Þjóðviljinn - 03.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.03.1963, Blaðsíða 8
8 slÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. marz 1963 Hræddar um hárgreiðsluna Kvenfólkið stundar ekki sund á þessum tíma árs Rannsókn í Bandaríkjunum: Attundi hver reyndist hrjóta — Fara í sund á þessum tíma árs? Nei, takk, ég kæri mig ekki um að bleyta á mér hárið! — Langflestar myndu svara eitthvað á þessa leið, væru þær beðn- ar að koma með í Sundhöllina eða Laugarnar. Mjög lítill hundraðshluti þeirra fullorðnu sem stunda sund á vet- urna eru konur. Þær vilja miklu heldur fara í baðkerið héima hjá sér en svamla um í öllum látunum í lauginni, eyði- leggja hárgreiðsluna, og gera hárið sjálft óþjált vegna klórsins í vatn- inu. Konur hafa yfirleitt ekki á- huga á sundi á veturna, að ör- fáum undanskildum Þetta verður greinilegra með hverju árinu sem líður. Bæði Laugarnar og Sundhöllin hafa reynt að örva aðsókn kvenna með sérstökum tímum fyrir bær, en án teijandi árangurs. Meira að segja þrettán og fjórtán ára stelpurnar, sem fyr- ir nokkrum árum voru vitlaus- ar í sund, fitja nú upp á néfið: — Hárið á manni verður ó- mögulegt .... — Það kemur klórlykt af hárinu...... — Maður verður hvort sem er ekki sólbrúnn á veturna. .. Hvaða kona vi!I skipta á friðnum í baðkerinu og af- leiðingunum af lífsgleði ungviðis- ins sem er yfir- gnæfandi meiri- hluti sundgesta? Lítil þægindi Skrítlur um hrotur eru óteljandi, en þeim sem hafa þennan næturóvana í fjölskyldunni finnast þær kannski ekki eins fyndnar. í Bandaríkjunum, þar sem bráöum er búið aö reikna út allt milli heim- ins og jarðar, hefur talizt svo til aö þar séu um 23 milljónir sem hrjóta mikið og skiptist talan jafnt á kynin. Það þýðir að um það bil áttundi hver Bandaríkjamaður hrýtur. Með tilliti ti 1 þess að við sofum þriðja hluta ævinnar getur þaö or.ðið þreytandi til lengdar að sofa i herbergi með einhverjum som nót', eftir nótt hrýtur gat á þann vegg þagn- armnar sem umlykur okkur 1 svefninum. Hroturnar myndast við það að loftjð sem fer út og inn við öndunina orsakar titring i aftari hluta gómsins. hinum svokaiiaða mjúka gómi og öðr- um mjúkum hlutum í nefi og koki. Það er undir legu, þykkt og hlutverki þeirra vefja sém loftið hefur áhrif á og hraða lof.straumsins komið hve sterkur titringurinn verður. Úr mörgu sem orsakar hrot- ur má draga eða laga alveg. Hindrun í loftgöngum nefsms leiðir til dæmis til munnönd- unar og þar af leiðandi til hrotna. Sé þetta aðeins smá- gaiii má lagfæra hann með einfaldri læknisaðgerð. Sé nef- ið stíflað af kvefi orsakar það líka hrotur. Margir brjóta aðejns þegar þeir sofa á bakinu. Fyrir þá vær: reynandi að liggja á hlið- inni eða maganum á nóttunni. Teygjanleikinn í vefum háis- ins getur orðið tjl að auka hrotumar. til dæmis vegna of mikilla reykinga. ofþreytu. slæmrar heilsu og vanlíðunar vfirieitt. Algengara er að eldra fólk hrjóti en það yngra. Liklega er orsökin sú að þegar aldur- inn færist yfir verður teygjah- leikinn j öllum skrokknum minnj Qg þá lika í vefjum öndunarfæranna Sé einhver stórhrjótari i fjölskyidunni æt', i hann eða hún að leita læknis. helzt háls- nef- og eyrnasérfræðings. Geti læknirinn ekkert hjálp að er ekki hægt að þefa hin- um í fjölskyldunni annað ráð en að fá sár bómull í eyrun. Það er satt að segja ódýrara til lengdar en að liggja and- vaka Ástandið var betra fyrir nokkrum árum, en nú krefjast konurnar meiri þæginda. Þær vilja helzt hafa sérklefa fyrir fötin og þær kæra sig ekki um óþægindi sem þær verða fyrir af öllum skólakrökkunum, sem taka yfirleitt ekkert tillit til Jæja krakkar. Ég mæli með sömu myndum í dag og á sunnudaginn var. þessum í Kópavogj og Hafn- arfirði. Chaplin upp á sitt bezta ei enn í Kópavogsbíó og það er enginn svikinn af honum. Ég ætlaði alveg að rifna úr hlátri þegar ég sá hann. Þetta er nú meiri karlinn. 1 Bæjarbíó í Hafnarfirði eru tvær rússneskar æfintýramynd- ir, Rauðhetta og úlfurinn og Fl.júgandi töfraskipið. Þær eru báðar í litum og sérstaklega gerðar fyrir böm Þið kunnjð sjálfsagt öll æfintýrið um han? Rauðhettu litlu sem lét úlfinn plata sig í skóginum. en allt fór vel að lokum. Æfintýrið Fljúgandj töfra- skipið segir frá vondum og l.iót- urr. karli, Svarta Donald, sem á hverju ári á jónsmessunótt rænir fallegustu stúlkunni í annarra hvorki í lauginni né búningsklefunum. Það eru ekki nógu mikil þægindi á sundstöðunum. Það er ekki allsstaðar hægt að íá sérklefa og síðast, en ekki sízt er það hárið. Erlendis hefur víða verið tekin upp sú þjón- usta að veita kvenfólki á sund- stöðum aðgang að hárþurrkum. Og satt að segja er þetta ekki nema sjálfsögð þjónusta þegar hugsað er út i það. Það myndu áreiðanlega miklu fleiri konur fara í sund ef þær þyrftu ekki að fara út á eftir með hárið blautt og hangandi. T.d. væri þá hægt að bregða sér í sund áður en farið er í vinnu á morgnana eins og margir karlmenn gera. Þá vantar líka -námskeið 1 sundi fyrir konur. Ekki bara byrjendanámskeið, það eru margar sem kunna að synda frá því þær voru krakkar, en vilja kannski rifja það upp og eins iæra eitthvað nýtt, þ. e. fleira en bringusund sem er það sem flestir synda. Hvað eru það t.d. margar konur sem kunna að stinga sér? Flestar ganga niður tröppurnar þegar þær fara út í laugina. Ein gegn tuttugu Það er líklega íleira en Fótunum, kann.ski, en ekki hár- inu, getur kvenfólkið hugsað sér að dýfa í klórvatnið ' lauginni. landinu. Sagan byrjar þegai Svarti Donald hefur enn einu sinni rænt stúlku á jónsmessu- nótt. en bróðir hennar sem héitir Ketill fer af stað til að reyna að bjarga henni. Ketili lendir i ýmsum æfintýrum. kemst yfir töfraskip sem hann flýgur á í ríki Donalds og þar tekst honum að pretta þjón- ustumanninn hans, hann Brúsa- skegg. Þá tekst Katli að ná i töfrasverð, smíðað af dvergum. en með því má sigrast á hverju sem er, enda leggur hann Svarta Donald að velli með sverðinu. Svo nær hann systur sinni og þau fara heim i sveit- ina sína og myndin endar á þvi að Ketill brýtur töfrasverðið því hann er nefnilega á móti vopnum og bardaga og vill ekki að sverðið verði misnotað 1 framtíðinni. Það er talað inn á báðar myndirnar á íslenzku og það finnst mér mjög vel gert af Bæjarbíó því þá skiljið þið allt sem er að gerast í myndinni. hvert einasta smáatriði. Verst er hvað það er langt fyrir krakkana i Reykjavík að fara suður í Hafnarfjörð eða Kópavog til að fara í bíó. Það er ekki mikið úrval i Reykjavík núna, en þó cr mynd í Gamla bíó } d*u3, Tumi þumall, wm ég þor ANDRÉS ÖND KYNNIP KRAKKAMYNDIRNAR Kona á sundlaugarbakkanum er svo sjaldgæf sjón að karlarnir gleyma allri kurteisi og glápa úr sér augun. hræðslan við að eyðileggja hár- greiðsluna, sem heldur konun- um frá sundlaugunum. Eitt af því er glápið. Komi kona t.d. ein inn á sundstað þar sem eru fyrir kannski tuttugu kari- menn, á hún á hættu að þeir glápi úr sér augun áður en hún kemst niður í laugina. Enda þíða margar lengi við innganginn áður en þær neyta færis til að laumast óséðar ofaní. Og svo eru það krakkarnir. Fátt finnst þeim skemmtilegra en að fara í sund og leika sér í lauginni. 1 leiknum gleyma þau oft að líta í kringum sig áður en þau stökkva út í og það eru ekki fáar pústrurnar sem aðrir verða fyrir af þeirra völdum. En það sem mest degur úr aðsólcn kvenna á sundstaðina mun þó þrátt fyrir allt vera sú staðreynd að þær eyðileggja lagninguna í hárinu. í henni liggur oft mikil vinna, tími — og peningar — og- hafi kona t. d. fengið lagningu á föstudegi eða laugardegi hugsar hún sig um tvisvar áður en hún fórnar henni á altari heilsunnar með .kxLít?.. Jara„ .Á sund ý. supnu- dagsmorgni. Því miður hafa ekki enn ver- ið fundnar upp þær sundhettur sem hlífa hárinu fullkomlega. Það fer ailtaf eitihverf vatn undir þær fyrir nú utan það hvað þær eru óþægilegar. Meðan hvorki koma fram á sjónarsviðið betri sundhettur né betri fyrirgreiðsla á sundstöð- unum heldur meirihluti kvenna áfram að láta sér nægja bað- kerið. Hringekja tízkunnar Tízkan tekur sífelldum breytingum og það sem er í tízku hverfur fljótlega og kemur svo aftur seinna. Karlmennirnir henda gam- an að duttlungum tízkunn- og tízkufréttariturunum sem virðast skipta um skoðun jafnoft og tízkan breytjst. Bandarískur blaðamaður lýsir tízkunni. og kvenfólk- inu, á eftirfarandi hátt; • Tíu árum áður en kjóll- inn kemst í tízku finnst kvenfólkinu hann hneyksl- anlegur. • Fimm árum áður en hann kemst í tízku finnst þeim hann bera vott um ósvífni. • Einu ári áður er hann orðinn djarfur. • Þegar hann er kominn í tízku finnst kvenfólkinu hann clcgant og smart. • Einu ári seinna finnst beim hann óþolandi. • Tíu árum seinna er hann orðinn hlægilegur. • Eftir þrjátíu ár segja þær að hann sé fínlegur. • Sjötíu árum eftir að kjóll- inn var í tizku er hann rómantískur. • Hundrað og fimmtíu ár- um eftir að kjóllinn varð til, . lokast hringurinn. Þá er hann að nýju orðinn yndjs- legur og alveg draumur. Rauðhetta og úlfurinn i skóginum. Myndin cr sýnd í Bæjarbíó, Hafnarfirðii að mæla með. I Austurbæjar- bíó er kúrekamynd eins og vam er. Þið vjtjð nú. hvað mér finnst um þær, en sú sem er þar í dag heitir Nótt í Nevada. Stjörnubíó segist vera með nýja syrpu af teikni- og gaman- myndum, það er vonandi satt. enda þótt sum kvikmyndahús- anna hafi stundum platað okk- ur með því að setja nýtt nafn á gamlar myndasyrpur, svo við erum orðin dálítið tortryggin þegar þau segja að smámynda- syrpurr.ar séu nýjar. Syrpan í Stjörnubíó í dag heitir Kátir vcru karlar. Hafnarfjarðarbíó er íekið við af Háskólabíó og farið að sýna Jerry Lewis. Hann er þar í Strandkapteininum í dag. Tóha- bíó sýnir þessa sömu. gömlu, Peniingafalsarana, og í Nýja bíó og Laugarásbíó eru líka sömu myndirnar, Höldum gleði hátt á loft og Æfintýrið um stigvél- aða köttinn. Barnagamanið í Háskólabíó er kl. 3 í dag og varla þarf að segja ykkur frá Dýrunum i Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu. Svo vildi ég benda ykkur á, að_ það er barnasýning kl. 5 hjá MÍR i Þinghoþsstræti 27, og þar eru venjulega sýndar mjög skemmtilegar myndir fyrir krakkana. Bless í bili! ■— Andrés. k »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.