Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÖÐVILJINN Föstudagur 15. marz 1963 ! ! Sjónvarpskvikmynd kvöldsins er bönnuð börnum! Sjónvarpið oa börnin Fá mál hafa verið meira rædd manna á meðal, en sjónvarpsmálin og sýnist sitt hverjum. Um eitt eru þó flestir sammála, að það sé óæskileg og jafnvel stór- hættuleg þróun að láta erlent hernámslið hafa hér einokun á sjónvarpsflutningi. Keflavíkurstöðin hefur nú nýlega verið endurbætt og langdrægni hennar hef- ur stóraukizt, svo að heita má. að hún nái nú öllu Suðvesturlandi. Þegar nú umræður um íslenzkt sjón- varp eru komnar á flugstig er ekki úr vegi að athuga hvaða niðurstöður hafa orðið af rannsóknum sem gerðar hafa verið í nokkrum löndum á áhrifum sjón- varpsins á börnin. í Bretlandi gekkst BBC fyr- ir rannsókn ár:ð 1954 ng fjór- um árum síðar lágu niður- stöðumar fyrir í bók (Tele- vjsion and the Child) Bók- in hafði róandi áhrif á marga, sem höfðu verið á- hyggjufulljr um sálarheHl bama sinna. Að vísu fundust nokkur börn illa haldin af sjónvarpsdellu í hópi þeirra 4000 bama sem rannsökuð voru en i ljós kom að álíka tala barna frá sjónvarps- lausum heimilum var með sorprita-, kvikmynda-. eða annarskonar dellu. f Bandaríkjunum rannsök- uðu 3 visindamenn við Stan- fordháskólann 6000 böm og 2000 foreldra og í ljós kom, að ástandið þar í landi er stórum verra en í Bretlandi. 11—12 ára börn eyða að jafn- aði meira en 22 klst. fyrir framan sjónvarpið á viku: bó kom í ljós meðal hinna stálp- aðrj barna, að því betur sem þau voru gefin eyddu þau mjnni tima í sjónvarp án þess þó að vanrækja bað alger- lega Þegar bandarískir ungling- ar hætta í skóla hafa þeir eytt jafnmiklum tíma við sjón- varpstækið og í skólanurn sjálfum. 1 nóvember 1961 töluðu nokkrir danskir kennarar við um 1200 böm á skólaskyldu- aldri. Niðurstaðan varð sú. að börn f 2. bekk horfðu á sjón- varpið í 8 klst. á viku til jafn- aðar, en böm í 7. bekk f 10— 11 klst. Að vísu voru nokkui. sem sátu við sjónvarpið í al’t að 20 klst. en tiltölulega fá Háttatíma seinkaði um há’f- tíma til þrjá stundarfjórð- unga. Heimalærdómur og ým- iskonar skipulögð frístunda- starfsemi virtust ekki líða fyr- ir sjónvarpið. Útián á bóka- söfnum hafa ekki minnkað. heldur virðast ungir sjón- varpsnotendur hafa fengið meira lánað af fagbókum en sorpritum. Reykjalundur fær að g/öf seaulbandstæki Alþjóðlegi endurpjalfunar- sjóðurinn í New York sendi fyrir skömmu Reykjalundi að gjöf seg- ulbandstæki. sem ætlað er að stuðla að auknum rannsóknum og náml á sviði handlækninga og endurþjálfunar. Afhenti James K. Penfield ambassador gjöfina en Haukur Þórðarson læknir. Seguibandstækinu fylgdu spól- ur. sem tekur 24 klukkustundir að spila, en á beim eru erindi viða veröld. sem tær slíka gjöf, en að þessum sendingum standa Handlækninga- og endurþjálfun- arstofnunin. Lækningamiðstöð New York háskóla og Alþjóð- legi endurþjálfunarsjóðurinn 1 New York. verða gefnar út. Segulbandstækið kallast „the prompter", Það er litið fyrir- ferðar, en mörgum góðum kost- Einn bezti kosturinn við slíkar upptökur er sá, að læknum um heim allan gefst kostur á að kynna sér efni, sem oft væri örðugt að útskýra að fullu á prenti. Upptökurnar eru ætlaðar ein- 'staklingum fremur en hópum til hlustunar. Er bað von gefenda. að nemendur og aðrir áhuga- menn noti upptökurnar á sama hátt og uppsláttarbækur í bóka- safni. Heimsmet * Japanska sundkonan Sa- toko Tanaka hefur enn bætt heimsmetlð i 200 m og 220 jarda baksundi kvenna Tíminn er 2:28,5 mínútur og setti hún metið á ástr- alska meistaramótinu fyrii skömmu. A síðustu fjórun árum hefur þessi 26 ára gamla sundkona bætt heims metið á þessari vegalengd níu sinnum. Hún á einnig heimsmet í 110 .jarda bak- sundi kvenna. og fræðandi samtöl um hin ymsu um búið og vegur ekki nema svið endurþjálfunar. en upptak- ! rúm 13 pund. Þræðing segul- an fór fram i Bandaríkjunum bandsins er afar nýstárleg og , árið 1962 bægileg. ert hún byggist á því, ; Reykjalundur er ein af 170 , sem á ensku kaliast „magazine- endurþjálfunarstofnunum um ’oding type cartridge s.ystem". Þar sem ráðgert er að taka upp svipaða fyrirlestra í fram- j sem stundað hefur nám í end- : tíðinni, munu endurþjálfunar-1 urþjálfun við Læknamiðstöðina j stofnanir um allan heim fá þær j í New York veitti henni við- upptökur sendar um leið og þær töku. í fótspor „HJALLIS" Norðmenn náforyst■ unni / skautahlaupi Það hefur vakið at- hygli í vetur hversu Norðmenn hafa skarað framúr í skautahlaupi með stóran hóp afreks- manna. Á Evrópumeist- j aramótinu í Gautaborg1 áttu þeir fjóra fyrstu menn, og á heimsmeist-! Per Ivar Moe er í hópi beztu skautahlaupara heimsins í dag. Hann er aðeins 18 ára gamall. aramótinu í Japan áttu þeir einnig flesta í fyrstu 6 sætunum, enda þótt Svíanum Johnny Nilsson tækist að skjót ast fram fyrir þá alla. Undanfarin ár hafa sovézkir skautamenn látið mest að sér kveða í alþjóðlegum skautamót- um. Fyrir nokkrum árum tóku Norðmenn að vinna markvisst að því að hnekkja veldi Sovét- manna á þessu sviði. Það var sérstaklega eftir ol- ympíuleikana 1952 að Norð- menn sáu að þá vantaði til- finnanlega unga menn til að bera í framtíðinni merki Nor- egs í skautaíþróttinni. Margir ungir strákar tóku sér þá „Hjallis“ Andersen til fyrir- myndar, en hann var mjög dáður skautahlaupari á þeim árum. Það var lagt upp í mikla á- róðursherferð til að fá unga drengi til að iðka skautahlap. Iþróttafélögin stcfnuðu jafnvet bamadeildir til að ná til þeirra yngstu. ötulir bjálfarar voru fengnir til starfa og þúsundir drengja sóru að feta í fótspor ..Hjallis". Að hefja íþróttir úr öldudalnum Fyrir fimm árum tóku 160 drengir þátt í skautahlaupsmóti skólanemenda í Osló. I fyrra voru þátttakendur á þessu móii 600 að tölu. Þannig hefur náðst mjög mikil „breidd“ i skauta- íþróttinni meðal ungra manna í Noregi. Þetta starf er athygl- isverð fyrirmynd fyrir ýmsar aðrar íþróttagreinar. sem lendá í öldudal. Unglingametin fjúka nú hvert af öðru í Noregi og á unglingamótunum um nýárið settu keppendur tugi persónu- legra meta. Þetta eru ungling- amir sem voru 8-9 ára þegar „Hjallis” vann þrenn gullverð- laun á olympíuleikjunum. Tólf ungir Norðmenn á þessum aldri eru nú komnir á listann yfir 50 beztu skautahlaupara sögunnar. Árangurinn af áróðursherferð- inni sem hófst 1952 er að koma í ljós. • ftalska knattsþyrnufélagið A. C. Milan sigraði á miö- vikudagskvöld tyrkneska liðið Galaoasary — 5:0 í Evrópu- bikarkeppninni í knattspyrnu, Leikurinn var háður í Mílanó. í hléi stóðu leikar 2:0. Mílan vann einnig í fyrri umferð þessara liða í Istanbul — 3:1, og kemst því í undanúrslitin. ★ Sonny Liston, heimsmeist- ari í þungavigt, hefur nú fengið Icyfi lækna til að hefja að nýju æfingar, en hann hlaut talsverð meiðsli á hné, er hann hugðist leika golf ný- Iegá fyrir framan Ijósmynd- ara. ★ Brian Sternberg heitir nýr bandarískur afreksmaður í stangarstökki. Fyrir fáeinum dögum setti hann nýtt banda- rískt innanhússmet — 4.97 m. í Milwaukce. Hann reyndi síð- an við 5.11 m. og munaði litlu að hann stykki yfir. Á sama tíma slgraðl Rolando Cruz frá Porto Rico i stangarstökki i New York með 4.89 m. Öflugt íþróttalíf Héraðs- sambandsins Skarphéiins Héraðssamb. Skarp- héðinn í Árnes- og Rangárvallasýslum hélt nýlega 41. árþing sitt í Hveragerði. Um 60 fulltrúar frá 22 sam- bandsfélögum sátu þingið. For- maður Skarphéðins. Sigurður Greipsson, flutti skýrslu stjóm- arinnar og bar hún vott um öflugt starf ungmennafélags- hreyfingarinnar á Suðurlandi ! félags- og íþróttamálum. 20 íþróttamót voru haldin á sambandssvæðinu á síðastliðinj ári, þar af 9 sem sambandið gekkst fyrir, en hin 11 vom á vegum tveggja eða fleiri fé !aga. Skarphéðinn heldur hét -iðsmót í frjálsum íþróttum úr.i 'fyrir konur og karla) og einri % inni, einnig í knattspymu úkarglímu, skjaidarglímu sund' ig körfuknattleik. Á vegum sam- 'andsins hefur undanfarln ár Cerðazt kennar og kennt íþrótt- ir og vikivaka við miklar vin- sældir. Það voru félagar úr Skarphéðni sem sýndu fjöl- mennustu þjóðdansasýningu hér á landi á Þingvöllum 1957 (Landsmót UMFl). Allar þessar iþróttagreinar eru talsvert út.- breiddar um allt ’ sambands- svæðið og þátttaka yfirleitr mjög góð. Samanlögð stigataln félaganna eftir öll mótin var þessi: Umf. Selfoss . 162>/3 st — ölfusinga .. 56'/? - — Biskupst .. 38>/, - — Samhyggð .. 34>/, — — Hvöt ..16 — — Gnúpverja ..16 — — Skeiðamanna . . 10 — Til samanburðar má geta bess, að árið 1961 var Umf Ölfusinga með flest stig — 77 en Selfoss hlaut bá 75 stig. A síðasta ári hefur Umf Selfoss rekið mikið stökk fram á við 'g ber nú höfuð og herðar vfi' keppinautana. enda aðstæður til æfinga á margan hátt betri 1 béttbýlinu heldur p" ''ti nm 'veitir. Aukið félagslíf Á þingínu kom fram rfkur á- hugi fyrir því að efla félags- lífið með auknum kvöldvökum félaganna, þorrablótum og spila- kvöldum. Einnig með boðum og heimsóknum milli hinna ýmsu sambandsfélaga. sameiginlegum skemmtiferðum í bílum eða á hestum og auknum fundahöld- um. Þá var ákveðið að efla starfs- íþróttir á sambandssvæðinu ti! bess að auka virðingu æsku- fólks fyrir atvinnuveaum bióð- arinnar. Stjórnarkjör Stjórn héraðssambandsins var endurkjörin. Hana skipa: Sig- urður Greipsson, Haukadal, (for- maður), Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi, (ritari) og Eggert Hauk- dal. Berebórshvoli teialdkeri) Á þinginu mættu sem gestir: Gisli Halldórsson forseti ÍSÍ, Hermann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Isl. Eiríkur J. Eiríksson formaður UMFI og Þorsteinn Einarsson íbróttafull- trúi. Þeir Gísli Halldórsson og Eiríkur J. Eiríksson fluttu á- vörp á binginu og einnig ræddi Þorsteinn um ýmis verkefni og vandamál íþrótta- og ung- mennafélagshreyfingarinnar. 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.