Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.03.1963, Blaðsíða 10
I | Leitað l r m ROIÐ I ROSTINA Klukkan þrjú aðfaranótt fimmtudagsins 7. marz seig Akraborg EA 50 út úr Reykjavíkurhöfn. Veðrið var eins og bezt verður á kosið, logn og lýsti af hálffullum mána, þannig að útlínur Akrafjalls og Esju báru við skímuna. Til þess að fyrirbyggja all- an misskilning strax í upp- hafi er bezt að taka það fram að Akraborg EA 50 er ekki sama Akraborgin og hin Akraborgin, sem flytur fólk og mjólk uppá Skaga. Þetta er tvítug skeið, 178 tonn og smíðuð í Svíþjóð úr eik og knúin áfram af 350—400 hest- afla Alpha díselvél. Þ.e.a.s. vélin gerir sitt bezta og bát- urinn sitt, þannig að sameig- inlega tekst þeim að klára sig af 8 mílunum í góðu leiði. en sé hinsvegar mótbyr hæg- ir hún á sér og því meir sem mótbyrinn er sterkari og þegar hann er orðinn nógu mikill stanzar hún alveg. Hún er svo brjóstamikil, segja karlarnir. Og þegar við erum komnir- út fyrir Gróttu fara hinir smámsaman að síga framúr okkur. Akraborgin er enginn kappsiglari. Ferðinni er heitið suður í Miðnessjó, eða Reykjanesröst og ætlunin er að veiða þorsk í síldarnót, Og um kl, 7 um morguninn erum við komnir á miðin eft- ir tíðindalausa ferð. Hér sjást skipverjar á Akraborginni vera að taka inn baujuna. — (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Það er ekki nóg að vera bara komnir á miðin og það er ekki hægt að kasta drusl- unni blindandi í sjóinn bara einhversstaðar. Nei nú reynir fyrst á hæfileikana. Það er legið í tækjunum, horft út- um gluggana, ýmist með kíki eða án hans. Rórmaðurinn hefur nóg að gera við að breyta stefnunni eftir skipun- um skipstjórans og nú..,er krusað innan um flotann. Eftir talstöðinni að dæma eru lóðningarnar sæmilegast- ar grunnt undan Stafnesinu, en þar getum við ekki kast- að vegna þess hve nótin er djúp, hinsvegar er líka verið að tala um lóðningar í Röst- inni, en það er nú eins og það er að kasta í sjóðbullandi strauminn . Á þessu gengur fram að hádegi. Ekki kemur púnktur á mælinn og asdicið leitar sjálft framundan og beggja megin við skipið. Ekki púnkt- ur, sem kastandi er á. Það var lambasteik í há- deginu og í því máltíðinni er að verða lokið kemur rórmaðurinn í loftköstum nið- ur stigann úr brúnni og kall- ar: Klárir! Það er rokið upp til handa og fóta og ég uppí brú mund- andi myndavélinni í allar átt- ir hálfruglaður með kjötbita einhversstaðar á leiðinni nið- ur vélindið. Við erum í Röstinni og það er bullandi straumur, yeðrið að öðru leyti gott, giamp- andi sól og svolítið kul. Bát- arnir eru allt í kringum okk- ur. Sumir eru búnir að kasta, aðrir róla þetta í kring hálf- hikandi og skammt frá okk- ur liggur sá frægi Víðir II, með heimsfrægt kast á síð- unni. Kastað Sæmundur skipstjóri er að miða út lóðninguna og hagar sér einsog köttur, sem er í þann veginn að stökkva á fugl, svo rífur hann allt í einu upp brúarhurðina: Bauj- una fara! Og baujan fór. Nú tekur við það sem heit- ir að kasta. Nótin er keyrð út og báturinn fer i krappan hring að baujunni. Hún er innbyrt og hlutverki hennar lokið að sinni. Svo er farið að snurpa. Mér skilst að þá sé verið að loka nótinni í botninn. Svo er dregið að skipinu á kraftblökkinni og nótin lögð klár á bátapall- inn þangað til svo er þrengt að fiskinum í henni að hann kernur í .lj.ós á yfirborðinu., Hann kemur þó ekki alltaf í ljós. Klukkustund eftir að kastað var er lokið við að háfa nokkur kvikindi úr nótinni, blóðga þau og setja í kassa á þilfarinu, einnig slatta af loðnu, sem slæddist með í nótinni. Og sjá, á þessum eina klukkutfma hefur bát- inn rekið um 5 mílur til norð- urs fyrir straumnum. Næsta kast er tekið um kaffileytið. Aflinn reynist vera ein grásleppa. Þetta var nú allt saman gott og blessað svo langt, sem það náði, þó var ekki laust við að karlarnir væru farnir að gerast langleitir eftir stóra kastinu. Straumurinn í Röst- inni fór harðnandi og að- stæður til veiðanna versnuðu, sérstaklega með tilliti til þess, að þéttriðin sumarsíldarnót tekur á sig meiri sjó. en stór- riðin þorskanót. Síðasta kastið er tekið þegar langt er liðið á daginn. Lóðningin er falleg og kastið tekst að mörgu leyti vel. Þó hrekst nótin strax fyrir straumnum og korkateinninn leggst sumsstaðar tvöfaldur. Nokkru eftir að byrjað er að draga kemur fiskur og fiskur upp með teininum. Það veit á gott og þegar langt er komið má sjá allmikla kös af þorsk í poka yzt í nót- inni og einmitt . þá kemur nótin í tvennu lagi. Er flett í sundur alveg ofan frá tein- inum og niður úr. Það urðu miklar æfingar við að nú inn þeim fáu kvik- indum, sem eftir voru í nót- inni, þegar búið var að draga. Dræsan var óklár og eigin- lega allt í pati og við héld- um heim á leið með 5—6 tonn af fiski. Flestum kom saman um að eiginlega væri ekkert við að vera að baksa með sumar- nót í þessu. Eina vitið að vera með þorskanót. Svona fór með sjóferð þá. G.O, Miðvikudagur 13. marz 1963 — 28. árgangur— 60. tölublað. tzss 307 eldsvoðar urðu í Reykjavík sL ár I Samkvæmt skýrslu frá Slökkvi- stöðinni i Reykjavík urðu alls 307 eldsvoðar hér í borg árið sem leið, þar af varð mikið tjón í 15, talsvert í 46, lítið í 118 og ekkert í 128. Kvaðningar urðu þó allmiklu fleiri eða alls 457 en þar af var í 74 skipti um narr að ræða og í 68 skipti um grun um eld. Orsakir eldsvoðanna skiptust sem hér segir: Eldfæri og ljósa- tæki 33, reykháfar og rör 6, raf- lagnir 15, rafmagnstæki 22, olíu- kynditæki 31, íkveikjur 87, ým- islegt 33, ókunnugt 80. Brunastaðir skiptust hins veg- ar þannig: Ibúðarhús 85. útihús 40, braggar 7, skip 9, bifreiðií 31, verkstæði 34, ýmislegt 101. Flestir eldsvoðar urðu í mara eða 65, næst kom maí 33, nóv- ember 29 og september 27. Fæst- ir eldsvoðar urðu í júní 9 og febrúar 13. Langflestar kvaðningarnar bár- ust með síma eða 363, 80 méð brunaboðum og 14 með sendi- boðum. Flestar kvaðningar bárust á tímanum kl. 15—18 eða 100, 80 kl. 18—21 og 73 kL 12—15. Fæst- ar voru kvaðningarnar á tímabil- inu kl. 3—6 eða 18 og næst kL 6—9 23. Vilja bafa kjaramál verkfræðinga áf ram í hendi sér 1 gær var afgreitt frá neðri deild frumvarp um staðfestingu á bráðabirgðalögum um hámarks þóknun fyrir verkfræðistðrf. Eins Féll úr stiga og slasaSist Það slys varð í Kassagerð Reykjavíkur í gærmorgun. að rafvirki, Bjarni Gíslason að -afni, er var að vinna þar í %a féll úr stiganum niður á ¦ngólf og handleggsbrotna5i meiddist allmikið í andliti. •r hann fluttur í slysavarð- ofuna og síðan í Landakots- >pítal». og áður hefur veriö frá skýrt lögðu þingmenn Alþýðubanda- lagsins til að frumv. yrði fellt. þar sem fylgja ætti þeirri meg- inreglu að leysa kjaradeilur með samningum. Sú tillaga var hins vegar felld af stjórnarliðinu. Við 3ju umræðu í gær, áður en frumvarpið kom til endan- legrar afgreiðslu í neðri deild, bar Einar Olgeirsson ásamt Birni Fr. Björnssyni fram breytingar- tillögu þess efnis, að lögin giltu aðeins til 1. ágúst 1963. en ekki „þar til nýir samningar um kaup og kjör verkfræðinga, sem starfa hjá ríkisstofnunum, hafa tekið gildi". Benti Einar á, að með því að lögfesta frumvarpið með þessu orðalagi, væri ríkisstjórn- inni í raun og veru í sjálfsvald sett að beita þessum þvingunar- lögum svo lengi sem henni sýnd- ist, og reyna á þann hátt að beygja verkfræðinga undir vilja sinn. Væri það bæði eðlilegt og sjálfsagt, að Alþingi kæmi í veg fyrir slíkt. Með tilliti til þess, að nýr launastigi opinberra starfsmanna á að taka gildi 1. júlí n.k. mætti telja eðlilegt að gefa ríkisstjórninni mánaðarfrest frá þeim tíma til þess að sem.ia við verkfræðinga um kjör þeirra. Hitt væri með öllu óverjandi, að Alþingi sendi frá sér lög sem þessi, þar sem heimiluð væri lög- binding kaups eftir geðþótta rík- isstjórnarinnar. Breytingartillagan var felld með 15 atkvæðum gegn 9, en all- margir þingmenn voru fjarver- andi. — Áður en atkvæðagreiðsl- an hófst voru ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins, einkum Bjarni Benediktsson, á hlaupum til þess að smala saman liði sínu til þess að fella breytingartillöguna. Og einsog vænta mátti komu allir ráðherrar Alþýðuflokksins hlaup- andi á síðustu stundu til þess að aðstoða íhaldið við að fella þessa sjálfsögðu breytingartil- lögu. Árshátíð sósíal- ista í Kópavogi Árshátíð Sósíalistafélags Kópa- verður haldin laugardaginn 16. þ.m. i Félagsheimili Kópa- vogs (ekki Þinghóli eins og mis- ritaðist í blaðinu í gær) og hefst hún kl. 20 með borðhaldi. Með- al skemmtiatriða verður gaman- þáttur er Sigurður Grétar Guð- mundsson leikari flytur, gaman- vísur sungnar af Karli Sæ- mundssyni, dans o.fl. Miða til sölu hafa Auðunn Jóhannesson Hlíðarvegi 23, sími 23169, og af- greiðslu Þjóðviljans að Týsgötu 3, sími 17500. Stolið úr bílum Flug- björgunnarsveitar 1 fyrrakvöld, er Haukur Hall- grímsson hjá Flugbjörgunarsveit- inni kom í eftirlitsferð í bif- reiðageymslu sveitarinnar á Reykjavíkurflugvelli, sá hann, að brotizt hafði verið inn í skál- ann og var búið að stela hljóð- nemunum frá senditækjunum i öllum þremur bílunum sem Flug- björgunarsveitin á þarna geymda, en það eru - sjúkrabfll, snjóbíU og flutningabíll. Haukur skýrði Þjóðviljanum SYP . frá í.. Æær, •. að. • «ftir - -bflun- um væri litið á hverjum mánu- degi og hefði innbrotið því ver- ið framið einhvern tíma í síð- ustu viku eða um helgina. Engu öðru hefði verið stolið úr skál- anum en hljóðnemunum þrem- ur og engar skemmdir unnar é bílunum. 1 haust var hins veg- ar brotizt inn í skálann og unn- in þar skemmdarverk á ýmsum munum en engu stolið í það sinn. Haukur sagði einnig, að það hefði getað komið sér mjög illa, ef Flugbjörgunarsveitin hefði verið kvödd út fyrirvaralaust eftir að búið var að stela hljóð- nemunum. Væri óvíst að eftir þvi hefði verið tekið fyrr en af stað var komið og þá að sjálf- sögðu hægra sagt en gert að afla nýrra hljónema í skyndi Hefði þessi þjófnaður því getað Háskólafyrir- lestur i dag Prófessor, dr. Carlo Schmid, 1. varaforseti sambandsþingsins í Bonn, sem hér er í boði Há- skólans, mun flytja fyrirlestur í hátíðasal Háskólans í dag kl. 5.30 e.h. Fyrirlesturinn nefnist „Der europáische Mensch — eine geistesgeschitliche Analyse" öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Bátur strandar Isafirði í gaer. Rétt fyrir miðnætti i fyrra- kvöld renndi báturinn Guðný upp á klöpp í vörinni í Arnar- dal og sat þar festur. Guðný er sjötíu og fimm tonna stálbátur og var að koma iir róðri, þegar báturinn tók niðn. Sjólaust var og austan gola. Á níunda tímanum í morgun dró Fagranes Guðnýju af klöppinni og urðu litlar skemmdir á bátn- um. Orsakir strandsins eru ókunn- ir. — E. haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Er hart til þess að vita að þjófar og óknyttapiltar skuli ekki geta séð tæki sveltarinnar í friði, svo mikið sem er í húfi4 að hún sé ætíð reiðubúin til starfa, ef slys ber að höndum. Bidault aftur frjáls maður MÚNCHEN 12/3 — Georges Bid- ault er aftur frjáls ferða sinna eftir rveggja daga yfirheyrslur vesturþýzkra lögreglumanna sem komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki framið neitt saknæmt athæfi í Vestur-Þýzka- landi. Franska stjórnin er sögð ekki hafa neitt á móti þvi að Bidault fái griðastað í Vestur- Þýzkalandi sem pólitískur Dótta- maður, en þó með þvi skilyrði að hann hætti öllum afskiptum af starfsemi leynihreyfingarinnar gegn de Gaulle. Frakkland Framhald af 1. síðu lega og væru þá alger vand- ræði fyrir dyrum. Málamiðlun de Gaulle? Enginn veit hvað de Gaulle ætlast fyrir, en hann á ekW margra góðra kosta völ. Reyni hann að framkvæma nauðungar- tilskipun sína frá 3. þ.m., gæti það haft hinar verstu afleiðing- ar og jafnvel leitt til blóðugra bardaga milli verkamanna og ögreglu. Gangi hann hins vegar að kröfum námamanna má telja víst að verkamenn í öðrum starfgreinum knýi einnig fram verulegar kauphækkanir. Æskulýðsráð efnir til kvik- myndasýningar í tómstundaheim- ilinu, Lindargötu 50. kl. 9 f kvöld (miðvikudag). i Sýndar verða nokkrar stutt- ar kvikmyndir um frímerki. Allir ungir frímerkjasafnarar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir • m ÆFR Æskulýðsfylkingin efnir (il skíðaferðar um næstu helgi i Skíðaskálann. Allir velkomnir. Tilkynnlð þátttöku í síma 17513.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.