Þjóðviljinn - 02.03.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.03.1963, Blaðsíða 12
batönu Blóma- uppboð á pressu- Ragnar Gunnarsson var strikaður út úr Sósíafísta- flokknum Ijúií 1962 + Tilraunir Morgunblaðs- ins og Vísis að „sanna“ að þjóðhetja þessara blaða með Islendingshjartað, Ragnar Gunnarsson, sé meðlimur i Sósíalistallokknum, eru farn- ar að verða dálítið kátbrosleg- ar. Svo vill til að birting Morgunblaðsins á mynd af flokksskírteini Ragnars sann- ar það sem Morgunblaðið vill sízt, nefnilega að Ragnar hef- ur engin flokksgjöld greitt allt árið 1962 og gæti því ekki verið flokksmaður Iengur! Blaður Vísisritstjórans um að Ragnar hafi ekki fengið neitt „bréf“ upp á það að hann sé ekki lengur í flokknum, Á, <?W£öngu af . þyí. að enginn mun fyrr eða síðar hafa fengið slíkt bréf! -k Hins vegar virðist það góðverk vegna óróleika íhalds- ritstjóranna að skýra þeim frá eftirtöldum staðreyndum: Til þess að vera félagi í Sósíalistaflokknum þurfa menn að greiða flokksgjöld. Flokksgjöld sín greiddi Ragn- ar Gunnarsson ekki nema til 1. júií 1961, sama sumarið og Sjálfstæðisflokkurinn tók hann að sér. Um greiðslu flokksgjalda og félagsskírteini í Sósíalistflokknum gildir regla, sem hér skal birt f- haldsritstjórum og öðrum á- hugamönnum til fróðleiks: ★ „Félagsstjórnir annast innheimtu og fá til þess sér- stök greiðslumerki frá mið- stjóm. Á greiðslumerkið skal prentuð upphæð flokksgjalda. Eigi flokksmaður ógreidd flokksgjöld fyrir tvo árs- fjórðunga skal setja hann á aukaskrá, en strika hann út af félagsskránni ef fjórir árs- fjóröungar cru ógreiddir". -jr Á mynd Morgunblaðs- ins af skírteini Ragnars sést að allir reitimir sem ætlaðir eru fyrir greiðslumerkin eru auðir! Hann hefur því ekk- ert greitt fyrir 1962. Og hann greiddi heldur engin flokks- gjöld frá i. júli 1961 eins og þegar er sagt. Hann var því settur á auka- skrá 1. jan. 1962. Meðan hann var á aukaskrá hefur hann fengið endurnýjað skírteini sitt, í apríl og átti rétt til þess, því fram til 1. júlí 1961 hefði hann getað fengið full félagsréttindi með því að greiða skuld sína. Þar sem hann gerði það ekki var hann samkvæmt regium Sósíalista- flokksins strikaður út af fé- Iagsskrá 1. júlí 1962, cins og aðrir sem skulda sig út úr flokknum. Þetta eru hinar einföldu staðreyndir. Eftir 1. júlí 1962 haföi Ragnar Gunn- arsson því engin réttindi i Sósíalistaflokknum, var ekki flokksmaður, hvað sem íhalds- blÖðin þrugla. Maður slasast í sprengingu í báti Seyðisfirði í gær. — Lítill vél- bátur að nafni Sæbjörg NS 27 sprakk í loft upp kl. 11 í morg- un þar sem hann lá bundinn við smábátabryggjuna hjá Fiskiðju- verinu og sökk litlu síðar. Sprengingin heyrðist um allan bæinn og brotnuðu rúður í nær- liggjandi húsum og eigandi báts- ins komst með hjálp illa slasaður upp á bryggjuna. Heitir hann Ari Bogason og er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á staðniun. Eigandinn var að hyggja að bát sínum og sótti kósangastæki fram í káetu og fór með það aft- ur í lestina og kveikti á tækinu. Þunnt, gisið þi-1 skilur á milli ká- etu og lestar og er talið að hylkið hafi lekið yfir nóttina og mikið gasmagn hafi verið til staðar í káetu og varð sprengingin rétt eftir að kveikt hafði verið á tæk- inu. Sprengingin varð svo öflug, að stefni bátsins sprakk framan af honum og káetuyfirbyggingin þeyttist í smátætlur og lítið spil staðsett ofan á káetunni hentist upp á bryggju og var þó lágsjáv- að. Ari var staddur í lestinni og hefur trúlega henzt upp um ká- etugatið og lá þar í spýtnabraki á þilfarinu, þegar menn komu hlaupandi fram á bryggjuna og snaraðist Ingvi Svavarsson um borð og tókst að koma hinum slasaða manni upp á bryggju og mátti ekki seinna vera, þar sem báturinn sökk skömmu síðar. Læknir gerði að sárum Ara á sjúkrahúsinu í dag og er hann ekki talinn lífshættulega særður og ekki mikið brenndur en bein- brotinn. Eru handarbein og fing- ur á báðum höndum brotin og Framhald á 9 síðu. Þessar myndir eru teknar á foreldrafundi, er haldinn var í Gagnfræðaskóla Kópa- vogs sl. laugardag. Tilefni fundarins var það, að í ráði er að hefja starfsfræðslu í Laugardagur 2. marz 1963 — 28. árgangur — 52. tölublað. 3ja bekk skólans og er ætl- unin að fá iðnaðarmenn og sérfræðinga í ýmsum starfs- greinum til þess að koma í skólann og ræða við nemend- ur um starfsgreinar Lengst til vinstri sézt Ólafur Gunnarsson ávarpa fundinn. Þá er svipmynd af fundinum og loks er Hjálmar Ólafsson bæjarstj. að ávarpa fundinn. Hið margrómaða „Pressuball“ blaðamanna fer nú loksins fram í kvöld, eins og alþjóð mun vera kunnugt. Ball þetta (sem á engan sinn líka) hefur aukizt að nýungum og ‘fc r\ itnilegu skemmtigríni á hverjum degi síðustu vikuna. Við höfum þá ánægju að skýra les- endum frá því að í gær var á-' kveðið að bæta á dagskrána (sem þegar var orðin afar fjölskrúð- ug) blómauppboði á heimsmæli- kvarða. Svo er mál með vexti að Ní- els Dungal ræktar orkídeur í gróðurhúsum sínum við Suður- götu, og nokkrar þeirra verða boðnar upp á pressuballinu. Hver 6á sem kaupir blóm fyrir hundr- aðkall fær happdrættismiða. Ein- hver ballgesta fær svo í hendur digran sjóð sem vinning, og margir herrar munu geta skreytt dömur sínar blómum. önnur skemmtiatriði verða samkvæmt áætlun, og yrði of langt að telja það allt upp. Póstverkfall Samkvæmt símskeyti, sem póst- og símamálastjóminni barst í dag, 1. marz, frá Finnlandj hef- ur sendingu og móttöku pósts verið hætt þar á miðnætti 1. marz vegna verkfalls póstmanna. Má því búast við töfum á pósti til og frá Finnlandi. (Frá Póst og símamálastjórn- inni). Aðalfundur Kvenfélags sósðalisfa Aðalfundur Kvenfélags sósíalista verður haldinn þriðjudaginn 5. marz kl. 8.30 í Tjarnargöiu 20. Dagskrá; 1. Breytingartillögur við reglugerð Carolínusjóðs ræddar. 2 Venjuleg aðalfundar- störf. 3, Erindi: Staða konunn- ar í nútíma þjóðfélagi. frú Þórunn MagnúsdótÞ ir flytur. Kaffi. STJÓRNIN. Bandarísk þyrla nauðlenti á Hval- eyrarholti í gær 4 menn dæmdir fyrir bjófnað og falsanir og Keflavík og sjúkrabíll komu á staðinn en sem betur fór reyndist þeirra engin þörf. Þá kom ennfremur önnur þyrla frá Keflavíkurflugvelli hinni til að- stoðar og var lokið við að lag- færa vél þyrlunnar um kl. 5 og hófu báðar þyrlumar sig þá aftur á loft og flugu til Kefla- víkur. Fyrir nokkrum dögum voru kveðnir upp í sakadómi Reykja- víkur dómar í þrem málum af Þórði Bjömssyni sakadómara. Fyrsta málið var höfðað gegn tveim mönnum hér i borg. er játuðu að hafa aðfaranótt 4. apríl sl. tekið ófrjálsri hendi bifreiðarilykil og peningmveski af sofandi manni á heimiH hans hér í borg Tóku þeir bifreiðina og óku henni spölkorn en þá stöðvaðist vél hennar og komu þeir hennj ekkj í gang aftur. Sá þeirra félaga er ók bifreið- inni var bæði ölvaður og öku- réttindalaus. í peningaveskinu voru um kr 2.500.00 i reiðufé og eyddu þeir þvi. Einnig voru í veskinu tékkar að upphæð samtals kr. 100.700.00 og böfðu þeir félagar falsað framsal á 4 tékka. selt þá og eytt andvirði þeirra er upp komst um brot þeirra þrem vikum síðar, Annar mannanna hafði áður sætt 6 mánaða fangelsisdómi skilorðsbundið fyrir auðgunar- brot og voru bæði málin nú dæmd í einu lagi. Var hann dæmdur í eins árs fangelsi og sviptur rétti til að öð'ast öku- leyfi í 2 ár. Hinn maðurinn hlaut 7 mánaða fangelsisdóm. Þá var þeim og gert að greiða skaðabætur og sakarkostnað. Annað málið var höfðað gegn manni hér i borg. er játaði að hafa í júli og ágúst 1962 falsað og fénýtt sér 5 tékka, samtals að fjárhæð kr 3.300.00 Maður þessi. sem áður hafði sætt refsi- dómi fyrir skjalafals og þjófn- að hlaut 7 mánaða fangelsisdóm og var gert að greiða skaða- bætur og sakarkostnað. Þriðja málið var þjófnaðar- mál. Sannaðist á matin nokkurn hér i borg. að hann hafi nótt eina í maí s.l. vor tekið ó- frjálsri héndj asamt öðrum manni tvær sparisjóðsbækur í húsj einu í Vesturbænum, sem hann var gestkomandi. I bókunum voru samt. kr. 69.543,00 innstæður Næsta morgun fór Framhald á 9. síðu. Um kl. 3.20 síðdegis í gær gerð- ist sá atburður, að þyrla frá bandaríska hernámsliðinu á Keflavíkurflugvelli varð að nauð- lenda á svonefndu Þorlákstúni sem er austanvert á Hvaleyrar- holtinu sunnan við Hafnarfjörð. Samkvæmt upplýsingum er Þjóðviljinn fékk í gær hjá lög- reglunni í Hafnarfirði mun' þyrl- an hafa orðið að nauðlenda vegna benzíntruflana í aflvél hennar.. Tókst lendingin vel og urðu engar skemmdir á þyrl- unni og engin slys á mönnum. Staðurinn þar sem þyrlan lenti Félagar! Komið til ^taría er rétt við þjóðveginn og dreií Tjamargötu 20 um helgina. þama brátt að múg og marg- menni og hafði lögreglan nóg' * að gera við að stjórna umferð- Málfundahópurinn tekur til inni svo að hún tepptist ekki. starfa n.k. þriðjudagskvöld. Slökkviliðið bæði frá Reykjavík Komið í félagsheimjlið kl. 8.30. ÆFR Landssmiðjan sýnir i Málaroglugganum Þessi mynd er tekiin af sýningarglugga Málarans við Bankastræti en þar stendur nú yfir sýning á ýmiskonar tækjum og efnivörum sem Landssmiðjan hefur á boðstólum. Mest áberandi á mynd- inni eru dexionjárn, sem þykja mjög hentug til alls konar uppsetninga svo sem á hillum og mörgu fleáru. Þá sjást og á myndinni Amold drifkeöjur og hjól, skipslíkan o.fl. Sýning þessi mun standa yfir til 4. marz n.k. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). FORELDRAFUNDUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.