Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1963, Blaðsíða 5
TöítudágUr 1. marz 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 Kjaradeilur á að leysa með samningum en ekki valdboði ÞINCSJÁ ÞIÖÐVILjANS í gær fór allur fundartíminn í neðri deild Al- þingis í umræður um frumvarp ríkisstjórnarinn- ár um hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf. Þetta vár önnur umræða málsins og varð ekki lokið én frestað. Frumvarp þetta var lagt fyrir Alþingi á sl. hausti til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum, sem út voru gefin 2. maí 1962 þess éfnis, að ný gjaldskrá, sem Véfkfræðingafélag Islands hafði éamþykkt að taka skyldi gildi 1. maí sl. kæmi ekki til fram- kvæmda, heldur skyldi gilda á- tram svo sem verið hefði g.iald- skrá félagsins frá 19. apríl 1955 ásamt lögleyfðum uppbótum. Á þingfundinum í gær mæiti Einar Ingimundarson (1) fyrir nefndaráliti meirihluta allsheri- amefndar neðri deildar, sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeirri breytingu að ákvæðin um hámarksþókn- un vérkfræðinga eftir gjald- skránni frá 1955 skuli gilda þar til nýir samningar um kaup og kjör vérkfræðinga. sem starfa hjá ríkisstofnunum, hafa tekið gildi. Meirihluta nefndarinnar skipa þrír fulltrúar stjórnar- flokkanna, auk Einars þeir Unnar Stefánsson (A) og Alfreð Gíslason fógeti (I). Gunnar Jóhannsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í allsherj- arnefnd mælti fyrir nefndaráliti sínu sem fyrsta minnihluta, sem leggur til, að frumvarpið verði fellt. Flutti Gunnar all- langa ræðu, þar sem hann rakti ítarlega þau rök, sem verkfræð- ingar og samtök þeirra hafa fært gegn samþykkt þessa frumvarps. Til viðbótar lagði hann ríka áherzlu á þá marg- Einar I. Gunnar yfirlýstu stefnu verkalýðshreyf- ingarinnar og launasamtaka að ófært væri með öllu að leysa deilur um kaup og kjör með löggjöf. Slíkar deilur yrði að leysa með samningum en ekki valdboði, hvort sem það kæmi fram í formi bráðabirgðalaga eða lagasamþykkt frá Alþingi Þessvegna lagði hann til að frumvarp ríkisstjómarinnar yrði fellt, en með því væri þó engin afstaða tekin til gjald- skrár Verkfræðingafélags ís- lands frá 1. maí 1962. Björn Björnsson (F) skilaði einnig séráliti í allsherjamefnd og leggur til að frumvarpið verði afgreitt með svofelldri rökstuddri dagskrá: ,,Með skír- skotun til þess, að aðrar stéttir hliðstæðar verkfræðingum, svo NIREX sjóeimingartœki Önnur orkuþörf tækjanna er mjög lítil. T.d. er samanlögð stærð rafmótora við tæki, sem fram= leiða allt að 2,5 tonn af ferskvatni á sólarhring, aðeins 1 kw. Smíðuð eru tæki, sem afkasta frá 1 til 65 tonnum af fersku vatni á sólarhring. Tæki þessi spara tankrými fyrir vatn, sem nota má fyrir olíu eða annað, er þarf til þess að lengja mögulegan veiðitíma hjá fiskiskpum eða sigl- ingartíma hjá flutningaskipum. NÁNARI UPPLÝ SINGAR YEITIR LANDSSMIÐJAN Sími 20680. NIREX sjóeimingartœki eima neyzluvatn úr sjó og nýtá til þess hita úr kælivatni frá t.d. skipsvélum rj fiJllÓÖ UIJH íiliwl'h ’lUJLttn K1 íiíbil ' '4 Til framleiðslu á eínu tonni fersku vatni á sólarhring þarf 65 C heitt kælivatn frá 120 ha vél. UTGERÐARMENN sem arkitektar, enduskoðendur o.fl. verðleggja sjálfir þjónustu sem þær selja frá skrifstofum eða verkstofum, þykir deildinni ekki ástæða til staðfestlngar á bráðabirgðalögum þeim, sem frumvarpið fjallar um og tek- ur því fyrir næsta mál á dag- skrá“. Mælti Björn fyrir þessu nefndaráliti sínu. Auk framangreindra tók Ing- ólfur Jónsson ráðherra (í) til máls við umræðurnar í gær og hélt uppi vörnum fyrir setn- ingu bráðabirgðalaganna. Taldi hann gjaldskrá Verkfræðinga- félagsins frá 1955 tóma „vit- BjÖrn Ingólfur leysu“, en ræddi síðan m.a. um launamismun í Rússlandi og verkfallsbönn þar. Einnig tók Einar Ingimundarson aftur til máls. Síðastur talaði við þessar umræðum í gær Einar Olgeirs- son. Flutti hann breytingatil- lögu við breytingatillögu giffllf þá, sem meirihluti allsherjar- nefndar hafði borið fram. efnislega á þá leið að gjald- skrá sú sem lögin gera ráð fyrir að þóknun fyrir verkfræðistörf sé greidd eftir falli úr gildi 1. j,úlí n.k. þ.e. þegar kjaradómur á að hafa gengið frá launaflokk- un og stigum opinberra starfs- manna. Var umræðunni frestað þegar Einar hafði lokið máli sínu og lýst framangreindri til- lögu. Önnur þing- mól í gœr örstuttur fundur var haldinn í sameinuðu þingi 1 gær og lýsti þingforseti því þá yfir að Karl Kristjánsson (F) myndi dveljast á sjúkrahúsi um stund- arsakir og tæki varamaður hans, Valtýr Kristjánsson bóndi í Nesi, sæti hans á þingi á meðan. 1 efri deild mælti Emil Jóns- son félagsmálaráðherra fyrir þrem frumvörpum: um bygg- ingarsjóð aldraðs fólks, happ- drætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna og heimilishjálp í viðlögum. Þá var samþykkt við 2. umræðu sala Bakkasels í öxnadals- hreppi, rædd frumvörp um sjómannalög, kirkjugarða o.fl. Ný þingmól Tvö ný þingskjöl komu fram í gær. Stjómarfrumvarp um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landskaupa, þar sem gert er ráð fyrir að ríkis- sjóður leggi árlega fram 2 millj. króna á árunum 1963—72 sem ríkisstjóminni yrði heimilað að lána kaupstöðum og kauptúnum til þess að kaupa lönd og lóðir innan takmarka hlutaðeigandi sveitarfélags. Þá bera þrír í- haldsþingmenn, Matthías Á. Mathiesen, Pétur Sigurðsson og Guðlaugur Gíslason. fram til- lögu til þingsályktunar um að ríkisstjómin láti fara fram endurskoðun á löggjöfinni um stéttarfélög og vinnudeilur. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjó’-’^ auriiýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19- Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði Ihaldsblöðin með lygina að vopni 17'átæklegur og vesæll hlýtur málstaður Morg- A unblaðsins og Vísis að vera, að svo mjög skuli treyst á lygi um andstæðinginn honum til hnjóðs. Lygin bláköld er flennt í forsíðufyrir- sögn í gær: „Kommúnis’tar taka afstöðu með Rússum“, þar sem reynt er að finna því stað að í skrifum Þjóðviljans um njósnamálið felist, að blaðið taki afstöðu með tilraunum Rússa til njósna. Þessi blákalda lygi, sem ekki er flugu- fótur fyrir, er svo bir’t annars staðar í blaðinu í ýmsum myndum, ásamt dylgjum um að sós- íalistar séu reiðubúnir að njósna fyrir Rússa. Ætlunin er að svívirða Sósíalistaflokkinn með njósnabrigzlum vegna þess að Ragnar Gunnars- son hafi einu sinni verið í flokknum. Sésí þetta glöggt ef hugleidd er spurning sem Þjóðv. varp- aði fram í gær: Á að kenna SjálfstæðisfJokknum um og gera hann ábyrgan fyrir samanlagðri sakaskrá manna úr þeim flokki sem jáíað hafa á sig saknæmt athæfi eða hlotið dóm? Slíkur áróður væri á sama stigi og það sem nú er flennt yfir síður Morgunblaðsins og V.ísis. ¥ blaði Benedikts Gröndals, Alþýðublaðinu, er skrifað nokkuð á annan veg, þó tilgangurinn sé hinn sami. Hugleiðingar ritstjórans um njósn- ir eru að vísu með nokkrum uppgerðarblæ, ef tekið er tillit til þess að hann mun hafa ver- ið starfsmaður „upplýsingaþjónustu“ bandaríska hersins á íslandi á stríðsárunum, en þó kann að vera að eftirfarandi niðurlagsorð bendi til þekk- ingaratriða: „í njósnum er öllum hugsanlegum brögðum beitt. Njósnastarfsemi er sjálf algert lögbrot og hún dregur með sér #Ut sem hægí er að nota. Til skamms tíma hafa íslendingar tal- ið að þeir væru nokkurn veginn lausir við þessa plágu í landi sínu, nema ef til vill á stríðsár- unum. En svo er sannarlega ekki“. Ijjóðviljinn benti í gær á hinar kerfisbundnu * og ósvífnu persónunjósnir sem Bandaríkja- menn hafa stundað hér á landi og komið hafa m.a. fram í atvinnumismunun. Vildi ekki Bene- dikt Gröndal, ef hann kynni að hafa aðstöðu til vegna fyrri sambanda, upplýsa, hvort t.d. væri búið að útvíkka þá kommúnistaspjaldskrá, sem erlent herveldi var að koma sér upp á stríðsár- unum, með því að taka einnig Alþýðuflokks- menn og Framsóknarmenn upp til hópa og hvern Sjálfstæðisflokksmann sem sýnt hefði einhverntíma þann manndóm að vera andvíg- ur hersetu á íslandi, 1 spjaldskrárkassana í vissu sendiráði hér í borginni? Eða hvort hann hefði nokkurn tíma um það heyrt, að íslenzkir menn létu no’ta sig fyrir kaup til að gefa vissar „skýrsl- ur“ um íslenzka samborgara sína til afnota fyrir pá spjaldskrá, og alveg sérstaklega upplýsingar um stjórnmálaskoðanir íslenzkra manna? Eftii skrifum Alþýðublaðsins í gær fordæmir ritstjóri þess hvers konar njósnir á íslandi, eins og Þjóð- viljinn hefur gert umbúðalaust, og mun því ljúft að svara þessum spurningum, hvort sem hann veit eitthvað um málið eða ekkert.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.