Þjóðviljinn - 24.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.02.1963, Blaðsíða 6
£ SÍÐA ÞJOÐVTLJINN Sunnudagnr 24. febrúar 1963 Ekkert ritfrelsi—á Italíu Orðin hér fyrir ofan myndina eru samhljóða fyrirsögn á for-' ystugrein Morgunblaðsins í fyrradag, ncma hvað ftalía kcmur í stað Rússlands. f þessum efnum er nefnilega víðar pottur brotinn cn Morg- unblaðið vill vcra láta, þau eru ófá hin „vestrænu Iýðræð- isríki" þar sem skoðanafrclsið á erfitt uppdráttar um þessar mundir og nægir að minna á Spicgcl-málið í V-Þýzkalandi og ritskoðunina í Frakklandi de Gaulles. En hér skal sagt frá nýlegu dæmi úr enn einu lýðræðislandinu, ftalíu. Hvers konar ritskoðun vcður þar uppi og ekki cinungis á hinu skrifaða orði. Áður hcfur vcr- ið sagt hér í blaðinu frá því að bönnuð var útgáfa á söngv- um hinnar nýju spænsku and- spyrnuhreyfingar (Canti dclla nuova Resistenza spagnola) sem hið kunna forlag Einaud- is hafði gefið út. Sama daginn og það bann var sett, úrskurð- aði dómstóll í Róm, að gerö skyldi upptæk sýningarskrá sem gcfin hafði vcrið út vegna sýningar á vcrkum þýzka meistarans Georgs Grosz. Sagt var að myndir hans brytu í bága við „almcnnt velsæmi". Blað vinstri sósíalista, Mondo Nuovo, sem út kom 3. nóvem- ber, birti grein um þess bönn og aðrar árásir á skoðanafrclsið i landinu undanfarið. Blaðið var umsvifalaust gert upptækt, en komst þó í hendur áskrifenda. Því getum við birt hér mynd af einni síðu þcss, þar sem sjá má þrjár af hinum illa þokkuðu teikningum meistar- ans Grosz. „Krabbameinslyf' reyndist vera jarðolía Milljariar króna narraðir út úr sjúkum gamalmennum Milljón fóstrum eytt á iaun ár hvert í Bandaríkjunum Hvea'skonar kukl og skottulækningar og sala á svokölluSum lyfjum sem ævinlega eru gagnlaus og oft skaðleg hafa færzt í aukana í Bandaríkjunum að undanförnu og hefur nú ein af nefndum öld- ungadeildarinnar sem þingmaðurinn Pat McNa- mara er formaður fyrir hafið rannsókn á þessu. Það eru einkum gigtveik gamalmenni sem verða fyrir barðinu á skottulæknunum og svindlurum og það eru engir smámunir sem narraðir eru út úr þessu vesalings fólki. Nefnd inni hefur talizt svo til að það greiði a.m.k. sem samsvarar tíu milljónum íslenzkra króna árlega fyrir „lyfin“ og lækn- ishjálpina". McNamara segir að mörg dænu séu til þess að hver einasti eyrir þess fjár sem gamal- menni höfðu lagt fyrir til elli- áranna hafi verið svikinn út úr þeim. Heilsa þeirra er oft verri en hún var fyrir, og við það bætast þá áhyggjur og jafnvei örvinglan vegna glataða spari- fjárins. Kcstnaðarsöm trúgirni Það er næstum ótrúlegt hvað svindlurunum tekst að prakka upp á fólk og hefur nefndin fengið mörg dæmi um það: — Venjulegt matarsalt sem í hvaða búð sem er myndi kosta 5 krónur var sett í fínar umbúðir og selt fyrir 60 krónur og fólki talin trú um að saltið væri óbrigðult lyf við krabba- meini og geðsjúkdómum. — „Krabbameinslyf“ sem selt var dýrum dómum. ein teskeið á 400 krónur, reyndist vera venjuleg jarðolía. — 75.000 sölumenn gengu hús úr húsi og seldu fólki fyrir 900 krónur vítamíntöflur sem það hefði getað keypt í næstu lyfja- verzlun fyrir 200 krónur. — Uppauglýstur skottulæknir í Kaliforníu var leiddur fyrir rétt og dæmdur fyrir að hafa selt fjölda manna venjulegt hunang sem „ódáinsfæðu guðanna“ fyr- ir of fjár. Fleiri íslenzkar bækur í Stokkhélmi en fínnskar I umræðum á fundi Norðurlandaráðs í Osló kvartaði einn sænsku fulltrúana. Ragnar Lassinantis, sem er finnskur að ætt eins og nafn hans ber með sér, yfir því að lítíð væri gert til að kynna finnsku og finnskar bókmenntir i Svíþjóð. Hann ncfndi sem dæmi að í borgarbókasafni Stokkhólms væru miklu fleiri bækur á íslenzku en finnsku, eða tíu hillumetrar á móti hálfum, enda þótt í Stokkhólmi væru flciri finnskumælandi menn en sem svaraði helmingi allra íbúa á Islandi. Þó aö aöeins séu fram- kvæmdar 9.000 fósturey'4- ingar á bandarískum spít- ölum á ári hverju, er um milljón fóstrum eytt þar á laun árlega, og gera læknar aögerðina í 90 af 100 tilfellum segir banda- ríska tímaritið The New Republic, sem telur aö lagasetning um þetta efni muni smátt og smátt fær- ast í sama horf og er á Norðurlöndum þar sem rýmri aögangur er veittur til fóstureyöinga en í Bandaríkjunum, en meiri Magnús Kjartansson: Byltingir á Kúbu „Höfundi heíur tekizt að semja bók sem er hvort- frveggja í senn: bráð- skemmtileg ferðasaga oc pólitísk könnun á mikl um og afdrifaríkum sögu legum viðburði vorrr Sverrir Ktist p»- • (Þjóðviljinnl Verð ób. kr. 180,0'’ Verð ib. kr. 220.09. HEIMSKRINGL/* hömlur þó á þeim en í Japan og flestum löndum Austur-Evrópu. Tímaritið telur að vísu ekki, að almenningsálit í Bandaríkj- unum sé því hlynnt að fóstur- eyðingar verði auðveldaðar. enda þótt ákvæði bandarískra laga um þetta efni séu nú tíð- um ákaflega ómannúðleg. Hinn mikli fjöldi ólöglegra fóstur- eyðinga stafar einmitt af hin- um ströngu lagaákvæðum. Þannig eru læknisfræðileg® rök ekki talin gild nema í sárafáum tilfellum, en veittur greiðari aðgangur að íóstureyð- ingu, ef andleg heilsa konunn- ar er talin í hættu. Aðgangur- inn er þó ekki greiðari en svo að geðlæknir verður að gefa vottorð um að konan muni að öllum líkindum svipta sig lífi. ef fóstrinu verði ekki eytt. j En þótt ákvæði laga séu j ströng er hægðarleikur að fá j eytt fóstri í Bandaríkjunum við hinar beztu aðstæður. en þó þvi aðeins að konan sem í hlut á burfi ekki að horfa í pening- ana. Á einkasjúkrahúsum kost- ar slík aðgerð 15.000—70.000 kr Það eru einkum tvenn sam- tök sem bérjast fyrir því að þessum ströngu lagaókvæðurr verði breytt. Planned Parent- hood Fedaration og American Law Institude. Bandaríska f læknafélagið hefur ekki tekið afstöðu til málsins síðan árið 1859 þegar íóstureyðing var for- dæmd nema þegar hún ein gæti bjargað lífi móðurinnar. Tímaritið leggur mikla á- herzlu á nauðsyn þess að lög- in verði færð í mannúðlegra horf sem sé, í meira samræmi en þau núgildandi við aldar- andann í dag, og bendir það einkum á skipan þá. sem höfð er á þessum málum á Norður- löndum. ike hæ/t fyrir ofbeldisverk Thruston Morton, öldunga- deildarmaður úr hópi repúblik- ana, hélt fyrir skömmu ræðu í Washington og hældi Eisen- howcr, fyrrum Bandaríkjafor- scta, á hvcrt rcipi. Sagði hann að forsetinn hcfði sjálfur átt mikinn þátt í að skipuleggja valdaránið í Guatemala árið 1954, cr Bandaríkjaleppar steyptu stjórn Arbcnez forseta. — Eisenhower gerði allt sem i hans valdi stóð til að þetta mætti hcppnast. Það gerði Kcniuley ekki árið 1961. Þcss vcgna misheppnaðist innrásin í Kúbu. sagöi Morton. 81 . BýSi „NORSKRA" víkinga fuitdin í Nýfundnalandi segir Helge Inqsfad I Leikarinn tók ráðin af leikskáldinu — Höfundarlaun fyrir „Turl- | ututu“ renna til munaðarleysinfifia — Lev Landau nær andleg- |j ~ i Vegur leikritaskálds er þyrnum stráður, og hvössustu broddarnir sem honum mæta eru dyhtir þrárra og hroka- fullra leikara. Þetta hefur Marcel Achard fengið að reyna nú nýverið. Achard er meðal vinsælustu leikritahöf- unda Frakka, og leikrit hans Turlututu er leikið í París um þessar mundir við mikla að- sókn. En nú hefur skáldið séð sig tilneyddan að afneita verki sínu og afsala sér höf- undarlaunum, sem eru komin yfir 80.000 krónur. Ástæðan er að gamanleikarinn Robert Lamoureux sem leikur aðal- hlutverkið gerir sér lítið fyrir og breytir leikritinu eins og honum dettur í hug, svo það er sjaldnast eins tvær sýning- ar í röð. LONDON 20/2 — Norski rithöf- mdurinn og ferðalangurinn Tc'ge Ingsfad er nú staddur í \ondon. í gærkviild ræddi hann við blaðamenn í norska sendi- ’-áðinu og skýrði þeim frá því oð „fundizt hafi í Norður-Amer- :ku merki um aðsctursstaði vík- inga sem verið tíafa til stað- ar 500 árum áður en Kolumbus Þnn Ameríku” eins og segir í "~4tt frá NTB. ,,Það eru yfirgnæfandi líkur tjl þess að bústaðirnir við Lance aux Meadow á Nýfundnalandj =éu norskir.“ sagðj Ingstad. Ingstad skýrði frá því að á norðurströnd Nýfundnalands hefðu margjr fornir bústaðir verið grafnir upp og benti allf til bess að þeir væru frá þvi um árið 1000. Hann sagðj að rannsókmum þessum yrði ha’d- ið áfram og endanlegar niður- siiöður væru ekki væntanlegar fyrr en síðar. „Lamourex er afbragðs gamanleikari”, segir Achard, „en því miður er hann líka leikritahöfundur af lélegasta lagi“. Framan af reyndi skáld- ið að láta sér lynda við leikar- ann, þingaði við hann um breytingarnar sem hann gerö' á aðalhlutverkinu, féllst á sumar en hafnaði öðrum. En eftir 30 sýningar gafst Achard upp, sendi Lamoureux 17 blað- síðna greinargerð og skipaði honum að haga hlutverki sínu eins og þar var fyrir mælt, En leikarinn getur með engu móti stillt sig um að leika upp úr sér þegar sá gállinn er á honum. „Þau kvöld sem Lamoureux er í essinu sínu stendur leikritið hálftíma lengur en það á að gera.‘“ seg- ir leiksviösstjórinn. „Þegar hann er ekki í essinu sínu iýkur sýningu kortéri of memma.“ Meðleikarar Lam- rnreux komast í mestu klípu ægar aðalpersónan fer út úr 'lutverkinu og tekur að leiks ipp úr sér, því þá neyöasi beir til að gera slíkt hið ^sama. oft af veikum mætti. Þegar Achard sá að ekki varð neinu tauti við Lamour- eux komið, greip hann til ör- þrifaráða. Hann skrifaði rit- höfundafélaginu og skýrði frá því að hann gæti ekki lengur litið á Turlututu sem sitt verk þar sem það væri sýnt á svið’ í allt annarri mynd en hann gekk frá því. Úr því svo væn komið sér hann sér ekki fæn að veita neinum höfundar- launum viðtöku fyrir leikritið og skulu þau renna til mun- aðarleysingjahælis sem hann tiltók. Þótt Kennedy Bandaríkja' forseti sé farinn að skiptast á einkabréfum við Krústjoff og bjóði konu sinni út að horfa á Bolshoi-ballettinn. er ekki þar með sagt að Texas- búar sætti sig við að um- gangast Rússa eins og þeir væru fólk. No sir. Þó þeir i Washington linist fyrir bols- unum, er engan bilbug að Einna í Texas. Á dögunum átti Komitas-kvartettinn frá Sov- étríkjunum aö halda hljóm- leika í ráðhúsinu í Highland Park, einni af útborgum stór- borgarinnar Dallas. Kvartettinn fór hljómleikaferö um Bgnda- ríkin á vegum menningar- samskiptadeildar utanríkis- ráðuneytisins í Washington og var ákveðið að hann léki í 34 borgum. Þær urðu ekki nema 33. Framtakssamir borg- arar í Highland Park sner.1 sér til borgarstjómarinna' með fyrirspurn um hvort húr ætlaði að láta bað viðgangas' að fjórir rauðliðar saurguð' ráðhúsið og græfu undar bjóðhollustu grandalausra á- heyrenda með kommúnistisk um tónum. Auðvitað sá bore orstjómin að slfkt mátti ekki ske og bannaði Komitas- kvartettinum að stíga fæti * '■áðhúsið. ★ Lev Landau. sovézki eðlis- fræðingurinn sem var vakinn frá dauðum fjórum sinnum eftir að hann stórslasaðist > bílárekstri í fyrra vetur. ætl ar ekki aðeins að halda lífi. heldur standa vonir til að hann nái aftur fullum and- legum kröftum. Sameiginleg barátta lækna frá mörgum löndum til að hrífa Landau úr greipum dauðans var rak- in í blöðum um allan heim þegar honum voru veitt eðlis- fræðiverðlaun Nóbels í vetur en þá var talið of snemmt að segja um hvort heili hans hefði skaddazt varanlega af súrcfnisskorti í þau fjögur skipti sem hjarta hans hætt> að slá mínútum saman. En nú segir sovézka læknatíma- ritið Lækn'isfræðilegar heims- fréttir að læknarnir sem stunda Landau telji sig hafa gengið úr skugga um að vits- munir hans. hæfileikinn til að hugsa diúpt og rökrétt. séu komnir í eðlilegt horf. Enr skortir þó á að Landau hafi fengið fullt minni. Læknarnir eru sérstaklega ánægðir vfir að vísindamaðurinn gerir sár nú fulla grein fyrir hvernis komið er fyrir honum. Hanr fýsir að hverfa aftur til vís- indastarfa en gerir sér Ijóst að hann er ekki enn maður til þess að fást við þau. Það var 7. janúar í fyrra sem bíb sem Landau var i sveigði í (suðum vegi nærri Moskvu vegna þess að barn var að verða fyrir honurrl. Ók bá vörubíll á bíl Landau með beim afleiðingum að vísinda- maðttrinn hauskúpubrotnaði rifbrotnaði. mjaðmagrindar- brotnaði. varð fyrir meiðslum á hjarta. nýrum og miðtauga- kerfi og bungu losti. Vikum =aman lá Landau lamaður os meðvitundarlaus. og begar hann loks raknaði við var "ri.nni hans hnrfið M.T.Ó. H i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.