Þjóðviljinn - 10.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.03.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞlðÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk urinn. — Ritstjórar: fvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð ur Guðmundsson Cáb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðb'jófsson. Ritstjórn. nupiýsingar. Drentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sáni 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuðL Fagnað svikadegi það nefnist forherðing ef menn lýsa því yfir opinberlega að þeir miklist af hinum verstu verkum, en það verður Morgunblaðinu í gær þegar það flennir yfir margar síður lofgerðaróð um uppgjafar- og syikasamningana í landhelg- ísmálinu. Með þessum gauragangi í tilefni af afmæli landhelgissvikanna, sem Sjálfstæðis- flokkurinn virðist ætla að gera að eins konar þjóðhátíðardegi eða a. m. k. að hátíðardegi flokksins, á að þyrla upp ryki um málið svo aðalefni svikanna gleymist og það afsal lands- réttinda, sem samningsaðilar ætluðust til að í samningnum fælist. En það var loforð hinna ís- lenzku ráðherra og flokka þeirra, knékrjúpandi brezka ofbeldinu, að við allar frekari aðgerðir íslendinga um stækkun landhelginnar skyldi ríkisstjóm Bretlands 'tilkynnt um fyrirætlanir íslendinga með margra mánaða fyrirvara, og skyldi brezka stjórnin öðlast rétt til að stefna íslendingum fyrir hinn svonefnda Alþjóðadóm- sfól í Haag, en íslendingar skuldbindi sig til að hlíta dómi hans um landhelgi íslands og fisk- veiðilögsögu. Sams konar réttindaafsal frömdu Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisf] ckkurinn gagnvart Vestur-Þýzkalandi nokkru síðar.. Með þessu var því afsalað, sem engin ríkis- stjórn á íslandi hefur rétt til að afsala. íslendingar höfðu byggt stækkanirnar, bæði út- færsluna í fjórar mílur og stóra stökkið í 12 míl- urnar á einhliða ákvörðunum og grundvelli ís- lenzkra laga. Barátta Breta, sem ekki skirrðust við hin svívirðilegustu kúgunarverk og ofbeld- isárásir til að hindra þær stækkanir, gefa til kynna að þær hefðu ekki legið á lausu ef þá hefði verið búið að gera undanhaldssamning- ana sem Sjálfstæðisflokkurinn er nú að miklast af. En einmití það töldu Bretar mest um vert við samningsgerðina, með þessari viðleitni Guð- mundar í. Guðmundssonar, Bjarna Benedikts- sonar og kumpána að afsala íslenzkum landsrétt- indum þóttust brezku ofbeldismennirnir hafa bundið hendur íslendinga svo, að þeir kæmu ekki fram frekari útfærslu landhelginnar. Og að sjálfsögðu var það þetta atriði, langhættu- legasta atriði samninganna, sem kallaði fram þann einstæða a'tburð að stjórnarandstöðuflokk- arnir lýstu því yfir á Alþingi að þeir teldu þetta nauðungarsamning, sem íslenzka þjóðin væri óbundin af í framtíðinni. Hitt óhæfuverkið, að hleypa erlendum 'togurum inn í 12 mílna land- helgina, að unnum sigri íslendinga í stríðinu við Breta, var nógu slæmt þó annað fylgdi ekki enn verra, en flokkarnir sem þá brugðust ís- lenzka málstaðnum hafa síðar sýnt að þeir myndu ekki hika við að opna íslenzka landhelgi upp á gátt og búa íslendingum það ósjálfsfæði sem innganga í Efnahagsbandalagið þýddi. íhaldið þarf ekki að halda að því takist að snúa óhæfuverkum sínum í landhelgismálinu í góð- verk. Þ-3* " að hljóta sinn dóm fyrir land- hel^' ’ • i — s. Sunnudagur 10. marz ' 1963 KIPAUTGCRÐ RÍKISINS HEKLA fer austur um land í hringferð 15. þ.m. Vörumóttaka á mánu- dag og þriðjudag til Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjarðar. Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar Raufarhafnar óg Húsa- víkur. SKIALDBREIÐ fer til Ölafsvíkur, Grundarfjarðár og Stykkishólms 14. þ.m. Vöru- nóttaka á ^ánudag og þriðju- dag. BALDUR fer 12. þ.m. til Rifshafnar, Hjallaness, Skarðstöðvar, Króks- fjarðarness Flateyjar og Brjáns- lækjar. Vörumóttaka á mánudag. kví og á erfitt um allar varnir.) 42. — — Dd7, 43. g4, a5, 44. Kg3, Hb8, 45. Kh4, Df7. 46. Kg5! (Kóngurinn kominn til að- stoðar maddömunni! Nú yrði fljótt um svartan eftir 46.------Dxf6, 47. Kxf6 o.s.frv.) 46.-------fxg4, 47. hxg4, Bd7, 48. Hc4, a4. (Hótar — — a3. Er Korstnoj að missa tökin: á' stöðunni?). 49. Hc7, a3. (í fjjótu bragði sýnist betra að drepa fyrst drottninguna, tn það bjargar þó eigi: 49. — — Dxf6, 50. exf6, a3, 51. Hxd7, axb2, 52. f7t, Kh8, 53. Kf6 og hvítúr mátar í næsta.) 50. Hxd7! (Úrslitaárásin háfin. Virki svarts hrynur nú eins ög spila- borg.) 50.------Dxd7, 51. e6, Da7, (Hótar-------De3t) 52. De5, axb2, 53. e7, Kf7. (Ekki var um annað að ræða, en baráttan er orðin alvarlegt ,,kóngasport‘“.) 54. d7! (Snotur endahnútur. Ef 54. — Dxd7, 55. Df6t og mát í næsta leik.) Tal gafst því upp. ER BÍLLINN FYRIR ALLA SVEINN BJÖRNSSON & Co. Ilafnarstræti 22.. Sími 24204. Eins og áður var getið í þætt- inum, þá varð Viktor Kortsnoj skákmeistari Sovétríkjanna 1963. Var það þó naumur sigur, og fylgdu Tal og Taímanof fast á eftir, hálfum vinningi neðar. Hér fer á eftir viðureign þeirra Kortsnojs og Tals. Tal hefur yfirleitt ekki rið- ið feitum hesti frá skákum við Kortsnoj, og fer svo í þessari kák. Kortsnoj er hvergi smeykur við heimsmeistarann fyrrver- andi. Hann teílir til vinninas af þeim þrótti og kjarki, sem þeim mönnum er laginn, er „þjást af meirimáttarkennd". Hér kemur skákin: Hvítt: Kortsnoj. Svart: Tal Benoni vörn: 1. d4, Rf6, 2. c4, c5, (Benoni vöm er í miklu uppáhaldi hjá Tal:) 3. d5, e6, 4. Rc3, exd5, 5. cxd5, d6, 6. Rf3. (önnur leið og hvassari er að leika 6. e4 og síðan f4.) 6.-----g6, 7. g3, Bg7, 8. Bg2, 0—0, 9. 0—0, Ra6. (Þessi leikur er ekki óeðli- legur. Riddaranum er stefnt til c7, en þar styður hann framrás b-peðsins, sem er heppileg í mörgum tilvikum.) 10. h3, Rc7, 11. e4, Rd7. . (11. — — b5 var miður gott vegna 12. e5! og hvítur hefur bétur.) 12. Hel, Re8. Sængurfatnaður — hvítur og mislitur. Rest bezt koddar. Dúnsængur. Gæsadúnsængur. Koddar. Vöggusængur og svaiflar. Skólavörðustíg 21. (Slík þæfingsvamartafl- mennska á ekki vél við skák- stíl og skapgerð Tals. Hins- vegar var 12. — — b5 enn miður heppilegt vegna 13. e5. Til greina kom 12.-----He8.) 13. Bg5, Bf6, 14. Be3, Hb8, 15. a4, a6, 16. Bfl. (Andæfir-------b5.) 16.------De7, 17. Rd2, Rc7, 18. Í4. (Það er ekki furða, þótt éitt- hvað verði urtdan að Iáta slíku heljarmiðborði.) 18. -----b5. (Einhversstaðar verður hann, að fá mótspil, en nú er hvítur reiðubúinn til sóknar á mið- vígstöðvunum.) 19. e5!, dxe5, 20. Rd—e4, Dd8. (Hvað átti að gera? 20. — — exf4 strandar á 21. d6.) 21. Rxf6t, Rxf6, 22. d6, Re6, 23. fxe5, b4. (Ef 23. — — Rd7, 24. Bh8. He8, 25. axb5 o.s.frv.) 24. Rd5, Rxd5, 25. Dxd5, Bb7, 26. Dd2. (Þótt Tal hafi tekizt að hamla gegn úrslitaósigri, þá eru stöðuyfirburðir hvíts greinileg- ir. Hann á valdað frípeð á d6 og hefur yfirráð yfir svörtu reitunum á hægra armi og bví góðar kóngssóknarhorfur.) 26.-------Dd7, 27. Kh2, b3, 28. Ha—cl! (Tekur valdið af a-peðinú, en „að fóma peði er ekki sama og að tapa peði“ eins og Jón Þorsteinsson hefur kennt okk- ur. Hvítur hefur háíeit mark- Mikhail Tal. mið í sigti.) 28. — — Dxa4, 29. Bc4, Bc8, 30. Hfl, Hb4, 31. Bxe6, Bxeö, 32. Bh6, He8, 33. Dg5. ^ (Hótar máti í öðrum leik. Tal finnur einustu varnarleið- ina.) 33. -----He4, 34. Hf2. (Svartur hefði svarað 34. Df6 með 34.--------He2f. Hvít- ur sleppur þó ekki úr skák- um nema bera hrókinn fyrir.) 34. -----f5. (Svartur var neyddur til þessa leiks því 34. — — Dd4 strandar á 35. Df6, Dxe5, 36. í}7. Bxd7, 37. Dxf7t, Kh8, 38. . Ðf8,t!' og. mát í næsta.) 35. DfO, Dd7, 36. Hxc5, Hc4, 37* Hxc4, Bxc4, 38. Hd2, Be6, 39. Hdl, Da7, 40. Hd2, Dd7, 41. Hdl, Da7, 42. JHd4! (Ver kónginn og undirbýr g4. Svartur er nú í þröngri her- Kortsnoj—Tal LÁRÉTT: 1 höfuðborgin, 6 sæki sjó, 8 matreiðslumanninn, 9 árhundraðið, 10 undin, 12 frumdrættir, 14 skammstöfun, 16 ávöxtur, 18 eyðileggingin, 21 banda- rískur læknavísindamaður (á=a), 23 skreytni, 25 illmælgi, 28 forfeðranna, 29 ekki heill, 30 vetrartími, 31 stórar þúfur LÓÐRÉTT: 1 ullarvinnslutækis, 2 semur ljóð, 2 samþykkis orð (i=y), 4 illur, 5 grjót, 6 hestamaður, 7 fyrir innan alla. 11 móðir Péturs Gauts, 13 útlent karl- mannsnafn, 15 köttur, 17 saumana, 19 djöfla 29 9, 22 skattar, 24 troðningur, 26 kvennafn, 27 minnki. Lausn á krossgátu 5/1963 — LÁRÉTT: 1 Hanna. 4 horfnar. 8 risafót. 9 Krist. 10 Irana. 11 Akranes. 13 tara. 15 kastir. 17 skorts. 19 ESAR. 21 Sántafe. 23 efans. 26 hlaut. 27 giptast 28 aumingjaskaps. LÓÐRÉTT: 1 horfi. 2 níska. 3 arfláti. 4 hattar. 5 rokur. 6 neinnar. 7 rétts. 12 kasa. 14 Aref. 16 sanna. 18 kreppts. 20 Sergej. 22 aftan. 24 afana. 25 setts. 26 hóa Shooh CH3 GrmJbs. Simwft ER KJORINN BÍLL FYRIR ÍSLENZKA VEGi: RYÐVARINN, RAAí(MBYGGÐUR. AFLMIKILL . rr OG □ □ Y R A R I TEKKNE5KA BIFREIÐAUMBOÐIÍ) VONARÍTRÆTI 12. 5ÍMI 37551 \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.