Þjóðviljinn - 26.02.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.02.1963, Blaðsíða 8
g SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Skiptíng fiskimiða í veiðisvæði Á síðastliðnum árum he£ ég margoít bent á nauðsyn þess að skipta fiskimiðum á milli veiðiaðferða. Eg tel það þvi tvimælalaust spor í rétta átt, þegar nú á þessum vetri hefur verið sett reglugerð um veiði- svæði vestur af Reykjanesi sem eingöngu er ætlað línu- og færabátum. En það verður að setja slík svæði víðar, þar sem veiðar með net eru bannaðar innan landhelginnar. Það hefur valdið oss miklum skaða, að ekki var byrjað á þessu fyrr, og af þeim sök- um kann að líða nokkur tími þar til árangur af slíkri reglu- gerð fer að sýna sig. Reglugerð- in um hámarksfjölda neta, sem bátamir megi leggja í sjó, er lóka spor í rétta átt. Hin hóflausa notkun þorska- netanna á undanförnum árum hefur nú þegar vaidið miklum skaða. í fyrsta lagi höfum við fengið lélegri og verðminni fisk en ella hefði orðið við hóflega netanotkun, í öðru lagi, er lítill vafi á þvi. að drauganetin sem liggja í botn- inum víðsvegar um veiðisvæð- in og halda áfram að veiða fisk þó öll bólfæri séu af þeim slitin. þau geta átt sinn þátt í að fæla fiskinn frá miðun- um, því að ég tel líklegt, að þorskurinn, svo lyktnæmur sem hann er, haldi sig í fjar- lægð við þá staði þar sem rotn- andi fiskmorkur í duldum botnnetum setja svip sinn á veiðisvæði. ,, Dragnótaveiðar undir vísindalegu eftirliti?“ Undanfarandi sumur höfum við leyft dragnótaveiðar á að- aluppeldisstöðvum margra fisk- tegunda hér í Faxaflóa. Þetta gekk undir hinu virðulega heiti „Dragnótaveiðar undir vísindalegu eftirliti." Árangur- urinn er nú líka farinn að sýna sig. því að fiskigegngd í ílóann hefur minnkað svo ó- trúlega mikið, að undrum sæt- ir. Ef svo heldur áfram sem nú horfir í þessum efnum, þá kemur útfærsla fiskveiðiland- helginnar að litlu gagni. þegar fram líða stundir hér í Faxa- flóa. Frumvarp Jóns Árnasonar alþingismanns um að banna dragnótaveiðar hér í ílóanum er því orð í tíma talað. Ef við ætlum í framtíðinni að hafa full not af Faxaflóa sem uppeldisstöð. þá þýðir ekki að le.yfa þar rányrkju. Og bann við togveiði og dragnótaveiði eru fyrstu skrefin á þeim vett- vangi sem nauðsynlegt er að stíga. Vísindunum er enginn greiði h ' FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld hvert. Eftir lögunum gilda tvennskonar mælingar á síld- inni, þannig: Frá landamærum Svíþjóðar og norður að Þránd- heimsfirði skal öll síld upp í 16,5 cm teljast smásíld. En frá Þrándheimsfirði norðanverð- um allt til landamæra Sovét- ríkjanna skal miða smásíldina við 15 cm. Síldin er mæld þannig, að haus og sporðblaðka eru með í mælingunni. Sam- kvæmt þessum lögum hefur nú verið gefin út reglugerð til skýringar á lögunum, en í henni segir að þegar um blaðinu Fiskaren hefur orðið vart við sjúkdóm í fiski á mið- unum við Lófót. Þeir sem fengizt hafa þar við fiskimerk- ingar segja þá sögu að taisvert magn af þorski sé veikt af sjúk- dómi sem orsakist af svonefnd- um „Gelle-orm“. Þó er ástand- ið í ýsustofninum af -þessum orsökum talið verra, því að þar er því slegið föstu að 28% af ýsumagninu muni deyja af völdum sjúkdómsins. Hafrann- sóknarstofnuninni í Björgvin hefur nú verið falið að hefja víðtækar rannsóknir á þorsk- stofninum vegna þessara uggr vænlegu tíðinda. Einkennileg tilviljun Aflaskipið Somerset Maugham. gerður með því að fela rán- yrkjuna undir þeirra klæða- faldi, eins og gert hefur verið hin síðustu ár. Smásíld friðuð í Noregi Þau tíðindi hafa nú gerzt, að 25. janúar s.l voru gefiri út lög í Noregi um friðun á smásíld. Samkvæmt þessum lögum er algjörlega bannað að’ veiða smásíld í Noregi frá 1. febrúar til og með 30. apríl ár -----------------------------c3> Er þetta það sem koma skal? Málsvarar atvinnurekenda hafa að undanförnu haldið því mjög á lofti að aukin ákvæðis- vinna myndi leysa allan vanda í kjaramálum verkamanna. Með því að taka upp ákvæð- isvinnu á öllum þeim sviðum er henni yrði við komið, myndu afköstin aukast og tekj- ur verkamanna að sama skapi. svo báðir aðilar yrðu ánægðir. Það er vissulega rétt að í mjög mörgum tilfellum má auka afköst verulega með bættum vinnuaðferðum og haganlegri aðstöðu verka- mannsins við vinnuna, án verulega aukins álags á verka- manninn. Séu þessar forsendur fyrir afkastaaukningunni á hún vissulega rétt á sér, svo fremi að verkamaðurinn njóti um leið ávaxtanna af framleið- nisaukningunni í réttu hlutfalli Ýmsir hafa dregið í efa að það væri þetta. er vekti fyrir málsvörum atvinnurekenda með skrafi þeirra um aukna ákvæðisvinnu. heldur einfald- lega aukin afköst ein- ungis fengin með auknum vinnuhraða á kostnað vinnu- þreks verkamannsins. S.l. laugardag birtir Vísir viðtal við forstjóra Bílasmiðj- unnar um reynslu hans af á- kvæðisvinnufyrirkomulaginu. Eftir að hafa lesið það viðtal þarf enginn að vera í vafa um hvað fyrir þessum atvinnurek- anda hefur vakað, þegar hann tók upp það fyrirkomulag. „Okkur fannst vinnan ganga illa“ segir forstjórinn. þess- vegna tókum við upp ákvæð- isvinnufyrirkomulagið og á- rangurinn lét ekki á sér standa. afköstin hafa aukizt meir en um helming, en launin segir hann aðeins „mun hærri." Forstjórinn getur þess hvergi í viðtalinu að aðstaðan við vinnuna hafi í nokkru verið bætt til að stuðla að auknum afköstum, heldur virðast þau eingöngu byggjast á auknum vinnuhraða. Annað hvort hlýt- ur því að vera, að þarna hafi áður verið um að ræða alveg óvenjulega léleg afköst, eða að nú sé um að ræða óforsvaran- legan vinnuhraða, þar sem um meira en helmings hækkun er að ræða. án nokkurra endur- bóta á vinnutilhögun. Þar við bætist svo að verkamennirnir hafa afsalað sér samnings- bundnum réttindum um fasta kaffitíma og að vinnuvikan er fimmtíu og tvær og hálf stund, netto. Að sjálfsögðu segir forstjór- inn að hagur fyrirtækisins hafi blómgazt og að hann sé mjög ánægður með þessa ákvæðis- vinnu; þótti engum mikið, en hvað um verkamennina. hafa þeir áttað sig á því hvað hér er að gerast? Er nokkurt sam- ræmi á milli afkastaaukningar- innar og þeirra launa er þeir bera úr býtum? Að mínu áliti er hér stefnt inn á mjög háskalega braut í kjaramálum verkamanna ef launabætur fást aðeins með takmarkalausri aukningu vinnuhraðans án hins minsta tillits til vinnuþreks verka- mannsins. Verkalýðshreyfingin verður hér að hafa á fulla gát. Björn Bjarnason. blandaða síld er að ræða. þá skuli síldin dæmast smásíld sé hún yfir 50% á því máli sem að framan getur, og er þá miðað við hvert einstakt kast. Síðan koma mjög nákvæmar reglur um rannsókn á innihaldi í síldarnót, áður en leyfilegt er að háfa hana um borð. Nóta- bassar eru gerðir ábyrgir -fyrir því, að lögunum sé framfylgt; einnig skipstjórar sem flytja síld af veiðisvæðum. Þegar í land kemur með síldarfarm, þá verður einnig rannsakað, hvort farið hefur verið að lögum við veiðarnar. Brot gegn lögunum varða fé-^. sektum, og er þá afli einnig gerður upptækur. Nýtt fiskverð í Noregi Norges Ráfisklag gaf út nýtt ferskfiskverð 28. jan. s.l. Vald- svæði þessarar stofnunar nær allt frá landamærum Sovét- rikjanna suður á Norðmæri, að því svæði meðtöldu Innan þessa svæðis má því segja að séu ca. 95% af vetrarþorsk- veiði Noregs. Eins og jafnan áður, er hinni löngu strandlengju skipt niður í 9 verðlagssvæði. Hið útgefna verð er algjört lágmarksverð og er öllum óheimilt að selja fisk á lægra verði. Fyrsta verð- lagssvæði byrjar austur við landamæri Sovétríkjanna, síð- an er haldið suður með strönd- inni og endað á Norðmæri sem er 9. verðlagssvæðið. Hér á eftir kemur sýnishorn af fiskverðinu, og er þá miðað við þorsk sem nær 43 cm lengd. 1. Verðlagssvæði: í frystingu, ísun og niðursuðu 0,90 norskar pr. kg. fyrir hausaðan og slægðan þorsk. Þetta gerir í ís- lenzkum krónum 5,40. En sé reiknað með fiski slægðum með haus þá verður verðið kr. 4,32. Til annarra nota er verð- ið 0,89 kr. norskar. í íslenzkum kr. 5,34, slægður með haus, kr. 4.33. Síðan fer verðið hækkandi eftir því sem sunn- ar dregur. því að á syðstu verðlagssvæðunum er tekið til- lit til aðstöðu til sölu á nýj- um fiski isvörðum á markað. Á 8. og 9. verðlagssvæði er svo verið þetta: í frystingu, til ísunar _og nið- ursuðu norsk kr. 1,00. íslenzk- um kr. 6,00. Fiskur slægður með haus kr. 4,80. fyrir hvert kg. Verð á þorskhrognum til frystingar, sykursöltunar og í niðursuðu, norskar kr. 1,10 pr. kr„ í íslenzkum 6,60. Lélegri hrogn 0,60 norska. í íslenzkum peningum 3,60. Sjúkdómur í fiski á Lófótmiðum Samkvaemt frétt í norska Gamall norskur sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í áratugi, fékk svo litla lúðu á árinu 1932 að honum þótti ekki borga sig að hirða hana. En áður en h"nn kastaði lúðuseið- inu aftur í sjóinn þá merkti hann það. Nú er Ole Fladen orðinn gama,ll._ en svo heitir sjómaðurinn. í vetur þegar hann reri einn dag heiman frá sér til að vita hvort hann fengi í soðið. þá kom mikill dráttur á færið. Og þegar skepnan kom loks upp í sjóskorpuna þá var þetta falleg lúða. En hvað kemur nú á daginn? Lúðuseið- ið sem Ole kastaði fyrir borð árið 1932 var parna komið aft- ur og viktaði nú 98 kg. En þegar Ole kom með lúðuna að landi seldi hann hana á kr. 350 norskar. sem gera í íslenzk- um peningum kr. 2.100 ,00. Beinlaus skarkoli Danska félagið Rahbekfisk hefur komið fram með nýja aðferð við tilhögun á skarkola, sem það lætur frysta. Öll bejn eru tekin úr kolanum og heldur hann þó lögun sinni sem áður, og er sem heill væri. Þegar að þessari aðgerð lokinni er kolinn hraðfrystur, og er til á pönnuna í heilu líki, beinlaus og roðflettur. Aðferðin er al- gjört leyndarmál félagsins sem verst allra frétta um það, á hvern hátt þetta sé fram- kvæmanlegt. Þessi nýja fram- leiðsla hefur fengið nafnið „Fröspetter". Þessi fiskfram- leiðsla er sögð hafa vakið á sér mikla athygli, bæði á heimamarkaði í Danmörku og eins á erlendum fiskmörkuðum. Rússar auka fisk- veiðar við Ameríku Síðan Rússar öðluðust að- stöðu á Kúbu fyrir fiskiflota sinn, hafa þeir aukið mjög veiðar á Karabíska hafinu og á grunnunum undan Mexíkó- strönd. Annars má segja að fiskveiðar Sovétríkjanna. bæði við Norður- og Suður-Ameríku fari vaxandi með hverju ári, bæði Atlanzhafs- og Kyrra- hafsmegin. Þannig er sagt. að s.l. sumar hafi í það minnsta 200 sovézk fiskiskip verið að veiðum á norðanverðu Kyrra- hafi og Beringshafi. Seint í haust voru svo 100 rússnesk fiskiskip að veiðum undan ströndum Alaska. í Norðurlandablöðum er sagt Þriðjudagur 26. febrúar 1963 frá stórum rússneskum síld- veiðiflota sem stundað hefur veiðar í vetur á Norðursjó, bæði með togvörpu og reknet- um. Þarna er sagt að Rússam- ir hafi fengið mikla veiði í desemberimánuði og eins i jan- úar. Kanadamenn vilja 12 mílna landhelgi Þær fréttir hafa borizt frá Kanada að æðsta stjórn fisk- veiðimála þar í landi hafí skorað á ríkisstjórnina að færa fiskveiðilandhelgina út í 12 mílur. Hvaða undirtektir þessi krafa fær hjá ríkisstjóminni er ekki ennþá vitað. , Húll-togari skarar fram úr Hulltogarinn Somerset Maug- ham, en eigandi hans er tog- araútgerðarfélagið Newington Steam Trawling Co.. hlaut afla- verðlaun brezkra togara fyrir árið 1962. Togarinn kom til Hull úr veiðiferð í Hvítahafi 3. jan. sl. með 12,000 „stones" af fiski eftir 19 daga útiveru. Heildarafli þessa togara árið 1962 var 2870,3 tonn. Úthalds- dagar voru 338. Verðmæti þessa afla er talið vera 140 þúsund sterlingspund. Skip- stjóri togarans er 30 ára gam- ali og hejtir Bill Breltell. Færeyingar iðnvæðast Snemma á þessum vetri tók til starfa í Þórshöfn í Færeyj- um nýtt glæsilegt hraðfrysti- hús, búið fullkomnum tækjum. Afkastageta hússins er 35 tonn á dag af flökum, en frysti- geymslan er sögð rúma 2500 tonn. Kostnaðarverð hússins er sagt vera 4 milljónir dansk- ar krónur. Eigandi hússins er hlutafélagið Bacalao, sem á undanförnum árum hefur ver- ið einn stærsti framleiðandi á þurrkuðum saltfiski í Færeyj- CHAMPION /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.