Þjóðviljinn - 26.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.02.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagiir 26. febrúar 1963 " -------------------------------------- ÞJÓÐVIL.TINN Tryggingars jóður landbúnaðarins ÞINCSJA Þ|ÓDVIL|ANS Karl Guðjónsson og Björn Jónsson ilytja eft- irfarandi þingsályktunartillögu um að komið verði á fót tryggingarsjóði fyrir landbúnaðinn: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa, í samráði við Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda, löggjöf um tryggingar- sjóð landbúnaðarins, er ætlað sé það hlutverk að bæta bændum tjón, er þeir verða fyrir, þegar upp- skérubrest ber að höndum, svo sem vegna sér- stakléga óhagstæðs tíðarfars, kalskemmda í tún- um eða náttúruhamfara. Við undirbúning þessarar löggjafar skal höfð hliðsjón af kjörum, sem sjávarútvegurinn nýtur sámkvæmt lögum um aflatryggingasjóð sjávar- útvégsins.“ 1 greinárgerð með tillögunni ségir svo: „Méð þingsályktunartillögu þessari er lagt til, áð undirbú- in verði löggjöf um stofnun sér- staks tryggingarsjóðs landbún- áðarins. er setlað verði það hlut- vérk, að bæta bændum upp- skerubrest eða afurðatap. er þéir verða fyrir af náttúrunnar völdum, á hliðstæðan hátt og áflatryggingasjóður sjávarút- végsins bætir ailabrest skipa og báta. Flestir munu sammála um, að rekin sé með aðstoð ríkisins tryggingastarfsemi. sem jafni afkomumöguléika þeirra, sem sjávarútvég stunda, og fléyti þeim yfir óyfirstíganlega erfið- leika. sem að höndum ber, þeg- ar afli brégst eða rýrnar mjög á einstökum veiðisvæðum. Þingfundir í gce|r Stuttir fundir voru í báðum ðéildum Alþingis í gær. f efri déild var áðeins eitt mál ték- ið á dagskrá, frumvarp til laga um bændaskóla og var þvi vís- að tií nefndár, er framsögu- maður hafði gert grein fyrir héiitu nýmælum frumvarpsins. f neðri deild voru þrjú mál á dágskrá. Frumvörp um ríkis- borgararétt og bréytingar á lös- um um dýralækna var báðum visað til annarrar umræðu og néínda umráeðulaust, en efri déild afgreiddi þéssi mái fyrir héigi. Birgir Finnsson gerði grein fyrir nefndaráiiti sjávarútvegs- néfndar um breytingar á sjó- mannalögunum, en síðán var því máli visað til 3ju umræðu Hretar hfcSnir Frarqhald éf 6. síðu. Við bendum hér með aðstand- éndum Sinfóníuhljómsvéjtar- tftnar á bétta árangursríka framtak Bréta. En þeim til huggunar. sem ekki treysta sér áð sitja án búkhljóða undir tónléjkum. skal skýrt frá því að ekkj voru allir á einu máli um ágæti leiðarvísisins. Tón- listargagnrýnandi Daily Mail sagðj að hann væri óviðeigandi óe t-uddalegur: . Það er ekki i verkahrins stjórnar tónleikasalarins að segia mér hvenær ég skai bósta. Sá sem tekur við brezku sætagjaidi á brezkum vetri verður að láta sér brezkan hósta vel lika“. 1 búrekstri landsmanna steðia álltaf öðru hverju að ;.rfiðleik- ar, sem telja verður alveg hlið- stæða aflabresti útvegsins og eðlilegt er, að tryggðir séu á hliðstæðan hátt. Enn er það svo. að árferði aí náttúrunnar hendi ræður miklu um afkomu bænda og verulegar sveiflur geta orðið í uppskeru og afurðamagni þeirra ekki síð- ur en á sjávarafla. Þannig eru þess dæmi, og þeirra ekki langt að leita, að bændur hafi þurft vegna lélegs heyfengs að draga saman bústofn sinn eða verja miklum fjármunum til kaupa á kjarnfóðri eða heyjum, hafi þau verið föl í betur settum byggðarlögum. Þá hafa oft, os ekki sízt á síðari árum, orðið stórfelldar kalskemmdir i tún- um og valdið þungum búsifjum í heilum sveitum. Enn geta og náttúruhamfarir af ýmsum toga kippt stoðunum undan af- komu einstakra bænda og jafn- vel verulegs hluta heilla byggð- arlaga. 1 landinu er nú enginn trygg- ingasjóður á vegum hins opin- bera, sem mildað gæti afleið- ingar af óhagstæðu árferði að því er afkomu bænda varðar. Aðeins í einstökum neyðartil- fellum- hefur af opinberri hálfu verið gripið inn í til hjálpar. svo sem gert var með lánveit- ingum til bænda á Norður- og Austurlandi vegna slæms ár- ferðis 1949 og-1951 og til bænda á Suðurlandi vegna mikilla ó- burrka sumarið 1955. Þeirri að- stoð verður þó á engan hátt jafnað við eðlilega trygginga- starfsemi, enda er reyndin sú. brátt fyrir þessi dæmi. að bændur hafa miklu oftar orðið að bera tjón sitt án þess að til móts við bá háfi verið komið á nokkurn hátt. Karl Guðjónsson Það mun sannast mála, að þótt þróunin sé að ýmsu leyti í þá átt, að vaxandi tækni. t.d. að því er varðar heyverkun. t.ryggi bændum betur en áður jafnari fóðuröflun, sé hún að ýmsu leyti á þá lund. að bænd- ur þoli skak.kaföll og fram- leiðslutap verr en áður. og er mál það, sem í tillögu þessari er fjallað um, því hin brýnasta nauðsyn.11 KRISTJÁN ELDJÁRN: HundraS ár í þjóðminjasafni Þetta giæsiiega rit, sem helgað er Þjóðminjasafni Ís- lands á aldarafmæli þess, kom út í 2. útgáfu í gær. 1 þessari útgáfu er efnisútdráttur á ensku. — Upp- lag er lítið og mun þrjóta fyrr en varir. Bókaútgáfo Menningarsjóð$ SlÐA 5 Útgefandi: Sameíningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjörar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm -auplýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Kynleg ræöa I^egar Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra * tók til máls á hátíðasamkomu þeirri sem hald- in var í tilefni af aldarafmæli Þjóðminjasafnsins héldu margir að hann hefði dregið skakka ræðu upp úr vasanum, en slíkt getur komið fyrir menn sem einatt halda ræður margsinnis á dag um flest milli himins og jarðar, allt frá viðskiptum til mennta. Ráðherrann talaði semsé í upphafi ein- vörðungu um Efnahagsbandalag Evrópu og þá sérkennilegu íþrótt að vinna sjálfstæðið með því að farga því, eins og hann komst að orði. En það kom í ljós að ráðherrann hafði ekki villzt á hin- um fjölmörgu ræðuhandritum sínum; Efna- hagsbandalagið er honum aðeins svo ríkt í huga að annað kemst ekki að; hann fékk andleg’t lost þegar slitnaði upp úr viðræðum Breta og meg- inlandsríkjanna, og það er langt í frá að hann hafi náð sér enn. Og raunar var efnisvalið ekki eins fjarstæðukennt og virðast mæt’ti í fljótu bragði; það var naumast unnt að sýna öllu af- dráttarlausar andstæðurnar milli þeirra valda- mapna gem nú stjórna málum á íslandi og for- feðranna öld fram af öld, en með því að mennta- málaráðherra ræddi um nauðsyn þess að inn- lima ísland í erlent stórveldi á aldarafmæli þeirrar stofnunar sem flestum öðrum fremur er tengd sjálfstæðri menningarbaráttu íslendinga. Þegar ráðherrann spurði hvar menn ættu að leita að þjóðerni og sjálfstæði íslendinga ef ekki á Þjóðminjasafninu, var ljóst að hann leit á þær hugsjónir sem safngripi eina sem varð- veita þyrfti af svipaðri ræk’farsemi og þau am- boð forfeðranna sem nú eru ekki lengur not- uð í daglegu lífi manna. Oáðherrann virtist líta á ínnlimunarstefnu sína sem óhjákvæmileg örlög, hann hélt því fram að það væri einkenni okkar tíma að verið væri að njörva ríki heimsins saman í æ sterk- ari og voldugri heildir. Þetta er furðuleg glám- skyggni. Þess mun jafnan minnzt að á okkar tímum hafa hinar voldugustu heildir liðazt sundur, nýlenduskipulagið, sem upphafsmenn þess héldu að standa myndi um aldur og ævi, er hrunið til grunna, og tugir nýrra ríkja hafa hlot- ið sjálfstæði á undanförnum árum. Aldrei fyrr í sögu mannkynsins hefur krafan um sjálfsá- kvörðunarrett og sjálfstæði smáþjóða verið jafn afdráttarlaus og sigursæl og nú. En sá heimur sem Gylfi Þ. Gíslason sér virðist einskorðaður við Vestur-Evrópu, þar sem gömlu nýlenduveldin eru einmitt að reyna að finna leiðir til þess' að bjarga sér úr þeim vanda sem við blasir eftir að hinar miklu heimildir þeirra eru liðnar und- ir lok. Þessi gömlu nýlenduveldi reyna nú að halla sér hvert að öðru eftir að tugir sjálfstæðra ríkja hafa tekið við af yfirráðasvæði þeirra í As- íu, Afríku og Ameríku. Við eigum sannarlega ekki heima í endurreistu þrotabúi nýlenduveld- anna, og þeir sem halda slíku fram eiga naum- ' ast heima sjálfir í Þjóðminjasafnj íslands heldur •- wnhverri hliðstæðri stofnun í Bonn. — m. \ i 4 L i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.