Þjóðviljinn - 26.02.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.02.1963, Qupperneq 1
Þriðjudagur 26. febrúar 1963 ---- 28. árgangur — 47. fölublað. ÁSKRIFENDASÖFNUNIN Munið áskriftasöfnun Þjóðviljans. Takmarkið er: 500 nýir áskrifendur fyrir 1. apríl n.k. Sá er fyrstur útvegar 10 nýja áskrifendur hlýtur að verðlaunum ferðaútvarpstæki. Einnig verða veitt bókaverðlaun. '•?ffS:^WTOW?íí¥Jfí®í'í!5^:5S;!-’5ÍÍÍ V-s • . Igor Stravinsky, höfund- ur „Sögunnar af dátan- um“, sem utvarpið flytur í kvöld — sjá frétt á 2. síðu. Eindreginn sigur vinstri manna í Trésmílaféiaginu Kosningarnar í Trésmiðafélagi Reykjavíkur nú um helgina urðu eindreginn sigur fyrir vinstri menn í félaginu, sem ekki hafa fengið jafngóða útkomu við stjórnarkosningu áður. Listi vinstri manna hlaut nú 290 atkv. og 63 atkv. fram yfir íhaldslistann, sem hlaut 227. 5 seðlar voru auðir. Við stjórnarkosninguna í fyrra var munurinn að- eins 16 atkvæði. 20 merin fórust í eldhofi er tvö olíuskip rákust á Sjá frétt á 3. síðu tJlfar Kristjánsson. íslenzkur tréskurður Þetta er einn af gripunum á afmæiissýningu Þjóð- minjasafnsins: Skápur frá 17. öld. — Frá opnun afmæliissýningarinnar í fyrradag er nánar skýrt á 3. síðu. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Samkvæmt úrslitum kosning- anna verður stjóm Trésmiðafó- lags Reykjavíkur þannig skipuð: Formaður: Jón Suorri Þor- leifsson. Varaformaður: Sturla H. Sæ- mundsson. Ritari: Þórður Gíslason. Vararitari: Hólmar Magnússon. Gjaldkeri: Ásbjörn Pálsson. Boliudagurinn var í gær. Þá hef- ur líklega verið mikið um rúm- rusk og flengingar á barnmörg- um heimilum. Hér eru tvær liitl- ar dömur og ejnn herra með alvæpni og er ekki að sjá, að þeim sé meira en svo um ljós- myndarann gefið. Líklega haft hann grunaðan um að vera nízkur á bollur. (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Varastjórn: Sigurjón Pétursson, Jón Sigurðsson, Einar L. Haga- lsnsson. Ihaldið ætlaði sér mikinn hlut í þessum kosningum. Þó höfðu frambjóðendur íhaldslistans ekk- ert til málanna að leggja i hags- munamálum og félagsmálum tré- smiðanna — nema að veifa kommúnistagrýlunni. En meiri- hluti trésmiðanna lét ekki hræða sig með grýlu og kaus stjóm með hliðsjón af þeim árangri sem náðst hefur í kjaramálum og öðrum félagsmálum undir for- ystu vinstri manna undanfarin þrjú ár, — og minnugir eymd- arstjómar íhaldsins 1957—’59. Samheldni vinstri' manna í fé- laginu var enn sem fyrr með ágætum, enda þótt lítið þætti fara fyrir liðveizlu Tímans í baráttunni. Trésmiðir í Reykjavík og ná- grenni hafa kosið félagi sínu trausta og samhenta forystu, sem líkleg er til að treysta það álit sem Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur verið að ávinna sér síð- ustu árin sem stéttarfélag í fremstu röð í kjarabaráttu reyk- vískra launþega. # eldsvoða Á sunnudagsmorguninn laust íyrir kl. 8 kvikn- aði í húsinu númer 94F við Suðurlandsbraut. Hús- ið fuðraði upp á mjög skömmum tíma og 3 mann- eskjur brunnu inni. Húsmóðirin Helga Elísbergs- dóttir og 5 ára dóttir hennar, Elísa, í svefnherbergi á efri hæð, einnig Úlfar Kristjánsson rafvirki, sem var gestkomandi í húsinu og svaf í stofu á neðri hæð. Húsbóndinn, Rjörn Kjartansson húsgagna- smiður og 3 önnur börn þeirra Helgu björguðust naumlega úr eldinum, en eitt barnið, Sesselja 9 ára, liggur mikið brennd á Landakotsspítalanum. Helga Elísbergsdóttir, Eldurinn magnaðist svo fljótt, að lítið ráðrúm gafst. Björn mun hafa vaknað fyrstur við að reyk og eld lagði innum svefnher- bergisdyrnar, en hann svaf þar ásamt konu sinni og dætrum, Elísu og Sesselju. Björn reyndi að vekja konu sína og braut síðan rúðu og kallaði á hjálp. Þá mun hann hafa kastað sér út um gluggann og náð í stiga, sem hann reisti við húsið. Þeg- ar hann kom upp stigann var herbergið alelda, en Sesselja dóttjr hans komin að glugganum. Gat hann náð til hennar og komið henni niður. I herbergi á neðri hæð sváfu systkinin Ásta 11 ára og Pétur 5 ára, tvíburi Elísu. I sófa í stofunni svaf Úlfar Kristjánsson rafvirki nágranni þeirra hjóna. Ásta vaknaði við hrópin í föð- ur sínum, greip bróður sinn og ætlaði fram í gegnum eldhúsið. Þar var svo magnaður eldur fyrir að hún komst hvergi og tók það ráð að fara gegnum glugga á herberginu. Úlfar var í þeim hluta hússins, sem mest brann og var engin leið að komast að honum til björgunar. Húsið, sem þessi harmleikur gerðist í var einlyft timburhús með risi, byggt fyrir 6—7 árum. Húsið stóð í svokölluðu Herskála- hverfi, en þar er mikið af svip- uðum húsum, þau standa þétt og voru næstu hús í nokkurri hættu. Slökkviliðinu tókst þó að verja þau í þetta sinn. Taljð er að kviknað hafi í út- frá olíukyndingu, sem staðsett var í einu horni hússins. Vegg- irnir að þessu horni eru alveg hrundir, en hinir tveir standa. 1 Allir innviðir og innbú er brunn- ið. Helga heitin var 29 ára göm- ul og Elísa litla 5 ára. Úlfar heitfnn var 32 ára og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Eiísa Björnsdóttir. * I #

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.