Þjóðviljinn - 13.03.1963, Side 5

Þjóðviljinn - 13.03.1963, Side 5
Miðvikudagur 13. roa n 1963 ÞIÖÐVIUINN SlÐA g Einn sérstæðasti og sterkasti þáttur í menningarsögu Vestur-íslendinga er útgáfa stjórnarlaga þeirra fáum árum eftir að fyrs'ti íslenzki innflytj- endahópurinn settist að á vesturströnd Winnipegvatns. Hinn 14. janúar s.l. voru liðin rétt 85 ár síðan „Stjórnarlög Nýja-íslands“ öðluðust laga- gildi, er þau komu 14. janúar 1878 á prent í Framfara, einu af fyrstu vestur-íslenzku blöðunum sem út voru gefin. Valdimar J. Lindal dómari, hinn kunni Vestur-íslendingur, hefur ritað ýtarlega grein um stjórnarlög- in frá 1878 í Lögberg-Heimskringlu, vikublaðið vestur-íslenzka. STJÓRNARLÖG NÝJA-ÍSLANDS UM; /} 'y '/i y y I • 'r' // / 7 ‘ - ^ ^ , r- __— - . y /? " // 1 4 L,/? ^ /af, JLoC' r / y/ / J/ ’ ' 'v> / , A ^n, ¥ •*?—«—Zf Æ-—$ '0\ 0 * .y.y <. •£ tjy / V. te- £.-2. ‘/jLjéur /'tjf /C+d tJ OjOCalJ j/Ár /cujit I Cj/ /c/i-ccc**) /r^u jj/s/ &<j // J//PJ~L) / // $nj J “J ;<JVL<rtk, I• j/c<-T- f o/lÁ$/*////>' /j /viJr juaJJzS Fyrsta blaðsíðan af síðasta uppkastinu að Stjórnarlögum Nýja.íslands. Fyrsti íslenzki hópurinn, sem kom til Winnipeg. fluttist til Willow Point á vesturströnd Winnipegvatns í októbermán- uði 1875. Hinn 8. sama mánað- ar hafði sambandsstjórnin í Ottawa veitt íslenzkum inn- flytjendum viss sérréttindi: í stjórnartilskipuninni er land- svæðið nákvæmlega tiltekið, útmælt samkvæmt barlendum venjum og nefnt á ensku „Icelandic Resenve“. Sérréttindi Nauðsynlegt er að gera sér fulla grein fyri því, hvaða merking felst í orðinu „Re- serve“. segir Valdimar J. Lín- dal í grein sinni í Lögbergi— Heimskringlu. Þegar það orð er rétt skilið, þá er einnig unnt að skilja sambandið milli „Ice- landic Reserve" og Stjórnlaga Nýja-íslands, segir hann enn- fremur og heldur síðan áfram: (Millifyrirsagnir flestar Þjóð- viljans). Orðið „reserve" eða „reser- vation“ var algengt í Kanada á þeim árum, sem hér um ræðir. Það var notað um byggðir, sem verið var að koma á fót og landsvæði, sem sambandsstjórnin hafði tekið frá handa íbúum eða innflytj- endum sem allir voru af sama stofni. Slíkir hópar fengu ekki einungis eignarrétt, heldur og heimilisrétt, sem hver einstak- lingur hópsins gat notið. Hópar þessir fengu stjórnarvald yfir sjálfum sér, en það vald var langt frá því að vera takmark- að eða tilgreint í löggjöfinni. Sambandsstjórnin hafði i huga að afhenda áður gremdum hópum bæði fasteignarétt og sjálfstjórnarheimildir. Stjórn- arvaldið var takmarkað aðeins að því leyti, að ekkert yrði gert, sem væri í ósamræmi við kanadisk lög og reglur. AAennónítar Það er ekki einungis fróðlegt að athuga í sambandi við þessi sérréttindi, hve mikið frelsi eða löggjafarvald fólkið fékk, heldur einnig hitt. hversu það fór með það vald, sem því hafði verið veitt. í því sam- bandi ber að athuga bað, hvaða mál það voru, sem hver þjóðflokkur taldi brýnust. A þann hátt er hsegt að skyggn- ast nokkuð inn í hugskot ein- stakra þjóðarbrota. Til þess að sjá sem bezt, hvernig athafnir lýsa hugsunarhætti og sérein- kennum, er nauðsynlegt að gefa gaum að bví. hvað aðrir þjóðflokkar hafa gert. og hafa það til hliðsjónar. þegar a Is- lendinga , er litið. Hér skulu nefnd aðeins tvö þjóðarbrot. Mennónitar og Indíánar ' sléttufylkj unum. Árið 1873 var Mennóndtum afhent landsvæði í suður-Mani- tóba, sem hefur verið kallað „Th-e East Mennonite Reserve Nokkru síðar var þeim eefið annað landsvæði. dálítið vest- ar, sem nefnt var „The Western Mennonite Resérve". Mennónítar höfðu serstaka kristna trú, sem þeir fluttu með sér frá Mið-Evrópu, og hafa þeir að miklu leyti haldið henni við. Þeir voru Anabapt- istar, hinir ströngu mótmælend- ur, sem mótmæltu ekki aðeins stefnuskrá kaþólsku kirkjunn- ar heldur og öllum þjóðkirkjum og trúarsamböndum. Ef undan er skilin nauðsyn in á því að eignast lönd og sjá fyrir sér og sihum, þá var það aðeins eitt, sem Mennónítar skipuðu í öndvegi, en það var viðhald hinnar sérstöku trúar og viðleitni að sjá svo til, að afkomendurnir glötuðu ekki þessari trú. í bók, sem E. K. Francis ritaði árið 1955 og nefnist „In Search of Utopia" og sem D. W. Friesen & Sons í Altona gáfu út. farast höfundi orð á þessa leið: „Mennónítar litu svo á, að frelsi einstaklingsins í lýðræðis- Valdiniar J- Lindal kenningunni megi sín lítils og létu sig það frelsi litlu skipta, en var mjög annt um að hóp- urinn sem heild hefði ótak- markaðan rétt til þess að útheimta stranga trúarhlýðni af hverjum einstaklingi. Þeir vildu vera óháðir öllu æðra valdi til þess að geta því bet- ur varðveitt það, sem heildin áleit nauðsynlegast og var sam- kvæmt þeirra trúar- og vel- ferðarstefnu“ (lauslega þýtt). Indíánar Indíána Reserves hafa verið mynduð víða í Kanada, og þarf lítið um þau að ræða. Aðal- lögin um sérréttindi Indíána er að finna í Indíána-lögunum. sem Kanadaþing samdi árið 1876. „Enginn, jafnvel ekki Indíáni, sem tilheyrir öðrum flokki (band). má setjast að eða veiða á einka-landsvæði Indíána. jafnvel ekki á braut- arsvæðum innan hins takmark- aða svæðis." (lauslega þýtt). Það. sem Indíánum var þa og er enn einkar annt um, var að mega veiða og halda áfram trinum sömu lifnaðarháttum sem hafa viðgengizt meðal beirra frá alda öðli í sléttu- fylkjunum hafa Indíánar yfir- leitt sýnt lítinn vilja til sjálf- stjórnar. Auðvitað áttu þeir sér enga reynslu að baki og lítið hafi verið ýtt undir með þeim af stjómarvöldunum, en framfarir hefðu orðið méiri hefði hugarfar þeirra sjálfra leyft það. Hvað var þeim veitt? Nú skal vikið að þeirri nýju löggjöf, sem íslenzka hópnum var veitt 8. október árið 1875. Hvað var þeim veitt? mætti spyrja. Ef aðeins er litið á bókstafinn, þá er ekki erfitt að svara þeirri spurningu, því að íslendingar fengu sömu fast- eignaréttindi og svipað lög- gjafarvald og aðrir hópar. sem sambandsstjórnin veitti einka- réttindi. Eitt verða menn að hafa í huga. Landsvæði það, sem Mennónítar fengu var í Mani- tóba fylki. Réttur þeirra og vald var því hvort tveggja háð bæði sambands- og fylkislög- um. Landið, sem íslendingar fengu, var hluti hins mikla landflæmis í Yestur-Kanda, sem kallað er North-West Territories, og var bæði ó- skipulagt og laut ekki sams- konar stjórn og tíðkaðist innan ■fylkjanna. Áður en lengra er þó haldið, er nauðsynlegt að víkja frá aðalefninu um stund Suðurlandamæri áður nefnds „Icelandic Reserve“ voru þau sömu og norðurlandamæli Manitóba eins og þau voru í október árið 1875. í apríl-mán- uði næsta ár var austurpartur- inn af North-West Territories aðskilinn og það landsvæði nefnt District of Keewatin. I daglegu líifi gætti þessarar breytingar þó ekki, þar sem engu hafði verið breytt nema nafninu. Árið 1881 var Mani- tóbafylki stækkað og landa- mærin færð norður að „town- ship“ 44, sem er langt fyrir norðan Mikley. (Landamærin voru færð alla leið norður að Hudson-flóa áið 1912). Almenn sveitalög voru samin fyrir Manitóba fylkið árið 1883, en þá var íslenzka umdæmið partur af fylkinu. Ein sveitin var kölluð Gimli og náði yfir landsvæði það í Manitóba, sem er vestan Winnipegvatns og austur af hádegisbauginum. Samkváemt þessum lögum var öllum sveitum afhent ákveðið sveitarvald. En þess ber að gæta, að tekið var fram í lög- unum, að orðið „Municipality" næði yfir þáverandi sveita- stofnanir. Þess vegna hefir sá réttur og þau völd, sem ís- lenzka umdæmið hlaut í fyrstu, haldizt við. nema að svo miklu leyti sem íslendingar gerðu sjálfir breytingar með þvi að mynda sveitastjórn. en til þess kom ekki fyrr en árið 1887. Tíu árum síðar þ. e. árið 1897., ákvað sambandsstjórnin að af- nema umdæmið. sem landnem- amir fengu 8. október, 1875. Það má því segja, að „Stjórn- arlög Nýja-Islands“ hafi bein- línis eða óbeinlínis verið í gildi í 22 ár. Hvorki sambandsstjóm- in (frá upphafi) né fylkisstjórn- in (frá 1881) skiptu sér af því, hvémig landnemamir fóru með völd sín og réttindi. En ein- mitt þetta, hvemig þeir fóru með hið nýfengna vald, er einn hinn merkasti þáttur landnáms- sögunnar. Goðorð Vestur-lslendinga Þegar athugað er, á hvaða hátt landnemamir notuðu frelsið og valdið, sem þeim hafði verið fengið í hendur. er rétt að gera sér einnig grein fyrir baksviðinu, láta hugann reika aftur í- tímann, um það bil eitt þúsund ár og rifja upp það, sem gerðist, þegar hinir fornu landnámsmenn sigldu til Islands og námu staðar í ó- byggðu landi. Sagan sýnir, að höfðingjamir mynduðu goðorð, þar sem þeir settust að, og hélt þetta áfram um allt Island án verulegrar takmörkunar, þang- að til Alþingi var stofnað árið 930. Munurinn milli hinna tveggja landnáma var aðallega sá, að í fornöld tíðkuðust ekki nútímalandmælingar. Höfðingj- arnir mynduðu goðorð. og þeir voru sjálfir nefndir goðar. 1 goðorðunum var stjórnarvaldið að engu leyti takmarkað, fyrr en Alþingi var stofnsett. Á líkan hátt var landnáminu vestra farið, þegar hið nýja Vesturheims-goðorð var stofn- að. Islenzkir landnámsmenn í Vesturheimi lögðu, eins og aðr- ir þjóðflokkar, einkum alúð við það sem þeim var kærast. Fyrsi og fremst varð að sjá fyrir brýnustu nauðsynjum. Þá var að kenna ensku, en um leið var íslenzku blaði hleypt af stokkunum. Stjórnarlögin Eigi leið á löngu, áður en byrjað var á því sem á sér dýpstar rætur í íslenzku eðli. en það var að semja lög og reglur, sem viðeigandi væru fyrir hið nýja goðorð eða um- dæmi. Þegar í upphafi kom * ljós að það var lýðræðishug- takið, sem efst var á blaði. Fyrsti hópurinn kom til Nýja íslands árið 1875 stærsti hóp- urinn fluttist norður árið 1876, en rúmlega ári síðar var búið að semja og koma á prent „Stjómarlögum Nýja-íslands“ Það er athyglisvert að hafizt var handa um samningu þeirra. jafnvel áður en byggðarlagið var búið að ná sér eftir bólu- sýkina. Hér er ekki hægt né heldur nauðsynlegt, að ræða áður- greind lög til nokkurrar hlítar. En þrir þættir, sem að vísu eru mjög samtvinnaðir, eru auðsæilegir: Fólkið hafði flutt með sér sinn andlega auð; það horfðist í augu við raunveru- leikann í kringum sig; það eygði bláma framtíðarinnar. Það eru einmitt þessi atriði, sem gera „Stjórnarlög Nýja- Islands" svo afar merkileg og lærdómsrík. Lýðræðið er hinn sterki þráð- ur, sem liggur í gegnum öll lögin. Samið er um kosninga- rétt, kjörgengi, byggðanefndir og þingráð. Mörg atriði sýna það glöggt, að þeir, sem að lagasamningunni stóðu, voru mjög vel að sér í íslenzkum lögum. Landnámsmenn litu í kring- um sig líkt og goðamir fomu. Næstum ótrúlega margt var skipulagt í hinni nýju byggð. en það var einmitt skipulagið. sem gerði að lifandi krafti það vald, sem landnámsmönnum hafði verið lagt upp i hendur. En það var einnig litið til framtíðarinnar. Jafnvel þótt landið, sem blasti við fólkinu. vitorði, að verið væri að byggja i nýju landi og að hér væri að skapast ný þjóð og að austur í Ottawa væri yfirvaldið og landstjómin. Fyrsta blaðsíðan í síðasta uppkasti stjómarlag- anna ber því ótvírætt vitni. hvað hefur verið aðalumræðu- efnið og ef til vill aðalþrætu- efnið. þegar lögin voru sam- þykkt. Tekið hefur verið til greina. hvað nauðsynleet væri og hvað forðast bæri, ef hin nýja lagaskrá ætti að koma að tilætluðum notum í nýju landi meðal nýrrar þjóðar. Allt. sem gert yrði, hlaut að vera í sam- ræmi við yfirstjóm landsins í Ottawa. 1 fyrsta var skráin kölluð „stjómarfyrirkomulag". En ein- hver hefur bent á, að á enskri tungu þýddi það orð „a form of govemment“ og það kynni að verða misskilið, sumir kynnu að líta svo á, að innflytjend- urnir væru að reyna að mynda sjálfstætt ríki. Fyrirsögninni var því breytt og orðið „stjóm- arlög“ samþykkt, en i íslenzku hefur það orð mjög víðtæka merkingu. það er t.d. bæði not- að um félagslög og formreglur. Fyrst var hið nýja goðorð nefnt „Nýja Island". En að síð- ustu þegar lögin komu á prent, hefur nafninu verið breytt í „Nýja-Island“. Bandið í síðar greindu nafni er þýðingarmik- ið. Það sýnir, að landnáms- mennirnir h ö f ð u ekki í hyggju að mynda nýtt Island. heldur þing (Vatnsþing) eða eins konar goðorð, sem þeim fannst sjálfsagt að kalla „Nýja- Island". Fyrstu þrjár línumar í Stjómarlögum Nýja-íslands eru á þessa leið: „Stjórnarlöp Nýja-Islands 1. Kafli. Skipting Nýja-Islands, Landnám Islendinga í Nýja- tslandi nefnist Vatnsþing.“ Þó að síðar væri bandinu sleppt í ritmáli og ritað Nýja Island, breytir það engu um það, sem landnemamir höfðu í huga. Sambandið milli stjómarinn- ar í Ottawa og lýðræðisfyrir- komulagsins í Nýja-lslandi var ljóst þeim sem stjórnarlögin sömdu, engu síður en hinum fomu goðum var augljóst sam- bandið milli goðorðanna og Al- þingis. Ein af athyglisverðustu greinunum í stjómarlögunum er 5. gr. í kafla nr. XIV: „5. gr. Flutningur mála við yfirstjórnina. Hann (þingráðsstjórinn) skal flytja öll þau mál er þingið varða og ganga þurfa til yfir- stjómarinnar. og tilkynna byggðastjórum allar fyrirskip- anir hennar, að því er þingið snertir." Sagan getur þess ekki, að þingráðsstj órinn hafi fengið margar fyrirskipanir frá vfir- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.