Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 8
3 SfÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. marz 1963 GWEN BRISTOW: r I HAMINGJU LEIT — Bíddu min héma, sagði Oli- ver. — Ég kem undir eins. Garnet kinkaði kolli og hann iór. Allt í kringum hana var ys og gauragangur. Sumir karl- mennimir spenntu klyfjamar af dauðþreyttum múldýrunum. Aðr- ir settust á jörðina og fóru að drekka sig fulla í gleði sinni. Gamet strauk sér um verkjandi ennið og stundi af ánaegju. Hún litaðist um í hinum nýja heimi. Og svo hrukkaði hún ennið með hægð. Hún horfði gegnum iðandi hulu af hita og ryki. Hún deplaði augunum, neri úr þeim rykið og horfði á ný. Þetta voru leiðarlok. Þetta var Califomía. En Califomía var ekki land með blómum og grasi. Það var land með háum fjöllum sem horfðu niður á brunna og eyðilega sléttu. Gamet vissi varla hvers hún hafði vænzt. En alla leiðina í auðninni hafði hana dreymt um blóm og hávaxin tré og renn- andi vatn. Hún sá ekkert af þessu. Umhverfis hana var grátt og brúnt land, úfið og óræktað og hulið ryki. Hún sá ása sem þaktir voru sólbrenndu, villtu hveiti. Á stöku stað sá hún kýr á beit í hnéháu brúnu grasi. Lengra burtu voru hlíðamar þaktar fjallarunna sem kallaður var chaparral. Hann var dökk- grænn og ljótur og grátt ryklag Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. T.TARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstræt- ismegjn Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINTJ OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. á honum. Úr fjarska var eins og rytjulegt skinn yxi í hlíðunum. Sums staðar var það þétt, annars staðar voru stórir, berir blettir eins og skinnið væri mölétið. Enn lengra burtu voru tindar sem blánuðu í fjarskanum. Það var eins og þeir væm klipptir úr pappa og reistir upp á rönd. Rancho-húsin stóðu á opnu svæði milli ásanna. Þar var langt og lágt brúnt hús og umhverf- is það aragrúi af smáhúsum á víð og dreif og án nokkurs skipu- lags. Milli húsanna voru lágvax- in, rykug tré og milli þeirra skurðir sem lágu frá litlum, grýttum læk. En jafnvel ekki trén og túnin voru með fersk- um, grænum lit. Þau voru aðeins grænleit. Allt — trén, húsin, túnin, hæðimar, mnnamir — allt var dapuflegt og þreytt að sjá undir rykinu. Gamet hélt sem snöggvast að hún hefði kannski drukkið vínið of ört. En hún sá þó mætavel og henni fannst Californía bein- línis Ijót. Hún sá að Florinda leit við. Augu þeirra mættust. — Florinda, hvíslaði Gamet. — Hvernig lízt þér á þetta? Florinda brosti. Hún yppti mögrum öxlunum. — Það veitti ekki af að senda allt þetta bölv- að land í þvottahús. Þær sögðu ekki meira. Gamet sá að Oliver kom til baka. Hann tók um axlir henni og bað hana að koma með sér. Þegar hún leit við, sá hún að Florinda gekk af stað í fylgd með Penrose. Oliver leiddi Gamet að stóra húsinu. Hann sagði henni á leið- inni, að þar byggi Don Antonio og hann hefði af gestrisni sinni léð þeim herbergi til eigin afnota. Gamet svipaðist forvitnislega um. Á hlaðinu var sægur af hest- um, þeir vora allir söðlaðir og tilbúnir til ferðar. Hún spurði skelkuð, hvort þau ættu að halda áfram í dag. Oliver hló og sagði nei, en í Califomíu færi enginn maður neitt fótgangandi. Hrossin stæðu tilbúin allan daginn. Hóp- ur af fólki var þama á ferð, karlar, konur og böm, allir klæddir litríkum búningum. Oli- ver sagði að þetta væri þjón- ustufólkið. — En það er svo margt, hróp- aði hún undrandi. — Hvað gerir allt þetta fólk? — Það hef ég aldrei getað upp- götvað. svaraði Oliver og hló aftur. — Nema á vorin þegarver- ið er að marka nautgripina og slátra þeim. Jæja, þá erum við komin. Nú geturðu hvílt þig. Gamet andvarpaði feginsam- lega. Hana verkjaði í allan kropp- inn. Þau gengu á eftir mexí- kanskri konu í hvítri blússu og rauðu pilsi. Það vom rauðar slaufur í svörtu tíkarspenunum hennar. Hún opnaði dyr, vék til hliðar og hneigði sig, þegar þau gengu inn. Gamet var stödd f litlu herbergi með ljósum, mynztmðum bómullarteppum ó veggjunum. Þar var veggbekkur og borð og á einum veggnum gluggi með hlemm. Við gluggann var rúm, stórt rúm með kodd- um og ullarteppum. Á vegg- bekknum stóð blátt þvottafat og blá kanna með vatni í. Gamet brosti. Það var ævintýri likast að vera aftur komin inn í hús. Hún lét fallast niður á rúmið og stundi af ánægju, þegar hún fann hve mjúkur beðurinn var. Oliver dró inn bagga með föt- unum hennar. Með hreyknu brosi tók hann appelsínu uppúr vasa sínum, skar gat á hana og fékk henni. Gamet tók .andköf: — Má ég eiga hana alla? spurði hún. — Vitaskuld, trén em full af þeim. Hún saug í sig safann með á- fergju. Það vár fyrsti ávöxtur- inn sem hún hafði bragðað í háa herrans tíð og safinn var næstum beiskur í munni. Cali- fomía var Ijótt land, en það gerði ekkert til. Califomía var land þar sem hægt var að sofa lyst sína, drekka lyst sína, borða ferskan mat, klæðast hreinum fötum og liggja í rúmi. Hún hafði einhverja hugmynd um að Oliver færði hana ur skónum og breiddi yfir hana teppi. Svo var hún sofnuð. Þegar hún vaknaði skein síð- degissólin skáhallt inn á vegginn og loftið var mettað steikarilmi. Áður en Gamet vaknaði til fulls, minntist hún hins sífellda grauts í eyðimörkinni og hún fékk hungurverki. Oliver sagði, að maturinn yrði tilbúinn eftir klukkutíma. Þjónustufólkið hefði ekki vitað hvenær lestarinnar var von og byrjaði því ekki að hugsa um mat fyrr en mennimir riðu í hlað. En á meðan væri sápa og vatn eins og hver vildi. Þau hlógu og þvoðu sér og greiddu. Oliver opnaði fatabagg- ann sem hann hafði komið með inn og þau klæddust fötum sem þau höfðu ekki komið í síðan í Santa Fe. Fellingamar vom gular af ryki, því að engar um- búðir gátu haldið rykinu burtu. Én þau burstuðu fötin og Oliver sagði að stúlkumar myndu þvo hverja spjör. Gamet virti sjálfa sig fyrir sér í speglinum á veggnum. Hún var brún eins og haustiauf og hand- leggir og fætur þéttir og vöðva- stæltir. Þótt hún hefði verið með þykka hanzka, hafði hin langa reið gert hendumar á henni hrjúfar og harðar. — Oliver, sagði hún. — Ég gæti brotið hvert bein í gömlu danshermnum mínum. Oliver greip um mitti henni. — Ég held að það sé alveg rétt, samsinnti hann. — Bíddu rétt á meðan ég klæði mig í skyrtuna og svo skulum við koma út. Gamet gekk að glugganum og opnaði hlerana. Veggimir voru næstum metri á þykkt eins og í húsunum í Santa Fe. Hún studdi olnbogunum í gluggakist- una og horfði út. Alls staðar kringum búgarðinn var líf og hreyfing. Rosknar kon- ur vom að elda mat á opnum eldstæðum undir beru lofti =n ungu stúlkumar bám skálar á borðin sem slegið hafði verið upp á grasinu við húsið. Kaup- mennimir vom á slangri, drukku og döðmðu meðan þeir biðu eft- ir matnum. Litskrúðugir kjólar stúlknanna vom eins og skærir dílar í brúnu umhverfinu. Um allt lék ilmur af mat eins og hástig hamingjunnar. Um leið og Gamet leit útum gluggann, kom hún auga á fal- legasta mann, sem hún hafði á ævinni séð. Hann var næstum sjö fet á hæð og ein 150 kíló á þyngd en hausttegur og þéttholda. Hárið var rauðgullið og liðaðist upp frá enninu, augun voru blá, næstum fjólublá, hörundið bjart og skært eins og á bami og þótt andlitsdrættir hans væm sterkir og karlmannlegir, var svipurinn mildur eins og á ánægðu bami. Fötin vom frábærlega skrautleg: úr hlminbláu silki brydduðu gulli, stígvélin gljáandi með stjörnulaga sporum og leður- hanzkarnir ísaumaðir með gulli. 1 annarri hendi hélt hann á svörtum hatti með bláu silki- bandi um kollinn. Þessi dásamlegi risi sprangaði þama fyrir utan í fylgd með John Ives. John var kominn úr ferðagallanum og klæddur rauðri Stiórnarlög Framhald af 5. síðu. stjórninni. Traust og tiltrú yfir- valdanna vom þau beztu með- mæli sem Islendingar gátu fengið, enda kom það brátt í ljós, að óhætt var að afhenda þeim lýðræðiscvald, því að því yrði skynsamlega beitt ,en ekki misbrúkað. ★ Hér að framan hefur verið birtur meginhluti greinar Valdi- mars J. Líndals dómara um Stjómarlög Nýja-lslands, sér- stæðan kafla í menningarsögu íslenzka þjóðarbrotsins í Norð- ur-Ameríku. Dagsbrún Framhald af 4. síðu. ut, en það yrði að bíða að sinni. Okkar bíða mörg óleyst og vandasöm verkefni, bæði á sviði kjaramála og félagsmála. Lykillinn að farsælli lausn þessara mála er nú sem fyrr að okkur takist að varðveita og efla samhug og einingu allra Dagsbrúnarmanna. Ef við' tök- um allir á í einu og hver með iiðrum verða hin erfiðustu verkefni auðleyst. Að lokum þakkaði Eðvarð Dagsbrúnarmönnum samstarf- ið og óskaði þeim gæfu og gengis á nýja starfsárinu. Þá voru reikningar félagsins lesnir og samþykktir. Vegna útgjaldanna í sambandi við húskaupin taldi félagsstjómin óhjákvæmilegt að hækka ár- gjaldið úr 400,00 krónum í 500,00 og árgjald skólapilt.a úr 200 í 250 krónur og var það einróma samþykkt. Jafnframt var samþykkt að gjald ung- linga innan 16 ára skyldj vera óbreytt, 100 kr. og inntöku- gjald 50 k-rónur. Þá las Eðvarð reglugerð fyrir hinn nýja styrktarsjóð Dagsbrúnar og útskýrði þær. Samþykkt var heimild til stjórnarinn-ar að ganga frá þessari reglugerð. á-n efnis- breytinga. Eðvarð kvaðst vonast til þess að þegar nú þessi sjóður tæki til starfa ætti hann eftjr að reynast félagsmönnum góður bakhjarl í veikindum. f fundarlok mælti Sigurður Guðnason nökkur hvatningar. orð til félagsmanna og þakk- aði stjóminni fyrir félags- manna hönd fyrir mikið og gott starf. o LO LU O — Skyldi hann verða ráð- — Þú ert ráðinn, Andrés, inn strax? og átt að byrja kl. 8 f fyrramálið. — Á ég að byrja strax? SKOTTA Þetta verður ekki lengur uppáhaldslagið okkar, ef þú lætur aldrei túkall. 77/ minningar um Sigurð minn Berndsen Uppi, þar sem andinn ræSur, alltaf getur nokkuð skeð. „Góðan daginn, glaðir bræður!“ — Guð fer svo að ræða um tréð, sem ávextina á að bera, annars skuli höggvið vera. Alltaf vex á ökrum mínum — enda líka fögur lönd. Nú er það eitthvað svipýrt sýnum: Sigurður frá Skagaströnd; átti sá um hart að hefna, honum lét ég til mín stefna. Sigurður kom og sagðist vera sonur lands, er væri af ís frægt, og allir fengju að bera fulla byrði af ólánshrís. Eins fyrir það í sinni sálu sæi ég nú alla Njálu. Allur var hann meiðslum marður. Mælti þó, og lítt sér brá: „Virðist þér ei hnefinn harður? Hyggur þú hann muni slá?“ Orti þannig áður líka Ófeigur á Guðmund ríka. Sagði ég, að svona drengir sjálfsagt kynnu engin vers. — En Héðni líkir hér eru engir; hjá ’onum skaltu eiga sess. Og æfðu þig í öllum gjörðum Ófeigi með, sem var í Skörðum. BenediJct Gíslason frá Hofteigi. Nauðungaruppboð verður haldið að Grensásvegi 26, hér í borg, eftir kröfu skiptaráðandans í Gullbringu- og Kjósarsýslu föstudag- inn 15. marz n.k. kl. 1,30 e.h. Seld verða óhöld og vöru- birgðir kjötverzlunar Ásbjamar Sveinbjömssonar þ.b. — Meðal áhaldanna er kæliborð, kjötsög, 2 búðarvigtir, áleggshnífur, búðarkassi og frystivél. Ennfremur verða seld kvenveski, slæður og fleira eftir kröfu Þorvalds Lúðvíkssonar hrl. tilheyrandi Verzluninni Ásdísi hér í borg. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.