Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. roarz 1963 HÓÐVIUINN SlBA 3 Fastar, daglegar samgöngur eru nauisynlegar fyrir Vestmannaeyjar ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Karl Guðjónsson fylgdi í gær úr hlaði frumvarpi um nýtt strandferðaskip fyrir leiðina Vestmannaeyj- ar—Þorlákshöfn, en gerð var grein fyrir efnisatriðum frum- varpsins og greinargerð í blaðinu í gær. Framsögumaður minnti á, að öllum mættu vera ljósir þeir örðugleikar, sem á þvi væru að halda uppi blómlegri byggð á eyju, nema því aðeins að trygg- ar og greiðar samgöngur væru -*S> Framboðsiisti Alþýðuflokksins 1 gaer birti Alþýðublaðið fram- boðslista Alþýðuflokksins i Reykjavík við Alþingiskosning- arnar í sumar. Eru 6 efstu sæti hans þannig skipuð: 1. Gylfi Þ. Gíslason ráðherra. 2. Eggert G. Þorsteinsson alþing- ismaður. 3. Sigurður Ingimundarson al- þingismaður. 4. Katrín Smári frú. 5. Páll Sigurðsson tryggingar- yfirlæknir. 6. Sigurður Guðmundsson skrif- stofustjóri. fyrir hendi. Um það yrði ekki deilt, að það væri mjög mikils- vert fyrir þjóðarbúið, að Vest- mannaeyjar gætu eflzt og þró- azt á eðlilegan hátt. Það væri því ekki síður hagur þjóðar- innar í heild, að svo gæti orðið. Samgöngur við Vestmannaeyj- ar hefðu löngum verið aðal- vandamálið en hin síðari árin hefði þó orðið stórbreyting á með tilkomu Herjólfs. Ferð með Herjólfi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja tæki þó fullar 10 stundir og væri því í raun- inni óviðunandi annað en allir farþegar gætu haft legupláss á leiðinni. — Sigling milli Þor- lákshafnar og Vestmannaeyja^- tæki hins vegar ekki nema 31/? klukkustund og þv£ ekki nauð- synlegt að farþegar hefðu legu- rúm á þeirri leið. Nú væri sjá- anlegt, að með auknum hafnar- bótum í Þorlákshöfn opnuðust möguleikar á föstum samgöng- um milli þessara staða, en þar með mætti telja að ný viðhorf opnuðust í samgöngumálum Vestmannaeyja. Þessa leið mætti komast fram og til baka hvern dag vikunnar, — með fáum undantekningum yfirleitt, — en þetta er það, sem verður að koma, ef eðlileg þróun á að verða í Vestmannaeyjum. Kari minnti á, að þær samgöngur, sem áður hefðu verið milli lands og Eyja, upp á Land- eyjasand og undir Eyjafjöll, hefðu lagzt niður fyrir alllöngu, en með tilkomu fastra áætlun- arferða milli Eyja og Þorláks- hafnar gætu aftur hafizt þau eðlilegu viðskipti og samgöng- ur, sem áður hefðu verið 'milli Rambler Classic Sedan frá A M C - BELGÍU er kominn og til sýnis hjá umboðinu GLÆSILEGASTA OG TÆKNILEGA EIN FULLKOMNASTA BIFREIÐ SINNAR TEGUNDAR Á MARKAÐNUM í DAG. RAMBLER-KAUPENDUR VINSAMLEG AST STAÐFESTIÐ PANTANIR YDAR STRAX SVO AFGREIDSLA GETI FAR- IÐ FRAM FYRIR VORIÐ. RAMBLER-UMBOÐIÐ: JÓN LOFTSSON h/f Hringbrau't" 121 — 10600. Karl Guðjónsson. þessara landshluta. Meðal ann- ars mætti nefna að mjólkur- flutníngar til Vestmannaeyja færu nú allir fram í gegnum Reykjavík. Með komu Þrengsla- vegarins hefði einnig opnazt leið til Þorlákshafnar, sem að- eins væri 55 km, og þannig þyrfti ferð frá Reykjavík til Vestmannaeyja um Þorlákshöfn ekki að taka nema um 4*A klukkustund, þar af aðeins 31/? á sjó. Það yrðu því einnig að þessu leyti alger umskipti, ef byggt yrði skip til að annast daglegar samgöngur á þessari leið. Frumvarpið miðaði að því að unnt yrði að taka upp slík- ar samgöngur strax og búið væri að bæta hafnarskilyrði í Þorlákshöfn. DMUINN Rætt um veitíngu ríkisborguraréttur Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar var til umræðu í neðri deild í gær. Meiri hluti allsherjarnefnd- ar lagði til, að frumvarpið yrði samþykkt að mestu ó- breytt, en minninlutinn, Gunnar Jóhannsson, lagði til, að umsóknir þeirra 18 Ungverja, sem lagt er til að veita ríkisborgararétt í ¦ frumvarpinu, fengju sömu meðferð og annarra útlend- inga, þ.e. að þeim yrði veittur ríkisbongararéttur að 10 árum liðnum, eins og kveðið er á um í núgild- andi lögum. Björn Fr. Biörnsson (F) hafði framsögu fyrir meirihluta nefndarinnar. Lagði hann á- herzlu á, að frávik það frá gildandi lögum, sem hér um ræddi, væri einungis varðandi dvalartíma Ungverjanna hér á landi. og taldi að þeir hefðu nokkra sér- stöðu í þessu efni þar sem þeir hefðu komið sem flóttamenn og jafnvel verið hvattir' til þess af íslenzkum yfirvöidum. Einnig myndi þeim hafa verjg gefið í skyn, að þeir myndu fá ríkisborg- ararétt fyrr en venja væri um útlendinga. Þá lagði Björn á það áherzlu að þetta flóttafólk hefði yfirleitt komið sér vel og hefði hin beztu meðmæli. Væri því engin ástæða til þess að draga lengur að veita því ríkisborgararétt og eðH- legt með tilliti til þess að ýmsar þjóðir teldu rétt aðhafa afbrigðilega meðferð á málum flóttamanna og myndi Island vera aðili að alþjóðasamþykkt um það. Gunnar Jóhannsson (Alþýðu- bandalag) sagði, að aðeins í eitt skipti hefði verið brugðið út af gildandi lögum um veit. ingu ríkisborgararéttar, og hefði sú reynsla raunar ekki verið til bóta. Nú væri lagt til að gera þetta varðandi þá 18 ung- versku flótta- menn, sem á- greiningur hefði orðið um. Þær reglur hefðu gilt, að útlendingar aðrir en Norður. landabúar, skyldu dvelja hér 10 ár, áður en þeir fengju rík- isborgararétt ' og sæi hann ekki ástæðu til þess að bregða út af þeirri reglu og teldi það raunar mjög hæpið að veita undanþágur frá þeim lagaákvæðum. — Kvaðst Gunnar á engan hátt vilja kasta steini að þessu fólki, en hann teldi rétt að það sætti sömu reglum og aðrir útlend- ingar um þetta. Teldi hann sjáifsagt að veita þeim ríkis- borgararétt að, 10 árum liðn- um, en engin ástæða væri að flýta því svo mjög. þar sem þetta fólk hefði hér baeði land- vistarleyf} 'ög atvinnuréttindi. — Að lokum beindj Gunnar þeirri fyrirspurn til fram- sögumanns meiríhlutans, hvaða aðilar hefðu veitt gefið loforð um að þetta fólk fengi ríkis- borgararétt með undanþágu, eins og framsögumaður hafði gefið í skyn. Einar Olffeirssou (Alþ.banda. lag) tók eindregið undir af- stöðu G. J. Minnti hann á, að í eina skiptið, sem slík undan- þága hefði verið veitt, hefði viðkomandi horfið úr landi strax að fengnum réttjndum sínum. Þá væri einnig vert að gefa því gaum, að greina bæri milli land- visjtar og rík- isborgararétt- ar, en það væru rétt- indi til landvistar sem flótta- fólk þarfnaðist fyrst og fremst, og hefði að þessu leyti gætt misskilnings í framsögu- ræðu B. Fr. B. um alþjóðasam-' þykktir i þessum efnum. — Einar taldi eðlilegt, að þing- menn vildu halda fast vjð þær reglur, sem í gildi væru um veitingu ríkisborgararéttar, og væri það einkum mikilvægt fyrir smáþjóð eins. og fslend- inga. Þvi væri og ekkj að leyna. að kvartanir hefðu heyrzt um það, að Ungverjarn- ir væru seinir að semja sig að háttum landsmanna. — Það væri einnig sérstök ástæða til þess að standa á verði um ís- lenzkan ríkisborgararétt og meta hann hátt. þegar farnar væru að heyrast raddir um það. að sjálfstæði fslands værj hugtak, sem ættj heima á þióðminjasafni og fsland ætti að gerast hreppur í Evrópu- stórveldi. — þótt nú væri reynt að feia þessi sjónarmið iyrir kosningar. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kiartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórr -*"«»<ítc)a auglýsingar. prentsmiðja: SkólavörSust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð tor. 65 á mánuSi. Kjörin skert ¥»au eru teljandi loforð og fyrirheit ríkis- * stjórnar íhaldsins og Alþýðuflokkshjáleig- unnar sem ekki eru orðin að algerum öfug- mælum í efndum og framkvæmd. EitÆ það sem lögð var þung áherzla á í byrjun stjórnartímans var það stefnuatriði að ríkisstjórnin ætlaði ekki að blanda sér í kjaradeilur vinnu- veitenda og verkamanna. Allir vita hvernig við þetta hefur verið staðið. Ríkisstjórn í- haldsins og Alþýðuflokkshjáleigunnar heiur gripið freklegar en nokkur önnur ríkisstjórn á íslandi inn í kjaramálin, og alltaf á einn og sama veg, til óþurftar alþýðu og launþegum og til hagnaðar auðsöfnurum og bröskurum þeim sem reka fyrirtækið Sjálfstæðisflokkurinn sem eit't' arðsamasta fyrirtæki auðvaldsins íslenzka. ¥¥vað eftir annað hefur stjórnarsams'teypa •"¦¦*• Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins mis- beitt ríkisvaldinu gegn verkamönnum, sjómönn- um og öðrum launþegum, með beinni íhlutun í kjaramálin, afnámi vísiíöluákvæðisins, með tvennum gengislækkunum, með stórkostl'ega auknum sköttum og hvers konar álögum, með þeirri skefjalausu-óðaverðbólgu sem ríkisstjóm- in hefur beinlínis skipulagt og íþyngir nú al- þýðuheim.nunum svo að tekjurnar hrökkva yerr. með hverri viku fyrir nauðsynjum. Eilt versíá verk íhalds og Alþýðuflokksins á þessu sviði var afnám vísitöluleiðréttingar á kaupi. Verkalýðs- félögin höfðu knúið fram fyrir tveimur áratug- um að slík ákvæði yrðu tekin í kjarasamningá. Þau voru að vísu ófullkomin verðtrygging kaupsins, og ríkisstjórnin gat: með mörgu móti farið í kringum það að verðtryggingin yrði eins og efni stóðu til. Engu að síður voru þessi á- kvæði mikils virði og viss hemill á verðhækk- anir. Þegar stjórnarflokkarnir réðust með valdí Alþingis á alla kjarasamninga launþega í land- inu og ógiltu með lögum þetta ákvæði þeirra um verðtryggingu kaupsins, var því haldið fram að stórávinningur yrði til heilbrigðari hátta á þessu sviði. En langt mun þurfa að leiía eftir tíma þegar ástand á vinnumarkaðnum hefur verið ótryggara, og ríkisstjórnin var þegar vöruð við því um leið að vísitöluleiðréttingin var afnumin. Launþegar voru sviptir þeirri ófullkomnu verð- tryggingu sem í henni fólst og verðlaginu um leið sleppt lausu og gengið fellt hvað eftir ann- að, beinlínis skipulögð óðaverðbólgan sem nú er allt að færa í kaf. Verkalýðsfélögin hafa neyðzí til að segja upp samningum hvað eftir annað og hafa lausa samninga tímum saman. Þau ha'fa reyní að fá ríkisstjórnina til að hafa einhvern hemil á hinni óstöðvandi verðhækkunarskriðu, en árangurslaust, og hafa því ekki átt um aðra leið að velja en ýta kaupinu upp á við. k thyglisverðar staðreyndir um þessi mál koma ** fram í ræðu Eðvarðs Sigurðssonar, for- manns Dagsbrúnar, sem Þjóðviljinn birtir í úl- drætti í dag. Þar er einnig lögð áherzla á gagn- sókn verkalýðshreyfingarinnar, sem hlýtur að rísa gegn vinnuþrælkun hins óhóf lega vinnudags og kjararýrnuninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.