gaf ausu, komna frá Húsafelli, og hefur sú sögn fylgt ausu þess- ari að Fjalla-Eyvindur hafi smíð- að hana á dögum séra Snorra á Húsafelli. I dag er safnið lokað á venju- legum sýningartíma, en það verður opið fyrir almenning í kvöld frá kl. 20 til 22. Frá Þjóðminjasafni segir nánar í viðtali við Kristján Eldjám á 7. síðu blaðsins í dag. ★ Þegar íhaldsstjórniin i Trésmiðafélagi Reykjavíkur var felid f ársbyrjun 1960 eftir þriggja ára stjórn höfðu trésmiðir dregizt svo aftur úr i kjaramálum að þeir bjuggu þá við lægst kaup allra iðnaðarmanna á Iandinu. ★ Þeir trésmiðir sem í dag greiða íhaldslistanum atkvæði, eru að þakka fyrir þess konar stjórn á Trésmiðafélaginu og reyna að kalla hana yfir sig aftur, íhaldsstjórn sem fylgir þeirri kenn- ingu ríkisstjórnarinnar og Morgunblaðsins að kjör iðnaðarmanna megi í engu batna hvernig sem dýrtíðin eykst. ★ Þeir trésmiðir sem í dag greiða A-listanum, lista vinstri manna. atkvæði eru minnugiir þess að þau þrjú ár sem vinsfri menn hafa fariö með stjórn hefur kaup trésmiða hækkað um allt að 30%, að knúin hefur verið fram samþykkt á nýrrj verðskrá um ákvæðisvinnuna, sem einnig er mikið hagsmunamál. fhalds- stjórnin kom hins vegar engri kauphækkun fram. ÍC Þolr styðja A-listann í trausti þess að Trésmiðafélag Reykja- víkur eigi að vera í fremstu röð iðnfélaganna í kjaramálum og í góðu félagslífi og til þess þurfi samhenta og hæfa stjórn eins og stjórn Jóns Snorra og félaga lians hefur reynzt. |* Kosið er í dag að Laufásvcgi 8 kl. 10—12 f.h. og 1—10 e.h. # Sósíafísta Leið íslands til sósíal- ismans. frumvarp það sem lá fyrir síðasta þingi Sósíalistaflokks- ins, er nú komið út í bæklingsformi og verð- ur dreift meðal flokks- deilda um land allt tii umræðu þar. Þe'tta frumvarp verður rætt á félagsfundi Sósíalista- félags Reykjavíkur n.k. 'Tiðiudagskvöld sg hef- ur Brynjólfur Biarna- ^on framsögu. Eins og kunnugt er var frum- varp þetta lagt fyrir flokksþing- ið á sl. hausti en ekki afgreit.t, endanlega. Samþykkti flokks- þingið að frumvarpið skyldi sent öllum flokksdeildum og það rætt þar, og á þeim umræðum að vera lokið fyrir 1. apríl n.k. Þessar umræður verða nú hafnar með félagsfundinum í Sósíalistafélagi Reykjavíkur á þriðjudagskvöldið, en þá flytur Brynjólfur Bjama- son erindi um málið. Einnig verða rædd á fundinum verkalýðsmál og hafa þeir fram- sögu Gísli Svanbergsson og Bjöm Bjamason. Loks verða félagsmál rædd. Fundur Sósíalistafélags Reykja- víkur hefst kl. 8.30 í þriðjudags- kvöldið í Tjamargötu 20. Félagar sýni skírteini við innganginn. Af öllum dýrlingum í kaþólskum sið var María guðsmóðir mest dýrkuð hér á Iandi. Ógrynni er til af Maríukvæðum og Maríumyndir voru í flestum kirkjum. A síðari hluta mið- alda voru helgimyndir af heilagri önnu, móður Maríu, Maríu og Jesúbarninu mjög algengar og ástsælar og á Þjóðminja- safnið nokkrar slíkar myndir, en sú sem hér er mynd af er stærst og fegurst, segtir Kristján Eldjárn þjóðminjavörður. Myndin er úr eik og var í kirkjunni í Holti í Önundarfirði, þar til Sigurður Vigfússon keypti hana handa Þjóðminja- safninu 1882. Af gerð myndarinnar má ráða, að hún sé upprunnin í Lýbíku um 1500. A Þjóðminjasafni Mig langar til aö spyrja þig, löngu horfna kona, hvaö leiddi hendur þínar að sauma þessar rósir í samjelluna þína? og svona líka fínar! Var það þetta yndi sem æskan hafði seitt þér í augu og hjarta? Eða fyrir manninn sem þú mættir fyrir nokkru að þú máttir til að skarta? Áttirðu þér leyndarmál, sem leyfðist ekki að segja, en lærðir ekki að skrifa? Vœntirðu þér athvarfs þar sem ekkert var að finna, þegar erfitt var að lifa? Var það lífs þíns auðlegð? Eða blaðsins bitri kvíði, þegar blómið hefur angað? Var það ást þín í meinum, eða eilífðardraumur, sem þú yfirfærðir þangað? En hver veit nema finnist þér fávíslegt að spyrja hvað fólst í þínu geði, því ég er máski arftaki allra þinna sorga og allrar þinnar gleði? Halldóra B, Bjömsson. (Ljóð 1949). Myndln er af faldbdnlngí er Þjóðminjasafnið eignaðist 1898 og er eina hreina og sam- stæða eintakið er safnið á af gamla faldbúningnum. Hann er úr svörtu vaðmáli. Samfell- an skreytt rauðum brydding- um og breiðum bekk af grænum ullarknipplingum að neðan. Upphluturinn einnig skreyttur bryddingum og silf- urvírborðum á boðungum. Ut- anyfir honum er stutt treyja og vænt bclti með silfurpörum fylgir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.