Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 1
^^^^^^^^ Miðvikudagur 13. marz 1963 — 28. árgangur — 60. tölublað. Gengið á fund Kjarvals, Ásgríms ©g Jéns Stjórnarkreppu forðað í Finnlandi Enn ekki horfur á lausn vinnudeilna HELSINKI 12/2 — Stjórnarkreppunni sem búizt var fast- lega við að hlytist af verkföllunum í Finnlandi hefur ver- ið afstýrt, a.m.k. í bili. Hins vegar virðast litlar- horfur á að vinnudeilurnar leysist bráðlega. Talið hafði verið sennilegt að tveir stjórnarflokkanna, Sænski þjóðflokkurinn og Sameiningar- flokkurmn, myndu svipta stiórn Karjalainens stuðningi vegna til- boða hennar um 4,8 prósent kauphækkun til lægst launuðu opinberra starfsmanna, en þing- flokkar beirra ákváðu á fund- um sínum í morgun að styðja stjórniTia áfram. Samtök opinberra starfsmannna. bæði þeirra 20.000 sem þegar en komnir í verkfall, og hinna sem boðað hafa verkfall á fimmtudag, hafa hins vegar hafnað þessu marin í gegn á dansk? þinginu KAUPM.HÖFN 12/3 — Danska þingið samþykkti í dag meðmjög naumum meirihluta (atkv. græn- lenzku þingmannanna tveggja réðu úrslitum) „heildarlausn" þá á efnahagsmálunum sem ríkis- st.iórnin hafði ákveðið í samráði við forystu danska alþýðusam- bandsins. 1 henni er gert ráð fyrir að kjarasamningar fram- íengist óbreyttir til tveggja ára fyrir utan smávægilegar lagfær- :->gar á kaupi beirra lægst laun- ¦^u, en .iafnframt verði verð- '", bundið og einnig arðsúthlut- boði ríkisstjórnarinnar sem al- gerlega ófullnægjandi. Samninga- viðræður fóru fram í dag, en ekkert miðaði áleiðis til sam- komulags og var þeim slitið eft- ir tvær klukkustundir. Ekki var þoðaður nýr sáttafundur. SÝNING á verkum Asgríms Jónssonar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar Kjarvals var opin í hálfan mánuð í Púsjkínsafn- inu í Moskvu, og mun hún nú hafa verið flutt iil Lieningrad. ÞETTA er í annað sinn sem myndir þeirra sjást í þessu safni, en 1959 var haldin þar allstór sýning á vegum sovézka og íslenzka menntamálaráðu- neytisins og voru þá miklu fleiri listamenn með í föriinni. ALLS SÁU 51500 manns þessa sýningu í Moskvu. Myndin sýn- ir fyrstu syningargesti upp tröppur safnsíns. ganga Pundið sfendur tæpt LONDON 12/3 — Englandsbanki greip í dag til þess neyðarúrræð- is að taka af dollaraþirgðum sínum til að halda uppi gengi sterlingspundsins sem hefur fall- ið síðustu daga á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum og er nú lægra en það hefur verið í 19 mánuði. 300 milljónir drepnar þegar í fyrstu lotu kjarnastríðs WASHINGTON 12/3 — Bandaríski landvarnaráð- herrann McNamara sagði nýlega á fundi landvarna- nef ndar f ulltrúadeildarinnar að um 300 milljónir manna myndu láta lífið þegar í fyrstu lotu kjarnorkustríðs, 90 milljónir Vestur-Evrópu- búa. 100 milljónir Banda- ríkjamanna og álíka fjöldi í Sovétríkjunum. Langir samn- ingafundir í deilu BSRB Kjararáð BSRB og samn- inganefnd ríkisstjórnarinn- ar hafa undanfarna tvo daga setið á stöðugum fund- um langt fram á nótt og er unnið að því að raða opinþerum starfsmönnum niður í launaflokka, en eins og kunnugt er náðist fyrir skömmu samkomulag um það, að fokkarnir. yrðu 28 að tölu. Sá tími fer nú að styttast sem samninga- nefndirnar hafa til þess að leysa kjaradeiluna því tak- ist það ekki fyrir tilskil- inn tíma á málið að fara fyrir kjaradóm. Saksóknari vill ekki láta rann- saka mál Áka • Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir nokkrum dögum sneru hæstaréttarlögmennirnir Haukur Jónsson og Þorvaldur Þórarinsson sér nýlega íil saksóknara ríkisins og fóru fram á dómsrannsókn í tilefni af samskiptum Áka Jakobssonar við Gunn- ar Ásgeirsson. Hefur Áki sem kunnugt er sölsað af Gunnari lóð í Njarðvík með furðulegum aðför- um og notið við það aðstoðar embættismanna, landshafnarstjórnarinnar í Njarðvík og sjávarúf- vegsmálaráðuneytis Emils Jónssonar. Fóru hæsta- réttarlögmennirnir fram á að saksóknari rannsak- aði það mál allt og ennfremur fjárreiður Áka Jakobssonar, en í málinu hefur komið í ljós að þær voru í hinni mestu óreiðu. • Saksóknari hefur nú svarað um hæl og kveðst ekki 'félja ástæðu til neinna aðgerða í málinu. Svarar saksóknari svo fljótt að hann virðist ekki hafa lagt mikla vinnu í að kynna sér málavexti, enda rökstyður hann ekki niðurstöðu sína á neinn hátt í bréfinu. Komst Þorvaldur Þórarinsson þann- ig að orði í viðtali við Þjóðviljann í gær að þeir lögmennimir væru alveg undrandi yfir þessarí málsmeðferð. Stjórn de Gaulle fær viðekkert ráðið Hvert lið rekur nú annað í Frakklandi PARÍS 12/3 — Hvert verkfallið rekur annað í Frakklandi og virðist stjórn de Gaulle ekki fá við neitt ráðið, þrátt fyrir nauðungartilskipanir sínar og hótanir í garð verkamanna um refsiaðgerðir. í dag lögðu járnbrautarverkamenn niður vinnu og hafa boðað fleiri vinnustöðvanir. Kolaverkfallið er algert enn sem fyrr. Verkamenn og starfsmenn járn- brautanna hófu um miðnætti fyrstu tveggja stunda vinnu- stöðvun sína af mörgum sem boðaðar hafa verið. Þessar vinnu- stöðvanir hafa valdið algerum glundroða í járnbrautasamgöng- um og voru margar stórar járn- brautastöðvar 1 lamasessi í dag ! Arshátíðin er annai kvöld! Það er annað kvöld, fimmtu- dag, sem Sósíalistafélag Reykavikur og ÆFR halda árshátíð sína á Hótel Borg. Skemmtunin hefst kl. 8.30. Af einstðkum atriðum má nefna, að Páll Bergþórsson veður- fræðingur, formaður Sósía- fél. Rvíkur flytur ávarp, Karl Guðmundsson leikari fer með gamanþátt og Jón S.igurb,jörnsson óperusöngvari syngur einsðng. Pleiri skemmtiatriði verða. auk þess sem dansað verður af fjöri Aðgöngumiðar verðaafhent- ir i dag, miðvikudag, í skrif- stofum Sósíalistafclagsins. og ÆFR í Tjarnargðtu 20. vegna þeirra. Öllum langleiða- lestum seinkaði mjög verulega. Fleiri slík verkföll verða gerð fram til miðnættis á morgun. Tólfti dagurinn Verkfall kolanámumanna er algert sem fyrr og hefur nú staðið í tólf daga. AFP 6egir að margt bendi til þess að verkfalls- menn verði óbilgjarnari með hverjum degi. Þeir hafa sent de Gaulle forseta bann boðskap að þeir muni ekki láta undan. Hið fjölmenna lið vopnaðrar lögreglu sem stjórnin sendi til námuhéraðanna hefur enn ekki beitt sér að ráði, en verkfalls- stjórnin í Merlébach í Jjoraine sagði í dag að lögreglumenn hefðu haft í hótunum um að handtaka verkfallsverði. Svarið var: — Geri þeir það bara. Við munum þá grípa til okkar ráða, t.d. rjúfa gasleiðsluna til París- Framleiðslan dregst saman. Verkfallið er farið að segja til sín í mörgum iðngreinum og hefur þannig dregið verulega úr framleiðslu efnaiðnaðarins og stáliðjuvera. Verkfall verka- manna við jarðgasnámurnar í Lacq hefur bitnað mjög illa á iðnaðinum í suðvesturhluta landsins. Enn eiga kolakynt raforkuver nokkrar birgðir af kolum. en þær munu hrökkva skammt ef verkfallið leysist ekki mjög bráð- Framhald á 10. síðu. Norðmenn fá 300 krónur fyrir málið BERGEN 14/3 — Vetrarsíldaraflinn við Noreg er enn sem komið er miklu minni en í fyrra, en hins vegar hefur verðið hækkað nokkuð. Á mið- nætti á sunnudag höfðu borizt á land 296.000 hektólítrar af veírarsíld og var verðmæti hennar við verksmiðjuhlið 10,9 milljónir norskra króna, en það samsvarar 37 krónum norskum á hektó- lítrann eða 222 íslenzkum krónum, sem samsvar- ar 300 krónum fyrir málið. Um þetta leyti í fyrra var aflinn hins vegar orðinn 458.000 hektólílrar. 4>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.