Þjóðviljinn - 03.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.03.1963, Blaðsíða 5
' "-mudag’ur 3. marz 1963 Þ.T ÓÐVIL.TINN Skákþingi Norðlendinga Nýlokið er Skákþingi Norð- lendinga, sem haldið var á Ak- ureyri. Úrslit í meistarflokki urðu þau að þar urðu efstir jafnir þeir Freysteinn Þor- bergsson og Lárus Johnsen, en sá síðartaldi tefldi sem gestur á mótinu. Hlutu þeir tvímenn- ingar 9 vinninga hvor af 10 mögulegum, sem verður að tel]- ast glymjandi góð útkoma. í 3. sæti kom Jón Þór með 7 vinninga, í 4. Ölafur Krist- jánsson með 6V2, og 5. varð Halldór Jónsson með 6 vinn- inga. o.s.frv. Freysteinn Þorbergsson hreppti þannig titilinn skák- meistari Norðlendinga í ár, en sem kunnugt er þá er hann nú búsettur á Siglufirði. Freysteinn hefur um árabil verið einn af traustustu skákmönnum okkar. Hann er mjög farsæll stöðu- Hraðskákmót Hraðskákmót Reykjavíkur var haldið sunnudaginn 24. febrú- ar og var fjölsótt, þátttakend- ur 42. Þar voru flestir beztu hraðskákmenn borgarinnár samankomnir, og var keppnin hörð. ★ Friðrik Ólafsson varð að vonum hlutskarpastur, hláut I7V2 vinning af 20 mögulegum. og er hann því hraðskákmeist- ari Reykjavíkur í ár. Annars varð vinningsstaða 6 efstu manna þessi : lokið baráttumaður, teflir yfirleitt af rólyndi og skynsemi, en legg- ur helzt ekki út í tvísýn ævin- týri, nema hann sé til þess knúinn, annaðhvort vegna ögr- ana andstæðin^sins eða af vinningahungri. Ekki fá öll hans ævintýri „happy end“, i þeim tilvikum, en þó er hann einnig skæður á þessu sviði skákar- innar þó róleg barátta eigi bet- ur við skapgerð hans. Tel ég Freystein vel að hin- um virðulega titli kominn. Þeir Freysteinn og Lárus munu báðir fá landsliðsrétt- indi. Reykþvíkur 1. Friðrik Ólafsson 17 V2 v. 2. Ingvar Ásmundsson 15 v. 3. Guðmundur Pálmas. I3V2 v. 4. Björn Þorsteinsson 13 v. 5. —6. Magnús Sólmundarson, Haukur Angantýsson 12% vinning hvor. Skammt fyrir neðan komu svo sumir af þekktustu meist- urum okkar, svo sem Benóný, Þórir Ólafsson, Guðmundur Á- gústsson, Jón Hálfdánarson o.fl. Beverwijk Skákþinginu i Beverwijk lauk 27. janúar, þetta var 18 manna mót skipað mjög öfl- ugu liði. Hollendingurinn Donner varð hlutskarpastur, hlaut 12 vinninga. Bronstein var í öðru sæti með 11%, en nr. '3—5 urðu Pilnik og Júgóslavarnir ívkov og Parma með 11 vinn- inga, hvoi’. Er þetta vafalaust mesti skáksigur, sem Donner hefur unnið til þess, en frammistaða Pilniks verður einnig að telj- ast ágæt. — * — Eftirfarandi skák er tefld í síðustu umferð á Skákþingi Reykjavíkur: KROSSGÁTA 5 - 1963 u LÁRÉIT: 1 kvennafn 4 farnar 8 geysi- stóran ganglim 9 drottin 10 eyjaskeggj- ana (á=a) 11 Skipaskagi 13 umbúða- þungi 15 hendir 17 vöntunar 19 skamm- stöfun 21 útlent heiti 23 óvissunnar 26 fékk 27 ganga í hjónaband 28 vesaldóms. LÓDRÉTT: 1 lít 2 samhaldssemi 3 arf- ’eiðandi 4 höfuðföt 5 hrinur 6 fornafn (ef) 7 tímarits um þjóðfélagsmál 14 valdsmaöur í írak 16 sýna fram á 18 bogins 20 rússneskt karlmannsnafn 22 bak við 24 feðurna 25 samstæðu 26 hrópa. LAUSN Á KROSSGÁTU 4/1963. Lárétt: 1 kalla. 4. blakkur. 8 ofsarok. 9. slóri. 10 stinn. 11 innlent. 13 nóta. 15 gallar. 17 akstur. 19 aska. 21 bakverk. 23 novis. 26 fraus. 27 einasta. 28 sambandsráðið. Lóðrétt: 1 klofs. 2 losni. 3 auranna. 4 bókvit. 5 ausan. 6 klósett. 7 reist. 12 NAAK. 14 órar. 16 lakka. 18 kanínur. 20 skreiö. 22 elska. 24 vísaö, 25 skarö. 26 fas. Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: Jón Kristinsson. Sikileyjan'örn. 1. e4, c5, 2. Rf3, d6, 3. d4, cxd4, 4. Rxd4. Rf6, 5. Rc3, a6, 6. Be2, e5, 7. Rb3 Be6. (Fyrir stuttu var algengara, að svartur léki drottningarbisk- upi sínum til b7 eftir nauð- synlegan undirbúning. Sú leið gaf þó Fischer slæma raun gegn Sovétmeistaranum á síðasta Kandidatamóti. Því hafa menn upp á síðkastið hneigzt að því að leika biskupnum til e6). 8. Be3,Rb-d7, 9. a4, Be7. (Leikúrinn — b6 hefur ekki gefizt vel i seinni tíð. Hann veikir stöðu svarts á drottn- ingararmi. Forsendur leiksins eru líka að nokkru leyti brostn- ar, þar sem svartur þarf ekki að opna biskupi sínum út- gönguleið um b7.) 10. 0—0, 0—0, 11. a5, Dc7, 12. Dd2, Ha-c8, 13. Hf-cl, Hf-d8, (Svartur tekur nú að hótá að leika — — Rc5 og síðan — — d5 Friðrik tekur þann kostinn að gefa honum ekki færi á að losa um sig á þann veg.) 14. Rd5, Bxd5. (Jón ofmetur hagnað sinn af því að koma riddaranum til e4. ' Betra virðist 14. — — Rxd5, 15. exd5, Bf5, o.s.frv. 15. exd5, Re4, 16. Dd3, Re-c5, 17. Rxc5, Rxc5, 18. Ddl, f5, 19. b4! (Lærdómsrík stöðubarátta með þungum undirstraumi taktiskra leikbragða. Bezt var nú fyrir Jón að hörfa með riddarann til d7. þótt hvít- ur héldi mjög glöggum stöðu- yfirburðum eftir 20. c4 o.s.frv.) 19. -----f4. (Skiljanleg er sú ósk svarts að hrekja biskupinn af ská- ; línunni e3-b6. Leikurinn veikir hinsvegar peðstöðu svarts of mikið.) 20. Bd2, Re4, 21. Bg4! (Ef til vill hefur Jóni sézt yfir þennan „millileik". er hann lék 19. — — f4. Með þessum leik bjargar hvítur biskupapari sínu og kemur kóngsbiskupi sínum í ágætis- stöðu.) 21. -----Hb8. (Til álita kom fyrir svartan, að drepa á d2 og fórna skipta- mun. Biskupinn á g4 er slíkt héljarmenni, að hann er naum- ast minna en hróksvirði.) 22. Bel, Dc4, 23. Dd3! (Stórmeistarastíll! Friðrik einfaldar taflið, sjáandi glögg- lega, að endataflið er létt unnið fyrir hann, þar sem hann nær algjörum yfirráðum á einu opnu línunni, auk annarra stöðulegra yfirburða.) 23 — — Dxd3. 24. cédíl, Rf6, 25. Be6f, Kf8, 26. f3, b6. (Friðrik hótaði Bf2.) 27. Hc6. bxa5, 28. Hxa5, Hb5, 29. Hcxa6. (Uppskeran er að hefjast hjá Friðrik. Það er góðærisupp- skera, enda var sáningin ríku- leg.) 29.------Hb-b8, 30. Hc6, Rd7, 31. Ha7, Rb6, 32. Hc-c7. (Munnmæli herma að þeg- ar sjöunda línan glatast, þá séu tafllok skammt undan. Ekki mun sú regla algild, en í þessarí skák lætur hún þó ekki að sér hæða.) 32.------Bf6. (Svartur átti enga fullnægi- andi vöm. Eftir 32. — — He3 gæti komið 33. Bh4! Ef svart- ur tæki biskupinn, yrði hann mát í 3. leik, og eftir 33. — — g5, kæmi 34. Bxg5 og vinn- ur snarlega.) 33 Hf7t, Ke8, 34. HxgT. Bxg7, 35. Hxg7. Og hér gafst Jón Kristins- son upp. Friðrik hótar máti með Hg8t og Bh4tt, og við þessari hótun á Jón enga vörn, sem að haldi má koma. Lærdómsrík skák. Prentvilla Prentvilla varð í greininni um brottför Ragnars Gunnárssonar úr Sósíalistaflokknum í Þjóðvilj- anum í gær. Þar átti að standa, eins og greinin ber með sér aö öðru leyti: „Meðan hann var á aukaskrá hefur hann fengið end- urnýjað skirteini sitt og átt rétt til þess, því fram til 1. júlí 1962 hefði hann getað fengið full félagsréttindi með bví að greiða skuld sína“. SfÐA 5 Ctgefandi: Sameimngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason Sigurður V Friðþjófsson. Ritsíjó-- •- *-!- '■”v'vsmgar prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr 65 á mánuði Óðaverðbólga ihaiásins /Sðaverðbólga „viðreisnarinnar“ dynur á al- ” þýðuheimilunum með sívaxandi þunga. Verðhækkanir skella á svo ört að fólk á erfitt áð fylgjast með því, það finnur til þeirra að sjálfsögðu við það að innkaupin til heimilanna eru að verða eins og eldur í þeim peningum sem fyrirvinna heimilisins aflar, og með hverjum mánuði verður þyngra fyrir fæti að hafa fyrir nauðsynlegustu gjöldum. Meira að segja íhalds- blöðin treysta sér ekki -lengur til að halda því fram að óðaverðbólgan sé að kenna kauphækk- unum verkafólks eða annarra launþega. Hún er orðin svo gífurleg, að öllum viti bornum mönn- um hlýtur að vera ljóst, að hún er beinlínis skipulögð af ríkisstjórninni, hún er bein afleið- ing af stjórnarframkvæmdum, bein afleiðing af tvennum gengislækkunum á einu ári og hinni gífurlegu skattheimtu í eyðsluhít ríkisstjórnar- innar, sem látin er flæða út um verðlag- ið, og því að gefa verðlagið að miklu leyti frjálst eftir geðþótta kaupmanna. Opinberir aðilar hafa stórhækkað þjónustu eins og raf- magn, síma, póst og strætisvagnagjöld og fleira langt umfram það sem eðlilegt má telj- ast. Þarinig.. b.er allt að. sama brunni. Óðaverð- bólgan sem dynur á alþýðuheimilunum og er eins og eldur í kaupi fjölskyldufyrirvinnunnar er beinlínis hluti af „viðreisninnj.“ Óðaverðbólg- an er því skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins og geta alþýðumenn þakkað honum að verðleik- um innan skamms. Og því mun þá heldur ekki gleymt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur því að- eins getað skipulagt óðaverðbólgu til að raka fé af alþýðuheimilunum, vegna þess að Alþýðu- flokkurinn hefur lánað honum þingfylgi fil þess að stjórna landinu í fjögur ár. Þess vegna hlýt- ur Alþýðuflokkurinn að fá sinn hlut útmældan af þakklæti alþýðufólks þegar til kosninga kemur. Hvað er gert við þá? TTvað þarf að gera við menn sem álitnir ha’fa verið góðir drengir svo þeir leggi nafn sitt við blaðamennsku eins og þá sem ritstjórar Vís- is hafa látið sér sæma undanfarna daga? Hvert er að leita að fyrirmyndum blaðamennsku eins og þeirrar, að birta dag eftir dag mynd af Magn- úsi Kjartanssyni með rússneska sendiherranum í greinum fullum af getsökum, mynd sem tekin var í blaðamannaboði þar sem ritstjóri Vísis, Gunnar Schram, mun hafa verið viðstaddur og einnig tekið sér glas í hönd? Finnst mönnum þó þeir séu orðnir ritstjórar Vísis nauðsynlegt að feta sig niður á þetta stig í baráttu við stjórn- málaandstæðinga? Og svo að lokum samvizku- spurning: Er ritstjóri Vísis og áhrifamaður í Varðbergi, Gunnar Schram, viss um að banda- ríska sendiráðið hafi enga „skýrslu11 fengið um vissar tilhneigingar hans til íslenzkrar afstöðu í landvarnarmálum áður fyrr? — s. i 4 l i k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.