Þjóðviljinn - 09.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.03.1963, Blaðsíða 10
Dómsrannsóknar krafizt vegna framkomu Aka Jakobssonar Laugardagur 9. marz 1963 — 28. árgangur — 57. tölublað. Þjóðleikhúsið sýnir Andorra eftir Frisch i ! ! Uni næstu mánaðamót írum- sýnir Þjóðleikhúsið leikritið Andorra eftir Max Frisch. Leikrit þetta var frumsýnt í Ziirich fyrir rúmum tveim árum og hefur síðan farið mikla sigurför um öll helztu leikhús Evrópu. Viðfangsefni höfundarins í þessu leikriti er sinnuleysi og skortur á ábyrgðartilfinningu hjá þjóð- félagsþegnunum og það, hve hörmulegar afleiðingar for- dómar geta haft. Ungur mað- ur er ofsóttur og hrakinn út í dauðann af því að hann er öðruvísi en aðrir að áliti sam- borgaranna. Allir eru sekir sem horfa á ofbeldi framið á saklausum manni án þess að rétta honum hjálparhönd. Max Frisch er fæddur i Ziirich árið 1911. Hann hóf ungur að skrifa leikrit og hafði ritað þrjú leikrit áður en hann lauk stúdentsprófi en þessi byrjandaverk höfn- uðu í bréfakörfunni. Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1943 en næsta verk hans var leikritið Santa Cruz. Helztu leikrit hans eru: Nú syngja þeir aftur (1945), Kínverski múrinn (1946), Oderland greifi (1951) og Biedermann og brennuvargarnir (1956) en það leikrit gerði hann heims- frægan á skömmum tíma. 3á leikur var sýndur á sl. vetri í Tjarnarbæ af leikflokkn- um Grímu. Eru Andorra og síðast talda leikritið talin merkustu leikrit Frisch. Þekktustu skáldsögur hans eru hins vegar Stiller og Homo| Faber, sem báðar hafa veriðfc, þýddar á fjölda mála. Leikstjórinn við Andorra' verður Austurríkismaðurinn Walter Firner sem kunnur cr! hér á landi fyrir sviðsetningu sína á Don Camillo og Pepp- one í Þjóðleikhúsinu fyrir! nokkrum árum. Hann er! ættaður frá Vínarborg, Firner,- var leikari á yngri árum ogB lék m.a. í leikhúsum í BonnV Hamborg og hjá ríkisleikhús-B inu í Berlín þar sem hannfc! varð síðar leikstjóri. 1933 stofnaði Firner eigin' leikflokk í Austurríki og varð með þeim fyrstu að kynna nýjar leiklistarstefnur1 í Vín á þeim árum. Eftir Framhald á 2. síðu. Hver sem aflar blaðinu 5 nýrra áskrifenda getur valið sér bók, eina þess- ara úrvalsbóka: Byltingin á Kúbu Tuttugu crlend kvæði Óljóð f Unuhúsi Vegurinn að brúnni Blakkar rúnir Andlit Asíu Grískar þjóðsögur Tvær kviður fornar Vort land er í dögun Ræður og riss Skriftamál uppgjafaprests Á fslendingaslóðum Hetjuleiðir og landafundir Við elda Indlands Hin hvítu segl Minningar Vigfúas Guð- mundssonar, Þroskaárin Að duga cða drepast fslenzkt mannlíf Fullnuminn Ferðaroila Magnúsar Stephensen Vefaradans Þvj gleymi ég aldrel Fortíð og fyrirburðir Sonur minn og ég Þjóðsögur og sagnir. F. Hóim. Prjónastofan Sólin Saltkom i mold 500 nýir kaupendur Takmarkið er 500 nýir áskrifendur fyrir 1. apríl og er þegar kominn góður skriður á þessa áskrifendasöfnun. Þýðingarmesta verkefni hvers góðs flokksmanns er þetta átak til eflingar og útbreiðslu blaðsins, og höfum í huga, að tíminn líður óðfluga: Vinnið líka til verðlauna- Fyrir 1. apríl I Tveir hæstaréttarlögmenn, Haukur Jónsson og Þorvald- ur Þórarinsson, hafa sent Baksóknara ríkisins bréf og farið fram á að rannsökuð verði fyrir dómi framkoma Áka Jakobssonar og ýmissa embættismanna í sambandi við lóð og fiskvinnslustöð í Njarðvík, sem Áki fékk upp- haflega réttindi yfir ásamt Gunnari Ásgeirssyni en hef- ur síðan sölsað undir sig einan með einkennilegum aðferðum. Valdimar Stefáns- son, saksóknari ríkisins, skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að honum hefði borizt erindi þessa efnis, en ekki kvaðst hann enn hafa tekið ákvörðun um hvernig á því yrði haldið. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá ýmsum helztu málavöxtum. Þeir Áki Jakobsson og Gunnar Ásgeirsson í Keflavík höfðu bundið það fastmælum að koma sameiginlega upp fiskverkunar- stöð í Njarðvík og reka hana í sameiningu. Höfðu þeir sam- eiginlega fengið lóð í þessu skyni; undirritaði Gunnar lóðarsamn- ing óg greiddi leiguna að sínu leyti, en Áki skrifaði ekki undir og greiddi ekki. Jafnframt vann Gunnar að teikningum að fisk-; vinnsluhúsinu. En um þær mund- ir varð Gunnar var við að Áki; hafði hug á að sölsa undir sig einan allt hið væntanlega fyrir- j tæki. Hóf Áki framkvæmdir | á lóðinni án nokkurs samráðs j við Gunnar og neitaði jafnframt að gera formlegan félagssamn- | ing. Fór Gunnar þá fram á lög-1 bann við þessum framkvæmdum Áka og var orðið við þeirri kröfu. En degi síðar felldi sýslu- maðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu sinn eiginn dóm um lögbannið úr gildi á nýjan leik! Fjármálaóreiða Um þessar mundir komu í ljós að fjármál Áka Jakobsson-' ar væru í hinni mestu óreiðu.' Fjárnámi var lýst í hinni sam-j eiginlegu lóð vegna vanskila- skulda Áka. Engu að síður fékk Áki um sömu mundir 400.000 kr. lán úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði og veðsetti þessa sömu eign. Einnig hefur komið í ljós! að um sömu mundir skuldbatt hann sig til þess að veðsetja eignina ekki öðrum en Vöru- j bílastöð Keflavíkur, jafnframt því sem hann skuldbatt sig til þess að veðsetja hana ekki öðr- i um en Útvegsbanka Islands! Þrátt fyrir þessa málavexti sem sönnuðu að fjármál Áka voru í algerri óreiðu fékk Áki ríkis- ábyrgð fyrir 400.000 kr. láninu — en það var veitt út á hina sameiginlegu aðstöðu hans og Gunnars Ásgeirssonar! Áki nær lóðinni En jafnframt hélt Áki áfram að koma því í kring að ræna hlut Gunnars Ásgeirssonar. 1 nóvemberlok sl. tilkjmnti stjórn landshafnarinnar í Njarðvik þeim Áka og Gunnari að þeir væru sviptir umráðarétti yfir lóðinni, þar sem Áki hafi ekki fengizt til að undirrita samn- inginn. Þarna voru vanefndir Áka notaðar sem tilefni þess að svipta einnig Gunnar rétti, þótt hann hefði uppfyllt allar skuld- bindingar. Einum virkum degi síðar gcrast svo þau tiðindi að landshafnarstjórnin samþykkir að leigja Áka einum lóðir þær, sem þeir félagar höfðu verið svilptir vegna vandefnda Áka! Virðist atvinnumálaráðuneyti Emils Jónssonar, flokksbróður Áka, hafa haft milligöngu um þessi sérstæðu viðskipti, því lóðarsamningurinn virðist vera Framhald á 2. síðu. Ljóðasöngvari hér frá Tékkóslóvakíu Hingað til lands er kominn á vegum Tónlistarfélagsins tékk- neski söngvarinn Jiri Koutný og mun hann halda hér fvenna tónleika (ljóðakvöld), n.k. mánudúg og þriðjudag kl. 7 e.h. í Austurbæjarbíói, fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Á efnjsskrá tónleikanna eru þessi verk: „Liederkreis" op. 39 eftir Robert Schumann. Söngvarinn syngur öll lögin í þessum ljóðaflokki. en þau eru tólf að tölu. Fjögur lög úr ,,Schwanenges.ang“ eftir Franz Schubert. ,,Am Meer“, „Der Átl- as“, „Ihr Bild“ og „Das Fisch- ermadchen". Þá koma 4 sígauna- söngvar eftir Antonín Dvorák. Söngvar þessir eru gerðir við ljóð úr samnefndum kvæðaflokki etfir skáldið Adolf Heyduk. Þej'r fjalla urn líf sígaunans í blíðu og stríðu, um ástir hans og þrár, og er sígaunin.n. hinn hrjáði en frelsisunnandi sonur náttúrunnar, í hugum beggja höfunda tákn ánauðugrar þjóð- ar þeirra. Þá syngur Koutný 3 lög eftjr Hugo Wolf, „Verschwiegene Liebe“, „Verborgenheit“ og „Der Rattenfá;nger“ Loks syngur hann 3 lög eftir Tsjaíkofskí, „Hvers vegna?“. „Sá einn er þekkir þrá“ og lag úr „Don Juan“ eftir sama tónskáld. Jirí Koutný er baritónsöngv- ari fæddur árið 1930. Hann 5tupdaði,1í3<mguám 4 Xópljstar- Jirj Koutný háskóíanum í Prag og lauk þaðan burtfararprófi. Árið 1958 hlaut Koutný fyrstu verðlaun í „Haydn-Schubert söngkeppni“ í Vínarborg, og tveimur árum síð- ar hlaut hann viðurkenningar- skjal fyrir frábæra frammistöðu í söngkeppni í Berlln, helg- aðri Robert Schumann. Jirí Koutný hefur komið fram á tónleikum víða um lönd. Hann er nú fastráðinn einsöngvari við Karlin-söngleikahúsið í Prag. Árni Kristjánsson píanóleik- ari annast undirleik með þess- um söngvara á tónleikum Tón- listarfélagsins. Verzlunarbankinn opnar útibú í Kefiavík ámorgun Verzlunarbanki fslands h.f. mun opna útibú í Keflavík í dag, laugardaginn 9. marz. Verður bankinn til húsa að Hafnargötu 31. Útibú Verzlunarbankans í Keflavík mun annazt alla inn. lenda bankastarfsemi, en bank- inn hefur eigi heimild til er- lendra viðskipta enn sem komið er. Björn Eiríksson hefur verið ráðinn bankastjóri Verzlunar- bankans í Keflavík. Björn Eiríksson Agsetur afli Rvíkurbáta Reykjavíkurbátarnir veiddu vel í gær. Afli neta- bátanna var jafnari en í fyrradag, fjöldinn með 10—20 tonn, en hæstur var Skagfirðingur með 26 og Helga var með 20. Þeim bátum, sem veiða þorsk í hringnætur, gekk heldur erfiðlega. Þrír rifu næturnar, Akraborg, Pétur Sigurðsson sem náði 6 tonnum og Hafrún, sem náði 7 tonnum. Ólafur Magnússon EA fékk 14 tonn og Guðmundur Þórðarson 18 tonn. Mikil ýsa var í afla þessara síðasttöldu báta. í fyrradag komu á land í Reykjavík um 400 tonn af fiski af nóta- og netabátunum. Einhverju af því magni var skipað upp í öðrum verstöðvum, einkum Sandgerði og því síðan ekið til Reykja- vikur. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.