Þjóðviljinn - 12.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.03.1963, Blaðsíða 4
4 SÍBA HðÐVILIINN Þriðjudagur 12 marz 1963 I I * Skipstjóri er ekki aðeins konungur í sínu litla ríki. Hann er líka auðmjúkur bjónn þeirra, sem hann er að flytja fyrir, og hann fær orð í eyra, ef hann skilar í höfn grotnuðum og skemmdum matvörum og ryðguðum vél- um. En á þessu getur skipa- ™ svitinn átt sök. og þann óvin þarf farmaðurinn því að þekkja sem bezt og vopnin gegn honum Tröllafoss leggur af stað frá New York með ýmislegt gott W innan borðs, bar á meðai I ávexti. Það er molluhiti, þeg- að skipað er út, 30 stig, og k daggarhitinn 25 stig. En dagg- J arhitinn er mælikvarði á raka loftsins og segir. hvað loft- hitinn þarf að lækka f til þess að loftið verði raka- J mettað. Meiri kólnun hlýtur H að valda því, að slagi mynd- ist í lestunum. Þegar Tröll- I inn er kominn norður i Is- ? iandsála, er lofthitinn orðinn I 0 stig. Þess vegna er allt í farið að flóa í vatni í lok- ■ uðum lestum, appelsínurnar k grænmygla, og Silla og Valda q dreymir illa. — Og þó. k Svona hagar sér enginn skio- q stjóri. Hann lætur viðra lest- k irnar. hvenær sem til þess gefur. Með þvi hreinsar hann ekki aðeins burt hið raka New-York-loft, heldur líka þá uppgufun, sem aldinin ^ hafa gefið frá sér. Hann sér | til þess, að daggarhitinn í 1 lestunum sé alltaf lægri en I hitinn þar. Þetta er sá veð- w urfræðilegi galdur, sem þarf I til þess. að ekki rætist vond- W ir draumar ávaxtakaupmanna ^ og fjörefnalausra neytenda. k Þessa aðferð, að viðra lest- 4 ir skipanna, hafa menn not- k að um aldir. og þegar á dög- ^ um Hansakaupmanna voru til k fyrirmæli um það að loft- I ræsta skipin í komflutning- k um hvenær sem veður leyfði, x en skipstjóri var ábyrgur. ef B út af var brugðið. Sennilega J hefur maðkaða mjölið á ein- | okunartímunum ekki fengið ð svo góða aðhlynningu. En ekki er það alltaf holit k að viðra lestirnar mikið, og ^ stundum er það betur ógert. Sé til dæmis hleypt mikiu heitu lofti að jámvörum. sem skipað var út í kulda og raka, getur það einmitt orðið til þess. að vatnsgufa þéttist á , farminum, sem hefur hlýnað k mjög hægt f lokuðum lest- Jl um. Ekki bætir þá úr salt- ■ ið i sjávarioftinu. Þama var I betra að viðra ekki. E Meðal farmanna í hitabelt- J inu eru illræmd kuldsvæði 1 I sjónum. svo sem undan Vest- 25 20 15 ;io engi ann X • 1 SI r~ i loftros* ars dre< g raka — .tingu! jur trmb — rið *Hl ' loftra róðlö kslrn sting gS til W gar ^ \\\W\N \\W\W W\W\\\\ loft rœsting nauðsyr ileg til i& forð ast slagc i m?o 90 60 50 ! 80 70 rakastig Teikning eins og þessi er ekki dýr eða merkileg. En hún getur jafnvel verið milljóna virði. Þetta eru leiðbeiningar um, hvernig fara skuli með timburfarm, sem inniheldur 8% raka og má ekki breyta sér verulega á sjóferðinni. Loftræsting er hér nauðsynleg í minna en 14 stiga hita, en sé hlýrra, fer það eftir rakastigi. hvort ávinningur er að lofræsting- unni. Ekki er ósennilegt, að nokkuð svipuð meðfcrð henti saitfiski. þcgar hann er fluttur tii heitu landanna. SKIPASVITÍ HRELUNG I Handknattleiksmótið í 1. deild IR vann FH og Víkingur KR Þá er 1. deildar keppnin haf- in að nýju en á henni hefur verið um það bil mánaðar hlé vegna utanfarar landsliðsins og ferðalags Hafnfirðinganna til Þýzkalands. En nú eru allir komnir heim aftur og vonandi eru þeir reynslunni ríkari svo ekki sé sterkara að kveðið. Á sunnudagskvöldið fóru fram tveir leikir í 1. deild og verður það markvert að teljast að ÍR sigraði FH með 30:27 eftir að hafa verið undir í hléi 11:17. Víkingarnir áttu í erfiðleik- um KR og sigruðu naumlega 25:23. IR — FH Það var vitað mál að ef IR- ingamir tækju verulega á þá myndi þeim vegna vel gegn FH. En að þeir myndu sigra held ég að engum hafi dottið í hug. En þannig fóru leikar samt að iR-liðið átti glæsileg- an síðari hálfleik og FH-ing- arnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í leikslok. Vörn Hafnfirðinganna var i molum og Hjalti hætti á tímabili að verja. iR-ingar héldu uppi heiftarlegri sókn og brutu á bak aftur hinar fálmkenndu vamaraðgerðir Hafnfirðinganna og skoruðu aftur og aftur að minni fannst úr vonlausri stöðu. Hafnfirðingar byrjuðu mjög vel í upphafi leiks og settu fyrstu fjögur mörkin og höfðu Framhald á 8. síðu. l'Knattspyrna Pétur hefur komizt í gegn og skotið við Iínu. Rósmundur horfir stjarfur á það sem fram fer. — Ljósm. Bj. Bj. ANNA ! Námskeið fyrir unglinga- I ur-Afríku. Þarna vellur upp kaldur sjór neðan úr djúp- inu. Þegar yfir þau er siglt, fer allt að slaga, einkum við hliðar skipsins og botn. Þetta er því verra, þegar fluttar eru vörur frá heitum og rök- um löndum, því að þær inni- halda gjarnan mikið af vatns- eimi eða gufu. Og íslenzkir skipstjórar hafa fengið að kenna á erfiðleikum við að koma saltfiski óskemmdum yfir miðbaugssvæðin. Þetta sýnir, að skipstjórar verða að vera allvel að sér í veðurfræðum, þó ekki sé nema í þessari grein þeirra. Og það sýnir líka, hversu seskilegt er hafa um borð ör- ugga hitamæla og rakamæla og lesa oft á þá. Þess vegna er skiljanlegt, að skipstjórar telji sér það bæði til gagns og sóma að taka að sér at- huganir og skeytasendingar fyrir Veðurstofuna. Hún legg- ur til tækin Páii Bergþórssoi í Afríku-stúdent hnekkir rógi um kynþáttamisrétti í Sovét Sunnudaginn 3. marz efndi unglinganefnd Knatt- spymusambands ísland til þjálfaranámskeiðs fyrir ung- lingaþjálfara og var námskeið haldið í samráði við tækninefnd KSÍ í Gagnfræðaskóla Austurbæjar undir stjóm Karls Guðmundssonar íþróttakennara. — Alls sóttu 19 þjálfarar námskeiðið, sem var tvíþætt — fræði- legt og verklegt — og heppnaðist það mjög vel. Á námskeiðinu fluttu erindi Reynir Karlsson, Gunnar Felix- son og Guðjón Einarsson, en Karl Guðmundsson og Ámi Njálsson sýndu ýmsar æfing- ar og leiki f leikfimissal skól- Einn þeirra sem mótmæit hafa gróusögum um kynþátta- misrétti í sósíalistísku ríkjun- um er Nandessvarlall Nepoi frá eynni Mauritius, en hann er við^ nám í Lumumba-háskólanum i Moskvu. Nepol ritaði banda- risku fréttastofunni Associated Press opið bréf. Hann lýsir þvi yfir að grein ein eftir frétta- ritara stofunnar í Moskvu. Stanley Johnson, sé helber lýgi. Fréttaritarinn fullyrðir að margir Afríku-stúdentar við Lumumba-háskólann vilji yf- irgefa Moskvu en geti það ekk' vegna fjárskorts. Nepol skýrir frá því að samkvæmt reglun háskólans getur sérhver stúden' fengið fé til heimferðar. Nepol bendir á að fyrir skömmu lagði háskólinn til fé handa tveim stúdentum sem sendir voru heim vegna lélegs árangurs í námi sökum áhuea- leysis. Þvert ofan í fullyrðingar Johnsons lýsir Nepol bví vfir að „ekki einn einasti Afríku- stúdent vill vfirgefa SovétrfV íp og fara til Bandarfkjanna bar sem negrar eru meðhöndi aöír verr en þrælar“ F.nrfrpmur spyr Nepol: TT"it ekki mr. Johnson að stúdentar frá 80 löndum stunda nám og búa saman á Vináttu- háskólanum án nokkurs mis- réttis á þjóðemislegum, kyn- þáttalegum eða stéttarlegum grundvelli? Eða er það ekki staðreynd að Framhald á 8. síðu. Hafnbann gegn Kúhu værí ólöglegt nú ans. Gunnar Felixson, formaður unglinganefndar KSl, setti nám- skeiðið og bauð þjálfarana vel- komna. — Hann benti á þýð- ingu námskeiða fyrir knatt- spymuþjálfara, en námskeið eins og þessi eru að verða fast- ur liður í starfsemi KSl. enda sívaxandi skilningur fyrir nauð- syn þeirra. Knattþrautir í ólestri — Ieikreglur — unglinga- þjálfun A námskeiðinu flutti Gunnar Felixson fróðlegt erindi um knattþrautir Knattspymusam- bandsins, sem hann sagði að nú væru í mesta ólestri. Hann sagði m.a. „Þrautimar voru á sínum tíma sniðnar eftirsænsk- um þrautum og allt fyrir- komulag hér miðað við, að þær mættu verða sem auðveldastar í framkvæmd og útbreiðsla þeirra sem mest. Með þeim átti að hvetja unglingana til að læra undirstöðuatriði knatt- spymunnar — þ.e. að spyrna og skalla rétt. Það hafa orðið okkur mikil vonbrigði, að ábyrgir menn f ýmsum félögum hafa virt allar reglur í þessu sambandi að vett- ugi og hafið svo kallaða fjölda- framleiðslu á bronz- og silfur- og gulldrengjum. — Hefur þetta skapað virðingaleysi gagn- vart þrautunum og gert þeim svo mikinn óleik. að áhugi pilta er víða orðinn lítill eða enginn fyrir þeim“. Ennfremur sagði Gunnar að það væri hin mesta nauðsyn að endurvekja áhuga fyrir þrautunum, enda hefði það sýnt sig, að drengir. sem hefðu tek- ið þær á réttan hátt væru miklu betur undirbúnir fyrir kappleiki en hinir, sem ekki hefðu glímt við þær. Að loknu erindi Gunnars, flutti Reynir Karlsson erindi um unglingaþjálfun almennt. — Hann skýrði m.a. frá á hvaða aldri væri hæfilegt að kenna unglingum úthaldsæfing- ar og hvaða hættur gætu ver- ið því samfara að hefja slík- ar æfingar of snerama. Einnig ræddi Reynir um tækniæfingar f gegnum flokkana. Að lokum flutti Guðjón Ein- arsson, yngri, stutt erindi um leikreglur og þann gagnkvæma skilning, sem ríkja þarf milli dómara og leikmanna. Hvernig tækikennslu er hagað Eftir þessi erindi sýndu þeir Karl Guðmundsson og Árni Njálsson ýmsar æfingar í leik- fimissal skólans og voru þeim til aðstoðar nokkrir piltar. sem sýndu framkvæmd þeirra. — Karl sýndi m.a. stöðvaþjálfun og þvemig tæknikennsla er byggð upp frá grunni — enn fremur sýndi hann nokkur skipulagsatriði. en Ámi sýndi ýmsa leiki. Námskeiðið hófst kl. 2 og var slitið kl. rúmlega 5. — Voru þjálfararnir, sem sóttu náms- skeiðið mjög ánægðir með framkvæmd þess, enda heppn- aðist það að öllu leyti vel. Fyrir skömmu lýsti banda ríski öldungadeildarþingmaður inn Wayne Morse því yfir að viðskiptabann gegn Kúbu væri lögleysa og myndi fá ríki sem máli skiptu virða það. Morse er formaður þcirrar ncfndar öld- ungadeildarinnar sem fjallar um samskipti Bandaríkjannf við Rómönsku-Amcríku. Morse sagði. að samkvænv rannsóknum le.yniþjónustunna' benti ekkert til þess að Kúbe ógnaði nágrannaríkium sínum með árásarvonnum. Því væn verzlunarbann bað sem Gold- 'vater öldup'1'- ’ !’J'>rmaður frá Arizona legð! ‘ú ólöglegt. — Bretar. Kanadamenn og aðrar stærri þjóðir myndu aldr- ei taka þátt í ólöglegu verzlun- arbanni, bætti hann við. Morse sagði í ræðu sinni að full ástæða væri til þess að vera á verði gegn þeirri móður sýki gegn Kúbu sem nú gerb vart við sig i Bandaríkjunum Hann sakaði marga stjórnmála menn um að þeir reyndu að nota ástandið sjálfum sér "ramdráttar. Kennet Keting, einn af öld ungadeildarmönnum repúblik ana, er meðal þeirra sem heim' að hafa ofsóknaraðgerðir geg' Kúbu. Meðal annars hefur hanr lagt til að Bandaríkin hætt allri efnahagsaðstoð við þa. ríki sem eru Kúbu hjálpleg ð i einhvem hátt. rá þjálfaranámskeiði unglinganefndar KSl. Á myndinni sést hluti þeirra þjálfara sem sóttu rámskeiðið, þeir sem lengst cru að komnir eru frá Selfossi. — Aftast til vlnstri eru þeir Reynir Karlsson, Óli B. Jónsson, Arni Njálsson og Karl Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.