Þjóðviljinn - 16.03.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.03.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. marz M6ÐVILJINN SlöA 7 Myndin sýnir hluta fúndarmanna. Yzt til vinstri má þekkja skáldin Skjólokoff og Tvard ovskí. Krústjoff í ræðustól á fundinum um bókmenntir og Hstir. Að baki honum sitja fulltrúar f forsætls- nefnd miðstjórnar Kommúnistafokks Sovétríkjanna, Dælla að eiga við páíann en listamennina og Maó ÍiMMiiiN tÍÐÍND! Krústjoff forsætisráðherra hefur í mörg horn að líta um þessar mundir. Hann má standa í Því að leiða abstrakt- málara og aðra villuráfandi listamenn á . braut hins eina sanna sósíalrealisma. Varla er þeirri föðurlegu áminningar- ræðu lokið þegar honum berst heimboð frá Maó Tsetúng í Peking. sem fellst nú á að. kommúnistaflokkar Sovétríkj- anna og. Kína ræðist við einir. um deilumál sín, en áður hafði^ kínverski flokkurinn lagt tíl að kölluð yrði saman alþjóða- ráðstefna kommúnistaflokka. Heimboðið frá Maó kem- ur á hæla harðvítug- ustu deilugreina sem kín- versk 'málgögn hafa birt til þessa um ágreiningsmálin. í Rómaborg undirbýr Adsjúbei Isvestíuritst.ióri jarðveginn fyrir heimsókn Nikita tengda- föður síns til borgarinnar ei- lífu í sumar. og lætur sér eink- um annt um að kanna hvort Jóbannes páfi hafi nokkuð á móti þvf að fá sovézkan guö- leysingjaforingja í opinbera heimsókn til háborgar kaþ- ólsku kirkjunnar, Jóhannes XXIII. er maður Ijúfur og ofstækislaus og gerólikur fyrirrennara sínum í afstöðunni til kommúnista Eins og heimsfrægt er orðið fyrir tilverknað ' ungs. þýzks leikritahöfundar lét Píus heit- inn páfi undir höfuð legg.iast að átelja gyðingamorð naz- isfa. og bar við að ekki mætti torvelda Hitler baráttuna gegn kommúnismanum. Bóndasonur- inn sem settist á stól Pétur? postula að rómverska aðals- manninum liðnum lítur ekki á sig sem herforingia í heitu eða köldu. stríði. Hann hefur svipt ítalska afturhaldið stuðn- ingi páfastólsins, hrellt trú- bróður sinn Adenauer með þv' að lýsa réttmæt núverandi vesturlandamæri Póllands, 02 honum væri yel trúandi til a* ganga framaf kúríukardín. álum eins og Ottaviani og han = líkum með því að taka á móti Krústjoff í Vatíkaninu. Svo mikið er víst að rætt er um það í alvöru að Sovétríkin oe Páfaríkið komi á stjórnmáln- sambandi sin í milli. Jóhann- es páfi notaði einmitt tækifæ'- ið, þegar hann tók við Balza'- friðarverðlai.inuniirn að Ads""'- bei-hiónunum viðstöddum f að lýsa yfir að kaþólska kjrV' an og hðfuð hennar a^1'' fyllstu hlutlevússtefnu gagn- vart öllurci ríkjum. Eitt sinn á styrjaldarárunum á Stalín að hafa spurt, þegar bandamenn hans þóttust þurfa að taka tillit til páfastólsins: „Hvað hefur páfinn margar herdeíldir?" Hvort sem sagan er Eönn eða ekki var henni almennt trúað. Encrum dytti i hug að búa til slíka sögu um Krústjoff. Hann og samstarfs- menn hans vita vel hvílikt vald kaþólska kirkjan er í beiminum, þótt svissneski líf- vörðurinn í Páfagarði sé ekki til stórræða á kjarnorkuöld. Framkoman við leitandi lista- menn sem fýsir að brjóta nýj- ar brautir sýnir hins vegar. hversu bundnir þessir sömu menn etu_ eon,.^if,»»si»ni ^talín- istísku fortíð. í enn eitt skipti eru forustumenn í og hvað rangar kenningar i raunvísindum, en nú er við- irkennt að þar er reynslan eini dómarinn. Flokksforustan ber það ekki lengur við að vinza úr kenningum eðlisfræð- inga og líffræðinga. löggilda sumar en hafna öðrum. Hins- vegar ætlar allt vitlaust að verða. þegar listamenn minn- ast á friðsamlega sambúð mismunandi listastefna, þeir sem slíkt gera eru umsvifa- laust sakaðir um að vilja leiða asna úrkynjunar og and- !egrar spillingar inn í herbúð- irnar. Okkar eigin Einarar Magg. Vaffsar og Hagalínar myndu sóma sér prýðilega í „ræðustól í Sverdloffsalnum á eldhúsdegi yfir óstýrilátum listamönnum Maó Tsetúng og Krústjoff á flugvellinum í Peking síðast þegar sovézki forsætisráðherrann heimsótti Kína. menningarmálum kallaðir sam- an til að hlýða á boðskap flokksforustunnar um fast- heldni við það sem henni þókn. ast að kalla sósíalrealisma og fordæmingu á abstraktmynd- list, jassi. nýjabrumi i skáld- skap og kvikmyndalist. Orð- bragðið er máske heldur við- kunnanlegra en á tímum Sdan- offs en andinn er sá sami. En hér er við ramman reip að draga. Síendurteknar umvöndunarræður bera þvir vott að yngri kynslóð efni- legra listamanna sækir fast á til frjálsari og fjölbreyttari tjáningar á viðfangsefnum samtímans. Gömlu íhalds. mennirnir ráða enn í samtök um listamanna. en af þeim e' ekki mikilla afreka að vænta Fordæmi vísindamannann- blasir við. Sú var tíðin að flQkksúrskurðir voru látnir ganga um hvað væri réttar Framsæknir listamenn Sovét- ríkjanna. gamlir menn eins og Ehrenbúrg og ungir eins og Évtúsénskó, eru ýmsu vanir og ólíklegt að þeim falli allur ketill í eld við nokkrar hnút- ur frá áhangendum einstreng- ingslegrar túlkunar á sósíal- realisma. Hætt er við að í- haldssömum listamönnum af gamla skólanum reynist sigur. inn yfir nýlistinni skammgóður vermir. Smekkur er í örri þróun 1 Sovétrikjunum. eink- um hjá æskunni Ungskáidin 'ylla íþróttaleikvanga áheyr- endum þegar þau koma fram til að flytja verk sín. Ungir myndlistarmenn eru ekki held- ur á flæðiskeri staddir þót' verk þeirra finnj ekkj náf fvrir augum dómnefndanna serr velja á opinberar sýninear Það er tímanna tákn að ötul. ustu safnara abstraktlistar ' Sovétríkiunum er að finna meðal vísindamannanna sem senda geimförin á loft og vinna að beizlun vetnisarkunnar til friðsamlegra nota. Listaþingið i Moskvu er af- staðið framundan eru sáttaumleitanir við Kínverja. Hörðustu hríðina í þeirri deilu hafa kínversk blöð gert síðustu vikurnar. Þar eru bornar fram opinberlega sakargiftir sem áður voru fóignar í leynileg- um flokksp'öggum. Sovétst.iórn- in er sökuð um að hafa rofið samninga hundruðum saman sumarið 1960. þegar sovézkir sórfræðingar sem unnu við framkvæmdir í Kína voru kall- aðir heim. Afstaða Sovétríkj- ^nna í landamæradeilu' Kína og Indlands er fordæmd harð- lega, ekki sízt sala sovézkra hernaðarflugvéla til Indlands. Brigzlyrðum í þá átt að Kín- verjum væri nær að fást við nýlenduveldin Bretland í Hong- kong og Portúgal í Macao en ber.iast við Indver.ia um öræfi Hima]a.iafialla er svarað á þá eið að sá tími muni kctma að Kina kref.iist endurskoðunar á öllum ójafnaðarsamningum sem þröngvað var upn á veik- burða keisarastjóm á 19. öld, bar á meðal þeim sem keis- arastjórnin rússne^ka knúði fram um landamæri Kína og vfirráðasvæðis síns í Mið- og^> Austur-Asíu. L ð þessum reiðilestri loknum segjast Kínverjar reiðubún- ir til að ganga til viðræðna og láta opinberar deilur niður falla meðan þær standa. Þegar þetta er ritað er ókunnugt un svar sovétstjórnarinnar, en ó- trúlegt er annað en það verði I jákvætt, þar sem hún átti upp- ! ástunguna að því að kommún- ! istaflokkamir sem deila ræðist ; við sín í milli áður en reynt I verði að efna til allsherjarráð- stefnu um málin. Ættu núver- andi stjórnendur Sovétrík.iann!5 að vera farnir að læra aö starfsaðferðir svipaðar þeim sem Stalin beitti árangurslaust í rimmunni við Júgóslava eru ekki líklegar til árangurs f skiptum við önnur sósíalistísk ríki. Annað mál er að forustu- menn Kínveria hafa tekið í arf afstöðu Stalíns til Júgóslava og stefnu þeirra, og meðan deil- •unum var hagað þannig að skammir frá Moskvu dundu á i Albönum en fáryrðum frá Pek- ing rigndi yfir. Júgóslava mátti vart á milli s.iá hvorir höfð'r I minni sóma af málflutningn- I um. Sá sem þetta ritar er þeirrar skoðunar að í flestum þei^r 'stefnumálum sem um er deilt bafi sovétmenn meira til sín' máls en Kínverjar. en ba' breytir engu um að ofstopafu' framkoma sovézkra forustu manna hefur valdið miklu um það hversu harðar og illvígar I Jóhannes páfi. deilurnar eru orðnar. Að sjálf- sögðu gat ekki hjá því farið að ríki í svo ólíkri aðstöðu sem Sovétríkin og Kína greindi á um ýmsa hluti, þrátt fyrir það bótt báðum stjórni menn sem fylgja sömu st.iómmálastefnu og þau hafi með sér bandalag.' Sovétríkin keppa við Banda- ríkin, háþróaðasta, auðyalds- landið, um forustu i iðnaðar- mætti og.visindaafrekum; Kína er að brjótast fyrstu skrefin á brautinni n*uí*á«^»««íwjmstæðumí framleiðsluháttum til vélvæð- ingar. Byltingin í Rússlandi var gerð fyrir hálfum flmmta ára- tug og gagnbyltingaröfl úr sög- unni; byltingarstjómin í Kína á hinsvegar enn í höggi við Sjang Kaisék sem heldur hluta landsins í skióli bandarísks hervalds og hefur uppi sífellda innrásartilburði. Þannig mætti lengi telja hlut- læg rök sem liggja til mis- munandi mats stjómenda Sov- étríkjanna og Kína á aðstæð- um heimsmálanna. Engin nauð- ur rak þá hinsvegar til að deila af slíkri heift sem raun ber vitni, þar koma til huglæg við- horf mannanna sem í hlut eiga. Einkum hafa Kínver.iar dregið persónu Krústjoffs inn í um- ræðurnar og valið honum hin hræðilegustu orð. þótt það sé gert undir rós. Minna hefur borið á sneiðum til Maó Tse- tungs í sovézkum deilugreinum* en þó er ekki laust við þær. Eftir það sem á undan er geng- ið má búast við löngum og ströngum viðræðum milli kommúnistaflokka Sovétríkjanna og Kína. Vart er hugsanlegt að þar grói um heilt meðan sömu menn og nú halda um st.iómar- taumana í Peking og Moskvu. Eins og nú horfir við eru stór- um meiri iíkur'á að Krústjoff takist að vingast við Jóhannes páfa í Róm. ven að hann nái fullum sáttum við flokksbróður sinn sem ríkjum rasður við Hliö hins himneska friðar. __________________ M. T. 0. * KAÍRÓ 14/3. Sýrlenzk sendinefnd kom i dag ásamt Al Saadj. varaforsætisráðherra íraks. til Kaíró. Mun ætlunjn að ræða sameiningu Arabaríkj- anna þriggja, Sýrlands, fraks og Sameinaða Arabalýðveldisins. •k New York 14/3 Leynilög- í-eglumenn í New York höfðu nýlega upp é heróin-birgðum sem munu vera um 250 þúsund dollara virði í íbúð einni í borg- inni. Sjö menn sem grunaðir eru um að eiga eiturlyfin hafa verið handteknir. Sjötugur í dag: PeturJonsson Þang- stöðun, viB Hokös I dag, 16. marz 1963, er sjötíu ára Pétur Jónsson á Þangstöð- um við Hofsós. Pétur er fædd- ur á Háleggsstöðum í Deildar- dal, sonur hjónanna Jóns Gests- sonar og Hólmfríðar Þorvalds- dóttur er þar bjuggu. Einni^ voru þau á Stafshóli í sömu sveit, og að síðustu byggðu Jór, og synir hans bæ i Hofsósi ut- an við ána og nefndu hanr, Þangstaði. Var Jón þar með bömum sínum síðustu árin sen- hann lifði, þremur sonum op einni dóttur. Nú hefur Pétui byggt sér myndarlegt steinhú^ þar, og býr þar nú einn tv'1 síðustu árin; áður dvaldist sysr- ir hans hiá honum. en hún e- 'nú á sjúkrahúsi Sauðárkróks Pétur er vel gefinn maður -ig fylgdist ve! með öllum mé' im. Hann er miög fylgiand' verklýðsstefnu nútímans, og ^okar honum enginn þar sem 'iann hefur tekið sér fas^a -tefnu í málum. Þegar verka- Tiannafélagið Farsæll var stofn- að var Pétur kosinn fyrsti for- maður þess. Þar starfaði hann af sóma og prýði, bví á þeim árum var oft erfitt að koma fram málum, en Pétur gekk á- vallt með sigur af hólmi. Ekki ætla ég að rekja þær giörðir hans. það munu samstarfsmenn hans geta gjört betur. en verkamenn hér eiga Pétri mik- ið að þakka. Þessi fyrsta bar- átta var erfið, svo aö beir sem studdu að því að þetta félag kæmist á fastan grundvöll urðu fyrir hörðum ádeilum. Við Pétur höfum verið ná- arannar í rúm 50 ár, og hef ég kynnzt honum bað. að ég fel mig þekkja hann vel. Vil ég bakka honum allt gott og Mnkanlega fyrir bað hvað hann befur reynzt sonum mínum vel. T þeir ungir og óharðnaðir ".rðu að byria að vinna fyrir beimili okkar Hefur hann á- vallt reynzt beim sem bezti vinur. Svo óska ég bér. Pétur minn. Mls góðs á nknmnnm æviárum. Mfðu heill Margrét Guðmundsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.