Þjóðviljinn - 16.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.03.1963, Blaðsíða 1
ÚTGÁFA TÍMARITSINS LEIKHIÍSMÁLA HAFIN Á forsíðu hins nýja tímarits um leikhús- mál er mynd af Haraldi Björnssyni í hlutverki sínu í „Biedermann og brennuvargarnir“ — en Haraldur hefur gefið ritinu nafn — Sjá frétt á 12. síðu. eftir víðtæka leit Þriggja ára drengur týndist í fyrrakvöld frá bænum Giljahlíð í Flókadal í Borgarfirði og fannst lík drengsins litla á níunda tímanum í gærmorgun við svo- kallaða Geirsá, sem rennur spölkorn frá bænum. Drengurinn hét Þorsteinn og var sonur þeirra Sigríðar Þor- steinsdóttur og Mein- hart Berg, sem búa í Giljahlíð. Talið er að drengurinn hafi króknað úr kulda um nóttina. Þorsteinn litli haföi farið út úr bænum um kl. 6 síðdegis og hafði varla liðið stundarfjórð- ungur, þegar hans var saknað, enda ekki klæddur til útivistar og brátt liðið að matmálstíma. Þegar fyrsta eftirgrennslan bar ekki árangur, brugðu nágrannar skjótt við og aðstoðuðu við leit- ina og síðar slóst í leitarflokk- inn nemendur frá Reykholti og Hvanneyri og eftir því sem dróst að finna litla drenginn komu menn frá Akranesi og Borgar- nesi og víða úr héraðinu og hófu skipulega leit alla nóttina. Skiptu leitarmenn hundruðum og not- uðu Ijós af ýmsum stærðum í leitinni. Sporhundurinn Nonni frá Hafnarfirði var sendur ásamt gæzlumönnum með sjúkraflug- vél Björns Pálssonar og lenti hún í fyrrakvöld að Stóra Kroppi og lýstu átta bifreiðar upp lend- ingabrautina. Framhald á 3. síðu. -<$> Bæjarstjórn Kópavogs undirbýr aukningu atvinnuframkvæmda Á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi í gær lagði Hjálmar Ólafsson bæjars’tjóri fram álit atvinnu- málanefndar þeirrar er starfað hefur undanfarið á vegum bæjarstjórnarinnar. Kópavogur hefur byggzt örarl Kópavogi 26% á sama tíma og en nokkurt annað bæjarfélag | hún var 3,9% í Reykjavík. Mið- á Iandinu. og með allt öðrum i að við íbúatöluna árið 1940 óx hætti. A árabilinu 1945—19501 Kópavogur á þessu árabili um var t.d. árleg íbúafjölgun í Samið suðu nilur- á reyktri Sulurlandssíld Samkvæmt fréttatilkynningu sem blaðinu hefur borizt frá for- stjóra Dósaverksmiðjunnar, Árna Kristjánssyni, hafa tekizt samn- ingar á milli fjögurra fyrirtækja hér í Reykjavík og niðursuðu- verksmiðja í Stavanger í Noregi um samstarf við niðursuðu reyktr- ar Suðurlandssíldar þannig að íslenzku aðilarnjr ætla að koma sér sameiginlega upp niðursuðuverksmiðju en norska fyrirtækið á að annast söluna á erlendum mörkuðum. Islenzku fyrirtækin sem að samningum þessum standaeru Júpiter og Marz h.f., Ora h.f., Matborg h.f. og Dósaverksmiðjan h.f, en norska fyrirtækið er Bjelland niðursuðuverksmiðjumar í Stavangri, sem er einn stærsti framleiðandi og útflytjandi á fiskniðursuðu- vörum í Noregi. Frá samningum þessum var gengið er meðeigandi og forstjóri Bjelland verksmiðjanna kom hingað til lands og dvaldi hér í Reykjavík 9,—14 þ.m. 217,1%, Á árabilinu 1955—1960 óx í- búatala Kópavogs til jafnaðar á ári 10,4% en um 2,5% í Reykjavik. Kópavogur byggðist ekki upp utan um atvinnufyrirtæki, eins og öll önnur bæjarfélög á land- inu, heldur sem íbúðahverfi fyrir fólk sem vann í Reykjavík, en fékk þar hvorki húsnæði né lóðir til að byggja á. Fjölgun* atvinnutækja í bæn- um sjálfum hefur því verið á- hugamál og viðfangsefni bæj- arstjórna Kópavogs frá upphafi. Hin öra fjölgun íbúa hefur lagt bænum svo miklar fjárhagsbyrð- ar á herðar að geta bæjarfé- lagsins til að ráðast sjálft í at- vinnuframkvæmdir hefur verið mjög lítil. Þýðingarmesta fram- kvæmdin á því sviði hefur ver- ið hafnargerðin sem hafin var 1950 og unnið hefur verið að síðan. Á sl .sumri kaus bæjarstjórn Kópavogs atvinnumálanefnd, sem auk bæjarstjórans, Hjálmars Ólafssonar, var skipuð 1 fulltrúa frá hverjum flokki bæjarstjórn- arinnar. Var álit nefndarinnar lagt fyrir bæjarstjórnarfund í gær. I niðurstöðum nefndarinnar segir m.a. svo: „Kópavogur er hluti af stærra atvinnusvæði. Nefndin telur að sú skipan muni varanleg og að ekki muni þjóna neinum jákvæðum tilgangi að stefna að fullri samsvörun milli búsetu og atvinnusóknar innan bæjarfélagsins. Hinsvegar megi telja bæjarbúa óhæfilega háða atvinnusókn í grannbæina, Framhald á 2. síðu. Rangar fréttir orsaka loðnustríi fyrir norðan Þær frcttir hafa gcngið ‘fjöll- unum hærra hér í bænum og út- um land að loðnan, sem veiðist í Keflavíkurhöfn, sé keypt þar á sama verði og síld til bræöslu. Þetta hefur m.a. orðið til þess að miklir úfar hafa risið á Akureyri þar sem von er á loðnugöngu einhvern næstu daga. Nokkrir útgerðarmenn þar í bænum hafa athugað möguleika á að veiða loðnuna til bræðslu og hafa þeir átt tal við forstjóra síldarverksmiðjunnar á Krossa- nesi, en hann hefur til þessa ekki fengizt til að lofa þeim hærra verði en 35—40 aurum á kílóið. Þeir telja sig hinsvegar eiga rétt á sama verði og loðnuveiðimenn syðra og bera fyrir sig fréttir í Morgunblaðinu og útvarpinu þess efnis að hún seljist á 74 aura. Þjóðviljinn átti í gærkvöld tal við Huxley Ólafsson í Keflavík og sagði hann það alrangt að loðna væri keypt fyrir sama verð og síld. Verksmiðjurnar á Suð- urnesjum borga 50 aura fyrir kílóið af henni kominni í þró. Loðnan er að ýmsu leyti verra hráefni en síldin, að sögn Hux- leys, nýting hennar til mjöl- framleiðslu er ekki nema 15% (pýting síldar er 20%) og úr henni fæst mjklu minna lýsi. Mjölið er eingöngu selt til skepnufóöurs og er í lægra verði á heimsmarkaðinum en síldar- mjölið. Þannig hjálpast allt að til að halda verðinu niðri. Að síðustu sagði Huxley að 50 aurar væri jafnvel heldur hátt verð. Á það síðastnefnda getum við ekki lagt dóm, en undarlegt má það vera ef Krossanesverk- smiðjan, sem rekin er af Akur- eyrarbæ, getur ekki gefið sínum heimamönnum jafnhátt verð fyr- ir loðnuna og fæst hér syðra. ‘Verksmiðjumar suður með sjó myndu ekki kaupa hana á þessu verði ef þær töpuðu á því og það myndi Krossanesverksmiðjan trúlega ekki gera heldur. Ný/ar h/úkr- unarkonur útskrifust Nú um miðjan mánuðinn var brautskráður 21 nem- andi frá Hjúkrunarskóla Is- lands og fara nöfn þeirra í stafrófsröð hér á eftir. Agla Sigríður Egilsdóttir frá Reykjavík. Ambjörg Sigríður Pálsdóttir frá R- vík. Ásdís Þóra Kolbeins- dóttir frá Akureyri. Björk Sigurðardóttir frá Reykja- víik. Elín Jónsdóttir frá Lyngholti, Garðahreppi,- Gullbr.sýslu. Gerður Ólafs- dóttir frá Akureyri. Guðrún Broddadóttir frá Reykjavík. Guðrún Elíasdóttir frá Akra- nesi. Guðrún Kristinsdóttir frá Reykjavík. Helga Ólafs- dóttir frá Reykjavík. Ingi- björg María Eggertsdóttir frá Akureyri. Ingileif Stein- unn ólafsdóttir frá Hafnar- firði. Jóhanna Gréta Bene- diktsdóttir frá Reykjavík. Karítas Kristjánsdóttir frá Hólum í Hjaltadal. Karitas Kristjánsdóttir frá Reykja- vík. Lilja Vestmann Daní- elsdóttir frá Akranesi. Lilja Jónsdóttir frá Sauðárkróki. Liselotte Else Hjördís Jak- qbsdóttir frá Reykjavik. Rita Inger Ota Eriksen frá Reykjavik. Vera Ruth Fred- eriksen frá Ribe Danmörku. Vilborg Elma Geirsdóttir frá Reykjavík. Hér að ofan er svo mynd af þessum fríða meyjaflokki sem Vigfús Sigurgeirsson tók en því miður vitum við ekki hver er hver á mynd- inni. Kosin stjórn Síðastliðinn þriðjudag var hald- inn aðalfundur og kosin stjóm í A.S.B., félagi starfsstúlkna í mjólkur og brauðsölubúðum og voru eftirtaldar konur kosnar í stjóm. Birgitta Guðmundsdóttirj Framhald á bls. 2. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.