Þjóðviljinn - 10.03.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.03.1963, Qupperneq 1
Sunnudagur 10. marz 1963 — 28. árgangur — 58. tölublað. Leitað að fiski Matarstríð skip- verja og brytans á Trðllafossi Matarstríð hefur brotizt út um borð í Trölla- fossi og á brytinn, Tryggvi Steinþórsson, ásamt fyrsta matsveini Bjama Markússyni í vök að verj- ast gegn langri og innibyrgðri gremju jafnt há- seta sem yfirmanna vegna ónógs og lélegs fæðis. Brytinn hefur verið kaerður fyrir að minnsta kosti þremur stéttarfélögum, Sjómannafélagi Reykjavíkur, Vélstjórafélagi ls- lands og Stýrimannafélaginu og hafa fulltrúar frá þessum stétt- arfélögum skorizt * leikinn. Gengu þeir í fyrradag á skrif- stofu Eimskip og heimtuðu Iag- færingu á þessum málum. Við áttum tal við skipverja á Tröllafossi í gær. Kváðu þeir fæðið lélegt og af skomum skammti, og væri það á allan hátt mun verra en á öðrum skip- um Eimskips. Kvörtuðu jafn- framt um sóðaskap í eldhúsi, messa, vistageymslum og borðsal, og töldu þetta fyrir neðan all- ar hellur. Á þriggja daga sigl- Ekki er allt undir tækjunum komið, þegar leitað er að fiski. Til þarf árvökul augu að skyggnast eftir líklegu fuglageri og svo eru mælarnir látnir skera úr um hvort nokkuð sé undir gerinu. Hér á myndinni er Sæmundur Þórðarson skips’tjóri á Akraborgu EA 50 í glugganum á skipi sínu að horfa eftir fuglinum og á hvað hinir bátarnir eru að aðhafast. Rórmað- urinn fylgist hinsvegar með áttavitanum a'thug- ull á svip. Það eru fleiri myndir á 12. síðu. (Ljósm. Þjóðv. G.O.) Aða/fundur Bagshrúnar kl. 2 í dag Aðalfundur Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar verður í Iðnó í dag kl. 2. Fyrir fundinum liggja venju- leg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, reikningar o.s.frv. Einnig verður rædd á fundin- um reglugerð fyrir styrktarsjóð Dagsbrúnarmanna. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna. Sósíalistar Fundir í öllum deildum annað kvöld, mánudag. — Sósíalistafé- lag Reykjavlkur. Erindi Einars var fjölsótt ★ I fyrrakvöíld flutti Einar Ol- geirsson erindi á fundi í Tjarn- argötu 20 um leið Islands til sósíalisma. Er þetta fyrsta erindið í erindaflokki sem fræðslunefnd Sósíalistaflokks!ins gengst fyrir. Fjölmennt var á fundinum og var hinu fróðlega erindi Einars vel fagnað af fundargestum. á að vinna Barríe Andersson í álit Fyrir rúmum fjórum árum hót- aði Barrie Anderson að drcpa íslcnzka löggæzlumenn og gerði itrckaðar tilraunir tll að sökkva gæzluskipunum. Nú cr ætlumin að hrcssa upp á álit hans meðal Islendinga. Morgunblaðið skýrir frá því 1 gær að hingað sé von á brezku herskipi og fjórum tundurdufla- slæðurum sem eiga að slæða Eyjafjörð og Seyðisfjörð. Stjóm- andi liðsins er Barrie Anderson, en hann stjórnaði um skeið brezka árásarflotanum í land- helgisdeilunni og gerði ítrekaðar tilraunir til þess að sökkva gæzluskipunum íslenzku. Hafði enginn yfirmaður Breta í frammi jafn dólgslega framkomu og dónaleg ummæli um íslendinga og Barrie þessi Anderson. Það er sannarlega tímabaert að hreinsa tundurdufl úr ís- lenzkum fjörðum. En það lýsir furðulegum undirlægjuhætti að velja einhvern mesta óþurftar- manninn í gervöllum brezka flotanum til beirra starfa. En raunar mun meira en undir- lægjuhátturinn einn búa undir. Morgunblaðið hefur áður gert sérstakar tilrauhir til þess að mæra sjóliðsforingja þennan m.a. í sambandi við „kurteisheim- sókn“ Eiríks Kristóferssonar til Bretlands í fyrra; þá sagði Morg- unblaðið að Eiríkur og Barrie Anderson hefðu gert með sér leynisamning um lausn land- helgismálsins og komið þannig í veg fyrir „kommúnistíska upp- reisn“ á Islandi! Astæðan til þess að svona mikið er gert við einmitt Barrie Anderson er vafalaust sú að honum er ætlað sérstakt hlut- verk þegar undanþágusamning- urinn við Breta um veiðar inn- an 12 milna á að falla úr gildi eftir rétt ár. Þá verður vafalaust eins og síðast bent á brezka flotann sem röksemd fyrir þvi að framlengja beri undanþág- urnar, og þá er mikilvægt að geta lýst Barrie Anderson sem sérstakan vin og velgerðarmann, sem fjarlægi í senn tundurdufl og þá kommúnistísku hættu að hafa 12 mílna landhelgi. Merkjasöludag- ur Ekknasjóðs Hinn árlegi merkjasöludagur Ekknasjóðs Islands er í dag, sunnudag. Leitar sjóðurinn þá stuðnings almennings við starf- semi sína, en sjóðurinn hefur á undanförnum árum veitt ekkj- um og börnum fjárstyrki eftir því sem tekjur og eignir hans hafa hrokkið til. ingu fyrir nokkru hefði verið mjólkurlaust eftir tvo daga og yfirleitt væri hráefni í matinn skemmt og matarskammtur ó- nógur, sérstaklega í höfnum við langa og stranga vinnu, og mat- reiðsla ólystug. Langþreyttir kváðust skipverj- ar hafa heimtað úrbætur á þess- um málum og væri stilling þeirra í veði, ef ekki væri lagfært á næstunni. Ungurdrengur s/asast mjög a/varlega Um kl. 11 I gærmorgun varð mjög alvarlegt umferðaslys á móts við húsið Fossvogsblett 39 sem stendur sunnan Bústaðaveg- ar rétt vestan við gatnamót Bú- staðavegar og Klifvegar. Varð drengur á öðru ári þar fyrir vörubifreið og höfuðkúpubrotn- aði. Lá hann meðvitundarlaus í sjúkrahúsi síðdegis í gær er blaðið átti tal við rannsóknar- lögregluna rétt áður en það fór í prentun. Slysið varð með þeim hætti, að vörubifreið kom vestan Bú- staðaveginn en í sama bili kom drengurinn út á götuna frá hús- inu og sá ökumaður bifreiðar- innar of seint til ferða hans. Sveigði hann bifreiðina frá baminu en það lenti um leið fyrir vinstra framhorni bifreið- arinnar og kastaðist út af göt- unni. Bifreiðarstjóranum sem er ungur piltur varð svo mikið um þennan atburð, að hann ók burt af staðnum án þess að hirða •um bamið en gaf sig þó fram við lögregluna stuttu síðar. Drengurinn sem slasaðist heit- ir Samúel Kristinn Samúelsson, fæddur 12. ágúst 1961, til heim- ilis að Fossvogsbletti 39. Hann var fluttur í slysavarðstofuna og síðan í Landakotsspítala. Lík fannst í höfn- inni í Reykjavík I fyrrakvöld fannst lík hér í höfninni í Reykjavík. Reyndist það vera af Bimi Þórarinssyni frá Hjallhóli í Borgarfirði eystra, en hann hvarf af skipinu Seley frá Eskifirði, er það lá hér í höfninni 16. desember sl. Dönsku sendi- herrahjónin ytra Danska sendiráðið hefur beð- ið Þjóðviljann að geta þess, ac vegna dvalar sendiherrans Bjame Paulson, og frúar erlend- is, verði að þessu sinni engir móttaka í sendiráðinu á afmæl- isdegi Friðriks konungs níundí á morgun, 11. marz. Árshátíð, árshátíð Árshátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur og Æskulýðí fylkingarinnar í Reykjavik verður haldin á Hótel Bor fimmtudaginn 14. marz n.k. Nánari vitneskja um skemmtiatriði eftir helgina, e þegar er hægt að segja að boðið verður upp í dar og drukkið kaffi og með því. „Allt í einu mát’ti heyra daufan en þó greinilegan smell í símanum. Fram- sóknarmaðurinn þagnaði, hló síðan við og mælti: — Nú, það er hlustað á sím- ann hjá þér.“ — Til- vitnun er úr grein á 3. síðu blaðsins í Á 7. síðu: Auð- menn beðnir um póesíu. — Vikublöð- in gagnrýnd: Les- endur finna ekki mun 'á bulli og al- vartegu efni. Viðtölin hans Frímanns Helgasonar í þættinum „Hvar eru þeir“ á íþrótta- síðu við kunna íþróttamenn, sem hættir eru keppni fyr- ir nokkru en fjöldinn allur af íþróttaunnendum man enn eftir, hafa að vonum vakið mikla athygli og not- ið óskiptra vinsælda, Á íþróttasíðunni í dag ræðir Frímann við hinn kunna knattspymumann í KR, Þorstein Einarsson. Á þess- ari mynd sést Þorsteinn slappa af á bát sínum á Þingvallavatni, en þar á hann sumarbústað — og greinilegt er að stundum getur færzt lí í tilveruna! HVÍLDAR- DACINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.