Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 28. febrúar 1963 — 28. árgangur — 50. tölublað. Merktur af ís Islenzkt leikrít frumsýntígærkvöld Axel i Rafha ákœrcSur: Bókhaldsóregla og misnotkun aðstöðu í gær barst Þjóðyiljanum svohljóðandi fréttatilkynning frá sak- sóknara ríkisins: „Að lokinni athugun hins svonefnda „Brimnes- máls,“ um útgerð togarans Brimnes NS—14 á ár- um 1959 og 1960, hefir saksóknari ríkisins hinn 26. þ. m. höfðað opinbert mál á hendur Axel Krist- jánssyni, framkvæmdas.tjóra, Bæjarhvammi 2, og Sigurði Lárusi Eiríkssyni, Flokagötu 1, báðum í Hafnarfirði, fyrir óreglusemi og vanrækslu í bók- haldi útgerðar togarans, og ennfremur fyrir mis- notkun á aðstöðu með f járreiður útgerðarinnar að því er varðar kaup á skrúfu á skipið, en togarjnn var á þessum árum gerður út í umboði fjármála- ráðuneytisins og var Axel forstjóri útgerðarjnnar, en Sigurður bókhaldari hennar.“ Eins og kunnugt er fyrirskip- aði dómsmálaráðuneytið rann- sókn í Brimnesmálinu rétt fyrir bæjarstjómarkosningamar sl. vor í hita kosningabaráttunnar, þótt að flokkur hans hefði áður komið í veg fyrir það á Alþingi oftar en einu sinni, að tillögur þingmanna Alþýðubandalagsins um opinbera rannsókn á við- skiptum Axels í Bafha og ríkis- sjóðs vegna Brimnesútgerðarinn- ar næðu fram að ganga. Eftir að rannsókn loks hafði verið fyrirskipuð var Logi Ein- arsson yfirsakadómari skipaður setudómari í málinu og hófst rannsókn þess í júní, reyndist hún allumfangsmikil sem vænta mátti og lauk henni ekki fyrr en í desembermánuði sl. og voru saksóknara ríkisins til meðferðar. Hefur saksóknari nú kannað öll málsgögn og að þeirri athugun Axel Kristjánsson lokinni fyrirskipað málshöfðun eins og framan greinir. Ákvörðun saksóknara um málsokn sýnir svo að ekki verð- um um villzt, að kröfur þing- manna Alþýðubandalagsins um rannsókn á viðskiptum Axels í Rafha við ríkissjóð vegna Brim- nesútgerðarinnar voru á rökum reistar, þótt meirihluti Alþingis léti þær sem vind um eyrun þjóta. Þeíta er síe’fnið á tog- aranum Pétri Halldórs- syni, eins og það leit út þegar hann kom úr sigl- ingu á sunnudaginn. Málningin er skröpuð af uppá miðjar síður og eru það verksummerki íssins á siglingaleið- inni frá Þýzkalandi. Skipverjar höfðu við orð, að það væri nú munur að koma hingað „suður“ í sólskinið. (Ljósm. Þjóðv. G.O.). Nýtt íslenzkt leiklit var frumsýnt í Þjóðleik- húsinu í gærkvöld, mið- vikudag, „Dimmuborgir" eftir Sigurð Róbertsson. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson, en með aðal- hlutverk fer Ævar Kvar- an. Sést hann hér á myndinni í hlutverki sínu ásamt Bryndísi Pét- ursdóttur, sem einnig fer með veigamikið hlut- verk í leiknum. Dómur um leikritið mun vænt- anlega birtast einhvern næstu daga hér í blaðinu. Siðlausar dylgjur Ihaldsins um sósíalista og njósnamálin * Vísir upphefur í gær hinar siðlausustu dylgju um Sósíalistafél. Reykja- víkur og formann Sósí- alistaflokksins, með njósnahistoríu Ragnars Gunnarssonar sem 'til- efni. Er þar byggt á að- ferð nazistaáróðursins, tilefnislaus rógur og dylgjur látnar koma í stað staðreynda. * Rétt er að fram komi að þessu gefna íilefni að Ragnar Gunnarss. hefur ekki um skeið verið með- limur Sósíalistaflokksins og að síðustu ár hans í flokknum lá hann undir þeim grun, eins og hann segir sjálfur frá, að hann væri flugumaður íhalds- ins í samíökum sósíalista. * Ragnar heldur því sjálfur fram, að rúss- neski sendiráðsmaðurinn sem hafi falað sig til njósna í desember í vef- ur hafi vitað um þessar grunsemdir um flugu- mennsku Ragnars í Sósí- alistaflokknum, og að því er virðist þótt hann sérs'taklega girnilegur til starfans! Svo koma í- haldsblöðin á eftir og dylgja um sósíalista og njósnir vegna þess að Ragnar Gunnarsson hafi áður verið í Sósíalista- flokknum! * Hvernig sem á þær dylgjur er litið, bera þær vot’f um pólitískt siðleysi á hæsta stigi. Það er fár- ánlegt að reyna að sverta samfök sósíalista vegna þess að maður eins og Ragnar Gunnarsson ha'fi játað á sig njósnir. Eða vill Sjálfstæðisflokkur- inn taka ábyrgð á sann- anlegri sakaskrá þeirra flokksmanna hans sem dæmdir hafa verið eða játað saknæmt athæ’fi. Prenta varS aukaupplag! AFGREIBSLA Þjóðviljans haffti meira en nóg að gera i eær, svo mikil var eftirspamin eftir blaðinu. Seldist Það gjörsamlega upp á flestum blaðsölustöðum þegar f gær- morgun og upp úr hádegi var því gripið til þess ráðs að prenta viðbótarupplag til að fullnægia eftirspum. VIÐ VEKJTJM athygli á þessu vegna þess að viðbótarprentun sem þessf hefði ekki verið möguleg, ef blaðið hefði enn verið prentað í gömlu press- unni. Hinn nýi vélakostur skapar hér möguleika sem ekki vom fyrir hendi áður. VIÐ VILJUM jafnframt vekja athygli á því, að öraggasta ráðið til þess að fylgjast með öllum skrífum Þjóðviljans í mikilsverðum málum er að gerast fastur áskrifandj. Og haldi eftirsóknin eftir Þjóð- viljanum og framlagi hans til þeirra mála, sem efst eru á baugi hverju sjnni, áfram að vaxa með sama hraða og i gær verður blaðið orðið lang. útbrejddasta blað landsins fyrir næstu kosningar! Vilja 5% hækkun Á borgarráðsfundi sl. þriðju- dag var lagt fram exindi frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar þar sem félagið fer fram á 5% hækkun á kaupi fyrir alla félagsmenn sína og gildi hækk- unin frá 1. febr. sL og þar til ný launasamþykkt hefur verið gerð. Engin ákvörðun var tek- in í borgarráði um erindi þetta. I Maðurinn hér við hliðina er ó harða hlaupum með fyrstu tíu áskrifendurna og fœr þá verð* laun eitt ferðaútvarpstœki, en spurningin er. HVER YERÐUR FYRSTUR að hljóta hnossið. Takmarkið er 500 nýir áskrif- endur fyrir 1. apríl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.