Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. febrúar 1968 ÞJÓÐVILJINN OKKAR KLÆKIR Hörður Bprgmann skrifaði nýlega grein í Þjóðviljann, er hann nefnir — Á að flytja 18 ára bekki yfir í bamaskól- ana?—. Mig langar til að ræða þetta mál litið eitt frá s.iónarmiði húsmóður, sem búin er að hafa mörg börn í uppeldi. * Ég er i hópi þeirra, sem fögnuðu nýju fræðslulögunum á sínum tíma, en mér hefur aldrei líkað framkvæmd þeirra. Ég er algerlega á móti því að flytja börn milli skóla meðan þau enn eru á skyldunámsstiginu. Ég tel fíest 12 ára börn ekki nægjanlega sjálfstæð eða and- lega þroskuð til að láta þau f skóla með 14-16 ára börnum, Mér er óskiljanlegt af hverjj börnin mega ekki vera í sínum barnaskóla á meðan þau ljúka skýldunámi sínu. þótt einum vetri hafi verið bætt við skóla- skylduna. Ég get ekki skiltð þá rökfærslu Harðar Berg- manns að börn þurfi að hafa einn og sama kennara allt sitt skyldunám þótt það fari fram í barnaskóla. Ef það er álit Harðar Bergmanns að það fyr- irkomulag, sem nú er ríkjandi í barnaskólum bæjarins sé svo gott að því verði ekki breytt til batnaðar. er ég á annarri skoðun. * Hörður talar um að reyndir kennarar haldi því fram að t'J ára deildirnar hafi verið erfið- astar, en nú séu það 12 ára deildirnar. Þeir í kennarastétt, sem ætlast til að komast hjá erfiðum aldursskeiðum barna ættu ekki að vera barnaltenn- arar. Það er sannarlega ekk; að leysa verkefnið. að fá þau öðrum í hendur. eins oa mér virði.st Hörður vilja gera me* því að flytja 12 ára börnin milli skóla. * Ég sem margra barna móðir kannast við það að 12 ára ald- ursskeið barna er misjafnlega erfitt, en mér hefur virzt þetta erfiða aldursskeið ekki vera í öllum tilfellum bundið 12 ára aldri, heldur líkamlegum þroska barnanna. En sérstaklega af þvi að þetta aldursskeið er börnum og uppalendum oft örðugt álít ég að bezt sé fyrir barnið að verða fyrir sem allra minnstum breytingum bæði í skóla og á heimilunum, enda eru ráða- menn skólamála víst komnir að þeirri niðurstöðu, að alger skipting skólanna sé ekki sem heppilegust, það sýna teikning- ar þeirra skóla sem nú eru í smíðum. * Það er að vísu langt síðan ég var í barnaskóla. Þá breyttist kennslan og kennslutilhögunin í 3 efstu bekkjardeildunum. Þá var farið að gera meiri kröfur til nemendanna og þá tóku við kennarar, valdir af skólastjóra með hliðsjón af því, hvaða lær- dómsfög þeir voru hæfastir til að kenna, líkt og nú er í gagn- fræðaskólum. Ég minnist þess að sumir kennarar kenndu aldrei efstu bekkjardeildunum Þeir gátu verið jafn góðir kenn- arar fyrir því, en það átti bei- ur við þá og þeirra skapgerð að kenna ungum börnum. Með þessari verkaskiptingu álít ég að bæði kennarar og nemend- ur hafi notið sín betur en nú er, þótt öll kennsla til ferm- ingaraldurs. sem þá var bundin við 14 ára aldur, færi fram sama skóla. Svo mikið er víst. að ég minnist allra minna kenn- ara með þakklæti og virðingu og ekki man ég eftir árekstr- 'um við yngri börnin. Hörður Bergmann talar um félagslíf skólanna. Satt er það. að börnin hafa mikla félags- þörf, en líka þar vaknar sú spurning, hvort hollt sé 12 ára bami að hafa félagsskap við sér miklu eidri unglinga. sem farnir eru almennt að reykia og hafa í frammi ýmislegt sem við höfum ekki talið bömum hollt hingað til. Mér finnst að kennarar og prestar ættu að hafa meira samstarf sín á milli, ekki sízt til uppfyllingar félagsþörf barna. Ég álít að ferming ætti ekki að fara fram fyrr en að skyldunámi loknu. Við vitum það öll, að börnin telja sig ekki — börn — eftir að búið er að ferma þau. Margir foreldrar líta líkt á, því miður, og koma því með allskonar undanþágu- beiðnir frá skólavist fyrir börn sín síðasta vetur skyldunámsins Þetta myndu foreldrar ekki gera, ef barnið væri í barnaskóla og ferming hefði ekki farið fram Þetta ranga mat á þroska barnanna er að mestu leyti okkur eldra fólkinu að kenna því það er enn í gildi gamla máltækið: Eftir höfðinu dansa limirnir. Hvað höfum við t.d. gefið stúlkubörnunum í fermingar- gjafir nú að undanfömu? Við höfum gefið þeim allskonar tízkuvarning og stássgripi, sem í tízku hafa verið það og það árið. Við þurfum ekki annað en leggja við eyrun, þegar verzl- anirnar eru að auglýsa ferm- ingargjafirnar, til þess að finna, að fullorðna fólkið og þar með þjóðfélagið í heild ætlast til að þessi stúlkubörn okkar séu orðnar tízkudömur. Svo i vand- lætingarskyni þykjumst við verða undrandi yfir því að þessi stúlkubörn skuli ekki vi'lja hlýða og fara heim til pabba og mömmu í upp og ofan húsa- kynni kl. 10 að kvöldi, heldur hanga á sjoppum, sem við höf- um staðsett um allan bæ, mest í því augnamiði að ná pening- um þessara barna í okkar vasa. þvi við vitum að þrátt fyrir líkamlega stærð eru þessir ung- lingar okkar óþroskaðir andlega og það skal miskunnarlaust nota sér til stundargróða þótt þjóðfélagið hljóti að vita. að á bak við þennan ímyndaða gróða liggur oft ævilöng eyðilegging á manndómi margra ungmenna. Það hefur alltaf verið svo. að 'sn •A FRAM FYLKING Vandamál hins íslenzka þjóöfélags í dag er síður en svo fólgið í óáran til lands eða sjávar, ekki 'neldur í rýrnandi þjóðar- tekjum, ekki í óhagstæðri utanríkisverzlun, ekki í almennri örbirgð. Nei — vandamálið er því miður fólkið sjálft: því hefur sam sagt misheppnazt að ná andlegu og siðferði- legu valdi yfir þeim öru og víðtæku þjóðlífsbreyt- ingum sem oröið hafa síð- ustu áratugi. Öll orka þess hefur farið í það að bræla og sóa, án félags- legra markmiöa og fram- tíöarskipulagningar. Það hefur háö persónulegt kapphlaup út í loftið og gleymt í ákafanum þeim ströngu menningarkröf- um sem líf smáþjóðar veröur aö grundvallast á, ef hún á ekki að farast i brimróti tækniþróunar nútímans. Það er að vísu allra hluta sjálfsagðast að hin- ar ytri kröfur fólksins hækki í samræmi við auknar þjóðartekjur. En ef nokkur tilgangur á að vera í þeim kröfum mega þær ekki miðast einvörð- ungu við stundarduttl- unga einstaklinga, held- ur fastmótaða heildar- stefnu sem miöuö er við hraða þróunarinnar eins langt inn í framtíðina og auðið er. Og það sem öllu máli skiptir: fólkið sjálft — þegninn, kjósandinn — verður að gera lýðræð- isform sitt, atkvœðisrétt- inn, að því baráttutæki og æðstavaldi sem eitt getur umbreytt kröfum þess í mannsæmandi veruleika. Til hvers er til dæmis að gera sífelldar kröfur um hækkað kaup ef þeim sem kaupið eiga að greiða er eftirlátið valdið til aö gera hverja kaup- hækkun að engu með verðhækkunum og geng- isfellingum? Og bæta má við: hvaða gildi hafa slík- ar kröfur ef hækkunin er að meginhluta ætluð til innantómrar eftiröpunar á háttum nýríkra prjál- villinga — í staö þess að þjóna menningarlegri framvindu samfélagsins? Það sem gert hefur alla vinstri hreyfingu í land- inu svo máttlitla og sund- urleita upp á síðkastiö er vanræksla hennar á upp- eldi alþýðunnar, jafnt eldri sem yngri. í staö þess að segja henni dug- lega til syndanna, vara hana sí og æ við sínum eigin innri hættum og tendra henni ný andleg leiöarljós, hefur megin- orku hennar veriö beint aö íbúðabraski og launa- þrefi — meö ærið viðsjár- veröum árangri. Þannig hefur hún synt í ein- hverju sljóu, sjálfum- glöðu andvaraleysi, rétt eins og þaö sé orðin trú hennar og von aö kær- leiksríkir gróðabralls- menn og valdabraskarar láti ekki aðeins steiktar gæsir fljúga inn i munn hennar, heldur og sjálfa mnnngildishugsjón- SfÐA 1 Valgerður Gísladóttir íiest börn vilja flýta sér að verða stór, sem smáböm líkja þau eftir pabba og mömmu, seinna eftir félögum sínum og þá helzt þeim, sem mest manna- læti hafa í frammi. Þetta er ekki neitt nýtt fyrirbrigði, þetta hefur alla tíð verið svona. enda að öllu leyti eðlilegt. Hitt er óeðlilegt og virðist ti'- tölulega nýtt fyrirbrigði í þjóð- félaginu að foreldrar. kennarar og aðrir uppalendur gefa böm- unum ekki tíma til að ná eðli- legum þroskaskeiðum barns- aldursins áður en farið er að gera kröfur til þeirra sem full- þroskaðra unglinga. Börnin eru strax á unga aldri send í dansskóla til að læra tízkudansa og aðra samkvæmis- hætti þeirra fullorðnu, að sjálf- sögðu til þess að þau verði nógu snemma hæf til þess að taka þátt í skemmtanalífinu, enda ekki óalgengt að forráðamenn barna notfæri sér hina vanhugs- uðu grein barnaverndarlaganna. sem leyfir börnum aðgang að skemmtistöðum, ef þau eru l fylgd fullorðinna. Fjöldi dæma úr bæjum og ekki síður sveit- unum eru til um það, að hugs- unarlitlir og kærulausir for- eldrar fari með böm sín á dans- skemmtanir, eða aðpar skepirnti, anir, sem í boði kunna að vera í það og það skiptið. Þegar svo bömin eru orðin 12— 14 ára finnst þeim það vera móðgun við sig að hafa ekki allsstaðar aðgang óhindruð af fullorðna fólkinu. Það ungur nemur, gamall temur. Þá langar mig til að minnast öriítið á þá vinnu, sem börnum er ætluð meðfram skólanámi sínu, á ég þar sérstaklega við sendiferðir og blaðaútburð. Fari maður á fætur snemma morg- uns. eða það sem almennt er kallað fyrir dag, kemst maður ekki hjá að sjá börn allt niðui í 10 ára rogast með stórar og þungar blaðatöskur hvernig sem viðrar. Þessi börn eru búin að bera út stóran bunka af biöð- um þegar þau mæta í skóla kl 9 að morgni. Með öðrum orðum. börnin eru búin að vinna 2-3 klukkutíma þegar kennarinn og fjölmargar stéttir þjóðfélagsins byrja sinn vinnudag. Er það sanngjamt af kennurum og foreldrum að ætlast til fullrar eftirtektar í kennslustundum at þessum bömum? Skólinn með sínu heimanámi ætti að vera næg dagsvinna handa bömun- um, ef þau stunda hvorttveggja vel. * Ég veit að tekjur margra heimilisfeðra hrökkva vart fyr- ir þörfum, en þessi bamavinna verður fæstum heimilum miki) fjárhagsleg stoð. í flestum til- Tvennir fellum líta börnin og foreldr- arnlr því miður einnig, svo á að börnin sjálf eigi þá peninga sem þau vinna fyrir á þennan hátt. Bömin fá því peningana í sínar hendur, eftirlitslítið eða eftirlitslaust. Mestum hluta þessara peninga eyða þau á sjoppum og kvikmyndahúsun- um og mannskemma sjálf sig um leið. Er þjóðfélagið í raun og veru svo illa statt fjárhaglega að það þurfi á slíkri barnaþrælkun að halda? Eða er það kærúleysi valdhafanna. sem veldur þvi að svona vinna skuli ekki fyrir löngu vera bönnuð bömum yngri en 15-16 ára þann tima ársins sem þau eiga að stunda nám? Að endingu þetta. Eigum við fullorðna fólkið ekki mesta sök- ina á því, sem aflaga fer hjá bömunum? Ég heyri það að vísu á máli manna að enn er í fullu gildi gamla máltækið — Það er gott að hafa strákinn með í förinni og kenna honum alla klækina. En við gleymum því oftast að það eru okkar klækir. Valgcrður Gísladóttir. tónleikar Irmgard Seefried er mikil söngkona. Söngskemmtun henn- ar í samkomuhúsi Háskólans 20. þessa mánaðar var einstæð- ur viðburður. Hún hafði sett saman dýrlega efnisskrá, þar sem gaf að heyra sumt hið fegursta eftir söngljóðameistar- ana Schubert, Schumann, Brahms og Richard Strauss. Og allt var þetta flutt af mikilli list, innilegri og sannri tilfinn- ingu, og hvað eina túlkað af öruggum skilningi og þeirri kunnáttu, sem hvergi bregzt. Undirleikari hennar Erik Werba, er líka sannur lista- maður, leikur hans öruggur og nákvæmur, hófsamlegur og til- litssamur og þó persónulegur í, be?tg„. sk.ilnihgi. ifér.i.var , þyÞ, um óvenjuánægjulega sam- vinnu tveggja listamanna að ræða, Á tónleikunum á sáma 'stað 22. þ.m. kom söngkonan enn fram og söng auk eins fyrr- greindra laga tvær óperuaríur eftir Mozart, sem sýndu hana mjög svo jafnvíga á söngljóða- flutning og óperusöng. Á þess- um tónleikum gerðist það enn fremur til tíðinda, að fram kom eiginmaður . söngkonunnar, fiðluleikarinn Wolfgang Schnei- derham, sem margir Reykvík- ingar munu minnast, frá þvi er hann lék hér árið 1927, þá 12 ára að aldri.' Aðalviðfangs- efni sitt á þessum tónleikum lék Schneiderham í fám orðum að segja eins og víðfrægum fiðlusnillingi sæmdi. Hljóm.sveitinni stjómaði að þessu sinni fjórði gesturinn, Gustav König. Hann er bráð- snjall og einkar röggsamlegur hljómsveitarstjóri, eins og fram kom í öllum undirleik sveitar- ipnar og einkum þó flutningi hennar á forleiknum að „Brúð- kaupi Fígaró" eftir Mozart og tilbrigðum Jóhannesar Brahms við stef eftir Haydn. Svo vel tókst flutningur á báðum þess- um verkum, að hljómsveitinni hefur ekki oft tekizt öllu betur. B. F. ina inn í brjóst hennar og koll. Endalaust kjósendadek- ur við þá sem hafa látið gullklyfjaðan asna stríðs- gróðaáranna gera sig aö ábyrgðarlausum þjóðfé- lagsþegnum er flestu öðru hættulegra. Ytri kröfur verða sífellt að spretta upp af innri kröf-. um — kröfur til ríkis- valds upp af kröfum til sjálfs sín. Þaö er í sann- leika helvíti hart að efna- hagsleg velmegun al- mennings skuli valda sí- vaxandi si'ðhrörnun og lífsleiða — og það þýðir ekkert fyrir okkar ágætu vinstri öfl a'ð skella allri skuldinni á íhald e'ða krata, þó sízt skuli úr sök þeirra dregið á nokkurn hátt. Hér gerist aldrei nein samfélagsleg siöabót að gagni fyrr en vinstri öflin lyfta hagsmunabar- áttu vinnustéttanna úr ó- frjóu og þröngsýnu dæg- urþrasi upp í alhliða menningarbaráttu. Það verður aö gera almenn- ingi þann sannleika ljós- an að ef hann tekur ekki sjálfur óslitinn þátt í þjóðmá!,'þróuninni — pólitíkinni — í þeirri veru að gera ríkisvaldið að sínu eigin verkfæri og vopni í félagslegri og þjóðfrelsislegri stórsókn, þá getur öll velmegunin hafnað í upplausn og uppgjöf, unz lífsmeiður þjóöarinnar fellur um sjálfan sig. Eða finnst yður það frýnileg staöreynd að á þessum tímum sívaxandi framleiðslu og síhækk- andi þjóöartekna skul sí- stækkandi hluti fólksins í landinu veröa ýmist aö útslitnum vinnuþrælum sem hefur engan tíma til aö hugsa ærlega hugsun né sinna andlegu menn- ingarlífi ellegar þá stefnulausum slæpingja- lýð sem eyðir dýrmætum kröftum sínum í bílífi, eitur eða glæpi? Oss mætti þó öllum ljóst vera að á slíkum örlagatímum víðrar veraldar þarf ís- lenzka smáþjóðin að eiga valinn mann í hverju IOKKAR Á MILLI SAGT rúmi ef henni á aö takast að standa á eigin fótum. Þetta sjá auðvitað allir vinstri menn. Samt halda þeir áfram aö deila um keisaraskeggið, sjálfum sér til dómsáfellingar og andskotanum til athlæg- is. Allir tala þeir aö vísu um samfylkingu, þjóð- fylkingu — allar mögu- legar fylkingar. En því al- mennara sem fylkingar- hjalið veröur, því minni virðast líkindin til að nokkur alvarleg og heil- steypt fylking veröi mynduð. Og því ósvífnari og sigurstranglegri verð- ur viðreisnarfylkingin sem hyggst leiða há- menningu alþjóðlegs auð- hringavalds yfir þessa tröllriðnu þjóð. i * I !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.