Þjóðviljinn - 24.02.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.02.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1963 KoniHagurinn er í dag Nýtt höfuðfat Hafið þið skoðað hárkolluhúfuna? Fyrir nokkru sög'öum við hér á síðunni frá hár- kolludellunni sem breidd- ist út meðal kvenfólksins í útlandinu. Og nú eru þær líka komnar hingað, hárkolluhúfurnar. Viö sá- um þær í glugga á Kjör- garði og fórum auðvitað eins og skot inn til að skoða þær. Afgreiðslustúlkan hjá Bern- harði Laxdal gaf okkur greið svör: jú. húfurnar eru komnar hingað fyrir nokkru og eru mikið keyptar. Verðið er 295 krónur. — Eru þær notaðar sem húf- ur eða hárkollur hér á landi? — Það er nú eins og hver vill, en það er auðvelt að greiða þær eins og hár. En ætli flest- um finnist þær ekki dálítið heitar inni? Þær eru úr nælon og litirnir, sem við höfum núna, eru hvítt, ljósgult og ljósbrúnt. Við áttum þær líka í svörtu og gráu, en þeir litir eru upp- seldir. Ég býst samt við að við Krakkamyndirnar Jæja krakkar, þakk fyrir síðast. Þetta hefur lítið batnað enn með bíómyndirnar fyrir ykkur, en í fyrrakvöld var maður að skammast yfir því í útvarpino hvað krökkum væru sýndar lé- legar myndir og oft Ijótar eins og til dæmis kúrekamyndirnar og fleiri þar sem alltaf er ver- ið að skjóta og drepa fólik, svo kannski fullorðna fólkið fari nú að krefjast þess í alvöru að við fáið betri myndir. Ef þið ætlið í bíó í dag myndi ég helzt mæla með Bæjarbíói í Hafnarfirði, en þar eru sýndar tvær myndir, Rauðhetta og úlfurinn og Fljúgandi skipið, með íslenzk- um skýringum. En það er náttúrlega 'nokkuð langt að fara suður í Hafnarfjörð fyrir þau sem eiga heima í Reykja- vík og líka dýrt. en styttra i Kópavoginn, þar sem er mynd með skemmtilegasta karli i heimi, honum Chaplin. Myndin heitir Chaplin upp á sitt bezta og er alveg sprenghlægileg. Þá er Lisa í Undralandi í Tjarnarbæ fyrir þá sem ekki hafa enn séð hana. Þið vitið náttúrlega að það var hann Walt Disney, pabbi minn. sem teiknaði myndina um Lísu. í Háskólabíói er Barnagamanið og er þar nú m. a. brúðuleik- hús til skemmtunar í dag. f hinum bíóunum eru myndir. sem flestir eru orðnir leiðir á fyrir löngu. Ég hef sagt frá þeim svo oft að ég læt það vera núna. Nú kveð ég ykkur í dag Andrésína biður að heilsa. Andrés. konunni kaífíi í rúmii 1 dag er konudagurinn — fyrsti dagur í Góu. Þá þótti áður fyrr góð íþrótt hjá hús- freyjum að fara fyrstar á fætur á morgn- ana, ganga fáklæddar 3 hringi kringum bæinn og bjóða Góu í garða svo ummælandi: I raun og v" r Hrefna Smifh með dökkt, sítt hár, svo ljósa, ■ lutta hárið breytir henni talsvcrt. fáum þá aftur. — Og hvernig litar hárkoll- ur kaupa viðskiptavinirnir helzt? Sama lit og eigið hár eða einhvern allt annan? — Það er misjafnt, sumar vilja sama háralitinn, en aðr- ar öfugt til að geta breytt til. Nú vantar okkur stúlku t:l að máta hárkollu fyrir lesend- ur heimilssíðunnar, en úr því er fljótlega bætt, því hár- greiðslustofan Blæösp er á næsta leiti og þaðan fáum við lánaðan laglegan hárgreiðslu- nema, Hrefnu Smith, til að sitja fyrir ijósmyndavélinni. Hrefna er með dökkt, sítt hár, svo að hún tók talsverð- um stakkaskiptum við að setja á sig gula, stutta hárið sem þið sjáið hana með á meðfylgj- andi mynd. Hrefnu líkaði breyl- ingin bara vel, en ekki sagðist hún samt vilja fara með svona hár á ball. En vel á minnzt. Hvermg væri þessi hákolluhugmynd fyrir alla herrana sem farmr eru að þynnast í hnakkanum? Hárið á kollunum er náttúru- lega ansi sítt, en kannski mætti klippa það! Velkomin sértu, góa mín, og gakktu inn í bæinn; vertu ekki úti í vindinum vorlangan daginn. Nú er öldin snúin. Þykir nú sjálfsagt, að konan fái að sofa frameftir á konudaginn og bóndinn færi henni kaffi og góðgæti í rúmið, á sama háit og hún hyglar honum á bónda- daginn, fyrstan í þorra. Þetta er og því auðveldara, sem konu- daginn ber ævinlega upp á sunnudag, þegar flestir hús- bændur eiga frí. Annars erj þessi hátíðabrigði í sambandi við þorrakomu og góukomu ef- laust leifar af eldfornum þorra- og góublótum. Þá þykir einnig fara vel á því nú á dögum að færa konu sinni blóm á konu- daginn, einkum ef mönnum hefur láðst að færa henni í rúmið. Bolludagur og sprengidagur næstir Nú vill svo til í ár, að fyrsti góudagur er jafnframt sunnu- dagurinn í föstuinngang, og eru því næstu dagar hinn svokall- aði bolludagur, sprengidagur, og öskudagur. Sprengidagur er miklu eldri hér á landi en bolludagur. Sjálfsagður réttur þess dags hefur sl. 100 ár þótt- vera salt- kjöt og baunir, helzt „baunir og bolakjöt“. Áður fyrr var þó auðvitað hangiketið helzta hnossgætið á þeim degi sem öðrum hátíðum. Leifarnar hengdar yfir rúmið Langafasta, sjöviknafasta, hófst með öskudegi, og frá þeim degi mátti í kaþólskri eða páp- iskri tíð ekki bragða neitt kjöt- meti, fyrr en á páskadag. Reið því á að belgja sig sem mest út af kjöti síðasta daginn fyrir föstubyrjun, og af því kemur nafnið sprengidagur eða sprengikvöld. Hverjum manni var skammtað vænt stykki af hangiketi, og gæti hann ekki torgað því á sprengikvöld, voru leifarnar hengdar upp yfir rúmi hans og látnar hanga þar alla föstuna, svo að hann hefði kjötið fyrir augunum og fyndi lyktina af því, þótt ekki mætti hann bragða á því. Varð víst sumum hált á þessu, og eru þjóðsagnir um, að biskupar hafi tekið heilar jarðir af mönnum fyrir brot af þessu tagi. Ekki var nóg með að ekki mætti neyta kjöts, heldur varð „að sitja í föstunni11, þ.e. hvorki mátti nefna kjöt né flot á nafn, eins og segir í vísunni: Enginn mátti ncfna ket alla föstuna langa; hver það af sér heyra Iét, hann var tekinn til fanga. Þegar menn neyddust til að ræða um þessá hluti, urðu þeir því að finna þeim önnur nöfn. og nefndu þá kjötið „klauflax" en flotið „afrás“. Ekki mátii heldur nefa „ketil“, eða „að fara á flot“ og því um Wtt. Frjálsræði í ástum Þessar kjötkveðjuhátíðir (karnival) voru ærið umfangs- miklar í kaþólskum löndum og eru enn. Tilhneigingin gekk i þá átt að fjölga gleðidögunum. og var svo einnig hér í Norður- Evrópu. 1 Suður-Þýzkalandi stendur hátíðin t.d. heila viku enn í dag. Þá þótti (og þykir) líka ýmislegt leyfilegt i sarn- skiptum kynjanna, sem ekki mátti ella, og virðist þess einn- ig hafa gætt hérlendis, þvi sagt er, að ekki væri til þess tekið, þótt vinnukonur lægju hjá þeim, er þær þjónuðu, nóttina fyrir öskudaginn. Á það bendir og þessi vísa: Þriðjudaginn í föstuinngang, það er mér í minni, þá á hver að falla í fang þjónustunni sinni. Sprengidagur hefur einmg verið nefndúr Hvíti Týsdagur í almanökum hér, en aldrei mjn það nafn hafa orðið algengt manna á meðal. Sennilega er sjálfur Jón Sigurðsson forseti ábyrgur fyrir að hafa dregið þetta nafn inn í íslenzkt mál, en dagurinn heitir Hvidetirs- dag á dönsku, og ku draga nafn sitt af því, að menn hafi þá etið einhvers konar hveiti- bollur í soðinni mjólk. Annars eru til ýmis nöfn á degi þess- um á Norðurlöndum, svo sem feitetysdag, flesketysdag, smör- tysdag og grautetysdag. Börnin flengja á bolludag Eins og áður segir, var til- hneigingin sú að lengja kjöt- kveðjuhátíðina. og er bolludag- urinn leifar þeirrar framleng- ingar. í Danmörku færðu rhehn bolluátið, sem annars muii komið sunnan úr Þýzkalandi, frá þriðjudeginum til mánu- dagsins, og þaðan mun sið- urinn kominn hingað, en þó varla að neinu ráði fyrr en á þessari öld. Nú eru það böm- in, sem á bolludagsmorgun þengja sig á fætur fyrir allar aldir, vopnuð bolluvöndum, og reyna að flengja hina fullorðnu sem flest högg, og þyngst, áður en þeir komast fram úr rúminu, Eiga þau svo að fá jafnmarg- ar bollur og höggin. ★ Bæði fyrir og eftir siðaskipti hömuðust kirkjuleg og verald- leg yfirvöld gegn þessu skemmt- anahaldi fólks við inngang föstunnar. I þýðingu á laga- bálki frá 18. öld, sem gilda átti fyrir Island, stendur t.d. þessi klausa: „Allir óskikkan- legir og hneykslanlegir leikir um jól eður á öðrum tímum og föstugangshlaup fyrirbjóðast strengilega og eiga alvarlega að straffast". Margir gæddu sér á ostunurn á kynningu Osta- og smjörbúðarinnar. Kynning Osta og smjörsölunnar 20 tegundir af Ijúffengum ostum Vissuö þiö aö þaö væru framleiddar hér í Reykja- vík um 20 tegundír af ost- um? Við vissum það ekki og fannst því mjög á- nægjulegt aö koma á osta- kynningu Osta- og smjör sölunnar, Snorrabraut 54 á fimmtudaginn var. Á stóru sýningarborði var komið fyrir ostum og osfa- bitum á pinnum svo að gestlr gætu smakkað. Einnig voru pinnar rheð osti og ýmsu öðru áleggi saman, svo sem reykt- um laxi, olífum, síld, maia- koff o.s.frv. og ostakex með ýmsum tegundum af rifnum osti í smjöri. Allt hvað öðru ljúffengara. íslendingar borða almennt fremur lítið af osti miðað við aðrar þjóðir þó að hér sé næg mjólkurframleiðsla. Og þegar við borðum ost, þá eru það venjulegast aðeins tvær teg- undir, mjólkurostur og mysu- ostur. Og svo segja húsmæð- urnar kannski að því miður eigi þær nú „ekkert oná brauð nema ost“ og þykir það held- ur klént. Erlendis þykir osta- bakki. þ.e. brauð og ýmsir ost- ar mjög góður og frambæri- legur veizlumatur, ekki sízt sé hann borinn fram með rauð- vini. Og nú þurfum við ekki að kvarta um að ekki sé nóg fjöl- breytnin í framleiðslunni. Hitt er annað, að í mörgum verzl- unum eru ekki til nema kannski þrjár til fjórar osta- tegundir eða ef þær eru til, liggja þær a.m.k. ekki frammi þar sem fólk getur séð þær og það er ekki við þvi að bú- ast að fól-k kynnist því sem það sér ekki. Kynning Osta- og smjörsölunnar ætti að hafa bætt nokkuð úr þessu en fyrir- tækið mætti líka gjarnan ota ostunum svolítið betur að ka-up- mönnunum. Starfsfólk Ostasölunnar sagði að svona kynning hefði verið haldin einu sinni áður, vorið 1961 og gefið mjög góða raun. Væri nú neyzla á ostum og ostaréttum talsvert að færast í aukana hér. Af kynningunni núna fengu þeir sem á hana komu með sér heim skemmti- legan bækling með ostaréttum og er ekki að efa p* marair Framhald á |e 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.