Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 6
« 0 SÍÐA ÞJ6ÐVIUINN Föstudagur 15. marz 1963 UR EINU Alltaf fer húsaleigan hækkandi, ekki bara hér á íslandi, heldur í öllum löndum Vestur-Evrópu. Mýndin á að sýna húsaleigu- Þróunina og er eftir Eccles hjá DAILY WORKER, London Ætlar að taka bílprófið hvað sem tautar og raular ~ic SÁPUR seljast eftir lykt- irmi í Noregi — og ætli þær geri það ekki að miklu leyti hér líka. Norska rieytendasam- bandið lét nýlega fara fram rannsókn á hinum ýmsu hand- sápum á markaðnum og komst að þeirri niðurstöðu að þær séu 1 rauninni ekki mjög mismun- andi, a.m.k. ekki hvað snertir efnasamsetningu þeirra og hreinsunaráhrif. Það sem helzt reyndist ólíkt var verð, pökk- un og svo síðast en ekki sízt lyktin. Það er greinilega ilmur- Framha-ld af 7. síðu. ræmi við það eru góð gervi heggja leikenda, Guðmundar Pálssonar og Helga Skúlasonar. Guðmundur er gervilegur og mjög skýr í máli, leikurinn traustur og vandaður. Skemmti- legar þykja mér orðræður hans í upphafj en brjálsemi hans er tæpast nógu sann- færandi, hann virðist helzti sæl- legur og ánægður með sinn hlut. Hinsvegar er Helgi hæfi- lega barnalelgur, utan við sig og hjálparvana þegar við á. rúnir heilabrota og vandkvæða ristar í ásýnd hans, og loka- ræðu sína flytur hann hógvært og mjög innilega. Segja má að samskipti þeirra félaga verði of hávær á stundum, en annars er samleikur þeirra með ágætum Lögreglufulltrúinn er næsta hversdagslegt hlutverk af hendi skáldsins, og myndi venjulega falið lítt þekktum og miður reyndum leikurum, en Þorstein; ö. Stephensen tekst að hefja embættismann þennan á hærra stig, gera hann Ijósan og lif- andi með hnitmiðuðum, fyndn- um tilsvörum og framgöngu eigi sízt þegar hann hverfur síðast af sviðinu. Helga Valtýs- dóttir fer líka með fremur lítið hlutverk að þessu sinni, hún er hin mædda og fómfúsa eigin- kona Möbiusar — útlit hennar mjög við hæfi og túlkunin lát- laus og raunsæ, einlæg og sann- inn sem flestir vilja borga aukalega fyrir þegar þeir kaupa sápu! ★ HÚÐSLIT á brjóstum og maga kannast víst flestar við sem hafa átt börn. Og þó að það sjáist ekki undir fötunum hafa áreiðanlega flestar konur áhuga á að halda líkama sín- um lýtalausum eins lengi og hægt er. Því er það í frásögur færandi að nú er komið á markaðinn nýtt krem sem ger- ir húðina á þessum stöðum færandi. Seinni eiginmaðui hennar er Knútur Magnússon trúboði, leikurinn ekki til- þrifamikill, en geðfeldur í öllu. Synir Möbiusar eru allir ungir að árum, en gegna svo vel skyldu sinni að nöfn þeirra er skylt að nefna: Borgar Garðars- son, Halldór Karlsson og Tóm- as Ámi Ragnarsson. Þá vekur Helga Bachmann verðskuldaða athygli, en hún er hjúkrunar- konan unga sem elskar Möbi- us, leiksoppur hörmulegra ör- laga. Helga leikur bæði sann- færandi og sterkt, birtir ást og sára einmanakennd hinnar um- komulausu stúiku í skýru Ijósi, og Guðrún Stephensen lýsir stjómsemi yfirhjúkrunarkon- unnar skýrt og skörulega. Hjúkrunarmennirnir svonefndu eru allir hnefaleikarar að fyrri atvinnu og bera merki for- tíðar sinnar; fyrir þeim er Hjálmar Kjartansson, Karl Sig- urðsson gæti gert meira úr rétt- arlækninum; Valdimar Lárus- son og Erlingur Gíslason eru mjög viðunanlegir lögregluþjón- ar. Áhorfendur hrifust mjðg a' leiknum og því meir sem kvöldið leið, loks mátti heyr flugu anda. Óska og ætla rr að reykvískir leikger' þekki sinn vitjunartíma og fi' sæki þessa hugtæku snjö' sýningu. A. Hj. teygjanlega svo að hún slitnar ekki þó að strekkist á henni og er fljót að komast í samt lag aftur eftir bárnsburð. Kremið er frá Orlane, heitir Astrella og kostar kr. 110 og 190 krukkan. Fæst í snyrtivöru- verzlunum. ★ UM TÓMSTUNDIR ung- linganna er mikið rætt og ritað. Við höfum áður minnzt hér á félagslíf í skólum, sem mörg- um þykir of fábreytt. 1 einum gagnfræðaskóla bæjarins, Voga- skólanum, hefur verið tekin upp nýjung í þessum efnum, svokallað OPIÐ KVÖLD einu sinni í viku. Geta þá nemendur komið saman í skólanum og gert það sem þeir vilja, lesið, leikið sér, dansað, hlustað á tónlist, teflt spilað o. s. frv. undir umsjón kennara. Hefur þetta verið vel sótt og öðlazt vinsældir bæði nemenda — og foreldra. ic KÓKIÐ er óneitanlega vin- sælt og þambað af mörgum í tíma og ótíma. Mæður sem leyfa börnum sínum að kaupa og drekka gosdrykki ættu þó að fara varlega, segja banda- rískir læknar. Það er fátt sem í AN fer jafn illa með tennumar og Coco Cola, og ætti enginn að drekka það nema bursta tenn- urnar rækilega á eftir. Látið bamatönn liggja í kóki einn sólarhring og sjáið svo hvað eftir verður, segja þeir. ir Plómur eru Ijómandi góðir ávextir, finnst flestum. Þær fást nú f verzlunum hér í bæn- um, en eru óguðlega dýrar, 108 krónur kílóið. Þó eru plómur yfirleitt ódýrir ávextir í útt- landinu. Ástæðan fyrir þessu gífuriega verði er líklega hve þær eru um langan veg komn- ar, alla leið frá Suður-Afriku. Og ástæðan til að við flytjum þær inn þaðan? Kannski sú að í mörgum löndum, m. a. Noregi og Englandi, hefur fólk neitað að kaupa vörur frá Suður- Afríku og sýnt með því and- styggð sína á kynþáttamisrétti stjórnarvaldanna þar. Hvað gerum við? ★ ÁVEXTIR eru yfirleitt dýrir hér á landi þótt plómurnar slái allt út. Kílóið af eplunum kost- ar t.d. kr. 30, svo við gætum ekki þótt við vildum farið eftir brezka boðorðinu: „an apple a- day keeps the doctor away" (epli á dag heldur lækninum burtu). Um hitt eru allir sam- mála að líkaminn þarfnast vita- Þær sem hvorki eiga snyrti- borð né eigin skáp eða hillu í baðherberginu, en vilja samt hafa snyrtidótið sitt í röð og reglu, geta búið sér til „beauty- box“ úr körfu. Takið t.d. ferkantaða nestis- 'íörfu eins og sést á myndlnni, 'estið spegil í lokið og setjið olast með ásaumuðum böndum til að halda krukkum og flösk- um á sínum 6tað í botninn. mínanna sem eru í ávöxtunum — ekki sízt á veturna. Einn ávöxtur er þó tiltölulega ódýr á þessum tíma árs og það er appelsínan — kostar nú kr. 21 kílóið, en var á 27 krónur fyrir nokkrum vikum. ic OG Á MEÐAN appelsín- urnar eru þetta ódýrari en á öðrum árstímum, væri kannski eftirfarandi kaka reynandi með kvöldkaffinu einhverntíma þeg- ar góðir vinir koma í heimsókn eða bara þegar svo hittist á að öll fjölskyldan er heima. I-Irærið 150 g smjörlíki og 2 dl sykur saman þangað til það verður hvitt og létt. Setjið í degið 3 eggjarauður, eina í einu, rifinn börk og safa úr einni appelsínu og síðan 3 dl af hveiti, síað og blandað með 1 tesk. lyftidufti. Þeytið eggjahvíturnar stífar og hrærið þeim saman við deig- ið síðast, setjið það í vel smurt og raspstráð form og bakið kökuna við hægan hita í 45—50 mínútur. Þegar kakan er bökuð er kreist yfir hana safa úr ann- arri appelsinu. NAÐ ★ NÝJAN FISKRÉTT smakk- aði ég nýlega hjá einni vin- konu minni og þar sem hann var bæði ljúffengur og góð til- breyting frá þessari eilífu soðnu ýsu en þó ekki dýr, kem ég honum hér með áleiðis: j Smyrjið eldfast form og skerið frystan fisk (ýsu eða þorsk) í ca. 2 cm þykkar skífur. Ef þið notið nýjan fisk er bezt að flaka hann og skera flökin í mátulega stórstykki. Leggið stykkin í botninn og sé fiskurinn nýr látið þá dálítið af vatni með honum. Saltið. Bræðið 50—75 g smjör eða smjörlíki og bragðið til með 1—2 tesk. af karrý. Hellið þessu yfir fiskinn og látið formið standa í 250° heitum ofni í 10—15 mínútur. Passið að taka fiskinn úr ofninum strax og hann er til- búinn. Harðsjóðið 2 egg meðan fiskurinn bakast, kælið þau og brytjið niður. Stráið egginu yf- ir fiskinn og einnig steinselju ef til er. Berið soðin hrísgrjón eða kartöflur fram með fisk- inum. Þannig verður karfan að ferða- snyrtiskáp. Séu flöskurnar og krukkum- ar of háar fyrir svona körfu er ágætt að nota stöðuga inn- kaupakörfu og fóðra hana með plasti með mörgum vösum og böndum fyrir snyrtidótið. Svona körfur er fljótlegt að grípa með sér milli bað- og svefnherbergis og einnig eru þær tilvaldar í ferðalagið. Margrét Hunter, 65 ára fyrr- verandi kennslukona í Bret- landi, er aftur farin að fá sér tíma í akstri. Hún varð heims- fræg 1 fyrra þegar þáverandi ökukennari hennar kastaði sér í skelfingu útúr kennslubifreið- inni og hljóp í burtu æpandi: „Þetta er sjálfsmorð!“ Ungfrú Hunter ók bílnum ein aftur til ökuskólans — og fékk sekt fyrir óleyfilega keyrslu. Tveim dögum seinna lagði hún af stað í eigin bfl, komst 100 metra og lenti þá í árekstri við vörubíl. Árangur: hálfeyði- lagður bíll, marblettir hér og þar um líkamann og nýjar fjársektir. Seinna gerði hún tilraun til að taka bílpróf, en var felld þar sem vélin stöðvaðist sjö sinnum í röð þegar hún start- aði, og fyrir að fara yfir á rauðu ljósi og leggja bílnum metra frá gangstéttinni. Núverandi kennari ungfrú Hunters er fyrrverandi lög- regluþjónn, stálharður og alger- lega taugalaus. Hann sagði að nemandi hans hefði pantað tíma í bílprófi 15. marz, en bætti við að hann byggist varla við að hún yrði tilbúin að taka prófið þá. Aðspurður um fyrstu kennslustundina svaraði kenn- arinn: — Ég dáist að kjarki hennar og staðfestu. ★ ★ BAÐHERBERGI í USA ku vera í súperkvenlegum stíl og litum. Blómamynztruð hand- klæði og rósóttir veggir i lit við handklæðin eru algengir. Hingað til hefur toalettpapp- Irinn verið í pastellitum — auðvitað í stíl við rósimar á veggnum og handklæðunum. En nú er komin fram banda- rísk nýjung á þessu sviði: silki- mjúkur pappír með gleymmér- eyjarmynztri. Allt fyrir hé- gómagimdina! Skrífstofustörf Stúlkur óskast sem fyrst til starfa hjá bók- haldsdeild félagsins. Nokkur vélritunar og málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir, sem greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist Starfsmannahaldi Flugfélags Is- lands h.f., Bændahöllinni við Hagatorg fyr- ir þann 24. marz n.k. Fékk permanent 20 mánaða Brjálæði! segjum við cn móðir Hcather Iitlu Tully, 20 mánaða, er ekki á sama máli. Hún fór með Iieathcr á hárgreiðslustofu og lét setja permanent í hárið á henni. Það á að gera á hverju áxi, því að hárið er svo stíft, scgir hún. Á myndinni sést Hcather í þurrkunni og vcrður hún að standa til að ná uppí hana. ESIisfræðingarnir Snyrtidót / körfu i i k i /■ i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.