Þjóðviljinn - 27.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.02.1963, Blaðsíða 1
i Takmarkið er 500 nýir áskrifendur fyrir 1. apríl. — Sá er fyrstur útvegar 10 nýja áskrifendur hlýtur að verðlaunum ferðaútvarpstæki. — Einnig verða veitt bókaverðlaun. Hver verður fyrstur? I Ragnar Gunnarsson kallaður „landskunnur kommúnistí' í fréttaskeytum til útlandu Augljóst er af frétta- skeytum sem send voru til útlanda héðan í gær um mól Ragnars Gunn- arssonar að einnig er ætlunin að hafa not af því á erlendum vett- vangi. Gefið er í skyn að hann sé einn af forystumönnum Sósíal- istaflokksins. Þannig er lögð höfuðáherzla á það i einkaskeyti norsku fréttastofunnar NTB frá Reykjavík um málið að hann sé „kunnur komm- únisti“, „þekktur um allt ísland sem eldheit- ur kommúnisti“. Það er og sagt að hann hafi „unn- ið sig upp í hreyfingunni þrep af þrepi frá því að hann var í samtökum ungkommúnista“. Islenzk- um sósíalistum verður ekki láð þótt þeim veitist erfitt að bera kennsl á þennan landskunna leið- toga sinn. Landskunnur leiðtogí? Tilefnislausar ögranir - segir ambassador Sovétríkjanná Þjóðviljinn hafði samband við sendiráð Sovétríkjanna í tiiefni af frétt þe sari. Fékk blaðið þau svör, að ambassa- dor Sovétríkjanna hefði lýst því yfir við utanríkisráðherra, að hann hafnaði algjörlega þeim möguleika, að starfsmenn sendiráðsins hefðu tekið þátt í athöfnum sem þeim, er frá væri greint í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hefði ambassadorinn vísað mótmælum utanríkisráðherra á bug og lýsv yfir því, að hann hlyti að líta á aðdróttanirnar, sem í þeim felast, sem tilefnislausar ögranir. Jútaði ú sh niosmr. Tveim af starfsmönnum Sovétsendiráðsins vísað úr landi fyrir að reyna að afla vitneskju um herbúnað Bandaríkjanna Þjóðviljanum barst í gær áhrifamikil fréttatilkynning frá ríkisstjórninni um njósn- ir og gagnnjósnir á Islandi. Greindi þar frá íslenzkum manni, Ragnari Gunnarssyni, sem að eigin sögn hafi fyrst tekið að sér að afla gagna um herbúnað Bandaríkjanna á Islandi fyrir tvo starfsmenn í sendiráði Sovétríkjanna, en síðan vent sínu kvæði í kross, gerzt lögreglugagnnjósnari í staðinn og komið upp um sendiráðsmennina. Bar Guð- mundur í. Guðmundsson ut- anríkisráðherra fram þá ósk í gær við ambassador Sovét- ríkjanna, að starfsmennirnir yrðu látnir hverfa af landi brott hið fyrsta. I fréttatilkynningu ríkisstjóm- arinnar, sem birt verður í heild hér á eftir er lögð á það mikil áherzla að Ragnar Gunnarsson hafi veriö meðlimur í Menning- 'artengslum Islands og Ráðstjóm- arríkjanna og í Sósíalistaflokkn- um, og er augljós tilgangurinn með því, og í fréttaskeyti sem send voru til útlanda í gær var Lögregluþjónar hópast um bifreið sendiráðsmanaa á veginum við Hafravatn í fyrrakvöld. Lev Dimitrev situr innl í bifreiðinni, en Kisilev (meö hatt) hefur stigið út úr henni. Handan við bílinn sjást m.a. lögregiumennirnir Guðbrandur Þorkelsson (Iengst til vinstri), og Bjarki Elíasson (í miiðið) og Njörður Snæhólm Ieyniiögreglumaður (lengst til hægri). — Ljósmyndirnar tók lög- reglan. en Þjóðviljinn fékk á annan tug mynda sendan frá stjórnarráðinu í gærkvöid af atburði þessum. hann orðinn að „landskunnum kommúnista“! Auðvitað bera fé- lög þau sem Ragnar Gunnarsson hefur verið í hvorki ábyrgð á orðum hans né athöfnum, enda hefur lengi verið kunnugt að hann hefur verið meðlimur í Sósíalistaflokknum af annarleg- um hvötum. Fréttatilkynning ríkisstjómar- innar fer í heild hér á eftir: (millifyrirsagnir eru blaðsins.). „Utanríkisráðherra hefur í dag kvatt ambassador Sovétríkjanna á fund sinn og afhent honum orðsendingu, þar sem mótmælt er tilraun tveggja starfsmanna sendiráðs Sovétríkjanna til þess að fá íslenzkan ríkisborgara til að starfa að njósnum fyrir þá hér á landi, og var þess óskað að menn þessir yrðu látnir hverfa af landi brott hið fyrsta. Nánari málavextir koma fram af bréfi dómsmálaráðuneytisins. dags. í dag, til utanríkisráðuneyt- isins, og skýrslu þeirri sem þar er nefnd en bréfið og skýrslan fara hér á eftir, fylgja myndir er lögreglan tók 25. þ.m. Bréf dómsmálaráðuneytisins til utanríkisráðuneytisins Hér með sendist utanríkis- ráðuneytinu yfirlitsskýrsla varð- andi tilraunir tveggja starfs- manna sendiráðs Sovétríkjanna hér í borg til þess að fá íslenzk- an ríkisborgara til að starfa að njósnum fyrir þá hér á landi. Svo sem sjá má af skýrslu þessari hafa umræddir starfs- menn, Lev Kisilev, 2. sendiráðs- ritari og Lev Dimitriev, sendi- ráðsstarfsmaður, leitað til ís- lenzks manns, Ragnars Gunnars- sonar, Reykjavöllum í Mosfells- sveit og falið honum upplýsinga- söfnun sem fram hefir átt að fara með leynd, og greitt honum peninga, að því er ætla verður í því skyni að fá hann til að halda áfram slíkri starfsemi. Ennfremur kemur fram af skýrslunni að upplýsingasöfnun þessari er m.a. beint að Kefla- víkurflugvelli og að starfsmönn- um á flugvellinum, sem jafn- framt er vamarstöð samkvæmt vamarsamningi Islands og Bandaríkjanna og á vegum Atl- anzhafsbandalagsins, sem Island er aðili að. Atferli þetta er sannað með framburði hins islenzka aðila og staðfest með framburði lögreglu- manna, er í eitt sinn voru á- heyrendur að viðræðum hans við hlutaðeigandi sendiráðsstarfs- menn, og ennfremur er stuðst við fleiri gögn. Atferli slíkt, sem hinum er- lendu sendiráðsstarfsmönnum hér er borið á brýn, mundi, ef hlut- aðeigendur heyrðu undir íslenzka 'ögsögu, verða heimfært undir "3. grein almennra hegningarlaga Er málefni þetta hér með falið utanríkisráðuneytinu til viðeig- andi meðferðar. Framhald á 3. síðu njósnir, tók Bjarki Eiíass. lögreglumaður slsoðar skilríkii Kisileys scndlráðsritara. Dimitriev ræðir við lögreglumenn. Vinstri menn í Iðju! Dreifið ekki at- kvæium íhaids- andstæBinga Ihaldsdindlamir í Framsóknar- flokknum eru að reyna að breiða það út að samstarf vinstri manna í stjórnarkosningunum í Iðju hafi strandað á sósíalist- um. Það sanna í málinu er, að Framsókn gerði það að úrslita- kostum fyrir þátttöku í vinstra samstarfi að Einar Éysteinsson yrði formannsefni listans. Þegar Iðjufélagar höfnuðu því sem frá- leitu bannaði flokksforustan Framsóknarmönnum að hafa samstarf við aðra vinstri menn í Iðju í þessum kosningum. Framsókn var þó ljóst að fleiri en eitt formannsefni gat vel komið til greina, án tillits til þess hvort hlutaðeigandi teldi sig sósíalista eða Framsóknar- mann eða utan flokka, en það yrði að vera frambærilegur mað- ur. En Framsókn valdi sprengi- lista með Einari Eysteinssyni sem formannsefni. Ihaldið hlakkar mjög yfir þessu sprengiframboði Fram- sóknarflokksins í Iðju, og telur það árangur af starfi fimmtu herdeildar sinnar í Framsóknar- flokknum, sem undanfarið hefur verið skipað opinberlega í íhald=- blöðunum að einbeita sér að því að sundra vinstra samstarfi í verkalýðsfélögunum. Vinstrl menn f Iðju! Dreifið ekkí kröftum ykkar í baráttunni við fhaldið í félaginu! Svarið sprengitilboði Framsóknarflokks- ins með því að fylkja ykkur um A-Iistann, lista vinstrl inanna í kosningunum um helg- ina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.