Þjóðviljinn - 05.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.03.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 5. marz 1963 — 28. árgangur — 54. tölublað. Ný skipan póstútburðarmála í Reykjavík Afnám aukavinnu iélegri þjónusta póstinn í tösku sína í gærmorg- un. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.), Sigurður Jónsson, póstur, lætur Upp er komin deila milli pósta hér í Reykja- vík og forráðamanna póstmálanna út af auka- vinnu. í vetur er búið að vanta pósta í 2—3 hverfi og hafa hinir póstarnir borið út í þau í auka- vinnu. Þetta fannst stjórnendum póstmál- anna of mikill kostnað- ur og hugðust því taka upp þann hátt um síð- ustu helgi, að fella niður aukavinnuna með því að draga úr póstþjónust- unni þannig að aðeins yrði borið út einu sinni á dag í sum hverfi borg- arinnar í stað tvisvar eins og mælt er fyrir í réglugerð. — Mótmæltu póstarnir þessari nýju skipan með því að neita að framfylgja henni. Eins og áður segir er mælt svo fyrir í reglugerð, að bera skuli út póst tvisvar á dag í öll hverfi borgarinnar. Sam- kvæmt þessu er vinnutíma póst- anna þannig hagað, að hann er tvískiptur eða frá 8.30—12 á morgnana og frá kl. 13.30—17.30 síðdegis og fara þeir eina ferð um hverfi sín að morgni og aðra eftir hádegið. Þó hefur að- eins verið borið út einu sinni á dag í þau hverfi þar sem pósta hefur vantað og hafa þeir póstar sem þar hafa hlaupið í skarðið annast það i aukavinnu 76 tonn í einu kasti Það er líklega nokkuð sama hvaða veiðarfæri er kastað í sjó af Víði II., árangurinn lætur ekki á sér standa. Um 10 leytið á sunnudagsmorguninn lét hann úr höfn í Sandgerði og kastaði þorsknót sinni rétt sunnan við Staf nes um hádegið. Veður var heldur slæmt. Þegar nótin var dregin að borði aftur voru í henni 76,5 tonn af stór- þorski. Um kl. hálf fimm var lokið við að háfa aflann og blóðga hann allan og kl. hálf tíu um kvöldið var skipið komið í höfn aftur eftir níu og hálfrar klukkustundar útivist. Skipstjóri á Víði II. er nú Víðir Sveinsson. - ■ I I ■■ , " ■ ' ■ - 'I '■ " ■ ■ ísalög og verkföll orsoka pappírsskort Pósturinn tckinn úr hólfunum I gærmorgun til útburðar. <$>--------------;-------—— (Ljósm. Þjóðv. A. K.) ÞVl MIÐUR vcrðum við með blaðinu í dag að grípa til þeirra neyðarráðstafana að minnka blaðið til bráðabirgða niður í 10 síður vegna pappírsskorts. Orsökin til þessa er sú, að vegna mikilla ísalagna á Eystra- salti féll niður sú skipsferð, sem næsta pappírssending til blaðsins frá Finnlandi var væntanlega með. ÞEGAR FYRIRSJÁANLEGT var að sldpsfcrðin félli niður, voru gerðar ráðstafanir til þess að fá pappírinn scndan til Kaup- mannahafnar i veg fyrir ís- lenzkt skip þar, en sú leið lok- aðist einnig skyndilcga vegna verkfallanna í Finnlandi. AF ÞESSIJM sökum er óhjá- kvæmilegt að grípa t!il þess ó- yndisúrræðis að minnka blaðið um skeið í 10 síður til þess að Bretinn aðgangs- harður Hnífsdal. 2/3. — Hér er einmuna veðurblíða til landsins og er orðið að heita má alvcg snjólaust. Hins vegar hefur verið rysjutíð til sjávarins. Fram- an af vertíðinni spillti haf- ísinn afla og veiðarfærum bátanna en nú cru það tog- ararmir, cinkum þeir brezku. Hafa þeir vcrið mjög aðgangsharðir og oft krusað yfir línurnar rétt fyrir framan bátana. Mímir er hér aflahæstur með 118 tonn í 20 sjóferð- um, Rán hefur 115 tonn t 19 sjóferðum, Páll Páls- son 105 tonn í 19 sjóferð- um og Einar 6414 tonn í 12 sjófcrðum. — Il.B. síðdegis og að sjálfsögðu fengið aukavinnugreiðslu fyrir. Samkvæmt hinum nýju regl- um póststjórnarinnar sem áttu að ganga í gildi sl. laugardag eiga þeir póstar sem annazt hafa útburðinn í mannlausu hverf- in nú að bera út póstinn þangað i vinnutíma sínum fyrir hádegið og fara aðeins eina ferð, eftir hádegi, í eigin hverfi. Með þessu losnaði póstsjómin við auka- vinnugreiðslu til þeirra en auð- vitað kæmi það niður á al- menningi í bænum í lakari póst- þjónustu. í þessu sambandi er einnig þess að gæta, að póstarnir hafa haft umsaminn hálftíma á dag x aukavinnu án vinnuskyldu, en eftir þessari nýju skipan yrðu þeir sem bera út í tvö hverfi að vinna þennan hálftíma en hinir sem bera aðeins út í eitt hverfi fengju hann eftir sem áð- ur greiddan án vinnuskyldu. Þessi nýja skipan átti að koma til framkvæmda eftir há- degi sl. laugardag en þá neit- uðu allir póstarnir að bera út nema í sitt eigið hverfi. 1 gær- morgun neituðu einnig flestir þeirra að fylgja nýskipuninni, en þó munu einhverjir hafa beygt sig undir hana. Útburðarhverfin í Reykjavík eru 31 og nú mun vanta pósta í 5 þeirra. Stafar þessi mann- , ekla af því, að byrjunarlaun ! póstanna eru svo lág, að menn l fást ekki til þess að vinna fyrir ; þau. Þau munu nú vera um 4700 ' krónur á mánuði og þar að auki ! gerir hin umsamda hálftíma aukavinna á dag um 600 kr. á mánuði. Telja póstarnir, að leið- in til þess að bæta úr manna- hrakinu sé ekki sú að ganga á rétt þeirra manna sem fyrir eru i starfinu heldur að bjóða betri laun en nú er. öðruvísi fáist ekki hæfir menn í starfið. Sú hefur líka orðið raunin á í vet- ur, að þótt einhverjir hafi feng- izt til þess að grípa í póstút- burð tíma og tíma hafa þeir ekki haldizt við í starfinu. Samkomulag um 28 launa flokka ríkisstarfsmanna spara þær pappírsbirgðir sem það enn á. I ATHUGUN ER að fá pappír frá öðru Iandi en Finnlandi og standa vonir tfíl að fljótlega verði hægt að bæta úr pappírs- skortinum þannig að ekki þurfi að grípa til enn róttækari ráð- stafana varðandi útgáfuna. LESEFNI BLAÐSINS dregst ó- hjákvæmilega allmikið saman við þessa bráðabirgðaráðstöfun og cru Iesendur beðnir að virða það til betri vegar og sýna bið-' lund og skilning meðan á þess- um óviðráðanlegu erfiðleikum stendur. Áfundií Starfsmanna- félagi ríkisstofnana í gærkvöld skýrði formað- ur Kjararáðs BSRB, Kristján Thorlacius, frá því, að samkomulag hefði náðst um það á sáttafundum að fjöldi launaflokka ríkisstarfs- manna skyldi verða 28 og mundi nú reynt að ná samkomulagi um röð- un í hinn nýja launa- stiga. Einnig skýrði Kristján nokkuð frá til- lögum sem ríkisstjórnin hefur lagt nýlega fram um hækkun ýmissa starfshópa miðað við fyrri tillögur sínar. Þjóðviljinn snéri sér til Har- aldar Steinþórssonar, starfsmanns BSRB, og leitaði nánari upplýs- inga um málið og skýrði hann blaðinu frá eftirfarandi. Undanfarið hafa verið haldnir nokkrir sáttafundir með Kjara- ráði BSRB og samninganefnd ríkisstjómarinnar, en eins og til- kynnt hefur verið í blöðum fyrir helgina þá ákvað fjármálaráð- herra að framlengja tíma þann sem ætla skyldi til sáttatilrauna í deilu þessara aðila og að fresta því að Kjaradómur fengi málið til afgreiðslu. Á sáaafundi í gær náðist svo samkomulag um það að fjöldi launaflokka skyldi verða 28 en Kjararáð BSRB hafði lagt til að þeir yrðu 31 en samninganefnd ríkisins hafði aðeins viljað fall- ast á 25 flokka. Munu nú báðir Framhald á 2 síðu. Ingf vann Friirik Lokið er nú tveim skák- um £ einvígi þeirra Frið- riks Ölafssonar og Inga R. Jóbannssonar um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 1963 og hefur Ingi hlotið lt4 vinning og Friðrik 14. Fyiri skákin var tefld á föstudagskvöld og hafði Friðrik hvítt. Fékk Ingi heldur lakara tafl, en tókst að jafna stöðuna og sömdu þeir um jafntefli í biðskák- inni án þess að tefla skák- ina frekar. Önnur skákin var tefld á sunnudaginn og lék Ingi þá hvítu mönnunum. Fóru leikar svo, að Friðrik féll á tíma en staða hans var þá orðin vonlaus. Þriðja skákin í einvíginu verður tefld í kvöld og hefst hún kl. 20 í Snorra- sal að Laugavegi 18. Myndin er tekin á sunnu- dag er önnur einvígisskák- in var tefld — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.