Þjóðviljinn - 07.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.03.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. marz 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Vöruverð sé híð sama hvar sem er á landinu Lúðvík Jósepsson Á fundi sameinaðs Alþingis í gær kom til umræðu m.a. þingsályktunartiUaga Lúvíks Jósepssonar um farmgjöld, en hún er þannig: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninnii að hlutast til um, að reglur um farmgjöld, sem settar eru af verðlagsyfirvöld- um. verði þannig, að flutnings- gjöld á vörum til landsins séu ávallt jöfn til allra hafna á landinu. Sé um að ræða fram- haldsflutning frá upphaflegri innflutningshöfn, verði kostn- aður af slíkum flutniingi inni- falinn í aðflutningsgjaldinu til Iandsins, svo að tryggt sé, að allar helztu nauðsynjavörur geti jafnan verið á sama verðlagi hvar sem er á landinu". -------------------------------- ÞINCSIÁ Þ|ÓÐVIL|ANS Hreppstióramálið Framhald af 1. síðu. þrátt fyrir annríki hversdags- ins. Þeir benda á lagabálk um heimilisfestu og lögheimili og það sitji sízt á æruverðum og gömlum laganna þjóni að brjóta lög landsins. Telur löghcimiilið í gömlu sveitinni Hreppstjórinn flutti á sínum tíma vegna erfiðra heimilisá- stæðna að Hólmavaði í Aðaldal en rekur raunar ekki bú á þess- um stað og telur sig eiga lög- heimili ennþá í sinni gömlu sveit. Hann er formaður vörubílstjóra- félagsins í sýslunni, oft á ferð og flugi á sínum eigin bíl og samastaður raunar óviss af þeim sökum. Málaranemi Óska eftir nemanda í málara- iðn. Töluvert um ferðir í sambandi við vinnu við kirkjumálningu á hverju JÓN BJÖRNSSON, málara- meistari. Laugatungu við Engjaveg — Sími 32561. SHOWt -T^Pirn I—1\ OfmAf. 5 maiMio ER KJORINN BÍLLFYRIR LSŒNZKA VEGi: RYÐVARINN RAMMBYGGÐUR, AFLMIKIU OG n D Ý R A R | TÉHMNE5HA BIFREIÐAUMBOÐIÐ V0NAR4TS*TI 12. SÍMI 37ÍÍI Við áttum tal við Jóhann Skaftason, sýslumann Þingey- inga í gær og staðfesti hann ein- mitt þennan punkt í rnálinu; hefði hið gamla yfirvald sveitar sinnar ekki séð ástæðu til þess að tilkynna nein formleg lög- heimilisskipti enda væri stutt á milli Aðaldals og Reykjahverfis og hreppstjóri sinn sómakær dánumaður í hvívetna. Einhver ókyrrð væri þó kom- in upp í Reykjahverfi sagði sýslu- maður og hefði Jón nokkur Buch hreyft þessum málum. „Ýmsir myndarmcnn til staðar“ Við áttum líka tal við Jón Buch. bónda á Einarsstöðum. Hann vildi lítið um málið segja og kvað þó ekki fyrir að synja, að mönnum þar í sveitinni þætti andkannalegt að hafa hreppstjóra sinn búsettan í annarri sveit. Spurðum við hann um væntan- legt hreppstjóraefni og kumraði þá í Jóni bónda og svaraði hann síðan í grínandi tóni. Ýmsir myndarmenn eru nú til staðar í sveitinni. O. — það held ég nú. Einhver skrif munu hafa far- ið fram um búsetu Jóns hrepp- stjóra milli sveitarstjórnar og Hagstofu Islands. „Ekki mikil ókyrrð. . . “ Okkur þótt sæma að hafa tal af Jóni hreppstjóra Árnasyni, eins og hann á í vök að verj- ast með embætti sitt á efri ár- um, þegar Elli kerling sækir hann heim og ýms spjót á lofti. Raust hreppstjórans var hljóm- sterk og óttalaus í símanum og bar vott um trygga erfðafestu sýslunnar og var hann hvergi smeykur. Ég tók við embætti af föður mínum Áma hreppstjóra Jóns- syni sagði hann, og varð hann hreppstjóri við hreppaskiptin 1933 og reyndar aðeins árspart. Síðan hef ég verið hreppstjóri í þessari sveit. Ekki myndi ég nú telja mikla ókyrrð í sveit- ungum mínum út af þessu máli. Þannig fórust aðalpersónu okk- ar orð af munni. 1 stuttri framsöguræðu gerði Lúðvík grein fyrir málinu. Tildrögin að flutningi tillögunn- ar væru þau að nokkru fyrir áramót hefði Eimskipafélag ts- lands tekið einhliða ákvörðun um breytingu á farmgjöldum, að því leyti að félagið hefði neitað að kosta framhaldsflutn- ingsgjöld frá fyrstu innflutn- ingshöfn vara til annarra hafna. eins og gert hefði verið fram að þeim tíma, þannig að farm- gjöld voru jafnhá ákveða há- marksfarmgjöld á vörum til landsins. I framkvæmd hefur svo sá aðili sem flytur vöruna inn kostað framhaldsfarmgjöld- in. Ýmsir stórir vöruflokkar, svo sem komvörur, fóðurvörur, sykur o.fl. hafa að jafnaði ver- ið flutt inn til Reykjavikur og þaðan til hafna úti á landi, oft í öðrum skipum. Nú hefur Eimskipafélagið ákveðið aðtaka farmgjöldin til landsins en neita að borga framhaldsfarm- gjöldin fyrir þann hluta vör- unnar sem fluttur er út á land. Afleiðing af þessu er að vör- umar sem um ræðir verða mun dýrari úti á landi en í Reykja- vík. Verðlagsstjóri mun fyrir löngu hafa snúið sér til ráð- herra vegna þessa vandmáls, en enn mun enginn úrskurður í því hafa fengizt ,En verðhækk- animar láta ekki á sér standa. Þannig mun til dæmis brauð- gerðarhús úti á landi hafa kraf- izt þess að mega hækka allt brauðverð af þessum sökum. Eigi þetta að viðgangast, er með því stofnað til misréttis manna eftir því hvar þeir eiga heima á landinu. Tillagan er flutt til þess að Alþingi segi sitt álit og láti málið til sín taka. og ætti það ekki að geta verið nema á þann eina veg, að tryggt yrði að vöruverð verði hið sama hvar á landinu sem væri. Umræðunni var frestað. iðir óskast ákvæðisvinna. $RN H.F. Síðumúla 15. Heildarathugun á strandferðamálum I umræðum á Alþingi í gær um tillögu varðandi áætlun um 700—800 rúmlesta strand- ferðaskip fyrir Austfirði lét Lúðvík Jósepsson það' álit i ljós að með skipi af þeirri stærð væri stigið skref aftur á bak. Til fólksflutninga milli Reykjavíkur og Austfjarða veitti ekki af skipum á stærð við Heklu og Esju. Sá skipa- kostur væri til, en á hitt skorti að hann væri nýttur sem skyldi. Taldi Lúðvík vænlegra að Alþingi kysi milliþinganefnd til að athuga strandferðamálin í heild og kæmu þá vandamál Austfjarðasamgagnanna þar að sjálfsögðu til meðferðar . Þingsályktunartillagan sem um var rætt var flutt af Ein- ari Sigurðssyni, og var áskorun til ríkisstjómarinnar að láta gera áætlun um kostnað við smíði og rekstur farþega- og vöruflutningaskips fyrir Aust- firðinga. • n Utsölunni lýkur á laugardag. ttltíma 1 | Kjörgarði. Járnsmiður, vélvirki og rennismiður ÓSKAST STRAX. JARN H.F. Síðumúla 15. Verkamenn óskast strax Byggingafélagið Brú h.f. Borgartúni 25. — Símar 16298 og 16784. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, SigurS- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjaxnason. Sigurður V. FriSþjófsson. Ritstjórn auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Á.skriftarverS kr. 65 á mánuði.^^ tmm Tilraunareitur Iriróðlegt er að fylgjast með skrifum blaðanna um stjórnarkosningarnar í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavík. Tíminn talar opinskátt um „fylgi Framsóknarflokksins" í Iðju. Vísir sagði í fyrradag í forustugrein: „Sjálfstæðis- menn fengu 851 atkvæði“, en Alþýðublaðinu þykir að vonum leitt að fá ekki að vera með og falar í staðinn um „fylgi stjórnarflokkanna". En á málgögnum þessara þriggja flokka er sem- sé talað um stjórnarkosningarnar í þessu verk- lýðsfélagi sem venjulega stjórnmálakönnun, einskonar undirbúning undir næstu Alþirigis- kosningar. Hvergi er á það minnzt í þessum blöðum að Iðja hafi einhverjum sérstökum verk- efnum að gegna sem félagsmenn geti metið á sjálfsíæðan hátt, þau líta aðeins á félagið sem einskonar tilraunareit fyrir flokksvélar sínar og smalalið og eru nú að meta söfn þau sem dreg- in hafa verið í dilka. ¥/■ osningar af slíku tagi eru að sjálfsögðu alger- lega ósæmandi verklýðshreyfingunni. Verði stjórnarflokkunum látið haldast uppi að vaða þannig inn í verklýðsfélögin er augljós hætía á því að þau verði tætt sundur og gerð þess ó- megnug að rækja verkefni sín, og er Iðja raun- ar ljóst dæmi um niðurlægingu félags sem gert hefur verið að undirdeild í stjórnmála’flokki. í sumum löndum í Vesturevrópu hefur uppi- vaðsla stjórnmálaflokkanna orðið svo alger, að í hverri grein eru mörg verklýðsfélög og í lönd- unum mörg verklýðssambönd eftir stjórnmála:- skoðunum meðlimanna — og sumstaðar fer skiptingin meira að segja eftir trú þeirra. Ef- laust myndu atvinnurekenda’flokkar eins og stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn fagna því ef þeim tækist að mylja alþýðusam- tökin hér sundur á þennan hátt, og verklýðs- sinnar þurfa að gera sér ljóst að á því er nú veruleg hætta. F»að he’fur verið mesti styrkur íslenzkra yerk- lýðssamtaka að félagsmenn ha’fa löngum kunnað að standa saman um hagsmuni sína, þegar til átaka hefur komið; í verkföllum hafa allra flokka menn staðið hlið við hlið og ekki spurt hver annan um stjórnmálaágreining með- an verið var að vinna að réttarbót eða bættum lífskjörum. Þannig hefur sjálfur tilgangur al- þýðusamtakanna verið leiðarljós félagsmanna þegar pólitískir áttavitar vísuðu í ýmsar á’tíir. í fjölmörgum verklýðsfélögum á íslandi er þet’fa viðhorf enn ríkjandi, málefni félaganna sjál’fra: skera úr við val forustumanna og aðrar ákvarð- anir, og þessi félög eru öflugust og bera alþýðu- samtökin uppi. Meðlimir þessara félaga eru sannarlega ekki ópólifískari en aðrir, en þeir eiga til að bera metnað fyrir hönd samtaká sinna og líta rétfilega á stjórnmálaflokkana sem barátíutæki sín, en ekki öfugt. Þvílíka sjálfs- virðingu þarf iðnverkafólk í Reykjavík að til- einka sér ef það vill tryggja samtökum sínum þá forustu sem þau verðskulda. — m. ( 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.