Þjóðviljinn - 12.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1963, Blaðsíða 1
v*. Þriðjudagur 12. marz 1963 — 28. árgangur — 59. tölublað. Merkisár hjá reykvískum verkamönnum: Dagsbrún í eigið hús Aðalfundur Dagsbrúnar haldinn s..l. sunnudag Verkamannafél. Dags- brún hélt aðalfund sinn í Iðnó s.l. sunnudag. For- maður Dagsbrúnar, Eð- varð Sigurðsson, skýrði m.a. frá því að Dagsbrún myndi á þessu sumri flytja bækistöðvar sínar í hús það sem Dagsbrún keypti í félagi við Sjó- mannafélag Reykjavík- ur. Hannes Stephensen stjórnaði fundinum er hófst á því að for- maður, Eðvarð Sigurðssqn, flutti skýrslu um starfið á liðnu ári. Á árinu gengu 160 nýir fé- lagsmenn í Dagsbrún, þar af 30 úr öðrum félögum. 39 félags- menn létust á árinu og minnt ust fundarmenn þeirra með því að rísa úr saetum. — Á árinu fengu 42 félagsmenn styrk úr Stórasjóði og 66 úr styrktar- sjóði. Heildartekjur félagsins á ár- inu vöru 1.221.539,31 kr. en út- gjöld 806.232,92 kr. og var nettóhagnaður því 415.295,39 kr. Framhald á 2. síðu, Verkfáfí boðuð íNoregi OSLÓ 11/3 — Verkalýðs- samböndin norsku hafa nú sagt upp öllum kjarasamn- ingum sem renna úr gildi á næstu vikum fram til 15. maí og mörg þeírra hafa þegar boðað verkföll. Kall- aður hefur verið saman aukafundur vinnuveitenda- sambandsins 20. marz til afl f jalla um ástandið á yinnu- markaðnum. 1 dag slitnaði upp úr viðræðum verzlun- armanna og vinnuveitenda um nýja heildarsamninga. Námumennirnir frönsku hafa notið óskiptrar samúðar allra íbúa námuhéraðanna sem hafa stutt þá í verki á ýmsan hátt. Þannig hafa bæjarstjórar farið fyrir kröfugöngum verkfallsmanna eins og þeirri sem myndin er af, en hún er tekin í Kreutzwald í Lorraine. -S> Hafna viðræðum nema nauðungartilskipunin sé afturkölluð De Gaulle á í vök að verjast fyrir staðfestu kolanámumanna i ! Emil: Gylfi: Guðm. I.: Birgir Sigurður: PARÍS 11/3 — Verkfall 240.000 kolanámumanna í Frakk- landi hefur nú staðið í ellefu daga og láta þeir engan bil- bug á sér finna þrátt fyrir nauðungartilskipun de Gaulle forseia sem hótaði þeim bæði fjársektum og fangelsun- um, ef þeir hyrfu ekki aftur til vinnu þegar á þriðja degi verkfallsins. Það er nú þvert á móti forsetinn og alræðisstjórn hans sem festu verkfallsmanna. á í vök að verjas vegna stað- Nei! NeU Alþýðuflokkurinn í faðmi íhaldsins Hindrar nú framgang | gamals baráttumáls AHir ráðherrar Al- þýðuflokksins ma&ttu á þingfundi í gær til þess að svipta sveitar- félög, sjúkrasamlög, samvinnufélög og Há- skóla íslands réttind- um til þess að reka lyfjabúðir. f gær fór fram í neðri deild Alþingis atkvæða- greiðsla um lyfsölufrum- varpið að lokinni annarri umræðu. M.a. kom þá til atkvæða breytingartillaga frá Hannibal Valdimars- syni um að véita megi sveitarfélögum, sjúkra- samlögum, samvinnufé- lögum og Háskóla íslands leyfi til að reka lyfjabúð- ir auk einstaklinga, en en þetta er réttlætismál, sem verkalýðsflokkarnir hafa jafnan barizt fyrir. Það vakti athygli, að allir ráðherrar Alþýðu- flokksins voru mættir á þingfundinum, þegar at- kvæðagreiðslan fór fram, en slíkt má telja til tíð- inda. Ráðherrarnir, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gísla- son og Guðmundur f. Guð- mundsson. greiddu allir sem einn atkvæði gegn þessu réttlætismáli, — og gamla baráttumáli Al- þýðuflokksins, — ásamt þeim Alþýðuflokksmönn- unum Birgi Finnssyni og Sigurði Ingimundarsynj. Allir viðstaddir þingmenn íhaldsins greiddu einnig atkvæði gegn tillögunni, óskað hafði verið nafnakalls um hana. Var hún felld með 19 atkvæð um þingmanna Alþýðu-J flokks og Sjálfstæðisflokks^ gegn 15 atkvæðum þing-É manna Alþýðubandalags-k ins og Framsóknar, en sex J þingmenn voru fjarver-^ andi. Svo alger er þjónustai Alþýðuflokksins við íhald-| ið, að flokkurinn hikar? ekki við að snúast alger-^ lega gegn gömlum bar-B áttumálum sem þessu, þeg-|| þess." ar íhaldið krefst Eins og sjá má á því, \ hvernig atkvæði féllu umfc málið, hefði það nægt tilL þess að samþykkja þessaj breytingartillögu, ef við- \ staddir þingmenn Alþýðu-| flokksins hefðu greitt at-k kvæði með henni, |< Verkfallið og kolaskorturinn I sem af þvi stafar er þegar farið að segja til sín í ýmsum grein- um atvinnulífsins. Slökkva hef- ur orðið undir mörgum háofnum stáliðnaðarins vegna þess að kol vantar. Kolabirgðirnar þverra óðum Qg gasskortur er fyrirsjá- anlegur. Skortur á jarðgasi Ekki baetir úr sök að verka- menn við hinar auðugu jarðgas- námur í Lacq í Suðvestur-Frakk- landi hafa einnig verið í verk- falli í fjóra daga. Þeir krefjast eins og starfsbræður þeirra í kolanámunum bæði hærra kaups og styttri vinnutíma og ákváðu í dag að halda verkfallinu áfram um óákveðinn tíma. Jarðgasið frá námunum í Lacq fullnægir að jafnaði um helmingi af gas- þörf Frakka. Verkföll í öðrum greínum Einbeittni kolanámumanna hef- ur ýtt undir verkamenn í öðr- um starfsgreinum að leggja út í baráttu fyrir hærra kaupi. Þannig hafa 20.000 verkamenn i málmnámum i Lorraine lagt nið- ur vinnu og höfðu þeir við orð í dag að fjölmenna til Parísar á miðvikudag þegar sendinefnd frá þeim gengur á fundi Bokanowski iðnaðarmálaráðherra. Þá samþykktu félög verka- manna í franska málmiðnaðinum í dag að gera verkfall á fimmtu- daginn til að fylgja á eftir kröf- um sínum um hærra kaup og lengingu orlofsins upp í fjórar vikur, en svo langt orlof hafa sumir starfsbræðra þeirra, t.d. hjá Renault, nýlega knúið fram. Neita viðræðum Franska stjórnin hefur ekki enn árætt að gera alvöru úr hótunum þeim sem fólust i nauð- Framhald á 2. síðu. Kaupfélagið á Se/fossi auglýsir Kanasjónvarp Fyrir skömmu kom til framkvæmda stækkun bandarisku hermannasjón- varpstöðvarinnar á Kefla_ víkurflugvelli og ná send- ingar stöðvarinnar nú til víðara svæðis landsbyggð- arinnar en áður og gera henni kleift að breiða á- hrif vestrænnar her„menn- ingar" til aukins fjölda landsmanna. Kaupfélag Árnesinga á Selfossi sem er eins og kunnugt er akaflega ná- tengt innsta kjarna Fram- sóknarflokksins þar í sýsln greip þegar tækifærið til þess að stuðla að auknum áhrifum þessa ,^nenning- arfyrirbæris" Kananna á Keflavfkurflugvelli — og stillti út í glugga bókabúð- ar sinnar í kaupfélagshús- inu á Selfossi tveim sjón- varpstækjum s.l. miðvikn- dag staðarbúum og öðrum sem þarna eiga Ieið um til augnayndis. Ekki munu þð allir íbúar hins myndariega kauptúns við Ölfusá hafa kunnað að meta þessa viðleitni kaup- félagsins og Framsóknar- forkólfanna til þess að 'út- breiða kanverska hermenn- ingn i breiðum byggðum Suðurlands og goldið þeún litlar þakkir fyrir. Erfiðir samningar í Helsinki Stjórnarkreppa af völdum verkfalla 1HELSINKI 11/3 — Stjórnarkreppa er nú yfirvofandi í Finnlandi eftir að sýntþykir að ekki muni takast nýir samningar um laun opinberra starfsmanna. Viðræður stóðu yfir milli rík- isstjórnarinnar og fulltrúa opin- berra starfsmanna alla helgina og fram á mánudag, en ekkert miðaði í átt til samkomulags. Var þá gert hlé á þeim til morg- uns. 20.000 ríkisstarfsmenn hafa verið í verkfalli frá síðustu mán- aðamótum. Þeir höfnuðu í dag sem algerlega óviðunandi tilboði ríkisstjórnarinnar um 5,5 prósent launahækkun handa þeim lægst- launuðu, en 1 prósent handa þeim tekjuhæstu. Karjalainen forsætisráðherra ákvað i dag að leggja tilboð sitt til lausnar deilunni fyrir þingið. Boðaðir hafa verið fundir í öll- um' þingflokkum í fyrramálið og þykir ekki ósennilegt að þá komi í Ijós að stjórn Karjalainens hafi ekki lengur meirihluta að baki sér. ASKRIFENDASOFNUNIN a Nú er góður skriður kominn enn má þó herða róðurinn - Tekum á!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.