Þjóðviljinn - 12.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.03.1963, Blaðsíða 6
0 SlÐA HÓÐVILIINN Þriðjudagur 12 marz 1963 FISKIMÁL - Effir Jóhann J. E. Kúld Hvað verður gert við brézka lánið? Það er nú talsvert rætt manna á meðal, hvað verði gert við brezka lánsféð sem ís- lenzka ríkisstjórnin útvegaði í Lundúnum á þessum vetri. Menn minnast bess, að blað fjármálaráðherra, dagblaðið Vísir, gaf fyrirheit um, að tals- verðum hluta lánsfjárins yrði að líkindum varð til þess að byggja hér upp síldariðnað til manneldis. Eg fullyrði að fá skrif í Vísi hafi vakið meiri at- hygli en einmitt þessi. Og á- stæðan fyrir því er sú. að fjöldi manna í öllum stjórn- málaflokkum er sannfærður um. að hvergi kreppi meir að í okkar þjóðarbúskap beldur en einmitt í hinni ófullkomnu og úreltu nýtingu okkar á síldaraflanum. Menn sjá fram á mikla möguleika þess, að hægt verði með siíkum iðnaði að stórauka þjóðartekjumar, ekki bara um ein 5% á næstu árum eins og hagfræðingar og fjármálagarpar íslenzkra stjórnarvalda telja nauðsyn- legt, heldur um miklu hærri fjárhæð, ef að slíkum fram- kvæmdum verður unnið af manndómi og fyrirhyggj.u. Af þessum ástæðum bí'ða menn þess nú í eftirvæntingu, áð ríkisstjórnin kunngjörí hVe miklum hluta brezka lánsfjár- ins veður varið til þessara. þarfa. Menn trúa því ekki að óreyndu að fram hjá þessu nauðsynjamáli verði gengið, þegar teknar verða fullnaðar- ákvarðanir um skiptingu láns- fjárins, enda hefur blað fjár- málaráðberra gefið stór fyrir- heit þar um, að ekki óveru- legum hluta lánsfjárins verði verið til nýtingar á síldarafl- anum til manneldis. Og eitt er víst: Þetta mál er nú meira á dagskrá meðal fólksins sem byggir sjávarsíðima hér við Faxaflóa, heldur en ÖH önnur mál til samans. Inflúenza í fiskiverunum Asíuinflúenzan herjar nú víða fiskiþorpin hér sunnan- lands. Þetta kemur þvú verr við, þar sem víða er svo ástatt, að frekar er skortur á fólki til starfa, heldur en fólk sé aflögo. Af þessu tilefni hafa ýmsir rætt við mig um fyrirhyggju- leysi íslenzkra heilbrigðisyfir- valda, að hafa ekki i tæka tíð gert ráðstafanir til þess, að hafa tiltækt bóluefni svo hægt hefði verið nógu snemma að bólusetja vertíðarfólkið, sjómenn og landfólk. Eg skal segja það strax, að mér sýnist þeir hafi mikið til síns máls, sem bera fram þessa gagnrýni. Það getur oltið á svo miklu fyrir íslenzkan þjóðarbúskap að fólkið sem vinnur þýðing- armestu störfin á vertíðinni, sækir aflann í hafið og vinnur hann í landi. að það sé hraust, og þessvegna ætti það að vera bein skylda heilbrigðisyfirvald- anna á hverjum tíma að stuðla að því með röggsemi og fyrir- hyggju. Á þetta virðist hafa skort nú eins og reyndar oft áður, og er því ful‘1 þörf að vekja menn til umhugsunar um þetta mál. Þa'ð er áréiðanlega hægt að gera betur en gert hefur verið í þessum efnum. Þorskveiðar með nót Að undanförnu hefur það vakið talsverða athygH, að ýmsir vertíðarbátar hér sunn- anlands hafa fengið mikinn afla í herpinót. Herpinótaveiði fyrir annan fisk en síld er hér lítið þekkt, og ef ég man rétt, þá mun þetta fyrst hafa verið reynt hér við Faxaflóa fyrir einu til tveimur árum á vetrarvertíð. Hinsvegar er þetta órðin nokkuð gömul veiðiaðferð í N’oregi. Um og eftir 1920 og alla tíð síðan. hafa Norðmenn stundað ufsaveiðar og þorsk- veiðar með nót. Fyrstu snurpu- næturnar sem kastað var frá sjálfu veiðiskipinu án þess að bátar væru notaðir voru norsku ufsanæturnar. Síðar færðist nótaveiðin yfir á þorskveiðina í æ stærri stíl, sérstaklega á miðunum við Lófót á vetrar- vertíð. Við Lófót urðu þessar veiðar mjög óvinsælar af þeim sem stunduðu á sömu miðum veiðar með færi, línu og net- um. Þetta endaði svo þannig fyrir nokkrum árum að and- stæðingar nótarinnar fengu þá veiðiaðferð bannaða með lög- um á miðunum við Lófót, und- i því yfirskini að þorskveiði með nót væri skaðsamleg veiðiaðferð. Eftir að lögbann- ið tók gildi hafa engar þorsk- veiðar með nót verið leyfðar á þessum miðum. Hafrannsóknarstofnuninni í Björgvin var svo falið að ganga úr skugga um, hvort nótaveiðar væru skaðlegar þorskstofninum. Hafrannsókn- arstofnunin gerði svo út tvö skip með nót í nokkur ár á Lófótarmiðum, og í fyrravetur voru niðurstöður þeirra rann- sókna birtar. Niðurstaðan varð sú að þorsknótin gerði minnst- an skaða á þorskstofninum af öllum þekktum veiðarfærum. Hinsvegar sannaðist það, að tvö veiðarfæri hafa valdið og valda miklum skaða þorsk- stofninum á Lófótmiðum en þessi veiðarfæri eru þorskanet og hinn svokaUaði sænski pilk- ur, sem talsvert hefur verið notaður þar við handfæraveið- ar. Vísindamennirnir fengu mikið af særðum þorski í nót- ina, bæði eftir netin og pilk- inn. Síðan þessi niðurstaða var birt, hafa nótaveiðimennirnir ekki linnt látum að fá bannið afnumið, en síðast þegar ég vissi til. þá sat allt við það sama í því efni, og óvíst var talið, hvort stórþingið breytti lögunum nú. En lögbannið gegn nótaveiðinni á Lófótmið- um er í gildi þar til stór- þingið upphefur það með laga- breytingu. Ráðstefnan í Björgvin Á ráðstefnu sem haldin var í Björgvin í Noregi í febrúar- mánuði um fiskimál, þar sem þátttakendur voru frá fjölda Evrópulanda, og einnig frá Bandaríkjunum og Kanada, voru gefnar margar mikils- verðar upplýsingar. meðal ann- ars þetta: Á sama tima _og fiskv.eiðar margra Evrópuþjóða hafa ýmist staðið í stað eða jafnvel orðið um afturför að ræða, sumstaðgr, þá hafa fisk- veiðar Sovét-Rússiands aukizt úr 2 millj: og átta hundrað þús. smálestum, sem þær voru 1950, í 4 milljónir smálesta 1960. Þá var því slegið föstu að verksmiðjuskip Rússa mundu nú vera einbversstaðar á milH 150—300 talsins af stærðinni 2000—3000 smálestir, og að 30 slik skip mundu bæt- ast f þann flota árið 1963— FSSH-FINDER FISKLEIT ARTÆKI sem hentar smærri fiskjskipum. — Mælir niður i allt að 170 faðma. Verðið er lægra en á öðrum sambærilegum tækjum. (Jpplýsingar f símum 3 80 19 — 3 61 98. Sýningartæki í búðinni Langholtsvegi 82. Pál m a r . ijiíliíí'i Myndin var tekin um borð í v.b. Akraborgu EA-50 á dögunum, er báturinn var að þorskveiðum með sumarsíidarnót í Reykja- ncsröstinni. Það cr vcrið 'áð"*Báfa þorskinn úr nótinni. (Lrjósm. Þjóðv. G. O.). 1964. Því' var slegið föstu að ástæðan ti'l þesarar miklu aukningar í rússneskum fisk- veiðum væri sú, að Rússar væru sannfærðir um, að það væri ódýrara og krefðist minni mannafla að afla kjarnafæðu frá hafinu, heldur en á þurru landi. Koma Japanir á Islandsmið? Þá kom það einnig fram á þessari sömu ráðstefnu, að miklar ráðagerðir væru nú um það í Japan að auka fiskveiði- flotann um ca. 70 skip á næst- unni, verksmiðjutogara og móð- urskip af stærðinni 1500—8000 smálestir. Þá var sagt frá þvi að reiknað væri með, að Japan- ir sendu skipaflota sinn á Is- landsmið næsta sumar til síld- veiða. Japanir eru nú lang- stærsta l'skveiðiþjóð heimsins, og hafa á undanförnum árum stundað fiskveiðar á öllum^. heimshöfum nema Norður- Atlanzhafi. Koma enn fleiri hingað til síldveiða næsta sumar? Þá var cinnig rætt um, að Kínverjar, Pólverjar og Austur- Þjóðverjar væru nú einnig með ráðagerðir og undirbúning að síldveiðileiðöngrum á Is- landsmið. Hvað segja bessar fréttir? Það er ekkert leyndarmál að silfur hafsins er ein hin mesta kjarnafæða sem mann- kynið á völ á. Norður- og Austurlandssíldin hér við ís- land ber þó af í þessu tilliti. Á meðan svo er ásta-tt hjá þeim sem bezta hafa aðstöðuna til að nýta þetta. eitt allra bezta hráefni til matvælaiðn- aðar, að síldin er veidd að meginhluta til að breyta henni í áburð á. akra og til skepnu- fóðurs, eins og hér er gert, þá er ekkert undarlegt að framandi þjóðir fari að leita hingað í stórum stíl, í leit sinni að dýrmætum ódýrum hráefnum til matvælaiðnaðar. Hvenær vakna íslenzkir ráða- menn af svefni sínum í þessu efni? Verður það máski áfram- haldandi hagfræðistefna þeirra, að fimbulfamba um stóriðnað á íslandi í eigu útlendinga. þar sem unnið verði úr erlendum hráefnum? Eða vakna þeir a-f svefninum og snúa sér að því verkefni sem bíður óleyst við íslenzkar bæjardyr, því: að breyta íslenzku Norður- og Suðurlandssíldinni að megin- hluta í dýrmæt matvæli, sem hægt er að selja um allan heim, sé aðeins markaða fyr- ir þá vöru leitað af manndómj og^nneð fyrirhyggju. Samúðarkort Slysavarnafélags íslands kaupa fiestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um land allt- í Reykjavík i Hannyrðaverzl- unjnnj Bankastrætj 6. Verzl- un Gunnþórunnar Halldórs- dóttur, Bókaverzluninnj Sögu Langholtsvegi og i skrjfstofu félagsins i Nausti á Granda- garði. Framboð Fram- sóknar í Suður- landskjördæmi Sl. sunnudag birti Tlminn framboðslista Framsóknarflokks- ins í Suðurlandskjördæmi við alþingiskosningarnar í sumar og eru 6 efstu sæti hans þannig skipuð: 1. Ágúst Þorvaldsson alþingis- maður. 2. Bjöm Fr. Bjömsson alþing- ismaður. 3. Helgi Bergs framkvæmda- stjóri. 4. Óskar Jónsson fuUtrúi. 5. Matthías Ingibergsson lyfja- fræðingur. 6. Sigurður Tómasson bóndi. Aðeins ein breyting hefur ver- ið gerð á skipun 6 efstu sæta listans frá síðustu alþingiskosn- inum og er hún sú, að Matthías Ingibergsson lyfjafræðingur, Sel- fossi, kemur í 5. sæti í stað Sigurður I. Sigurðssonar, oddvita, Selfossi. Lektorsstaða í Svíþjóð aug- lýst laus Laus er til umsóknar Iekt- orsstaða í íslenzku við háskól- ana í Gautaborg og Lundi og verður veitt frá og með 1. júlí 1963. Lektorsstarfið er sameig- inlegt fyrir báða háskólapa; lektorinn skal vera búsettur í i Gautaborg og fær greiddan sérstakan ferðakostnað mllli há- skólanna. Lágmarkskrafa um menntun til starfsins er kandí- datspróf í íslenzkum fræðum. Umsækjendur undir fertugsaldri koma fyrst og fremst til greina. Lektorinn er ráðinn til þriggja ára í senn hið lengsta, en end- umýja má ráðningu hans. Kennsluskyldan er 396 stundir á ári, mánaðarlaun (brúttó) 2541 sænskar krónur. Umsóknir, stílaðar til Göte- borgs universitet, Institutionen for nordiska sprák, sendist heim- spekideild Háskóla Islands fyr- ir 7. april. n.k. Nýr maður í sáHanefnd; Borgarstjóm hefur kjörið Björgúlf Sigurðsson verzlunar- mann í sáttanefnd í stað Bjöms Kristmundssonar, sem átt hefur sæti í nefndinni um langt ára- bil en. lætur nú af störfum að eigin ósk. Með Björgúlfi er í sáttanefndinni Sigurður Áma- son. Shbbb CrrrMJ. 5ro«iM\a ER KJORINN BÍLLFYRIR ÍSŒNZKA VEGK RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR, AFLMIKIU. OG ÓDÝRARI TÉHHNE5KA BIFREIÐAUMBOÐIÐ VONAR5TRÆTI 12. SÍMI 37881 ER BÍLLINN FYRIR ALLA SVEINN BJÖRNSSON & Co. Hafnarstræti 22.. Sími 24204. V ■»- 1 l J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.