Þjóðviljinn - 05.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.03.1963, Blaðsíða 6
SlÐA ÞJOÐVILJINN Enn um skiptingu fiskimi / veiðisvæði Þriðjudagur 5. marz 1963 '\K~ , ' "A ' CP Út af skrifum mínum í síð- asta þætti Fiskimála, hafa ýmsir hringt til mín, og spurt hvaða gildi þaö hafi að skipta fiskimiðum innan landhelginn- ar á milli veiðiaðferða. Það sem ég hygg að fleiri en hringt hafa vilji fræðast nokkuð um þessi mál, þá vil ég hér í þætt- inum taka þetta fyrir að nýju. Þegar svo er komið eins og nú er, að megin hluti allrar veiði innan landhelginnar, er orðin veiði með netum, og þetta er ekki aðeins hér sunnan- lands á gamalkunnum þorska- netamiðum, heldur má segja að þetta sé orðin gildandi veiðiaðferð umhverfis allt land. þá er áreiðanlega orðið tíma- bært að athuga þessi mál gaumgæfilega og gera viðhlít- andi ráðstafanir, ef koma á i veg fyrir mikinn skaða. Fiskurinn þarf að fá aðgang að grunnmiðum í síðasta þætti benti ég á hættu sem stafar af því þegar netaveiðar eru stundaðar meira af kappi en forsjá. Hin svo kölluðu drauganet, sem skilin eru eftir á hafsbotni bóla- og umhirðulaus, halda áfram að veiða fisk mánuðum saman eft- ir að þau hafa týnzt. Þessi fiskur deyr og rotnar í netun- um með þeim afleiðingum, að lifandi fiskur sem að staðnum kemur flýr hann í ofboði. Þessi hætta er ekki hvað sízt fyrir hendi hvað þorskinum viðkemur þar sem sá fiskur er mjög iykt- næmur. En þetta er ekki eina hættan Þó að í því sem ég hefi Iýst hér að framan, sé mikil hætta fólgin þá er það engan veginn FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kuld svo að þetta sé eina hættan sem af þessu stafar. Ekki minni hætta er í því fólgin að girða. af grunnmiðin með sam- felldum netatrossum sem litlar geilar eru á, eins og gert hefur verið sumstaöar hin síðari ár. og er þá Faxaflói, ein hin allra þýðingarmesta fiskuppeldisstöð hér við Island, ekki undan skilinn. Gildi þess að skipta miðunum innan landhelginnar í veiðisvæði er ekki sízt í því fólgin, að með þvf fær göngufiskurinn greiðan aðgang að grunnmiðunum en ella. Þegar búið er að löghelga eitt- hvert veiðisvæði eingöngu fyr- ir Hnu og færi svo að girðirjgar með netum eru þar útilokaðar þá er um leið opnaður vegur fyrir þorskgöngurnar upp á grunnmiðin, en það er ein hin mesta lífsnauðsyn, ef við ætlum okkur að stórum hluta að hafa lífsframfæri af fiskveiðum i framtíðinni. Það er kominn tími til þess að við á þessu sviði látum vit- ið fá hlutdeild í stjórninni, i stað þess að láta græðgina eina ráða ferðinni, því að hún er oftast blind á báðum augum þessum efnum. Hinsveaar ráðum við ekkí öllu Með því að gera það sem er á okkar valdi til að viðhalda fiskstofnum sem brauðfæða okk- ur og klæða, þá má segja að stefnt sé í rétta átt. Hinsvegar skulum við gera okkur það ljóst að þessi mál eru ekki að öllu leyti á okkar valdi. Ýms- ar sveiflur verða innan fisk- stofnanna, sumar þekktar og þó fleiri ennþá óþekktar, eða or- sakir þeirra. Ef við skoðum sög- una eða þá annála sem helzt segja frá þessum hlutum, þá kemur í ljós, að löngu fyrir daga neta og togveiða, komu hér fiskileysisár á grunnmiðum svo að til vandræða horfði. Við höfum enga vissu fyrir, hver var orsök þessa, því að margt getur komið til greina. Ennþá höfum við þessi mál aðeins að litlu leyti á okkar valdi. En fiskveiðiþjóð sem okkur, ber tvímælalaust skylda til þess að auka þekkinguna með ríflegu framlagi til fiskirannsókna, og að gera það sem við vitum að er á okkar valdi, og getum stuðlað að aukinni fiskigengd á okkar miðum. Uppeldisstöð íyrii borskaseiði Samtök sjómanna og útgerð- armanna í Sogni og Fjörðum í Noregi, „Sogn og Fjordane Höíum breytt tilhögun nám- skeiða. skólans- Nú geíst stúlkum tækifæri að sækja sérstök námskeið, sem aðeins eru ætluð tilvonandi sýningarstúlkum. Hin margeftirspurðu fram- haldsnámskeið verða á fimmtudögum kl. 9 til 11 eftir hádegi. Snyrtinámskeið briðjudaga og fimmtudaga kl. 6:45 — 8:45 e. h. tízku - skólinn Laugaveg 133. Sími 20743 KONUR A ÖLLUM ALDRE Erum að byrja með ný tveagja mánaða kvöldnám- skeið, sem verða þrisvar í viku. Margar nýungar. UpDlvRí^rr^r í síma 20743. lÆKUSKðLINN. Fiskarlag" vinna nú að því að komið verði upp uppeldisstöð fyrir þorskaseyði í þessum landshluta Noregs. Bíða þeir nú eftir svari frá fiskimála- stjóra Noregs til stuðnings mál- inu, en að því fengnu hyggjast þessi samtök sækja um styrK til þessarar starfsemi til ým- issa sjóða sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja þjóðþrifafyrirtæki. : Tveir litlir norskir skuttogarar á íslandsmið Nálægt 10. febrúar s.l. héldu tveir litlir norskir skuttogarar á íslandsmið. Meiningin er að þeir stundi togveiðar djúpt undan Austurlandi og flytji afl- an heim til vinnslu. Þetta eru skuttogarai-nir Máretrál 1 og Máretrál 2. Að öllum líkindum munu þessi skip leggja aflann á land í Kristiansund eða Ála- sundi. Grikkir auka Atlanz- ^afsútgerð sína Grikkir hafa nú stóraukið Atlanzhafsútgerð sína eða úr tveimur skipum í átján. Ötl eru þessi skip búin frystivélum. Sagt er að grísk stjórnarvöld hafi veitt lán að sextíu hundr- aðshlutum til þessarar aukning- ar. 1 Grikkiandi eru nú starf- andi kringum 80 saltfiskverk- unarstöðvar og eru ársafköst þeirra talin nálægt 5000 tonn- Góð veiði á Nýfundna- landsmiðum Frysti- og verlcsmiðjutogarinn Sorgva frá Álasundi sem hélt á miðin við Vestur-Grænland fyrir nokkru, stöðvaðist þar ekki vegna erfiðleika af ís- reki á miðunum. Hélt togarinn því á Nýfundnalandsmið, og þaðan bárust fréttir frá hon- um kringum 12. febrúar, þar sem sagt er að togarinn fengi ðgætis afla. ^ardínuframleiðsla ^anadamanna Samkvæmt heimildum í jan- úarhefti „Canadian Fisher- man“, voru ýmsir erfiðleikar á sölu á kanadiskum niöur- soðnum sardínum, bæði órið j 1960 og 1961. Þessi ár er sagt að framleiðslán hafi farið niður í 700 þús. kassa, hvort árið. A s.l. ári lifnaði svo aftur yfir : bessari framleiðslu og varð hún . árið 1962 1 milljórr og 200 þús kassar. Sagt er að tveir þriðj.i hlutar sardínuframleiðslunnar frá s.l. ári séu seldir til Austur ríkis og Ástralíu, en einn þriðii hluti seldur á markaöi í Banda- ríkjunum og heima í Kanada. ^Uraunatogveiðar 'T-nQndinaa Frá þvf er sagt 'í erlendum Möðum að Hollendingar hygg- >st senda bráðlega togara cil veiða á eftirtalin mið tii reynslu. Norður í Hvítahaf og á fiskigrunnin vestur af Eófót f Noregi, einnig á fiskimið við Færeyjar og Tsland. Þrjú stærstu fagfélög sjómanna f Hollandi hafa hinsvegar skora' á meðlimi sína að neita ráðn ingu á þessa togara. þar se"" aðbúð skipshafnanna uppfvl' ekki lágmarkskröfur ef veið.-n eru stundaðar á fjarlægum mið unt /1 Myndirnar eru af tveim nýjum, norskum skuttogurum; þeir eru báðir af minni gerðinni og svipar til Mörcstrá'-skipanna. Skiipin sem myndirnar eru af bera nöfnin Myrefisk og Vágtind. Ævarandi friður Framhald af 5. síðu sænskur maður var kosinn eft- irmaður hans, þó að auðséð væri að Sovétríkin stæðu næst sem annað mesta kjarnorku- veldið, en með þessu var fram- kvæmdamáttur stofnunarinnar lamaður. Annað dæmið var þetta: Sovétríkin leggja hindr- anir í veg bandarískra ferða- manna þar í landi, og Banda- ríkin eru farin að gjalda líku líkt. Bæöi þetta og ótalmargt annað, þó að smátt megi þykja hvað fyrir sig, er vatn á myllu hins viðurstyggilega kalda stríðs. Lokatakmarkið, kjarni málsins .... Bandaríkin mundu engu tapa þó að þau lýstu því yfir að þau mundu alls ekki hefja árásir á rússncskar borgir eða herstöðvar að fyrra bragðii, og með engu móti nema því að á Bandaríkin yrði ráðizt cða citt- hvetr bandalagsríöki þeirra að tilefnislausu. Kennedy hefur verið spurður hvort það muni geta komið til mála að hann láti varpa atóm- sprengjum að fyrra bragði, og svaraði hann því, að vel gæti^. svo farið að hann léti varpa þeim í Sovétríkjunum svo fremi að þetta ríki réðist með stór- heri inn yfir Vestur-Þýzkaland, Þessu svarar Szilard svo, að auðvelt sé að vera fullkomlega við öllu búinn ón þess nokkur grur.ur þurfi að falla á um það, að friðarviljinn sé ekki einlæg- ur. .... Bandaríkin gætu greitt fyrir afnámi kabla stríðsins með’ því að lýsa því yfir, að atómsprengjur yrðu aldrci hafð- ar nema til varnar, aldrei ti! þcss að vinna sigra i óvina- landi eða Ieggja undir sig lönd. Þetta verður skiljanlegra ef haft er í huga að nú eru uppi tvær stefnur um meðferð og hagnýtingu slíkra vopna, c-r önnur sú, að miöa framleiðslu beirra við árásir á tiltölulega fáa stáði, og auöhitta, en það eru borgir eða fleiri staði og vand- hittnari. — hinar duldu her- stöðvar. Hættulegast íyrir heimsfriðinn Hættuíegust fyrir heimsfrið- inn af öllu er sú aðferð sem Bandaríkin hafa valið. Sam- kvæmt henni skulu þau ætíð vera á undan í kjarnorkuvfg- búnaðarkapphlaupinu og hafa fjölda herstöðva dreifðar um allar jarðir.' En kappið sem á betta er lagt lyftir undir og eykur vígbúnaðaræðið, unz það er komið í þann algleyming. íem erfítt virðist að stöðva. "zilard segir svo: ... Þcssari 'efnu handarískra hernaðar- "firvalda hljótum víð að móí- mæla. Það er henni að kenna hve taumlaust vígbúnaðarkapp- híaupið cr né orðið, bæði hér og í Sovctríkjunum. Ef við fær- um að dæmi Rússa, kæmumst við af með miiklu minna af her- gögnum og hcrstöðvum. Þó það sýndi sig að Rússar héldu fram sömu stefnu þó að við beygðum af, er cngu spillt, því að ekk- ert væri hægara en að snúa við og taka aftur til óspilltra mál- anna. En hingað til hafa Sovétrík- in aldrei fengið tækifæri til að hægja á sér, þau hafa nauðug viljug orðið að þreyta keppn- ina. Nú sem stendur er ekki unnt að ganga lengra. En lokatak- markið og kjarni málsins er sá að stofna til ævarandi friðar og jafnframt að afmá öll vopn, allan vígbúnað. Szilard starfar nú að því að skipa tíu manna nefnd hinna tærustu vísindamanna til að finna lausn á vandamáli þessu, sem hingað til hefur virzt svo torvelt viðfangs. — Þegar sú lausn er fundin, munum við útrýma styrjöldum, segir Szilard. — Lauslega samantekið og þýtt úr Politiken 24. febrúar 1963. Höf. greinarinnar er Niels Blædel. Grikkland Framhald af 4. síðu. Heilbrigðisástandið meðal fanganna er hræðilegt. Meðai fanganna 430 í Aegina-fangels- inu hafa komið fram 2200 veik- indatilfelli á síðasta ári, eða 4—5 mismunandi sjúkdómar á hvern fanga að meðaltali! Læknishjálp er skorin við nögl. Á árinu 962 létust 262 fangar. Á kistu eins þeirra var fest til- kynning um að hann yrði lát- inn laus. Alþjóðlegar aðgcrðir I mánuðinum sem leið Komu saman í París nokkrir lögfræð- ingar frá ýmsum Evrópulöndum og ræddu um hvað unnt væri að gera stjórnmálaföngunum grísku til hjálpar. Þeir sömdu skjal þar sem hvatt var til al- þjóðlegrar ráðstefnu ó breiðum grundvelli sem fjalla skyldi um málið. Skal sú ráðstefna hald- in í París 23—24 þessa mánaðar. Áskoruninni 'hefur verið vel tekið og hafa fjölmargir þekkt- ir rithöfundar. listamenn. vís- mdamenn og stjórnmálamenn frá ýmsum löndum og úr ólík- ”m flokkum ritað undir hana. Ekkert getur orðið hinum hrautpínclti Grikkjum til hjálp- ar annað cn öflug og alþ.ióðleg krafa um að þeir verði látnir 'ausir. Hvort við fslendingar orðum menn til að rétta hjáíp- 'rhönd skal ósagt látið. En ó- "nnilcgt cr að Guðmundur f. Guðmundsson utanríkisráðherra færi þessi mál í tal næst hegar hann fer á NATÓ-ráðstefnu í Aþenu. i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.