Þjóðviljinn - 06.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.03.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. marz 1963 Þ.TÓÐVTL.TINN SUDURLANDSSiDA Eina leiöin til bættra þjóðfélags- hátta er ai efla AlþýðubandalagiÍ \ Það leynir sér ekki þegar lit- ið er í dagblöðin að kosningar eru framundan og þegar kom- inn þó nokkur glímuskjálfti i kappana sem þeim stýra, eða öllu heldur hetjumar, sem að baki standa, stjómmálamenr- ina. í Morgunblaðinu og Tím- anum er þegai- farið að æfa af kappi hina vinsælu kosninga- sniðglímu um hvort íhaldið eða Framsókn hafi unnið oftar og meira með kommúnistum. Æfinlega er þessi hundflata kosningaherferð sett á svið, þegar sú stund nálgast að kjós- endur geti haft áhrif á gang mála með atkvæði si'nu á kjör- degi, svo og til að fela í mold- roki áróðurs og blekkinga öll þau óþurftarverk, sem íhaldið og Framsókn hafa unnið á liðn- um tímum sitt í hvoru lagi og sameiginlega. Reynsla og saga liðinna ára hefur þó sýnt og sannað að í samstarfi hafa þessir flokkar reynzt íslenzku Þess sjást nú greinilega merki á ýmsum blöðum, sem út eru gefin í Suðurlands-kjördæmi. að kosningar nálgast. Einkum hafa EYJABLAÐIÐ og FRAMSÖKNARBLAÐIÐ i Eyjum átt í hnippingum út af væntanlegu framboði Fram- sóknarflokksins í Suðurlandi því þótt hvorki hafi Framsókn né Alþýðubandalagið birt lista sína, þykjast þó hvorir vita, hvað öðrum líður í þeim efnum. Blaðið ÞJÓÐÓLFUR á Selfossi hefur einnig dregizt inn í þær. Af því að hnippingar þessar eru dálítið sérstæðar þykir rétt að endursegja þær efnislega hér á Suðurlandssíðunni. EYJABLAÐIÐ birti 13. febr. grein sem hét Það er búið að senda þeim draug. Þar sagði frá því að þrátt fyrir kosninga- sigur Framsóknarmanna í bæj- arstjórnarkosningunum í Eyj- um s.l. vor hafi þeir engu feng- ið ráðið um uppstillingu á Framsóknarlistanum. Frá upp- stillingarfundi segir EYJA- BLAÐIÐ svo: „Sigurvegararnir í Vcst- mannaeyjum höfðu auðvitað f huga, að gera þar kröfu til þess, að Vestmannaeyjamaður skipaði eitt af vonarsætum framboðslistans við næstu kosn- ingar. Ekki mun hugur þeirra þó hafa stefnt hærra en á þriðja sætið. En þar var blásið á þá. Þar var settur Helgi Bergs. kontóristi úr Reykjavík, maður- inn, sem glutraði því sæti síð- ast, þótt fyrri kosningatölur segðu það sæti öruggt. Sigurvegararnir úr Vest- mannaeyjum tóku við aftur- göngunni þegjandi og hljóða- laust. En svo svelgdist þeim á frammi fyrir draugnum, að þeir gcrðu ekkert tilkall til 4. sæt- isins. I það var settur kaupfé- lagsstarfsmaður á Selfossi, Ósk- ar Jónsson. Þá vöknuðu hetjurnar o a heimtuðu 5. sætið. En í þeirri orustu vegnaði sigurvegurunum héðan úr Eyj- um eins og þrek þeirra stóð tii Þeir voru barðir niður, og sæt- ið afhent öðrum starfsmanni Kaupfélags Árnesinga, apótek- aranum Matthiasl Ingibergs- syni. þjóðlífi, þjóðrækni og sjálf- stæði óþarfastir. Má í því sambandi minna á gerðardómslögin 1942, aðildina að hernaðarbandalagi stórveld- anna og hersetuna, sem stefnir lífi og tilveru þjóðarinnar í beinan voða ef til hemaðará- taka kæmi í heiminum. Eins má minna á gengisfellinguna 1950 og allt tímabihð frá 1947 til 1956, en það tímabil sátu þessir flokkar nær óslitið saman í ríkisstjóm. Munu trúlega fæstir óska eftir að lifa slíkt stjómartíma- bil upp aftur. Enda er það snemma á því herrans ári 1956, sem þrýsting- urinn er orðinn svo mikill inn- an Framsóknar að ráðherrar flokksins sjá sér ekki annað fært en hysja upp um sig og biðjast lausnar. Síðan hafa þeir leynt og ljóst horft vonaraugum til Ihaldsins, þó gjaman aldrei meir en þeg- Hvort einhver Eyjamanna verður settur þarna neðan við apótekarann ér ekki vitað, en ef marka má, hver ja Framsökn- arblaðið hefur helzt að leiðar- stjörnum um þessar mundir næst á eftir draugnum, þá er líklegt, að annaðhvort Þorsteinn Víglundsson eða Sigurgeir lög- regluþjónn gætu komið sem frambjóðendur Framsóknarlist- ans þar sem starfsmannaskrá kaupfélagsins á Selfossi lýk- ur.“ Við þessi ummæli hitnaði þeim Framsóknarmönnum held- ur betur í hamsi og skömmuðu þeir Karl Guðjónsson mik- ið i næsta FRAMSÓKNAR- BLAÐI, enda eignuðu þeir hon- um grein þessa. En svohljóð- andi skýringu gefa þeir á röð- un Framsóknarlistans: Á listanum eru 12 nöfn, en gömlu kjördæmin, sem mynda Suðurlandskjördæmi voru fjög- ur. Nú var einfaldlega deilt með 4 í 12 og komu þá 3 fram- bjóðendur í hlut hvers hinna gömlu kjördæma. Síðan var fulltrúum gömlu kjördæmanna raðað á listann eftir því, sem bezt var vitað um fylgi flokks- ins á hverjum þeirra og varð þá röðin þessi: Árnessýsla. Rangárvallasýsla, Vestmanna- eyjar og Vestur-Skaptafells- sýsla, og þessi sama röðun ó- breytt þrisvar. Síðan tilnefndu fulltrúar hvers byggðarlags sína menn á listann, og var sú tilnefning að sjálfsögðu Iát- in afskiptalaus af fulltrúum hinna byggðarlaganna. Á þcnnan hátt kom þriðja sæti listans í hlut Vestmanna- eyinga og það voru fulltrúarnir héðan og þeir einir, sem til- nefndu Helga Bergs í þetta sæti á Iistanum. Aðrir fulltrúar Framsóknarmanna í Eyjum vcrða svo í 7. og 11. sæti. Það má eflaust deila um það, hvort þessi regla hafi verið sú eina rétta eða bezta, en eftir einhverri reglu varð að fara og meirihluti uppstillingarnefndar valdi þessa. Hitt er ekkert ieyndarmál, að við héðan úr Eyjum töldum ekki rétt að binda sig algerlcga við þessa röðunarrcglu frá 1. til 12. sæt- is, en við vorum í minnihluta með þá skoðun og urðum að Framhald á 6. síðu Guðmundur Jóhannsson. ar þeir afneita því hæst fram- an í kjósendur fyrir kosningar. Það talar t.d. sínu máli að í byrjun gormánaðar 1958, þegar vinstri stjómin enn sat að völd- um, héldu forystumenn Fram- sóknarflokksins stjórnmálafundi víðsvegar útum land. Hér í Vestur-Skaftafellssýslu og víð- ar munu margir minnast þess enn, svo undarlega sem það kom stuðningsmönnum stjóm- arinnar fyrir sjónir, að þá var ekki verið að deila á stjórnar- andstöðuna, Sjálfstæðisflokkinn. heldur ráðizt heiftarlega á sam- starfsflokkana, Alþýðuflokkinn og þó sérstaklega Alþýðubanda- lagið. Mikið var talað um kaupkröfupólitík kommúnista og annað í þeim dúr, sem von- legt þótt, að vel gengi í hausinn á þreyttum og íhaidssömum bændum. Sá málflutningur all- ur kom að minnsta kosti þá mörgum saklausum Framsókn- armönnum kynlega fyrir sjónir. Máske hefur þá þegar verið búið að hugsa vinstri stjóm- inni ákveðið banadægur, en að- eins beðið eftir tækifæri og á- tyllu til að koma sökinni á aðra. Áherzla var lögð á að allt væri í óvissu, málin réðust fyrst og fremst og eingöngu á væntanlegu Alþýðusambands- þingi. Sem mörgum þótti skrít- ið. En að forustumenn Fram- sóknar héldu fundi og flyttu langar ræður, eins og gert var haustið 1958, án þess að hafa í miklu að sakast við stjórnar- andstæðuna svo purkunarlausa, sem Sjálfstæðisflokkurinn þó rak hana á tíma vinstri stjórn- arinnar, sýnir og sannar að Framsóknarmenn eru ekki eins miklir íhaldsandstæðingar og látið er í veðri vaka þegar fisk- að er á mið vinstri manna eft- ir atkvæðum fyrir kosningar. Þessu er mönnum skylt að gera sér rækilega grein fyrir, sérstaklega þegar líður að þeim degi að menn hafi að- stöðu til áhrifa á framvindu r þjóðmála með atkvæði sínu i kjörklefanum. Skyldi það ekki bögglast neitt fyrir brjóstinu á þeim vísu stjórnmálamönnum Ólafi Thors og Hermanni Jónassyni, þessi eilífi kattarþvottur af öllu sam- starfi við kommúnista, sem breið- ir sig yfir síður blaða þeirra dag eftir dag? Báðir hafa þessir flokksfor- ingjar af slíku samstarfi þó nokkra reynslu, og hafa í mörgum tilfellum ekki staðizt reiðari en heyra deilt á þær ríkisstjómir, sem þeir hafa staðið að og myndað einmitt með sósíalistum og Alþýðu- bandalaginu. Bæði nýsköpunar- stjórnin á árunum 1944 til 1947 og vinstri stjómin á árunum 1956 til 1958 hafa á skömmum tíma valdið meiri og betri þáttaskilum í íslenzku þjóðlífi en nokkrar aðrar stjómir hafa borið gæfu til, hvort heldur er fyrr eða síðar. Það sannar endurnýjun og uppbygging framleiðslutækj- anna, bæði til lands og sjávar í tíð nýsköpunarstjórnarinnar, sömuleiðis landhelgismálið og uppbygging atvinnulífsins útum landsbyggðina á tímum vinstri stjómarinnar, svo aðeins séu fá dæmi nefnd. Þegar vinstri stjórnin tók við völdum eftir nær áratugs óslitið samstarf íhalds og Framsóknar var þannig um að litast víða útum land að fólkið hafði flúið heimili sin og byggðarlög en hópazt í atvinnuleit í kringum hermangsgarganið við Faxaflóa. Nú hafa menn búið við ó- mengaða íhaldsstjórn allt síðan vinstri stjómin lét af völdum og afleiðingar þess blasa ömur- lega við hvers manns augum. Tvær gengisfellingar með stuttu millibili, samfara skött- um á skatta ofan og gífurlegu vaxtaokri, enda allt verðlag hækkað um 20 til 100% og þar yfir, jafnt neyzluvara, sem framleiðslutæki landsmanna. Það er því áreiðanlega vilji meirihluta þjóðarinnar að endir verði bundinn á það ófremdar- ástand, sem nú ríkir. Þess vegna verða menn að gera það upp við sig á hvern hátt hægt sé að stuðla að breyttum stjómarháttum með atkvæði sínu á komandi vori. Það er vissulega umhugsun- arvert á hvern hátt hægt sé að nota sjálfum sér og þjóðarheild- inni til hagsbóta þann rétt, sem að öllu jöfnu gefst aðeins á fjögra ára fresti, kosningarétt- inn. Af margfenginni reynslu lið- innan ára hljóta augu æ fleiri að ljúkast upp fyrir því, að það er ekki leið til bættra lífs- kjara að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Eins er ekki raunhæft til úr- bóta að gína við vinstriblíðu Framsóknar. Það sannar síðast en ekki sízt klofningsbröltið innan verkalýðshreyfingarinnar með framboðinu í Iðju. Framhald á 8. síðu. A hvað trúir hann? Sigurður Haukdal prestur á Bergþórshvoli skriíaði á dögunum slíka lofgerðarrollu um Ingólf Jónsson í blaðið Suðurland, að mörgum fannst fremur mega kall- ast dýrkun en aðdáun. í tilefni þeirrar greinar var þessi vísa kveðin: Ánægður klerkur við amstur og puð og íhaldsins þrotlausa dellu við tíðir í kirkjunni talar um guð, en trúir á Ingólf á Hellu, Draugur eða ekki draugur? Kosningahnippingar í léttum tón SlÐA 3 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, SigurS- ur Guðmtmdsson (áþ) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sfcni 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. r) Urelt hugtök? Oitthvað fer að verða úrelt á íslandi. Einn dag- ^ inn reynir menn'tamálaráðherra landsins að leiða rök að því, að það sé raunar að verða úrelt hugtak hjá íslendingum að vera sjálfstæð þjóð. Mun ekki laust við að ýmsir hafi hrokkið við, enda þótt sá skilningur sé rökrétt framhald af aðgerðum hernámsflokkanna. Og hugmynd- in um sjálfs'tætt ísland hlýtur að vera orðin meira en lítið þokukennd í kollinum á ráðherr- um Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem verið hafa eins og útspýtt hundskinn um allar jarðir að reyna að selja ísland eða gefa inn í Efnahagsbandalag Evrópu, og hafa svo sannar- lega ekki gefizt upp við þá hugmynd, enda þótt allar þeirra áætlanir um það mál liggi í rúst í svipinn vegna utanaðkomandi atburða. Mestur hluti þjóðarinnar mun þó enn á þeirri skoðun að sjálfstæft ísland sé síður en svo úrelt hug- tak, aldrei fyrr hafi íslenzk þjóð átt aðra eins möguleika á því að vera sjálfstæð og búa öll- um börnum sínum góð lífskjör, búa vel í haginn fyrir margfaít fjölmennari þjóð en íslendinga sem á eftir að lifa í landinu. IVTæsta dag finnst svo þingmönnum Sjálfstæð- ^ ' isflokksins og öðru aðalblaði hans það orð- ið með öllu „úrelt“ að verkalýðshreyfingin á íslandi skuli njóta lögverndaðs frelsis og rétt- inda svo sem verið hefur um sinn. Gróðahítun- um í Vinnuveitendasambandi íslands hefur lengi þótf sem reynandi væri að skerða það frelsi. Óskoruð völd íhaldsins í núverandi rík- isstjórn og misbeiting hennar á ríkisvaldinu til árása á verkalýðshreyfinguna hefur ýtt undir þá hugmynd að nú væri rétti ííminn að undir- búa frekari árásir. íhaldsmenn hafa ekki farið dult með þá löngun að breyta ætti vinnulög- gjöfinni í þá átt að skerða rét'tindi og starfsfrelsi verkalýðsfélaganna. í þeim tilgangi virðist flutt þingsályktunartillaga þriggja íhaldsmanna um endurskoðun vinnulöggjafarinnar, og í gær gerð- isf það broslega atvik á Alþingi, að út kom ný útgáfa af tillögunni og hafði verið bætt við tveimur íhaldsmönnum í viðbót sem flutnings- mönnum, rétt eins og þeir Jónas Pétursson og Gísli Jónsson hafi óðir og uppvægir viljað vera með, þegar undirbúa átti árás á verkalýðshreyf- inguna og réttindi hennar! Vísir ymprar á því að helzt vaki fyrir Sjálfstæðisflokknum með til- lögu þessari að ráðast á verkfallsréttinn. Það skuli gert til að forðast ofbeldi! En hvað er of- beldi í verkföllum? Meira að segja Vísir hlýtur að vita sitthvað um þá ofbeldissögu, sem geymd er en ekki gleymd í sambandi við kúgunarbar- áttu afturhaldsins gegn verkfallsmönnum. Og Sj álfstæðisflokknum er hollara að gera sér það ljóst nú þegar, að vinnulöggjöfinni verður ekki breytt svo framkvæmanlegt sé nema í þá át'f, að auka réttindi verkalýðsfélaganna og rýmka starfssvið þeirra. —- s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.