Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN SfÐA Föstudagur marz 1963 ! * Myndin sýnir eitt dramatísk- asta augnablik í baráttu Fram íyrir íslandsmeistaratitlinum sl. ár. f leiknum Fram-Akranes komst Þórður frír innfyrir og skaut hörkuskoti að marki. Geir markvörður var kominn út og knötturinn á Ieið í netið fram- hjá honum. Þegar spilið virt- ist tapað fyrir fram, kemur Guðjón á ofsahraða, kastar sér á knöttinn, eins og myndin sýnir, og bjargar i horn. Guð- jón hefur leikið í öllum stöð- um á knattspyrnuvellinum. SI. sumar lék hann bæði sem framvörður og bakvörður, og hann bjargaði brisvar á línu á fslandsmótinu. A myndinni sjást frá vinstri: Jóhannes sit- ur ofan á Birgi Lúðvíkssyni, Geir, Halldór Lúðvíksson, Þórð- ur Jónsson (bak við Halldór), Guðjón Jónsson og Arnór Sveinsson. Leiknum Iauk 1:0 fyrir Fram. Gu&jón Jónsson — íslandsmeistari í handknattleik og knattspyrou k ! t t t t t I t ! í heimsafrekaskránni í frjáls- um íþróttum fyrir árið 1962 er enginn íslendingur meðal 25 efstu manna, nema Val- bjöm Þorlákss., sem er í 21. sæti í tugþraut með 6.893 stig.. Þá er Vilhjálmur eini íslend- ingurnn sem tryggt hefur sér sæti meðal fremstu manna. Guðjón er 24 óra gamall. Hann er kvæntur hinni kunnu handknattleiksstúlku Sigríði Sigurðardóttur, sem er i Is- landsmeistaraliði Vals í hand- knattleik kvenna. Það eru víst ekki á hverju strái hjónabönd með svona marga meistaratitJa innanborðs. Sum kvöld vik- unnar verða þau hjónin að skiptast á um að gæta bús og barna og að fara á íþrótta- æfingar. Guðjón hefur farið í níu keppnisferðalög til útlanda. ýmist með knattspymu- eða haodknattleiksflokkum. Leikir hans hér heima eru ótaldir, eins og þau fjölmörgu mörk sem hann hefur skorað — ýmist með höndum eða fótum. Hann hefur leikið tvo lands- leiki í knattspymu og tvo ! handknattleik. Við áttum von á því, að hann færi með landsliðinu i handknattleik ti! Frakklands og Spánar um daginn, en hann varð að biði- ast undan þátttöku. Tíðar ut- anfarir ei'u kostnaðarsamar fyrir xþróttamenn okkar. og heimilisfaðir hefur um fleira að hugsa en íþrótíaframann Á síðasta ári fór Guðjór tvisvar utan — fyrst i knatt- spymuiandsliðinu til Irlands og svo sl. haust til hinnar sögulegu handknattleikskeppni Fram við Skovbakken í Arós- um. En hvenær byrjaði þessi I- þróttaferill? Guðjón svarar spuming- unni nýkominn frá vinnu sinni í Kexverksmiðjunni Esju: — Ég byrjaði í 4. flokki Fram i knattspyrnu, 11 ára gamall. Svo hélt þetta smám saman áfram og 1957 lék ég í meistarafl. í knattspymu. Jú, um svipað leyti var ág kominn í meistarafl. í hand- knattleik, en ég byrjaði að keppa í 3. flokki í þeirri í- þrótt. — Er ekki býsna mikil á- reynsla að æfa tvær svona erfiðar greinar og keppa i þeim jöfnum höndum? — Jú það er sennilega fullmikið af því góða. En það er líka erfitt að hætta eða segja skilið við aðra hvora. — Er nokkurntíma hlé eða hvíld?j — Nei, maður er að keppa allt árið. Síðasta árið sem ég var í 2. flokki tók ég þátt ( 80 kappleikjum. Keppnis- tfmabilin ná alveg saman. Seint á haustin hefst^ hand- boltinn og honum lýkur á vorin um það leyti sem knatt- spymumótin byrja. en þau standa yfír langt fram á haust. — Æfingar hjá okkur 1 handboltanum eru tvisvar < viku. Þar á ofan bætast kapp- leikirnir allan veturinn, Is- landsmót, Reykjavíkurmót og fjölmargir leikir aðrir. í knattspymunni er sagan mjög svipuð, en ég get aldrei tekið þátt i inniæfingum knatt- spymumanna á vetuma. — Hvað er þér minnisstæð- ast úr utanferðunum? — -Binna helzt utanferð með IR til Þýzkalands haustið 1957. IR fór í boði Hassloch og ég var fenginn að láni í liðið. Þetta var sl.fimmtileg ferð og viðburðarík. Við lék- um 16 hraðkeppnisleiki, m. a. við lið Alsírbúa frá Oran og við júgóslavnesku meistarana frá Zagreb. — Hvað finnst þér um frammistöðu landanna f Frakklandi og á Spáni um daginn? — Maður vonaði að árang- urinn yrði betri. En útkoman sannar að það er ekki nóg að velja stórskytturnar úr hinum ýmsu félögum í landsliðið Það þarf lika að hugsa um gott línuspil og taktískar: leik. — Að lokum ein samvizku- spurning: Hvort finnst þér skemmtilegri handknattleikur eða knattspyma? — Það er erfitt að skera úr bví. Manni finnst það skemmtiiegast sem maður verður að einbeita sér að hverju sinni. Nú er það hand boltinn sem tekur alla athyo1 manns og allan tíma. — Og knattspyman? — Ætli maður standist m- *ð begar fer að vora. e.þ. Guð.ión Jónsson Afmælismót Víkings í handknattleik Víkingur og Frum reynu með sér i þriðju sinnn i I * 1 tilefni af 35 ára afmæli Vík- ings hefur verið ákveðið að félagið efni til handknattleiks- móts að Hálogalandl í kvöld og fara þá fram tvelr lcikir. Fyrri leikurinn er á milii kvennaflokka Víkings og FH, en þessir flokkar hafa oft háð harða baráttu að undanfömu. Víkingsstúlkurnar hafa ekki verið eins sterkar í vetur og j oft undanfarið, en uppá síðkast- | ið hafa þær sótt sig, og má I gera ráð fyrir að þær hugsi j sér að halda áfram á þeirri j braut. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti þetta að geta orðið I skemmilegur leikur, þar sem | FH stúlkumar ættu þó að hafa meiri sigurmöguleika. Leikinn í meistaraflokki kar'b er nokkurskonar einvígi og úr slit á milli Víkings og Fram. því liðin hafa leikið báða leiki sína í lslandsmótinu og hafa unnið sinn hvorn. Hér á þvi til skarar að skríða og skera úr um það hvor vinnur þriðj& leikinn sem þau leika. Er ekk: að efa að leikurinn verðxr kemmtilegur en eftir öllum ólarmerkjum að dæma ætti Fram að vinna. En allt getur skeð í handknattleik. Islenzkir frjálsíþróttamenn Betri í stökk- um en i hlnup- um og köstum I heimsafrekaskránni frjálsum íþróttum fyrir árið 1962 er enginn ls- lendingur meðal 25 efstu manna, nema Val-, bjöm Þorláksson, sem er í 21. sæti í tugþraut með 6.893 stig. Þegar litið er á afrekalistann í frjálsum íþróttum frá upphafi, bá er Vilhjálm- ur Einarsson ennþá eini Islendingurinn er tryggt hefur sér sæti meðal fremstu manna. j Það eru eflaust margir bún- ir að gleyma því, að það hafa aðeins tveir menn náð betra I árangri í þrístökki frá upphafl j vega en Vilhjálmur. Annar þeirra hefur aðeins einn senti- metra umfram Vilhjálm. Þess- ir menn eru Pólverjinn Josef Schmidt og V. Kreer frá Sov- .étríkjunum. en Rússinn Fjedo- sjev er jafn Vilhjálmi að árangri. Beztu árangrar í þrístökki eru þessir: m Ár 1. J. Schmidt, Póll. 17,03 ’61 2. V. Kreer, Sovétr. 16,71 ’61 3. O. Fjedosjev. Sov. 16,70 ’58 4. V. Einarsson, Isl, 16,70 ’60 5. V. Garjajev. Sov. 16,65 ’62 6. O. Rjakovski, Sov. 16,59 ’58 7. da Silva, Brasilía 16,56 ’55 8. R. Malcherozyk, P. 16,53 ’61 9. M. Kogage, Japan 16,48 ’56 10. L. Stjerbakov. So. 16,46 ’56 11. I. Davis, USA 16,41 ’60 12. R, Rahkamo, Finn. 16,40 ’60 Þeir Vilhjálmur og Rahka- mo eru einu Norðurlandabú- arnir sem stokkið hafa.yfir 16 m. Næstur kemur Tamminen (Finnlandi) með 15,90 m. Vil- hjálmur komst ekki á beimsaf- rekaskrá 1962. (25. er Rúk- born, Þýzkal. með 15,87 m). Hinsvegar er Vilhjálmur 3. á Norðurlanda-afrekaskránni með 15,79 m. Nr. 1 er Rahka- mo — 15,97 og nr. 2 Tammin- en með 15,90 I þrístökki innanhúss hefur Fjedosjev náð beztum árangri - 16,30 m (1962). Nokkrir á Norðurlandaskrá Auk ofangreindra afreka Vil- hjálms og Valbjörns, hafa nokkrir íslenzkir frjálsíþrótta- menn komizt á afrekaskrá Norðurlanda fyrir síðasta ár. Jón Ólafsson er í 8. sæti með 2,04 (21 maður á heimsskránn stökk 2,09 og 22 maður á Ev rópuskránni 2,06). Valbjörn Þorláksson er í 11. —17. sæti í stangarstökki með 1,40 m. Vilhjálmur er 17. í Tngstökki mieð 7,27 m. Af þessu má eflaust draga ályktun að stökkin séu okk- r langbezta svið i frjálsíþrótt- im. í hlaupum komumst við ?kki á blað á Norðurlanda- skránn 196,?, os ekki heldur í köstum. I J. Schmidt Ef ítið er á afrekaskrá Norð- urlanda frá upphafi, sjást þar nöfn nokkurra gamalkunnra frjálsíþróttamanna, íslenzkra. 100 m hlaup; 1.— 3. Hilmar Þorbjörnsson. 10.3 sek. 1957 10—25. Finnbjörn Þorvaldsson 10,5 sek. 1949 10.—25. Ásmundur Bjarnason 10.5 sek. 1952 200 m hlaup: 5.—-9. Haukur Clausen 21.3 sek. 1950 5.— 9. Hilmar Þorbjömsson 21.3 sek. 1956 13.—22 Hörður Haraldsspn 21.5 sek. 1950 110 m. grindahlaup: 4.— 9. Pétur Rögnvaldsson 14.4 sek. 1962 Kúluvarp: 13. Gunnar Huseby 16,74 m ’50 Kringlukast: 9. Þorsteinn Löve 54,28 m ’55 14. Hallgr. Jónsson 52,56 m ’57 4r 1 undanúrslitum Evrópu- bikarkeppninnar í handknatt- leik fyrir konur unnu austur- býzku kvennameistararnir Fortschrift Weissenfels sov- Izku meistarana Trud frá 'foskvu Úrslitin voru 10:7 og ‘ikurinn fór frani í Leipzig •’ síðustu helgi. •á" Japanska stúlkan Satoko Tanaka sctti nýlega nýtt beimsmet í 200)|m. og 220 íarda skriðsundi kyenna Nýja netið er 2.28,9 mín, pg er 'að 0,7 sek. betri tími en •sm'í metið sem Sotoko átti iálf / 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.