Þjóðviljinn - 16.03.1963, Page 6

Þjóðviljinn - 16.03.1963, Page 6
g SlÐA ÞJÓÐVILHNN Laugardagur 16. marz Líflát afnumið í Minningarathöfn í Dresden æ fleiri ríkjum Dauðarefsing er á undanhaldi í heiminum, segir i skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Eftir sernni heimsstyrjöld hafa sex ríki afnumið þessa refsingu, og hafa þá alls 20 lönd og land- svæði afnumið hana, auk all- margra fylkja í einstökum ríkjum. Auk þess er dauða- refsingu nú beitt íyrir æ færri afbrot. En þar sem hún er enn við lýði, er hægt að beita henni fyrir fóstureyðingu (Georgíu- fylki i Bandaríkjunum), pen- ingafölsun (Pólland og Sovét- ríkin), framhjátöku í hjóna- bandi (Afganistan) og „árekst- ur gufuskipa á siglingu, sem hefur í för með sér dauðaslys“ (Arkansas-fylki í Bandaríkjun- um). Eftirtalin ríki hafa afnumið dauðarefsingu: Argentína, Bras- ilía, Colombía, Cctsta Rica, Dan- mörk (1930), Dóminíska lýðveld- ið, Ecuador, Finnland (1949), Holland, Island (1940), Italía, Noregur (1905), Nýja Sjóland, Portúgal, San Marino, Sviss, Svíþjóð (1921), Sambandslýð- veldið Þýzkaland, Uruguay, Venezuela og Austurríki. Þar við bætast nokkrar nýlendur, eitt fylki í Ástralíu, sex fylki Öxullinn Bonn-París Yfirbycigingin í3. . . . og undirstaðan. — Teikning eftir B. Jefimof í Izvestia. í Bandapíkjunum og 25 fylki í Mexíkó. Belgía, Liechtenstein, Lúx- emborg og Páfaríkið hafa í reyndinni afnumið dauðarefs- ingu, þó það hafi ekki verið gert formlega, og enn má geta þess að í einu fylki Ástralíu. þrem fylkjum Bandaríkjanno og í Nicaragua er þessari refs- ingu aðeins beitt undir alveg sérstökum kringumstæðum. Skýrslan, sem hér um ræðir ber heitið „Capital Punishment ‘ og er samin af franska lög fræðingnum Marc Ancel, sem situr í hæstarétti Frakklands Er hún byggð á íyrirspurnum, sem sendar voru til aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og nokk- urra annarra landa. Verður skýrslan lögö fyrir Efnahags. og félagsmálaráðið ásamt mel áliti sérfræðinganefndar, sem nýlega kom saman í Genf. Henging er enn tíðasta af- tökuaðferðin, segir í skýrslunni. Þar næ,st kemur líflát með skotvopnum. í Bandaríkjunum nota 24 ríki rafmagnsstólinn og er þeirri aðferð einnig beitt á Filippseyjum og Formósu. I Frakklandi og nokkrum öðrum ríkjum eru dauðadæmdir fang- ar hólshöggvnir. Gasklefar eru notaðir í 11 fylkjum Bandaríki- anna, en á Spáni fer aftaka dauðadæmdra íram með kyrk- ingu. t nefndaráliti sérfræðinganna -:egir, að rannsóknir á áhrif- im dauðarefsingar í þá átt að fæla menn frá afbrotum hafi elcki gert þeim kleift að segja neitt ákveðið um það mál. — Samt eru í skýrslunnl allmörg dæmi um, að afbrot, sem áður vðrðuðu dauðarefsingu, hafa ekki færzt í vöxt, þar sem þessi refsing hcfur verjð af- numin um stundarsakir eða fyrir íullt og allt. 1 Englandi var dauðarefsing afnumin ár- ið 1957 að því er snerti ákveðn- ar tegundir morða, án þess að þessi afbrot færðust í aukana. 1 Finnlandi fækkaði afbrotum, sem áður var refsað fyrir með lífláti, úr 137 árið 1950 niður í 79 árið 1959. Sama þróan hefur átt sér stað í DanmÖrka. Noregi og Svíþjóð, þegar tekið er tillit til fólksfjölgunarinn- ar. — (Frá S.Þ.). I fcbrúarmánuði árið 1945 gerðu brezkar og bandarískar flugsveitir mikla loftárás á hina göinlu borg í Þýzkalandi Dresden. Á fácinum klukkustundum létu 9000 almennir borgar, lionur, karlar og börn, lífið. Þessa atburðar var minnzt í síðasta mánuði í Drcsden með hátíðlegri minningar- athöfn. Er myndin tckin meðan stóð á athöfn þcssari og sést borgarstjórinn í Dresden, Gerhard SchiII, í ræðustólnum. Þrælkunarvinna af- numin í Líberíu Líbería hefur nú í stórum dráttum bfeytt löggjöf sinni. þannig að hún kemur í veg fyrir þrælkunarvinnu og full- nægir kröfunum í alþjóðasátt- málanum frá 1930 um þrælk- unarvinnu, segir í skýrslu sem Alþjóðavinnumálastofnunin — Þingheimur barðist í Grikklandi AÞENU 14/3. 1 dag urðu áflog í gríska þinginu og særðist róð- herra einn talsvert. Andstæðing- ar hans munu hafa átt upptök- in og sakaði dómsmálaráðherra landsins þá um að hafa notað fleira en hnefana í átökunum. ! Baráttan gegn hungrinu Heimskunnir menn [lám. Laxness, sitja ráðstefnu FA0 í Rómaborg Á fimmtudaginn hófst í aðalstöðvum matvælastofn- unar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm ráðstefna sem margir heimskunnir menn sitja og er Halldór Laxness meðal þeina. Ráðstefnan markar upphaf á- róðursherferðar FAO til að vekja almenning um allan heim til skilnings á þeim miklu vandamálum sem leysa þarf áður en sultinum verður útrýmt úr heim- inum. Meðal fulltrúa á ráðstefn- unni eru margir nóbclsvcrð- Iaunahafar, cn Laxness cr cini Norðurlandabúinn. Af öðrum má nefna ítalska ljóðskáldið Quasimodo, scm fckk nóbels- verðlaunin 1959, Svisslending- inn Daniel Bovet, scm nú er ítalskur ríkisborgari, en hann fékk nóbclsverðlaunin í lækn- isfræði 1957 og Bretann Boyd- Orr Iávarð, sem var fyrsti forstjóri FAO og fckk frið- arvcrðlaun Nóbels 1949 fyrir baráttu sína gegn sultinum í hciminum. Af öðrum kunnum mönn- um scm á ráðstefnunni eru má nefna Attlee Iávarð, brczka rithiifundinn Aldous Huxley; Pakistanan Za- frullah Khan. sem nú er for- Halldór Kiljan Laxness seti allsherjarþings SÞ. Þá cru þar einnig Bretinn E. B. Chaln, sem fékk nó- bclsvcrðlaunin i læknisfræði 1945, landa hans C. F. Pow- cll sem hlaut eðlisfræðiverð- Iaunin 1950, Bandaríkja- manninn E. L. Tatum sem fékk læknisfræðiverðlaunin 1958 og landa hans, sem er Ungverji að ætt, Szent-Györg- yi, sem fékk læknisfræði- verðlaunin 1937. Káðstcfnan hófst með þvi að fulltrúar, sem eru 31 tals- ins, gengu á fund Jóhanncs- ar páfa, en síðar sama dag hófst fyrirlestraliald, þar sem hinir ýmsu kunnu vísinda- mcnn gcrðu grcin fyrir tillög- um sínum til lausnar hinu ægilega vandamáli hungurs- ins í héiminum, cn ætlað er að um helmingur mannkyns- ins svelti hcilu hungrl eða þjáist af næringarskorti. (ILO) heíur birt. í skýrslunni segir, að hinar miklu efnahags- legu framfarir, sem orðið hafa í Líberíu á síðustu árum, séu ekki byggðar á þrælkunarvinnu. 1 skýrslunni greinir ennírem- ur frá því, að veigamestu frá- vikin frá alþjóðasáttmálanum hafi ekki verið afnumin með lögum fyrr en í febrúar og maí 1962. Frá því 1932, þegar Líber- ia varð aðili að sáttmálanum, fram til 1962 var því engin trygging íyrir því, að ákvæð- um sáttmálans væri íramfylgt á raunhæfan hátt. Lögin í Líberíu, sem reyndust ósamrýmanleg sáttmálanum, ieyfðu þrælkunarvinnu við byggingarframkvæmdir og við- hald opinberra stofnana og störf burðarmanna. Þau mæltu svo fyrir, að ættarhöfðingjar skyldu hafa til taks vinnuafl, kvatt saman með nauðung, handa mönnum sem stunduðu námurannsóknir, nómurekstur og landbúnað, og buðu nauð- ungarvinnu við jarðyrkju. Rannsókn Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar var framkvæmd af sérstakri nefnd eftir að Portúgal hafði í ágúst 1961 lagt fram kæru á hendur Líberíu fyrir að hlýðnast ekki sáttmál- anum um þrælkunarvinnu — og var kæran í samræmi við reglur ILO. I neíndinni áttu sæti Enrique Armand-Ugon (Uruguay), fyrrverandi dómari í Alþjóðadómstólnum, og var hann formaður T.P.P. Goonet- illeke héraðsdómari (Ceylon) og Erik Castrén prófessor (Finn- land). Nefndin fór ekki til Lí- beríu, heldur rannsakaði löggjöf landsins og yfirheyrði ýmsa embættismenn frá Líberíu, á- samt fleirum. Nefndin getur þess, að nú hafi verið horfið írá ýmsum vafasömum ákvæðum í sérleyf- issáttmálanum vjð Firestone — Plantations Company og ó- kveðnum samkomulagsatriðum milli þessa fyrirtækis og ætt- arhöfðingjanna — atriðum sem fólu í sér hættu á grófri mis- notkun. — (Frá S.Þ.). Franskar vasabrots- bækur Aragon — Bernanos Druon — de Gaulle Gide — Malraux Maupassan’t Mauriac — Mont- herlant — Pagnol Prévert — Queneau Sartre — Stendhal Vaillant — Vercors Zola o. fl. o. fl. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 18, sími 15055. BUÐIN Klapparstíg 2S WM 8TEIHP0R Orf TrúlofunarHringir Steinhringir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.