Þjóðviljinn - 12.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.03.1963, Blaðsíða 10
Orn festíst í dýraboga á Skógarströnd Finnur við fuglamerkingar. • Það var mikil sjón fyr- ir bóndann á Breiðabóisstað á Skógarströnd, þegar hann gékk fram á fullvaxta örn í dýrboga sínum síðastlið- inn Iaugardag og við hon- um blasti hátt í þriggja metra vænghaf og hvæs- andi stálgoggur enda flaug þetta í útvarpsfrcgnum um allt Iand. • Bóndinn Daníel Hálf- dánarson hafði lagt bogann fyrir dýrbít og lá haonn falinn hjá dauðri k!ind. • örninn var illa dasaður eftir langvarandi slaghörku við bogann og var óhreinn og blautur og haltur á hægra fæti. Daníel tók örn- inn heim með sér og bjó um hann í hlöðu og gaf honum nýmeti, — fisk og kjöt og var fuglinn hinn sprækastli morguninn eftir og sleppt síðar um daginn. • Bóndinn hafðii þegar veitt tvo refi og nokkra minka, þegar lásinn small um fót konungi fuglanna. Hér í bænum rauk hinsveg- ar upp til handa og fóta for- maður fulltrúaráðs Sjálfstæð- isflokksins og pantaði flug- vél í ofboði og flaug vestur á Snæfellsness að huga að líðan fuglsins, en hann er eins og kunnugt er skyldur flokkstákni íhaldsmanna og staðsettur í gunnfánum eins grimmasta herveldis álfunnar á þessari öld. í för með honum slóst frið- samur fuglafræðingur dr. Finnur Guðmundsson og höfð- um við tal af honum í gær. Dr. Finnur hældi bóndan- um fyrir umhyggju hans á þessum sjaldgæfa fugli og var hann þurr og hress að sjá eftir næsturgistinguna í hlöð- unni og hafði étið vel um nóttina af nýju hrámeti. Hægri fótur var talsvert bólginn, en ekki brotinn og held ég hann jafni sig fljótt, sagði Finnur. Við bárum hann út á tún seinni hluta dags og sleppt- um honum og dvaldist hann um skeið á túninu og var að jafna sig og viðra sig og kveinkaði sér þó í hægrafæti, ■hefur verið bólginn um liða- mót. Þetta var tígulegur fugl með tvo og hálfan metra í vængjahaf og stæðilegur að sama skapi. Við spurðum dr. Finn, hvort fuglinn hefði ekki verið grimmur og illvígur viður- eignar og lét hann lítið yfir því. Ömin er líklega meinlaus- asti og huglausasti fugl, sem um getur og sögur um grimmd hans rótgróinn hleypidómur og margra alda gömul þjóð- sögn, sem hefur fylgt kyn- slóðum aftur úr grárri fom- eskju. Þetta er þó ránfugl mölduð- um við í móinn. Hann drepur náttúrlega dýr og fugla, þegar hann er svangur, en hann er svifa- seinn og þungur á sér og tek- ur enga bráð nema á jörðu niðri. Hér á landi er rótgróin trú um grimmd arnarins og ætti maður að trúa þessum sög- um, þá væri aðalfæða amar- ins ungböm, og em þessi bamadráp amarins í öllum löndum. Svissneskur maður athugaði þessar sögur í dölum Sviss og hefur skrifað heila bók um þessar athuganir sínar og komst að þeirri niðurstöðu, að allar þessar sögur væru í hæfilegri fjarlægð frá nú- tíðinni, — ein eða tvær kyn- slóðir höfðu liðið frá atburð- inum og væri þetta nánast alltaf byggt á eintómum í- myndunum. Hér á landi úir og grúir af þessum sögum og er skemmst að minnast ungbamaránsins á Skarðsströnd og ekki er langt síðan birtist viðtal við konu nokkra hér í bæ og hafði henni verið rænt af emi l bernsku, en yfirleitt eru síð- ustu sögurnar frá afa okkar og ömmu og gegnir þannig sama máli hér á'landi. Þá er ekki síður fullt af sögum um grimmd amarins út í helztu embættismenn landsins eins og presta og sýslumenn, sem vom komnir að niðurlotum, þegar þeir komu ríðandi í hlað með öm sitjandi á bakinu og hafði hann læst klónum á hol og ætlaði að gæða sér til dæmis á prestakjöti og taldi dr. Finnur þetta bera vott um óvenjulega grósku ímyndunar- aflsins. Stundum kom í ljós, að gutlaði frekar neðarlega í ferðapela viðkomandi emb- ættismanns. Jú, — öminn er meinlaus og huglaus fugl, sagði dr. Finnur að lokum. h% i • ■■ | ,b iTwö umferðarslys Peking og Moskva samntala @ sunnudagínn um þörf á beinum viðræðum PEKING og BELGRAD 11/3 — Kommúnistaflokkar Kína og Sovétríkjanna hafa orðið á eitt sáttir um að þörf sé á beinum viðræðum milli þeirra um mikilvæg mál sem varða hina alþjóðlegu verklýðshreyfingu, segir fréttastof- an Nýja Kína. Jafnframt berst sú fregn frá Belgrad að sovétstjórnin muni hafa í hyggju að bæta sambúðina við Albaníu. Kínverska fréttastofan segir að samkomulag hafi orðið milli flokkanna um þörf á viðræðum í bréfaskiptum sem farið hafa fram að undanfömu milli þeirra. Ekki var neitt tekið fram um hvort slíkar viðræður hefðu þegar verið ákveðnar og ekki var heldur nánar tilgreint hver þau „mikilvægu vandamál" væru sem ræða þyrfti. Bréf hafa farið á milli Framkvæmdastjóri kínverska flokksins, Tang Sjaoping, ræddi um helgina við sovézka sendi- herrann í Peking, Térvonenko. sem sæti á f miðstjóm sovézka flokksins, og afhenti honum þá svar Kínverja við bréfi sem Kommúnistaflokkur Sovétrikj- anna sendi kínverska flokknum 21. febrúar. Gert er ráð fyrir að í því bréfi hafi sovézki flokkur- Hús stérskemmist í eMi—maður meiðist Um hádegi sl. sunnudag kom upp eldur í húsinu Holtsgötu níu sem er ejnlyft stejnhús með timburinnréttingu. 1 húsinu bjuggu ungversk hjón og leigj- andi þeirra, ungur piltur. Hafði pilturinn farið að heiman um kl. 12 á hádegi en litlu síðar urðu hjónin vör við að reyk lagði út úr herbergi hans meðfram hitavatnsröri fram í eldhúsið. Konan brá þegar við og hljóp í síma til þess að tilkynna um eldinn en maðurinn opnaði her- bergi piltsins til þess að kanna eldinn. Gaus þá á móti honum mikill eldur og hrökklaðist hann undan honum inn í eldhúsið aft- ur án þess að geta lokað hurð- inni. Eldurinn læsti þegar um sig í eldhúsinu og flúði maðurinn þaðan inn í svefnherbergi þeirra hjónanna. Var hann þar inni- króaður og tók það til bragðs að brjóta rúðu og fleygja sér út um gluggann. Er allhátt niður og brákaðist maðurinn á fæti við fallið. Slökkviliðið kom fljótt á vett- vang og tókst að ráða niðurlög- um eldsins en skemmdir urðu mjög miklar. Brann allt innan úr herberginu þar lem eldurinn kom upp og einnig urðu skemmd- ir í eldhúsinu og forstofu. Talið er að kvilcnað hafi í út frá vindlingi, en pilturinn hafði verið að reykja áður en hann fór út, en drap í sígarettunni í öskubakka, að hann hélt, og tæmdi síðan öskubakkann í ruslakassa úr pappa. inn ítrekað þá tillögu sína að leiðtogar flokkanna komi saman til að fjalla um deilumálin og hafi Kínverjar í svari sínu fall- izt á tillöguna. Tilslökun Kínverja Enda þótt ekki muni neitt hafa verið ákveðið um fund leiðtoga flokkanna má telja mjög trú- legt að hann verði haldinn áður en langt líður. Kínversku leið- togamir virðast hafa, í bili a. m. k., fallið frá þeirri kröfu sinni að haldin verði alþjóðaráðstefna leiðtoga kommúnista- og verka- lýðsflokkanna til að fjalla um deilumar. í því felst nokkur til- slökun af þeirra hálfu og er líklegt að þeir ætlist til að Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna geri einnig nokkra tilslök- un. Bætt sambúð við Albanii? Franska fréttastofan AFP seg- ist hafa góðar heimildir í höf- uðborg Júgóslavíu fyrir því að Sovétríkin muni innan skamms koma stjómmálasambandi sínu og viðskiptatengslum við Albaníu í eðlilegt horf og myndi slíkt verða gert til þess að búa i haginn fyrir viðræður við Kín- verja. Sovétríkin hafa aldrei slitið stjórnmálasambandi við Albaníu, en allt starfslið sovézka sendi- ráðsins í Tirana var kallað heim í desember 1961 og Sovétríkin sögðu upp öllum viðskiptasamn- ingum sínum við Albaníu og lögðu niður flotastöð sína i Durazzo. Síðdegis á sunnudag uröu tvö umferðarslys á Reykjanesbraut. Um kl. 5 síðdegis varð árekstur á mótum Reykjanesbrautar og Kársnesbrautar og skemmdust báðar bifreiðirnar allmikið. Einn- ig meiddist tvennt í árekstrin- um. ökumaður annarrar bifreið- arinnar og kona sem var að ganga yfir götuna er árekstur- inn varð. Meiðsli þeirra vom þó ekki talin alvarleg. Hitt slysið varð á sunnudags- nóttina á Haleyrarholtinu sunn- an við Hafnarfjörð. Var bifreið- inni R-4121 ekið þar á ofsahraða fram úr annarri bifreið á mótum nýja vegarins og gamla vegar- ins. Lenti hún aðeins utan í bif- reiðinni sem hún fór fram úr og fór síðan þvert yfir gamla veg- inn og flaug í loftinu út af hon- um og hafnaði á hjólunum niðri í djúpri hvos hinum megin veg- arins. Engin slys urðu á mönn- um en þama munaði sannarlega litlu, að stórslys yrði. Hinn árlegi alþjóðlcgi Ieikiist- ardagur verður hátíðlegur hald- inn 27. þessa mánaðar. Verður dagsins m'innzt meö nokkrum hætti hér á landi sem annar- staðar. M.a. mun Þjóðleikhúsið frumsýna Ieikritið Andora eftir Max Frisch þann dag. Eldur í geymslu- skúrum í gærdag Um kl. 9.30 1 gærmorgun var slökkviliðið kvatt að Smyrilsveg 29, bæjarhúsunum. Hafði komið þar upp eldur í geymsluskúrum við húsin og urðu alimiklar skemmdir á skúrunum en slökkviliðinu tókst að verja að eldurinn kæmist í íbúðimar. Kviknaöi í leigu- bifreið Akranesi í gær — Á sunnudags- morgun á tólfta tímanum kvikn- aði í bifreiðinni E-302 á Land- hagamelum og er sá staður 15 kílómetra fyrir ofan Akranes. Þetta var leigubifréið og voru fjórir farþegar í' bílnum auk bifreiðarstjórans, sem brennd- ist lítúlega í andliti og eitthvað á höndum. Farþegarnir sluppu að mestu óbrenndir. Bifreiðin er alónýt. — GM.T Þriðjudagur 12. marz 1963 — 28. árgangur — 59. tölublað. Talsmaður stjórnar Taflfélags Reykjavíkur, Jón P. Emils, af- hendir Friðrik Ölafssyni stórmeistara bikarinn sem hann hlaut að launum fyrir sigur sinn í einvíginu við Inga R. Jóhannsson um titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 1963. (Ljósm. Þjóðv. G.O.). FriSrik vann Inga í úrslitaskákinni Kl. 2 e.h. á sunnudaginn hófst úrslitaskákin í einvígi þeirr,a Friðriks Ólafssonar og Inga R. Jóhanssonar um skák- meistaratitil Reykjavíkur en fyrir þá skák var staðan jöfn, hvor um sig hafði IV2 vinn- ing. Ingi hafði hvítt í þessari síð- ustu skák og tefldi greinilega til sigurs og var skákin mjög spennandi á köflum. Fómaði Ingj drottningunni snemma í taflinu fyrir hrók, biskup og peð en Friðrik braut sókn hans Ritköfundar kynna verk sín Rithöfundafélag íslands efndi til upplestrarfundar síðastliðinn sunnudag, Formaður félagsins, Friðjón Stefánsson, setti fundinn og kynnti höfunda þá, sem lásu upp úr verkum sínum, en það vom eftirtaldir: Amfriður Jóna- tansdóttir, Elías Mar, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Stefán Jóns- son, Sveinbjöm Beinteinsson og Þorsteinn frá Hamri. Var gerður góður rómur að upplestri þeirra. Næsti slíkur fundur félagsins verður sennilega í apríl. á bak aftur og mátti Ingj gef- ast upp í 33. leik. Var Friðrik óspart hylltur af áhorfendum í leikslok. Orengurinn dó Litli drengurinn sem slasaðist í umferðarslysinu á Bústaðavegi á laugardaginn, ejns og sagt var frá í Þjóðviljanum á sunnudag- inn, andaðist um kl. 7.20 á laug- ardagskvöldið í Landakotsspít- ala af afleiðingum slyssins. Hann hét Samúel Kristinn Samú- elsson og áttj hejma að Foss- vogsbletti 39. Þetta er þriðja banaslysið á þessu ári hér í Reykjavík af völdum umferðar og auk þess hafa á sama tíma orðið 5 bana- slys af sömu orsökum úti á landi. Arskátíð sósíal- ista í Kópavogi N.k. laugardag, 16. marz, verð- ur haldin árshátíð Sósíalistafé- lags KópaVogs og hefst hún með borðhaldi í Þinghóli kl. 20.00. Meðal skemmtiatriða má nefna gamanþátt er Sigurður Grétar Guðmundsson flytur, vísnasöng Karls Sæmundssonar, dans o.fl. Miðar eru til sölu hjá Auð- unni Jóhannessyni, Hlíðarvegi 23, sími 23169 og á afgreiðslu Þjóðviljans að Týsgötu 3, sími 17500. Hæsta vinningar r Hanndrætti Hl Mánudaginn 11. marz var dregið í 3. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 1.000 vinningar að fjárhæð 1.840.000 krónur. Hæsti vinningur, 200.000 krón- ur, kom á heilmiða númer 30.483. Var hann seldur i umboði Guð- rúnar Ólafsdóttur, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. 100.000 krónur komu á hálf- miða númer 2.643, sem voru seldir í umboði Frímanns Fri- mannssonar, Hafnarhúsinu. 10.000 krónur: 4961 — 6451 — 8144 — 14712 — 14805 — 15622 — 15667 — 19667 — 20902 — 22231 — 23079 — 23096 — 30154 — 32007 — 33304 — 34579 — 37104 — 39670 — 46324 — 51509. (Birt án ábyrgðar). irshátíð, árshátíð Árshátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur og Æskulýðs- fylkingarinnar í Reykjavík verður haldin á Hótel Borg fimmtudaginn 14. marz n.k. Skemmtiatriði og dans. Aðgöngumiðasala hefst á morgun, miðvikudag, í skrif- stofu Sósíalistafélagsins, Tjamargötu 20. i t i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.