Þjóðviljinn - 26.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.02.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. íebrúar 1363 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 um róðrartíma fiskibáta við Faxaflóa. 1. gr. Reglugerð þessi gildir fyrir Miðneshrepp, Keflavík og Njarðvíkur- og Vatnsleysustrandarhreppa í Gullbringu- sýslu, Hafnarfjörð, Reykjavík og Akranes, og nær til allra fiskibáta, sem stunda veiðar með línu á tímabilinu frá 1. janúar til 31. maí sbr. þó 8. gr. 2. gr. Grein þessi fjallar um róðrartíma fiskibáta úr Sandgerði, Keflavík, Njarðvíkur- og Vatnsleysustrandarhreppum í Gullbringusýslu, Hafnarfirði, Reykjavík og Akranesi á mið sunnan línu, sem hugsast dregin milli Garðskagavita og 64° 17’8 n.br. og 23° 18’0 v. lg. Á tímabili því, sem um ræðir í 1. gr., má enginn bátur frá Sandgerði, Keflavík, Njarðvíkum, Vatnsleysuströnd, Hafnarfirði, Reykjavík eða Akranesi fara í fiskiróður frá kl. 12 á hádegi til þess tíma, er hér segir: I janúar kl. 02.00 I febrúar — 01.00 Frá 1. marz til 15. marz — 24.00 Frá 16. marz til 31. marz — 23.00 Frá 1. apríl til 15. apríl — 22.00 Frá 16. apríl til 30. apríl — 21.00 í maí — 20.00 Brottfararstaður báta þeirra, sem hér um ræðir skal vera við línu er hugsast dregin frá Sandgerðisvita 2.0 sjóm. út eftir hvíta ljósgeiranum og þaðan í norður í 64° 07’0 n. br. og 22° 47’5 v.lg. Þegar hinn tilsetti tími er kominn skulu nefndarmenn, sem kjömir eru samkvæmt 5. gr. reglugerðarinnar, ann- ast um, að merki sé gefið. 3. gr. Grein þessi fjallar um róðrartíma fiskibáta frá Akra- nesi, Reykjavík og Hafnarfirði á mið norðan linu, sem hugsast dregin milli Garðskagavita og 64° 17’8 n.br. og 23° 18’0 v.lg. Á tímabili því, sem um ræðir í 1. gr., má enginn bátur, sem gengur til veiða frá Akranesi, Reykjavík og Hafn- arfirði fara í fiskiróður frá kl. 12 á hádegi til þess tíma er hér segir: I janúar kl. 01.05 f febrúar — 00.05 Frá 1. marz til 15. marz — 23.05 Frá 16. marz til 31. marz — 22.05 Frá 1. apríl til 15. apríl — 21.05 Frá 16. apríl til 30. apríl — 20.05 Brottfararstaður báta þeirra, sem hér um ræðir, skal vera við ljósdufl nr. 9, sem lagt hefur verið eins og hér segir 64° 14’5 n.b. 22° 18’1 v.lg. Ljóseinkenni: Hvítur þríblossi á 25 sek. bili. 4. gr. Allar tímaákvarðanir í reglugerð þessari miðast við íslenzkan meðaltíma. 5. gr. Hlutaðeigandi hreppsnefndir eða bæjarstjórnir kjósa þrjá eða fimm bátaformenn ár hvert í nefhd til þess að gæta þess, ag fylgt sé ákvæðum reglugerðar þessarar, og ann- ast nefndarmenn um að fyrirskipuð merki um róðrar- tíma séu gefin, sbr. þó 6. gr., og kæra fyrir brot á reglugerðinni til lögreglustjóra. 6. gr. Akurnesingar skulu gefa brottfararmerki í Norðurflóa. 7. gr. Ákvæði reglugerðar þessarar ná ekki til útilegubáta. 8. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum frá kr. 500.00 til kr. 5000.00. Þriðja brot varðar missi réttinda til skipstjómar í 6 mánuði. Mál út af brotum skulu sæta meðferð opinberra mála. 9. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar í stað. Reglugerð þessi staðfestist hérmeð samkvæmt lögum nr. 1 12. janúar 1945, um róðrartími fiskibáta. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 20 13. febrúar 1953 um róðrartíma fiskibáta við Faxaflóa, svo og reglugerð nr. 6 17. febrúar 1956 um breytingu á þeirri reglugerð. Sjávarútvegsmálaráðuneytið 21. febrúar 1Ar F.MIL JÖNPSON. GUNNL. E. BRIEM. Olíuskip rákust á og tuttugu menn fórust Hundruð skipu eru / / / /5 HAAG 25/2. í dag rákust tvö olíuskjp saman á Scheldefljóti sem tengir innri höfnina i Ant- werpen við Norðursjó. Um 20 menn létu lífið og margir særð- ust hættulega. Eldur varð laus í skipunum og brennandi olia lagðist yfir fljótið á stóru svæði og torveldaði björgunarstarfið. Panama-skipið Miraflores '(um 21.000 brúttólestir) var í kvöld nær algjörlega orðið eldinum að bráð. 37 menn voru um borð í skipinu er slysið vildi til og er 20 þeirra saknað, Skipið var að sigla tii hafnar með olíufarm er það rakst á brezka olíuskipið Abadesa (13.300 brúttólestár) er var á útleið Við áreksturinn kviknaði einnig í Abadesa. Þriðja skipið strandaði Skipin hengu saman og tók það dráttarbáta nokkr.ar klukku- monnum PARÍS 25/2. I dag krafðist franskur saksóknari að sjö menn yrðu dæmdir til dauða. Menn þessir eru úr hópli þeirra fimmt- án sem sakaðjr eru um að hafa tekið þátt í banatilræðinu við de Gaulle við Petit Clamart í útjaðri Parísarborgar 22. ágúst í fyrra. Tilræðismennirnir skutu af vélbyssum á bifreið de Gaulles. Forsetann sakaði þó ekki. Sumir ganga enn lausir Meðal þeirra sem saksóknarinn Stjárnarkreppa r 1 VÍN 25/2. Forseti Austurríkis, Adolf Schaerf, skoraði í dag á hjna tvo stóru stjómmálaflokka í landinu að koma sér saman um stjómarmyndun. Flokkar þessir eru íhaldsflokkurinn og Sósíal- istar. Flokkamir hafa rætt umstjóm- arsamvinnu frá því 18. nóvem- ber í haust; en í vikunni sem leið strönduðu samningar algjör- lega. Deilan er fyrst og fremst um stöðu utanríkisráðherra. Það embætti hefur verið í höndum sósíalista frá 1959 en nú hafa íhaldsmenn gerf kröfu tjl þess. vill gera höfðinu styttri er for- sprakki samsærisins, Jean-Marie Bastien-Thiry, en hann var hátt- settur innan flughersins. Enn hefur ekki tekizt að hafa hend- ur í hári fjögurra þeirra og verða þeir að öllum líkindum dæmdir fjarverandi. Einn þeirra heitir Georges Watin og er hann grunaður um að vera einnig við- riðinn banatilræðið við de Gaulle sem komið var upp um á síðustu stundu 15. þessa mán- aðar. Hinir skulu í fangelsi Ennfremur krafðist salcsókn- arinn þess að þrír menn yrðu dæmdir í ævilangt fangelsi og ganga tveir þeirra enn lausir. Hann krafðist að tveir yrðu dæmdir í tuttugu ára fangelsi en aðrir í þriggja til fimm ára fangavist. f lokaræðu sinni sagði sak- sólcnarinn, Charles Certhoffer að strangur dómur yfir ákærða merkti í raunjnnj dóm yfir borg- arastyrjöld i Frakklandi. Yfirvöldin hófu í dag máls- sókn á hendur tveggja þeirra sem handtekin voru vegna til- ræðisins 15. febrúar. Ætlunin var þá að skjóta forsetann með kíkisriffli úr glugga herskóla eins sem forsetinn var að heim- sækja. stundir að losa þau í sundur. Abadesa lagðist þá vjð akkeri í nágrenninu. Þrjðja olíuskipið, George Livanos frá Panama, strandaði er skipsmenn reyndu að forðast árekstur við hin tvö. Skipum sem komu á vettivang tókst að bjarga 17 af 37 manna áhöfninni á Mirflores, en eýnn þeirra lézt síðar vegna bruna- sára. Enginn maður á Abadesa virð- ist hafa særzt. Skipverjar glímdu lengi við eldinn í framhluta skipsins og reyndu að forða því að hann kæmist í geymana. Seint í kvöld urðu þeir að yfirgefa skip sitt. Logarnir frá Miraflores ná um 50 metra í loft upp og sjórinn umhverfis skipið er eins og eýttt eldhaf. Svört reykský liggj.a yfir slysstaðnum. Hafnsögumaðurinn á Miraflores segir að ekki hafi liðið meira en fimm sekúndur frá því að áreksturinn varð og kviknaði í skipinu. STOKKHÖLMI 25/2 — Aldrei í vetur hefur ísinn við vestur- strönd Svíþjóðar verið til meiri trafala en nú. Um það bil 100 skip sátu í dag föst við strönd- ina suður af Gautaborg. Fjórir af öflugustu ísbrjótum Svía hafa verið sendir skipum þessum til aðstoðar. fsinn gerist nú æ skeinuhætt- ari umhverfis Danmörku. Um það bil 200 skip á austurhluta Kattegat hafa átt í erfiðleikum vegna rekíss. ísbrjótar leitast við að hjálpa þeim sem harðast hafa orðið úti. Koptar frá USA skofnir niðor SAIGON 24/2. Skæruliðar þjóð- frelsissinna i Suður-Víetnam skutu í dag niður tvo bandaríska herkopta í nánd við Saigon. Vél- byssuskytfa í öðrum koptanum féll. Bandaríkjamenn hafa sent Diem einræðisherra marga her- kopta en skæruliðum hefur orðið vel ágengt við að granda þeim. Frakkar stífir á ráðherrafundi ndaríkiaforseti óttast WASHINGTON 25/2. í dag hélt Kennedy Bandaríkjaforseti ræðu og sagði að Bandaríkin myndu að öllum líkindum standa and- spænis kreppu innan skamms ef þingið samþykkti ekki tillögur hans um skattalækkanir. Kennedy lagði til að skattar lækkuðu um 10,2 prósent næstu þrjú árin. Hann sagði að áætlun sín væri ef til vill ekki galla- laus en þeim sem væru henni andvígir bæri skylda til að Ieggja fram sínar eigin tillög- ur til að leysa efnahagsvanda- mál landsins. Kennedy ræddi um hina tíðu afturkippi í banda- rísku efnahagslífi og benti á þá staðreynd að á árinu 1962 voru 5,6 prósent atvinnulausir á vinnumarkaðinum. Er það sama hlutfallstala og meðan á aftur- kippnum 1954 stóð. Kenncdy sagði að efnahags- legur afturkippur væri í vænd- um ef þingið samþykkti ekki skattaiækkunina. Atvinnuleysi myndi aukast en þjónusta drag- ast saman og hallii yrði feyki- legur á fjárlögum. Bandaríkin myndu ekki gctað staðið öðrum iðnaðarlöndum á sporði hvað við- kemur efnahagsvexti. BRUSSEL 25/2. I dag var ráð- herrafundur Efnahagsbandalgs. ins haldjnn i Brussel. Bar þátt- takendum, sem spurðir voru sam- an um að fundurjnn hefði ekki verið sérlega vel heppnaður og andinn sem ríkti hefði ekki ein- kennzt af vináttu. Frakkar sér á báti Eins og svo oft áður var greini- legur ágreinjngur millj Frakka og hjnna bandalagsrik j anna fimm. Frökkum tókst að koma í veg fyrir að ákveðið væri hve- nær fyrirhuguð fiskveiðaráð- stefna bandalagsins skyldi fara fram. Ennfremur reyndu þeir að hindra að skýrsla framkvæmda- nefndarinnar um samningavið- ræðurnar við Bret.a yrði lögð fyrir fundinn Frönsku fulltrúamir beittu sér gegn því að ályktun EBE-þings- ins væri tekin til meðferðar. f ályktuninni er framkvæmda- nefndin beðin um að semja ná- kvæma skýrslu um samningana við Breta. Sögðu Frakkar að þingið hefði ekkert vald til að biðja framkvæmdanefndina um slíkt. Formaður nefndarinnar til- kynnti samt sem áður að hann hefði í hyggju að leggja skýrsi- una fyrir þingið og ráðherra- fundinn. Öll bandalagsríkin nema Frakkar studdu þessa ákvörðun. Skýrsla um fiskveiðaráðstefnu Eftir langdregnar umræður um fiskveiðar var samþykkt að fela varaformanni framkv.nefndar- innar að semja skýrslu um möguleikana á að halda fisk- veiðaráðstefnu og um fjölda þeirra ríkja sem þátt skulu taka í henni. Vestur-Þjóðverjar telja að ekki einungis EBE-löndin sex eigi að sitja ráðstefnuna heldur eigi einnig að bjóða Bretum, Dönum og Norðmönnum að eiga hlut að henni. Þessa tillögu styðja Hol- lendingar o;g Belgar. Aðeins tveir ráðherrar voru staddir á fundinum og voru það þeir Fayat, varautanríkisráð- herra Belgíu, og Schaus, uttorík- isráðherra Lúxemborgar. Sendi- herrar og ráðuneytisstjórar voru mættir fyrir hönd annarra landa Gert er ráð fyrir að franski utanríkisráðherrann Couve de Murville komj á fund- inn á morgun. Lokattíg 5 Simi 1688/ 20623 ó ferðalogi Brynjúlfur Dagsson, héraðs- læknir í Kópavogi veiktist skyndilega á ferðalagi austur yf- ir fjall síðastliðinn laugardag og lézt skömmu síðar á Selfossi. Hann var á ferðalagi með konu og dóttur sinni og ætluðu þau að vera viðstödd jarðarför á Sel- fossi, þegar veikindi hans bárust svona fljótt að. Brynjúlfur Dags- son var héraðslæknir Kópavogs- búa frá 1956, en hann flutti þangað frá Hvammstanga og var maður hátt á sextugsaldri. Hann var sonarsonur Brynjúlfs Jónsson- ar á Minna Núpi sem var þjóð- kunnur fræðimaður og skáld. Konur kusu í fyrsta sinn MONTE CARLO 24/2. Konurnar í furstadæmjnu Monaco fengu að kjósa í fyrsta sinn í dag. Kjós- endumjr 3.096 kusu 18 menn á þing samkvæmt hinnj nýju stjómarskrá. 1.174 konur eru á kjörskrá en aðeins ein kona er meðal frambjóðenda. Járnbrautarslys á Spáni — fimm fórust SARAGOSSA 24/2. Fimm menn létu lífið og 30 særðust er hrað- lest ók á nokkra flutningavagna sem stóðu á teinunum skammt frá Saragossa á Spáni. Allir þessir menn voru Spánverjar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.