Þjóðviljinn - 16.03.1963, Síða 5

Þjóðviljinn - 16.03.1963, Síða 5
HÓÐVILHNN SÍÐA EJ Laugardagur 16. marz Deilan um stangarstökkið Er réttlátt að leyfa glerfíber-stengurnar? Myndin sýnir vel sveigjanleika glerfiberstangarinnar. Það er ekki furða þótt stökkvarar geti slöngvað sér hátt með slíku tæki. Það er Dave Tork sem hér „spennir bogann". Hann hefur stokkið næsthæst allra manna utanhúss — 4,93 m. og átti heimsmetið í tvo mánuði áður en Pentti Nikula skákaði hon- um um einn sentimetra. Cornelius Warmerdam. SPÁÐ OC SPIALLAÐ Tekst ÍR að ógna Fram? Á morgun fara fram tveir leikir í handknattleiksmótinu og mun verða fylgzt með báð- um af nokkrum áhuga. Fyrri leikurinn er á milli IR og Fram. IR vann sér það til á- gætis að sigra FH á sunnu- daginn öllum að óvörum. Ekki er að efa að iR-ingum hefur vaxið ásmegin við þennan sig- ur, enda hafa þeir verið í mikilli framför uppá síðkast- ið. Sigur IR yfir FH er að sjálfsögðu nokkur viðvör- un fyrir Fram og má gera ráð fyrir að Karl Ben geri sínar ráðstafanir til að hindra að þeir leiki sama leikinn gegn Fram. Hinn leikurinn er á milli KR og FH. Eftir frammistöðu KR við Víkinga um síðustu helgi að dæma ætti KR að geta orðið FH erfitt, en þeir síðamefndu eru greinilega ekki í eins góðri þjálfun og undanfarin ár. Tap FH fyrir Fram kann þó að herða þá svo upp að þeir ættu að taka bæði stigin. Dómarar verða: Valgeir Ársælsson og Magnús Pétursson. Kvennaflokkar á morgun Aðalleikirnir á morgun verða í meistaraflokki, en þá eigast við Ármann og Fram og Breiðablik og Víkingur. Ármann ætti að vinna sinn leik, en þó hafa Framstúlk- urnar komið nokkuð á óvart undanfarið. Einnig má gera ráð fyrir að Víkingur vinm Breiðablik sem ekki hafa eins mikla leikreynslu eða aðstöðu til æfinga. Dómarar í leikjunum verða Pétur Bjarnason og Stefán Gunnarsson. Á undan fara fram tveir leikir í þriðja fl karla: ÍR—Víkingur og Valu’- Þróttur. Fyrir skömmu tókst íinnska íþróttamannin- um Pentti Nikula að stökkva yfir 5 metra- línuna í stangarstökki fyrstur manna. Þetta af- rek hefur orðið tilefni ákafra deilna um notk- un glerfibrestanga sem eru lykillinn að hinum snöggu framförum í stangarstö>1”' undan- farið. Það er til skráð heimsmet í stangarstökki frá árinu 1866 — 3,05 metrar, sett af Englend- ingnum Wheeler. Síðan hefur metið verið bætt um rúma tvo metra á tæpum 100 árum. Árið 1912 tókst Bandaríkjamannin- um Wright fyrstum manna að stökkva yfir 4 metra (4.02 m.) og þetta varð fyrsta staðfesta heimsmetið. Stíflan brast Þróunin hélt áfram hægt og sígandi en stöðugt. Árið 1943 snaraðist Bandaríkjamaðurinn Comilius Warmerdam yfir 4,79 m. á innanhússmóti. Hann not- aði bambusstöng. Þetta varð eitt af elztu heimsmetum frjáls- íþróttasögunnar. Það liðu 16 ár þangað til því var hnekkt af Donald Bragg (USA) sem not- aði málmstöng. Warmerdam stökk 4,77 m. utanhúss 1942, og því meti var ekki hnékkt fyrr en 1957 af Bob Gutowski sem stökk 4,78 m. En þótt met Warmerdams hefði staðizt öll áhlaup í 16 ár, þá tók nú allt í einu að rigna metum í þessari grein. Á síðasta ári stukku 12 menn 4,75 m. og hærra. þar af 8 Bandaríkjamenn. Fyrir fáeinum dögum kom fram enn einn nýr bandarískur stangarstökkvari, 19 ára að aldri. Það er Stern- berg sem stökk 4,97 m. á inn- anhússmóti. Loddarar eða ^tökkvarar Don Bragg segir að nýju af- reksmönnunum með glerfiber- stengumar sé helzt hægt að líkja við „fjölleikamenn sem Iáta skjóta sér úr fallbyssu í sirkus“. Ennfremur segir hann: „Það eru engir sannir stang- arstökkvarar sem slöngva sér upp á þennan hátt“. Mikils metinn sovézkur þjálfari. Gabri- el Korobokov, segir: „Glerfi- berstengumar settu þessi nýju met — ekki mennirnir sem þær slöngvuðu yfir rána“. Staðreyndin er sú, að allir stökkvarar, sem stokkið hafa hærra en met Braggs frá 1959 (4,81 m.). hafa eitt sameigin- legt: Þeir hafa notað stengur úr fibergleri, sem ej’kur sveifl- una verulega. Efniviður breytist Upphaflega notuðu stangar- stökkvarar einfaldar stengur úr eik og hikoriviði. Eftir fyrri heimstvrjöldina var tekið að nota fjaðurmagnaðri stengur úr bambus. Síðan var tekið að nota stengur úr stáli og alu- minium, og voru Svíar fmm- kvöðlar um það. Málmsteng- urnar höfðu það framyfir bambusstengumar að engin hætta var á að þær brotnuðu. Þó glerfiberstengurnar komi ekki verulega fram á sjónar- sviðið fyrr en 1960, þá hafa þær verið í notkun í a.m.k. 10 ár. Sigurvegarinn í tugþraut á olympíuleikunum 1952, Bob Mathias (USA), og Roubains (Grikklandi), sem varð þriðji á olympíuleikjunum 1956, not- uðu t.d. báðir stengur úr fib- ergleri. Það var þó ekki fyrr en bandaríski sportvöruiðnað- urinn uppgötvaði slöngvunar- kraftinn í glerfiberstöngunum að verulegur skriður komst á málið. Á síðasta ári hafði tek- izt að þróa glerfiberstöngina verulega frá því sem var í upphafi. Haustið 1961 ákvað Alþjóða- frjálsíþróttasambandið (IAAF) að staðfesta ekki heimsmet Bandaríkjamannsins George Davies — 4,83 m. — en það var sett með glerfiberstöng. Seinna breytti IAAF um skoð- un og staðfesti met Davies og fleiri manna. sem sett voru með slíkri stöng. Eru brögð í taíli? Don Bragg. Gabriel Korobkob og hinir fjölmörgu skoðana- bræður þeirra telja hið ákafa metaregn í stangarstökki und- anfarið stafa af þeim eigin- leikum sem glerfiberstengur hafa framyfir allar aðrar steng- ur. Stökkvarinn þeytist upp á við eins og honum sé slöngvað, vegna fjaðurmagnsins í stöng- inni og hins óvenjulega sveigj- anleika hennar. Vegna þessa slöngvunarkrafts verður stökkið hærra en sem svarar stökk- krafti og armstyrk stökkvar- ans. Fyrirtækið „Mike Ryan & Sons“ í Kalifomíu, sem fram- leiðir glerfiberstengumar, hefur' öfluga auglýsingarstarfsemi í frammi, og lofar sérhverjum stökkvara a.m.k. 20 sentimetra framförum ef hann aðeins noti stöng frá fyrirtækinu. Rétt er að geta þess að gler- fiberstöngin hefur einn ókost: Hana geta ekki notað aðrir en þeir sem tekst að beita geysilegum viðbragðsflýti til að notfæra sér slöngvunaráhrifin. Sumir stökkvarar hafa aldrei lag á !að nota stöng úr þessu efni, t.d. Donald Bragg. Ekki lögbrot Þrátt fyrir allt þetta eru glerfiberstengurnar ekki ólög- leg tæki í íþróttakeppni. 1 keppnireglum IAAF eru engin ákvæði sem takmarka það efni sem valið er í stökk- stengur. Eigi að síður hefur það oft komið fyrir að al- þjóðasambandið banni íþrótta- tæki vegna þess að þau veiti keppendum mimunandi að- stöðu. Árið 1954 bannaði IAAF notk- un á kastspjótum sem komu á markaðinn og höfðu hent- ugri þyngdarskiptingu og flugu lengra en gömlu spjótin. 1957 var bannaður sérstakur fjað- Pentti Nikula. urmagnaður sóli, sem sovézkir hástökkvarar notuðu. Sterkasta röksemd andstæð- inga glerfiberstangarinnar er sú, að benda á mismun árang- urs stökkvara með glerfiber- stöng og málmstöng. Heimsmet- hafinn Nikula stekkur 5,10 m. með glerfiberstöng en „að- eins“ 4,52 m. með málmstöng. Tugþrautarmaðurinn Jang frá Formósu hafði stokkið hæst 4,44 m. þar til fyrir skömmu er hann tók að stökkva með glerfiberstöng. Þá stökk hann 4,96 m. TVEIR LEIKIR I KÖRFU- KNATTLEIKSMÖTINU Islandsmótinu í körfuknatt- leik var haldið áfram í fyrra- kvöld, og hófst þá seinni um- ferð í meistaraflokki karla. Leiknir voru tveir leikir. Fyrst kepptu KFR og Iþrótta- félag stúdenta. KFR vann — 48:38. Síðan kepptu Ármann og KR, og sigruðu Ármenningar með 61:57. Leikir þessarra liða f fyrri umferð fóru á sama hátt, en stigamunur var miklu meiri. Pappírsskortur og inflúenza hafa undan- farið skammtað íþrótta- síðunni naumara rúm en venjulega. Nú er nægur pappír kominn til landsins, og síðan mun koma í fullri stærð framvegis. ! 14. G R E I N UNDIR _,ict algengasta fyrirbænð í ollu félagslífi eru fundahöld Sjálft hugtakið „félag“ bindur það í sér. Félagið er samsafn manna sem hafa það markmið að vinna að einhverju mál- efni. Hver og einn hefur sín- ar skoðanir á málunum og honum ber að láta þær koma fram. Til þess að það megi gerast á eðlilegan hátt verða menn að I' oma saman. halda fund. Við heyrum oft að fullmikið sé að því gert á landi voru. g að í það fari of mikill tími. Þeir sem skynja félags- '■nálastarfið til hlítar munu imraála um það að fundir séu eitt það nauðsynlegasta sem að félagsmálum lýtur. Hitt er rétt að í þá fer oft of mikill tími. Kemur þar að- allega tvennt til. 1 fyrsta lagi eru fundimir ekki nógu ve! undirbúnir, málin illa lögð fyrir, og ekki nógu vel undir- búin þegar þau koma fram. I öðru lagi koma fundarmenn oft sjálfir illa búnir undir að ræða þau mál sem fyrir liggja. Östundvísi er löstur Við þetta má svo bæta einu enn sem er mikill ljóður á fundahaldi á landi hér og þaö er óstundvísin. Það mun hrein undantekning að fundur sé settur á réttum tíma, eða auglýstum tima. Þarna farið illa með tíma þeirra sem venja sig á stundvís' hljóta að verða leiðir á slíkum vinnubrögðum. Hér er um hreinan trassaskap að ræða, sem á ekkert skylt við tímaleysi, nema þá í ör- fáum tilfellum. Þegar við ræðum félagasam- tök íþróttamanna er félagið sá kjami sem skapar hið iðandi líf, sá aðilinn sem nær per- sónulega til einstaklinganna. Það sem þar gerist er afger- andi fyrir þróun og þroska íþróttahreyfingarinnar. Félögin eru þær súlur sem heildarsamtökin hvíla svo á. Því gildari og hærri sem þær undirstöður eru þeim mun hærra ber íþróttahreyfinguna Það verður því að líta á fundi hinna dreifðu félaga, og þá fyrst og fremst stjórnar- fundi þeirra. sem fruminry leggið í bygginguna sem viá köllum: íþróttamál. Fundir reglulega Það er þvf þýðingarmikið ■■ð félögin haldi fundi reglu- lega, helst ákveðna vikudagií Hver maður í stjóminni þart að búa sig undir hvem fund, hugsa um þau mál sem þurfa að koma fyrir, þau mál sem að kalla, og að sjálfsögðu er gott að hann hafi þannig alla þræði í sínum höndum. En betur sjá augu en auga, og því á hver stjómarmaður að vera á verði og koma þá fram með sín mál gleymi formað- urinn einhverju. Á stjómarfundum þarf að ræða málin skipulega og ekki að þjóta úr einu í annað. án þess að málin fái afgreiðslu Þetta síðamefnda mun þó of algengt og spillir það fyrir gangi mála. Umræðumar fá bá festu sem þarf og gerir bær líklegri til góðs árang- urs. Hyggilegt er að fara yfir nokkrar fyrri fundargerðir. 02 athuga hvort nokkuð hef ur fallið niður af málum. Sé um félög að ræða sem er skip* í deildir þarf stjómin að tak? fyrir og ræða það sem bar er að gerast, og fylgjast mer’ starfseminni þar. Hér hefur aðeins verið mínnst á stjórnarfundi í félög unum, sem á vissan hátt eru grundvallandi fyrir íþrótta- starfið í landinu. En það em fleiri fundir sem vert er að nefna, og allir hafa þeir það sameiginlegt að þá verður að undirbúa með kostgæfni, því það er nauðsynlegt að sérhver fundur verði skemmtilegur og þannig að þeir sem hann sækja vilji koma aftur. Fundir keppenda 1 félögunum em fleiri fund- ir sem koma til en stjómar- fundir. Á nefndarfundi hefur verið drepið, en svo koma fundir hinna starfandi og stríðandi hópa, hvort sem það eru íþróttafólk í einstaklings- greinum eða flokkaíþróttum. Þeir þurfa að koma saman I þrengri hóp, eða þeir sem stunda stöðugt æfingar og ræða sín mál, laga það serr aflaga fer, hvetja hvem ann an til dáða. Þá er nauðsv- ’egt fyrir keppnishópana. þá aðeins sem valdir hafa verið til þess að taka þátt í keppni að koma saman og ræða það sem fyrir dymm stendur, með þjálfara sínum. Það þjappar mönnum saman um málefnið. þeir gera bar sameiginlega sínar áætlanir og reyna að sameinast um verk- efnið fyrst kringum borð þétt saman í einingu andans. Tak- ist það ekki þar, er varla von á að það gangi betur í hita íiks eða keppni. Þetta ætti bví að vera fastur liður i starfi keppnishópanna, liður sem tekinn er mjög alvarlega. og þar sém enginn má skerast úr leik. Síðan koma svo hinir al- mennu skemmtifundir sem, ef þeir eru vel undirbúnir. geta verið mikil lyftistöng fyrir fé- lagslífið, þar sem hressilea gleði ræður ríkjum. og losað um bönd baráttu og keppnis- stiga. sigra eða tan< Frímann

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.