Þjóðviljinn - 09.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.03.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. marz 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA g Macmillan sakaður um að de Gaulle feigan vilja Hvem dag getur sú íregn bor- izt út um heiminn að Charl- es de Gaulle Frakklandsforseti hafi fallið fyrir morðingjahendi. Harðsnúinn flokkur samsæris- manna sem einskis svífast og hlotið hafa afburða biálfun í drápshandverkinu situr um líf hans. Tvívegis á skömmum tíma hefur engu mátt muna að hermdarverkamönnum leyni- hreyfingarinnar OAS tækist ætlun sín. 1 annað skiptið bjargaði það lífi de Gaulle að raki hafði komizt að kveiki- þræði svo sprengihleðsla sem grafin * hafði verið niður þar sem forsetabíllinn ók um sprakk ekki. 1 hitt skiptið varð það honum til lifs að vélbyssu- skyttur í launsátri í útjaðri Parísar fengu merki um að for- setabíllinn nálgaðist andartaki og seint. Ekki tókst að skjóta alla hjólbarða undan bílnum, og kúlur sem fóru gegnum yfir- bygginguna náðu ekki forseta- hjónunum. Síðast fyrir fáum vikum hafði verið ráðgert að skjóta de Gaulle með riffli út um glugga á herskóla í París þegar hann kæmi í heimsókn. en lögreglan komst á snoðir um það sém þar var á döfinni og handtók samsærismennina dag- inn aður én forsetaheimsóknin í skólann átti sér stað. rátt fyrir handtökur og dauðadóma virðist engin þurrð á morðingjaefnum, ekki er nema vika liðin síðan upp komst um samsæri um að ráða Pompidou forsætisráðherra af dögum. Þar eins og jafnan í tilræðunum við de Gaulle voru að verki menn úr franska hern- um, margir þeirra með foringja- tign. Sumir gegna störfum i hemum þegar upp kemst um þá, aðrir fara huldu höfði í Frakklandi og öðrum löndum Vestur-Evrópu síðan þeir stjómuðu árangurslausum upp- reisnartilraunum í Alsír. Franska leynilögreglan telur að sér hafi upp á síðkastið orðið vel ágengt að hafa upp á sam- særismönnum, en óttast jafn- framt að sá árangur hafi þau á hrif á þá sem enn leika lausum hala að þeir gerist enn fífl- djarfari og tillitslausari í morð- tilraunum sínum en áður. Og áhrifamenn í París hafa ekki lengur eingöngu áhyggjur aí löndum sínum sem þyrstir i blóð forsetans. Kynlegir atburð- ir í London síðustu vikur valda því, að verði de Gaulle myrt- ur mun fjöldi Frakka álíta að brezka ríkisstjórnin eigi tölu- verðan þótt í dauða hans. ' Rýtingurinn og eiturbikarinn vom vinsæl tæki í valda- baráttu evrópskra höfðingja á miðöldum, enginn kann að telja alla þá fursta, konunga, keis- ara og páfa sem beittu þeim gegn mótstöðumönnum sínum. Nú er það orðin útbreidd skoðun í París að Harold Mac- millan, forsætisráðherra Bret- lands, hafi hug á að gerast Borgia tuttugustu aldarinnar. honum sé ósárt um þótt kú'a úr handvélbyssu morðingia verði að aldurtila manninum sem meinaði Bretlandi inn- göngu í Efnahagsbandalag Ev- rópu og ónýtti með því fyrir- ætlun hans um að festa íhalds- flokkinn í valdasessi í London. Frönsk blöð sem styðja stjóm- ina gefa í skyn að þetta sé eina skýringin á því að George Bi- dault, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakklands og núverandi foringi samtakanna CNR eða Þjóðlega andspymuráðsins sem myndað var upp úr OAS, hefur vikum saman fengið griðastað í London og verið veitt þar tækifæri til að auglýsa öllum heimi ásetning sinn að steypa de Gaulle af stóli og beita til þess öllum ráðum. Brezka stjórnin sver auðvitað og sárt við leggur að dvöl Bidault I Bretlandi og athafnir hans séu henni óviðkomandi. en stað- reyndir málsins vitna gegn henni. Um svipað leyti og franska stjórnin sprengdi viðræð- urnar um aðild Breta að EBE fluttu brezk blöð fregnir af því að Bidault væri kominn til Bretlands og birtu myndir af honum á ferli á götum London. Nokkru síðar skýrði New York Times frá því að íranski sam- særisforinginn byggi í húsi i einni útborg höfuðstaðarins og staeði brezka leynilögreglan vöcð um fylgsni hans nótt og dag. Brezk blöð birtu viðtöl við Bidaslt, og loks núna á mánu- daginm kom hann fram í sjón- varpi brezka ríkisins og kvaðst viss um að sér myndi takast að velta stjóm de Gaulle. Ekki hvatti hann berúm orðum til morðs á forsetanum, en kvaðst vel geta skilið að menn kynnu að grípa til örþrifaráða. Þegar viðtalinu var sjónvarpað skýrði þulurinn frá að það hefði farið fram í London skömmu áður. en síðan hefði Bidault yfirgefið borgina. Gizkað er á að hann hafi haldið til nýs felustaðar einhversstaðar á meginlandi Vestur-Evrópu. Reiði í garð Breta blossaði upp í París við sjónvarps- viðtalið. Ábyrgir embættismenn staðhæfðu við erlenda frétta- menn að nú væri engum blöð- um léngur um það að fletta að Macmillán vildi de Gaulle feig- an. Brezk blöð skýrðu frá því, að meðan Bidault hafðist við í London hefði franska leynilög- reglan ■ gert tilraun til að ræna honum og flytja til Frakklands en brezka leyniþjónustan hindr- að mannránið. Sögu þessari til sannindamerkis var bent á að franska leyniþjónustan rændi Antoine Argoud ofursta og hermdarverkasérfræðingi í Míinchen í fyrri viku og flutti hann til Parfsar. Sýnt þykir að mannræningjamir hafi notið aðstoðar vesturþýzkra yfirvalda. enda hefur stjórnin í. 0 Bonn skotið skollaevrum við kröfu vcsturþýzkra blaða um að húm heimti af Frökkum að þei r skili manninuth á' Stftðinn 'þar sem honum var rænt. Leyni- þjónusturnnr starfa saman eða elda grátt silfur eftir þvf sem verkast vill fvrir utan lög og rétt, en ríkisstjómimar þykjast á yfirborðinu hvergi koma nærri. Henry Brooke innanríkisráð- herra Bretlands þóttist líka komá af f jöllum þegar stjómar- andstaðan spurði hann á þingi um dvöl Bidaults i London. Hann vissi ekkert, hreint ekk- Bidault eins og hann sást á sjónvarpstækjunum í Bretlandi. Háskalegar jafnvægislistir. (Kennedy neðst. Adenauer i miðið. de GauIIe efst). ert. Innflytjendaeftirlitið hafði hvorki orðið vart við komu né brottför heimsfrægs stjómmála- foringja sem frönsk yfirvöld hafa lýst eftir sem sakamanni mánuðum saman. Og viðtalið i sjónvarpi brezka ríkisins við manninn sem ætlar sér að gerá stjómarbyltingu í Frakklandi kom ríkisstjórninni alls ekki við, hún skipti sér aldeilis ekkí af því sem sjálfstæð stofnun eips og BBC gerir. Ötrúlegt er að allir þingmenn hafi getað varizt brosi við þau orð ráð- herrans. öllum sem eitthvað þé'kkja til starfsTiat'ta BBC er ljóst að viðtal við tilvonandi í'áðbana Frakklandsforseta er ekki flutt þar án tilhlýðilegra áþreifinga á æðstu stöðum. Þetta gerir franska stjómin sér vel ljóst, en fyrst um sinn að minnsta kosti virðist hún ætla að halda fast við þá reglu að leyniþjónustumar og áróðurs- stofnanimar eigist ’hð án þess að ríkisstjómir komi þar nærri opinberlega, engin formleg mót- mæli hafa verið borin fram i London af Frakklands hálfu. Bidault og samstarfsmaður hans Soustelle, einnig fyrr- verandi ráðherra og samstarfs- maður de Gaulle, munu því halda áfram feluleiknum við frönsku leyniþjónustuna enn um sinn. Þeir áttu manna mest- an þátt í að hefja hershöfð- ingjann til valda á ný með hjálp hersins vorið 1958. Þá lagði de Gaulle blessun sína yfir uppreisn hersins sem gerði honum fært að endurheimta völdin. Síðan fór hann eigin götur, losaði sig smátt og smátrt við bandamennina frá valda- ráninu af mikilli kænsku og undirferli. Nú hefur hann al- ræðisvald í Frakklandi, þingið er núll og ráðherramir sendi- sveinar forsetans. Eina lýðræð- islega aflið í landinu sem nokk- urs má sín er verkalýðshreyf- ingin, eins og bezt hefur komið í ljós í verkfalli kolanámu- manna. Fyrst hugðist de Gaulle brjóta það á bak aftur með hervaldi, en þegar þetta er rit- að virðist hann vera að leita að leið til málamiðlunar án þess þó að bíða alltof mikinn álitshnekki. Iskúmaskotum leynast morð- ingjar CNR, sannfærðir um að ein kúla sem hittir í mark nægi til að færa þeim völdin í Frakklandi. Slíkur er ávöxtur- inn af marglofaðri stjómvizku de Gaulle. Hann hefur safnað valdinu svo rækilega í sínar hendur að líklegasta afleiðingin ef hans missir snögglega við er stjómleysi, jafnvel borgara- styrjöld. Þannig em horfumar enda þótt friður sé kominn á í Alsir. Lýðræðislegar stofnanir hafa verið settar úr leik, þing- ræðið afnumið, múgsefjun og foringjadýrkun leyst rökræna stjómmálabaráttu af hólmi. í utanríkismálum er rekin þjóð- rembingsstefnu, kjamorkuher- væðing knúð áfram þótt fyrir- sjáanlegt sé að hún muni með tímanum sliga ríkið. Bar.dalagið við Vestur-Þýzkaland á að vera ráð við þeim vanda. Adenauer og de GauIIe eru hjartanlega sammála um að gera allt sem í beirra valdi stendur til að hindra að Kennedy og Krústjoff takist að draga úr hættunni á árekst.rum í Mið-Ihmópu. Þá yrði Vestur-Þýzkaland að falla frá lamdakröfum sínum. og bar með væri úr sögunni áhugi fcess á sjálfstæðum kjamorkuher- afla meginlandsríkjanna. Það er ekki að furða þótt íhalds- söm borgarastétt Vestur-Evrópn sé hreykin af síðgotungum sínum. Hún hefur ekkert lært og engu gleymt. Að Macmillan meðtöldum er komin vesturevrópsk f- haldsþrenning, og ekki er ófróð- legt að fylgjast með hvemig Framhald á 8. síðu. Ummæli um íslenzku sýninguna / Moskvu 1 blaðinu Sovétskaja Kúl- túra frá '19. febrúar s.l. er birtur greinarstúfur eftir A. Bægúsjéf um sýningu þá á verkum Jóhannesar Kjar- vals, Ásgríms Jónssonar og Jóns Stefánssonar sem nú stendur yfir í Moskvu. Nefnist greinin „Hinir bláu klettar Islands." Segir höfundur, að það sem innblásið hafi íslenzka mynd- list okkar aldar sé ást á land- inu, löngun til að staðfesta siálfsvitund þjóðarinnar. Þeir rá opnun íslenzku myntt istarsýningarinnar í Moskvu ðelma Jónsdóttlr forstöðu- raður Iástasafns íslands opn r sýnlriguna formlega mefl í að klippa á sllkiborða sen engdur var þvert yfir inn- ■'iingu að sýningarsalnum. listamenn sem sýndir eru hafi lært erlendis, en Evrópa með öllum sínum mótsagnakenndu tilraununji í myndhst hafi að vísu vakið áhuga þeirra „en ekki sigrað hin ströngu hjörtu lslendinga“. Og þó talað verði um áhrif Cézanne og Matisse á Ásgrím Jónsson og Jón Stefánsson, há sé hér fremur um að ræða spor eftir skóla sem menn hafa einhvemtíma gengið undir, heldur en að honum hafi verið fylgt áfram. Islendingamir hafi reynzt sjálfum sér trúir. Kjarval virðir skörpum aug- am fyrir sér árstíðir Islands og sýnir okkur landslag hess ýmist í grænum skrúða eða haustbúningi, segir í greininni Skyndilega hefur hann flutt á horfandann upp að landslaa nu, og þú furðar þig á þeir,- ■’uðlegð blæbrigða, þeim leil litanna í flötum steinanna sem opnast þér skyndilega. Ásgrimur Jónsson opnar okkur þá sögufrægu Heklu. — Blátt eldfjall undir bláum snjó. Hið ryðbrúna yfirborð haustsins — og aftur hinn dökki blámi klettanna, djúpur og þungur. Jón Stefánsson beitir sterk- um litum. Á einni mynd virðist auðlegð litanna fant- astísk, á annarri er sem hann reyni að færa sönnur á raun- veruleika þessarar litaólgu hins norræna morguns. í nekt- armynd hans er hrjúfleiki og varla mun þessi mynd geðjast áhorfendum okkar. Hinsvegar töfrar sjálfsmynd hans vegna sterkrar túlkunar og sérkenni- ’egs norræns strangleika. Og líklega er það einmitt bessi svipur karlmennsku og ■tyrks sem fyrst og fremst æótar heildaráhrifin af þess- ari sýningu íslenzkra lista- verka í Púsjkínsafni, segir Bægúsjef að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.