Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 1
| Hálfsmán- j aðar frestur Fjármálaráðherra frest- aði í gær um hálfan mán- w uð, að samningamál opin- 1 berra starfsmanna kæmu K fyrir Kjaradóm — og nán- fi| ar sagt frá því í frétt á 12. ^ síðu. Furðuleg bloðaskrif Málflutningur íhaldsblað- anna vegna njósna og gagnnjósna Kagnars Gunn- arssonar hefur tekið á sig hinar furðulegustu og oft spaugilegustu myndir — sbr. 12. síðu og leiðara. Nœr millj. atvinnulaus Nær ein milljón manna gengur nú atvinnulaus í Bretlandi. Er ástandið verst í noröurhéruðum Englands, Skotlands, Wales og Norður-írlandi — fyllri fréttir á 6. síðu. ! Hér hitti Ijósmyndarinn okkar á „sögu“Iegan atburð. Það er verið að Ieggja fyrstu diskana á borð í nýja salnum á Sögu, en bændur héldu þar hátíð í gærkvöld. Sjá nánari frásögn á 12. síðu. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). X A-listinn í Iðju um helgina • Kosningarnar í Iðju verða á morgun, laug- ardag, og sunnudag, og verður kosið um þrjá lista, A-lista, lista vinstri manna, með Gísla Svan- bergssyni sem formannsefni, íhaldslista með Guð- jón Sigurðsson efstan og sprengilista Framsóknar með Einari Eysteinssyni. • Fram fer allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og varaend- urskoðenda fyrir árið 1963. Kosningin fer fram á skrifstofu félagsins, Skipholti 19. Á morgun, laug- ardag, verður kosið kl. 10 f.h. til kl. 7 e.h. og sunnudaginn frá kl. 10 f.h. til kl. 10 e.h. • Á 2. síðu blaðsins í dag er viðtal við þrjár konur á A-listanum um hagsmunamál Iðjufélaga og kosningarnar. Fara árdegis ídag l gær^ barst Þjóðviljanum svo- hljóðandi fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu: „Ambassador Sovétríkjanna. !ir. Alexander M. Alexandrov, gekk á fund utanríkisráðherra í dag og kvaðst vilja endurtaka mótmæli sín um að ásakanirnar gegn tveim sendiráðsstarfsmönn um sínum væru rangar og til hæfulausar, en engu að síð'ir mundu sendiráðsstarfsmennirnir Lev Kiselev, og Lev Dimitriyev. fara frá Islandi þegar á morgun flugleiðis yfir Danmörku, ef nauðsynlegar vegabréfsáritanir fengjust fyrir þann tíma, annars mundu þeir fara með næstu ferð- um þar á eftir. * Utanríkisráðherra fullvissaði ambassadorinn um, að íslenzka ríkisstjírnin hefði öruggar og fullkomnar sannanir fyrir öllum ákæruatriðunum gegn þeim Kis_ elev og Dimitriyev“. Enn allt í óvissu um bæjarstjórakjör á Seyðisfirði Veltur ú Alþýðuflokknum I hvort samstaða næst loks Þótt níu mánuðir séu^ nú liðnir írá því bæjar- stjórnarkosningarnar íóru fram í vor hefur enn ekki náðst neinn samstæður meirihluti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar og hefur bæjarstjóri ekki verið kjörinn þar sem sam- komulag hefur ekki tek- izt um val hans. Standa málin nú bannig, að það veltur á afstöðu fulltrúa Alþýðuflokksins, hvort samkomulag næst milli meirihluta bæjarfulltrú- anna um kjör bæjar- stjóra, en takist það ekki eru mestar horfur á að kjósa verði upp aftur til þess að fá samstæðan meirihluta. Fjórir bæjarfulltrúar af níu hafa haft samstöðu um að leysa bæjarstjóramálið. Eru það full_ trúar Alþýðuflokksins, tveir að tölu, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Fyrir nokkru buðu Sjálfstæðismenn, er eiga 3 fulltrúa í bæjarstjóminni, þessum aðilum upp á samstöðu um Óla Hertevig sem bæjar- stjóra. Bæjarfulltrúamir fjórir skrifuðu Sjálfstæðismönnum aft- ur og buðu þeim samstöðu um Hrólf Ingólfsson í Vestmanna- Framhald á 3, síðu. Iðjufundur í gær Stjórnarkjörjð í Iðju, félagi verksmiðjufólks, var til umræðu á félagsfundi í gærkvöldi. Fund- urinn var ekki fjöknennur, enda afleitt veður 0;g veikindaforíöll talsverð meðal félagsmanna Á fundinum þótti málflutningur fulltrúa A_lista. lista vinstri manna, bera af, en framsögu af hálfu listans höfðu þeir Gísli Svanbergsson og Guðmundur Jónsson, formanns- og varafor- mannsefni. Kennarar í Eyium fá nú sfaðaruppbót j Vestmannaeyjum { gær — Bæjarráð Vestmannaeyja sam- þykkti á fundi sínum ! dag, fimmtudag, að greiða kennurum skólans hér á staðnum nokkra staðaruppbót á laun, en á morg- un átti að koma til framkvæmda sú ákvörðun kcnnaranna að hætta aukavinnu. Með þessari samþykkt hefur því náðst sam- komulag milli bæjaryfirvaldanna í Vestmannaeyjum og kennar- anna og mun skólahaldið halda áfram með venjulegum hættl. í dag kemur til framkvæmda verð- hækkun á landbúnað- arvörum. — Nemur hækkunin 3,23% á kg. af súpukjöti og sam- svarandi á aðrar kjöt- vörur og mjólk í lausu máli hækkar um 3,28% og aðrar mjólk- urvörur í líku hlut- falli. vörur hækka um rúm 3% Að því er Sveinn Tryggva- son, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, skýrði Þjóðviljanum frá í gær, stafar hækkun þessi af 5% kauphækkuninni sem verkafólk fékk nýverið. Jafn- framt gaf Sveinn blaðinu eft- irfarandi upplýsingar um hækkun á einstökum fram- leiðsluvörum Iandbúnaðarins þar eð hækkun þessi verður ekki auglýst í blöðum. ★ Kindakjöt hækkar um kr. 1.05 kg. og kostar kílóið af súpukjöti því eftirlciðis kr. 33.60. Aðrir flokkar af bæði kindakjöti og nautakjöti hækka samsvarandi Mjólk í Iausu máli hækkar um 15 aura lítrjnn og kostar því eftirleiðis kr. 4.75, flösku- mjöik hækkar í kr. 5.00 og hyrnumjólk í kr. 5.40 lítrinn. Rjómi hækkar um 90 aura lít- rinn og kostar hann eftirleið. is kr. 50.90. Skyr hækkar um 25 aura kg. eða í kr. 13.00. Þá hækkar gæðasmjör um kr. 2.45 kílóið eða í kr. 83.20 og 45% ostur hækkar um ltr. 1.50 kílóið í kr. 72.85. Aðrar mjólk- urvörur hækka samsvarandi. Að Iokum tók framkvæmda- stjórinn það fram, að eini vöruflokkurinn sem ekki hækkaði í verði af landbúnað- arvörum væri slátnr og inn- matur. Allt logandi / verkföllum ' Finnlandi — Sjá 3. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.