Þjóðviljinn - 26.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.02.1963, Blaðsíða 7
y Þriðjudagur 26. febrúar 1963 Þ J ÓÐ VIL.TINN SÍDA 1 Eftirfarandi grein fjallar um tvo plötuspilara. konu og karl. og dátlítið um annað fólk. Fyrst segir þá frá konunni og manninum, en þau eru reyndar hjón og þúa í Reykja- vík. Tvö þörn eiga þau, pilt og stúlku og eru þau á aldr- inum um og rétt innan við fermingu. Sjálf eru hjónin nokkuð innan fertugs. Ekki verður farið út í ættir þeirra hjóna, enda kemur það lesendum Þjóðviljans ekkert við. Þess má þó geta, að þau eru flutt hingað til bæjarins utan af landi. Þar ólust þau upp við alla algenga vinnu. en maðurinn, sem hlotið hafði nokkurn skólalærdóm, varð síð- an skrifstofumaður og þau hjónin fluttust hingað 'il Reykjavíkur. Lengi bjuggu þau hjön i leiguhúsnæði hér í bænum, en fyrir fjórum árum hófu þau að byggja sér hús og höfðu þá önglað saman nokkurt fé til byrjunarframkvæmda og byggðu aílstórt íbúðarhús með einni íbúð á hæð og annarri í kjallara. Á skrifstofunni hafði mað- urinn góða samninga og all- góðar tekjur. Þó hrukku þær vart fyrir meiru en brýnustu lífsnauðsynjum, og kom sér nú vel að þau hjónin voru vön erfiðisvinnu, því að nú fóru miklir annatímar í hönd. Maðurinn tók að afla sér tekna með ýmsu móti í frí- stundum sínum — hann skóf mótatimbur, tíndi nagla og rétti, beitti línu í ókvæðis- vinnu og herti þorskhausa — yfirleitt reyndi hann flestar fjáröflunarleiðir sem heiðar- legur maður telur sér færar. Ekki má gleyma því, að við hús sitt vann hann alla þá vinnu, sem ekki þurfti sér- þekkingu við og reyndar nnk- ið meira, því bæði er maður- inn laghentur og svo hafði hann líka vinnuskipti við iðn- aðarmenn, bæði í sambandi við bókhald og handlang ýmiskon- ar. Ekki lét konan sitt eítir liggja. Hún vann á verkstæði sínu fullan vinnutíma, en þar fyrir utan saumaði hún kápur fyrir kaupmann nokkum sem Ný stjórn í Verka- mannafélad Raufar- hafnar Raufarhöfn 22. febr. — Nýl. var haldinn aðalfundur 1 Verkamannafélagi Raufar- hafnar og kosin ný stjórn fyr- ir næsta ár. Þessir menn skipa stjórnina: liallur Þor- steinsson. formaður Magnús Jónsson, varaformaður, Ingi- mundur Árnasor.. ritari. Póli Árnason. gjaldkeri og með- stjórnandi Einar Borgíjörð. Allt eru þetta öruggir vinstri menn og ágætir verkalýðs- sinnar og hélt nýja stjórnin fund i gær. þar sem sagt var upp samningum og farið fram á fimm prósent kauphækkun. Vitaskipið Arvakor kom hér í gær og flutli með sér krana einn mikinn og er nú að byrja smíði á nýrri; bryggju á veg- um hafnarsjóðs og sér vita- málaskrifstofan um verkið Það er ekki vanþörf að búa vel i haginn fyrir útskipun á framleiðsluverðmætum staðar- ins og var skipað út á síðustu fjórum dögum fyrir tólf miilj- ónir króna, enda skipakom- ur tíðar undanfarið. Jökulfeli tók niðri á sandrifi í höfninni nýlega, en losnaði aftur á flóðinu. Þannig þarf að dýpka höfnina einnig og mætti hún 1 ríflogri fiárframlög. síðan seldi þær á útsölum i búð sinni. Um bömin er það að segja. að þau eru dugnaðar- og fyr- irmyndar börn. Þau vinna einnig í fríum sínum úr skól- anum og pilturinn sem er eldri. hefur meira að segja fengið jóla- og páskafrí sitt lengt til að geta unnið nokk- uð lengur. Um helgar og á kvöldin hafa þau líka oft hjálpað foreldrum sínum í húsinu — naglhreinsað. verkað glugga og miðstöðvarofna og margt fleira. — Það eina, sem ekki gengur eins vel hjá þeim og æskilegast hefði verið, rr skólalærdómurinn. Einkunnar- bækur þeirra eru oft lélegar. enda er ekki tími til að hjálpa þeim heima oig foreldr- arnir oftast of þreytt til að hvetja þau við ■ mið. En uppskera aiis þessa erf- iðis hjá fjölskyldunni er líka ríkuleg. Húsið reis af grunni og stendur nú fallegt og mar- marahúðað. öllum til augna- yndis. Kjallara þess hafði maðurinn selt fyrirfram, til þess að fá íé í bygginguna. Og eftir að búið var að ganga frá húsinu að ulan og vinnan byrjuð við innréttingar og annað slíkt, tók konan stjóm og skipulagningu meira í sínar hendur. — Þegar hér var komið sögu, var maðurinn reyndar farinn að dasast nokk- uð og orðinn tíður gestur hjá læknum. en það kemur nú -þossu -ekl:i',' beinlínis við. —*•' En nú var semsagt komið til kasta konunnar og sýndi hún nú hvað í henni bjó við val á eldhúsinnréttingunni og flísum á baðið og ánægjulegt var að fylgjast með því, hvem- ig allt var smekklegt í stíl við annað, — ljósin í eldhúsinu við eldhússtóiana og borðið, og sami litur á plastinu á eldhús- bekknum, eldhúsborðinu og lokinu á eldavéljnni Og ekkj má gleyma veggljósunum í stofunni, sem voru ekki ein- ungis í sama lit og djúpu stól- amir og píanettan, heldur einnig í stíl við þá í gerðinni. Bftir 4ra óra strjt. og þræl- dóm, er þessi fjölskylda sem sagt flutt í sitt eigið hús, som er óaðfinnanlegt í alia staði. Engir óyfirstíganlegir erfiðleik- ar hafa orðið á vegmum, a.m. k. hefur alltaf .-eriö hægt með einhverjum ráðum að útvega peninga, svo framkvæmdirnar hafa aldrei alveg stoppað. Aðeins einn sorglegur at- 'ourður hefur komið fyi-ir á þessum fjórum árum og stóð þó til að það yrði gleð' en ekki sorg í því samban<Ji. — Þannig var, að skömmu eftir að þau byrjuðu að byggja, festi konan kaup á svo til nýj- um grammófón, dökkum að lit, sem reyndist síðar hinn bezti gripur. Þetta verkfæri fékk hún með vildarkjörum, þar sem hún þurfti ekkert að borga út. en andvirðið á löng- ur.i tíma. Til skamms tíma stóð þessi fíni útvarpsfónn í stof- unni þeirra í nýja húsinu, en hann var ekki til eins mikils yndisauka og önnur húsgögn af þvf að hann var dökkur að lit, en húsgögnin að öðru leyti ljós Nú stendur hann þar ekki lengur. Hann hefur verið fluttur inn f annað barnaherbergið. í staðinn hafa þau hjónin fest kaup f nýjum fón. Hann er ljós að lit. keypt- ur með afborgunum og kost- aði 17000 krónur. ★ Það er ekkert launungarmál að framanskráð saga er ekki eínungis saga þessara hjóna einna. heldur hefur slíkt gerzt ótal sinnum hjá öðrum hjón- um á undanfömum árum. í þessu tilfelli heppnaðist að leysa verkefnið af því leyti, að þau komu upp húsinu full- gerðu. Að vísu hefur maður- inn glatað heilsu sinni og lífsgleði að nokkm leyti, og konan mun aidrei geta stopp- að í endurnýjun húsgagna sinna. Hins vegar þekkir und- irritaður mörg dæmi um það að tilraunin hefur ekki heppn- azt oig fjölskyldan hefur flutt í rúmlega fokheldar íbúðir í botnlausum skuldum og þar verða aldrei nein gólíieppi. veggljós eða flísar á baðinu. Fjöldj fólks styniir einr.jg undan ósvífnu húsaleiguokrj. Öll er þessi saga vjnnuþrælk- unar sorgleg og oftast vondri rikisstjóm og vondu auðvaldi um kennt. Það er líka sannast mál, að þetta ástand hefur verið meira og minna skipu- lagt og þess gjöldum við nú og sjálfsagt um langa framtíð. Hitt er svo annað mál, að á hverjum hlut eru tvær hlið- ar eða fleiri. Skal nú á það drepið, enda er það tilgangur greinarstúfsins. — Eg tek sem dæmi, að einn heimilisfaðir fer til óheiðarlegs og sam- vizkulauss bílasala og kaupir sér bíl til að skreppa með fjölskylduna út úr bænum. Á beirri I'ið kemur í Ijós gall- inn, sem bilasalinn leyndi og bíllinn fer útaf. Heimilisfaðir- inn örkumlast og verður óhæf- ur til að sjá fjölskyldunni far- borða. Það er engin raunhæf bót, þó að afkomendumir fari í mál við bílasalann og hljóti fébæfcur nokkrar. — Þannig mætti segja um bjóðfélagsskrifli sem inn a okkur er platað af samvizku- lausu fólki. Það líður óðum að því að það skilji eftir andlega örkumla þjóð. Ég ásaka engan, en það sjást aldrei raunhæfar bætur fyrir það að bíða tjón á sálu sinni og líkama. Það eina raunhæfa er að laga skemmdirnar áður en 1 þær valda varanlegu tjóni. En það Passíusálmalögin Menningarsjóður hefir gefið út vandaða útgáfu af ,-gönilu lögunum“ íslenzku við Passíu- sálma Hallgríms Pcturssonar. Sigurður Þórðarson tónskáld hefir safnað lögunum og radd- sett þau, og er þess getið í formála hans, hvaðan hvert lag er komið. En lög þessi voru tíl í ýmsum afbrigðum. eftir héruðum og landsfjórðungum Nóturnar eru prentaðar eftir snilldarlegri handskrift Fiðriks A. Friðrikssonar. og liefir Litoprent h.f. annazt það. Papp- ír og prentun eru hin prýðilea- ustu. Sigurður Þórðarson tónslcáld hefir unnið mikið afrek með söfnun og raddsetningu þess- ara merkilegu sáhnalaga. Raddsetningar hans cru hljóm- fagrar og mjög í anda lag- anna. Ekki fylgir hann ströng- ustu reglum gömlu tónfræðing- anna um bann við færslu radda um stækkað tónbil né um svo nefnt þverstæði, en yfirleitt kemur það alls fekki að sök, enda eru menn nú orðnir frjálslyndir í þeim efn- um. íslenzka þjóðin á honum mikla þakkarskuld að gjalda fyrir það þýðingarmikla og ágæta verk. sem hann hefir unnið með þessu. Þótt nú sé nokkuð langt um liðið, frá því er þessi merki- legu lög komu út, hefir verið furðu hljótt um þau. En vegna þess að nú er hafinn í Ríkisút- varpinu lestur Passíusálmanna á kvöldih, og „görnlu lögin“ í raddsetningu Sigurðar Þórð- arsonar eru jafnframt sungin, fannst mér ástæða til að vekja athygli á þeim. Til viðbótar þessum fáu orð- um læt ég fylgja greinarkorn, sem ég ritaði í fyrravetur um þessi lög. Hún birtist í viku- blaðinu Verkamanninum á Akureyri 2. marz 1962: ★ Sá ánægjulegi háttur er nú upp tekinn, að syngja vers úr Passíusálmunum á undan og eftir lestri þeirra í útvarp á kvöldin, í stað þess að áður hefur verið látið nægja að leika lagið á orgel. Þó er meira um vert hitt, að nú eru sung- in „gömlu löffin“ svo nefndu, og hefir SigurSur Þórðarson tónskáld raddsett þau af mik- illi list. Þessi lög eru hvergi í heimi til nema á íslandi, og voru ekki á bækur skráö, flest þeirra, en öll þjóðin kunni þau og söng þau við Passíusálm- ana og fleiri sálma öld eftir öld. Um uppruna þessara laga er óvíst. Líklegt er, að mörg þeirra eigi rætur að rekja til útlends kirkjusöngs frá ka- þólskri tíð, jafnvel frá tímum hinna fyrstu biskupa á íslandi, en mörg þeirra eru vafalaust samin af íslendingum. En hvort sem heldur er. þá eru þau, í þeirri mynd, sem varðveitzt hefir rammíslcnzk, eitt af því íslenzkasta, sem ís- lenzka þjóðin hcfir eignazt, (kannske að undanteknum rímnalögunum). því að hún hefir elskað þau, mótað og fágað, og gefið þeim svip af sjálfri sér, lagt í þau anda sinn, hug og hjarta. Því miður skildu þeir menn. sem á 19. öld hófust handa um söngkennslu á íslandi, ekki þá þýðingu. sem þessi „undar- legu“ lög höfðu haf'. fyrir líf þjóðarinnar á þrengingatím- um hennar. Þeim fannst þau ekki koma heim við þær söng- fræðireglur; sem þeir lærðu af útlendum bókum, og dætndu þau þess vegna „vitlaus" og ó- merkileg. Nú skyldi þjóðin læra betri sönglist. Út voru gefnar bækur með útlendum lögum, einkum þýzkum. Þau voru mjög áheyrileg og það var tahð ,,fínt“ að syngja þau. Þau voru tekin upp í kirkjun- um, en gamla fólkið, sem dáði og elskaði „gömlu lögin". bar harm sinn í hljóði. Það raulaði gömlu lögin í heimahúsum, en smám sáman féll það í valinn, og færri og færri kunnu að syngja þessi fornu lög. Þegar leið að aldamótum, fóru ýmsir að hugsa um það, að líklega væri það skaði, að láta þessi lög hverfa alveg úr lífi þjóðarinnar. Var þá farið að skrifa þau upp eftir gömlu fólki, sem ennþá kunni meira eða minna af þeim. Aðal-for- ustu í því að safna þeim hafði hið ágæta tónskáld og fræði- maður séra Bjarni Þorsteins- son. Hann safnaði einnig miklu af rimnalögum og hvers kyns þjóðlögum öðrum. Og nú rann upp fyrir mörgum sá sannleik- ur, að íslenzku þjóðlögin voru ckki aðeins einkennileff orr undarleg, heldur höfðu þau engu síður að geyma frábæra fegurð off andleffa auðlegð og voru þannig sambærileg við bókmenntaauð þjóðarinnar. Enginn getur nú gert sér hugmynd um það hversu mik- ils þjóðin hefur farið á mis við það, að rokið var til að inn- leiða liér útlend lög og útrýma „gömlu lögunum" í stað þess að byrja á að skriía þau upp getur orðið dýr viðgerð og kem ég að því síðar. Það fólk, sem nú stynur und- an vinnuþrælkuninni. (nema kannski það allra vngsta), hef- ur fyrr á ævii"- fengið ein- hverja ró til a' ska þá eig- inleika, sem ge. u fólki þann andlega manndóm, scm lengi eimir eftþ af. Það haíðj grjð- astað á sínu heimili og hafði samband við foreldra sína í cesku og las jafnvpl góðar bækur. Það gengst kannski undir hinn cndalausa eltinga- leik við peningana, að vinna fyrir meiri peningum, að reyna að fá lán til að standa undir þeim lífskjörum sem kröfur tímans gera, og eru sízt meira en mannsæmandi, en það gerir það nauðugt, af þvi að það veit, að það eru til önnur gæði iíka, sem ekki er hægt að kaupa fyrir peninga. En hvernig verður það með næstu kynslóð? Hvernig verð- ur það með bömin, sem nú eru að alast upp? Hvernig þjóð. félagsþegnar verða þau böm. sem alast upp við penínga- hljóm í eyrum frá vöggu? Börn þeirra foréldra, sem gefa þeim nógan mat, nóg föt, nóg- ar skemmtanir, gefa þeim allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga, en mega ekki vera að því að hjálpa þeim og hvetja við skólalærdóminn eða gefa þeim sálarró og andlegt jafn- vægi heima á heimilunum. Þessi böm verða þeir ein- staklingar, sem skapa þjóðfé- lag næstu kynslóðar. Það er hægt að kasta allri ábyrgð yfir á aðra, yfir á mjög vond stjórnarvöld og auðvald, en það hjálpar ekki. Þessir aðilar gera aldrei við það þjóðfélagsskrifli, sem þeir hafa platað inn á okkur. Fólkið sjálft verður að taka í taumana. En það er ekki margra kosta völ og allir kost- ir eru slæmir. Kannski er farsælasti kostur- inn, að láta vonda rikisstjóm aldrei þröngva upp á sig and- legum örkumlun á hverju sem gengur. En það getur verið dýrt. Það getur verið dýrt að vera maður, en það borgar sig samt. Hrafn Sæmundsson. Sigurður Þórðarson og rannska, kenna fólkinu að syngja þau fallega, raddsetja þau í samræmi við þeirra eig- ið tónlistareðli. En betra er seint en aldrei, og ég vil hvetja alla unga sem gamla, til að hlusta vandlega á Passíu- sálmalögin í útvarpinu á kvöldin. Kynni þá einhver að kannast þar við rödd íslands, þá rödd, sem á að hljóma öll- um öðrum hærra í brjósti sér- hvers íslenzks manns. Það þykir mér galli á sör.gn- um í útvarpinu, að eigi er sungið nema eitt vers á undan lestri og eitt á eftir. Annars álít ég, að bezt færi á því, að sálmarnir væru sungnir allir, en lestrinum sleppt. Væri þá bezt að syngja fyrst nokkur vers einraddað með orgeli, áð- ur en lagið er sungið marg- raddað, og mundi það flýta fyrir skilningi fólks á þessum undursamlegu. djúpu og fögru lögum. Áskelí Snorrason. v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.