Þjóðviljinn - 16.03.1963, Side 8

Þjóðviljinn - 16.03.1963, Side 8
w 9 SfÐA ÞJÖÐVILHNN Laugardagur 16. marz W A ! i * ! I i i Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR. Leirkrukkan Ei'nu sinni var lítil mórauð leirkrukka, sem stóð inni í stórum skáp hjá fjölda mörg- um öðrum ílátum. Það voru stór ílát og lítil ílát, skálar með gylltum rönd- um, bollar með blómsvcigum máluðum utan á hliðarnar. Þar var postulinskanna með bláum fjólum allt í kring. eins og lítil stúlka, sem hefur fjólur á hattinum sínum. Og þar var líka grunn og víð skál, sem var svipuð á litinn og vesturioftið. þegar sólin var að ganga undir á kvöldin. Utan á Miðinni á þessari skál var svolítil smalastúlka ynd- isfega falleg. Hún var í blá- um kjól með barðastóran hatt, og var alltaf sihlæj- andi. Þarna voru sem sagt alls konar ílát sem hugsazt geta, og öll voru þau faJleg, nema vesalings leirkrukkan. Hún gat aldrei orðið neitt annað en einföld og óbrotin leir- krukka, þykk og mórauð. og ekki átti hún svo mikið sem arfataetlu utan á sig, hvað þá falleg blóm. Hún var svo feimin innan um allt þetta fína fólk, að hún kom sér varla að því að opna munn- inn, til þess að segja orð. En einu sinni kom eldhússtúlkan með fallegu skálina og setti hana fast hjá leirkrukkunni svo að þær snertu hvor aðra. Þá hertj hún upp hugann og spurði hana, af hverju smala- stúlkan væri alltaf sihlæj- andi, og af hverju öll. hin ílátin væru stundum tekin út úr skápnum og látin þang- að aftur. en hún væri ævin- lega skilin eftir. Litla skálin sagði litlu krukkunni að smalastúlkan væri að hlæja af því að það lægi svo vel á henni. Og það væri af þvi. að á hverjum morgni færi hún inn i borð- stofu, og þar borðaði Svava litla graut og mjólk úr skál- inni smalastúlkunnár. Þá vildi krukkan endilega fá að vita meira og sagði svo hátt að allir heyrðu: ..En því fæ ég aldrei að fara inn í borðstofuna eins og hjnir?" Og litla skálin, sem alltaf var svo góð. svaraði henni og sagði: „Það hefur ekki þurft á þér að halda. en ef til vill verður það einhvern tíma, og þá kemur stúlkan og sækir þig“ „Og á ég þá að fá að sjá Svövu?“ hrópaði krukkan himinglöð. En áður en litla skálin gat svarað, brauzt skellihlátur upp úr öllum í'lát- unum. Þau glömruðu svo mikið á skáphillunum, að stúlkan sagði: .,En það óláta veður“. „Sussu, sussu,“ sagði rós- ótta skálin. „Mikill blessað- ur bjáni getur þú verið. Þú færð víst að sitja kyr, þar sem þú ert komin. þarna á hillunni. Þú ert of ljót til þess að nokkur kæri sig um þig. Líttu á íallegu rósirnar mínar. Svava er hrifin af þeim. Einu sinnj hélt ég á sykruðu skyri og rjóma fyrir hana, og oft hefi ég haldið á sætsúpu með sveskjum og rúsínum.“ „Ég hef verið í afmælis- vejzlum hennar“, sagði postu- línskannan með gylltu rönd- unum. „Ég var íast hjá henni og hélt á rjúkandi súkkulaði. Hún hefur gaman af falleg- um hlutum hún Svava. Hún mundi aldrei lita við þér“ „Nei ónei“. sagði kannan með fjólunum. „Ég veit svo sem ekki til hvers þú hefur verið látin hingað. Einu sinni fyrir langa löngu. líklega fyrir klukkutíma, var ég borin inn á borð til Svövu. Þar bélt ég á fjólum fyrjr nana“. „Já. og fórst svo um koll jg misstir þær allar niður“ sagði blár blómavasi. ,.Það sýnir sig, að þér var aldrei ætlað að bera blóm. Ég skil ekkert í því. að Svava skyldi vilja nota þig til þess“. n. En litla leirkrukkan sat grafkyrr og þagði. Hún gat ekkert sagt, það lá svo illa á henni. Nú vissi hún af hverju það var. sem hún sat kyrr á sama stað. Hún var aldrej sótt. Enginn þurfti að nota hana til neins. En að hún skyldi ekki geta verið falleg. eins og hinar. Hún vildi svo fegin geta komiz.t langt í burt, og þurfa aldrei að koma aftur, fyxst engum þótti vænt um hana, og hún gat aldrei gert neitt til gagns. Hún hefur víst sagt eitt- hvað af þessu upphátt, því að smalastúlku-skáli-n, sem alli-r vildu hlusta á, fór að tala við hana í undur bliðum rómj: „Láttu ekki liggja illa á þér, litla leirkrukka. Svövu þykir mjög vænt um fallega hluti, en henni þykir líka vænt um gagnlega hlutj. og ef hún bara sæi þig, þá er ég viss um. að henni þætti vænt um þig. Þú skalt bara biða og reyna að vera róleg“. Litla leirkrukkan varð nú hæg og hljóð. Hún hafði aldrei átt góðu að venjast. Stundum hafði hana langað til þess, að einhver tæki eftjr sér. og hún fengi eitthvað að gera ei-ns og aðrir. þó hafði hún aldrei átt verulega bágt um ævina. Þetta var fyrstj dagurinn á ævinni, sem talað hafði verið illa Qg óvingjarnlega til hennar. en nú vissi hún líka í fyrsta sinn. hvað það er að vona. og það þótti litlu krukkunni betra en allt ann- að. sem hún hafði þekkt á ævj sinni Dagar komu og dagar liðu. Smalastúlku-skálin fór ’burtu af hillunni á hverjum morgni og kom aftur ennbá kátari en áður. Hin ilátin voru sótt eitt af öðru, nema leirkrukkan. Hún sat ein eftir, og það sem verst var, að hin ílátjn þótt- ust miklu betri en hún og voru öll vond við hana. nema smalastúlkuskálin. Svo var það einn morgun. að stúlkan kom þjótandi og fleygði fallegu könnunni upp á hilluna. Þessi kanna vissi um allt sem gerðist i húsinu. Hún var svo óðamála, að hún ætl-aði alveg að springa. III. . „Pað er afmælið hennar Svövu í dag sagði hún. „Svava er átta ára, og átta fallegar rósir lágu á borðinu hjá henni. Þegar hún sér þær þá sækir hún strax einhvern, (Framhald í næsta blaði.) Guðrún Ágústa Þorkelsdóttir, Melhaga 17, er 8 ára gömul og gengur í Myndlistarskólann. — Hún sendjr Óskastundinni þessar skemmtilegu myndir. Æfíntýr Endur fyrir löngu hittust pau Sannlei-kur og Lýgi á fömum vegi í sólskinsblíðu og hita að sumarlagi. Þau voru bæði þreytt og göngu. móð, og kom þeim saman um, að taka sér bað í tjörn nokk- urri þar ná-lægt. Sannleikurinn hafði engat veiflur á því. Hann fleygði af sér fötunum og henti sét út í tjömina, en Lýginni dvaldist á ’ landi. Furðaði Sann'leikann mjög á seinlæt- inu og tók að gefa Lýginnt gætur. Sá hann þá, að Lýgin var í óða önn að klæða sig — ekkj í sin eigin föt, held- ur í föf Sannleikans. Brá hann þegar við og buslaði tii Iqnds. Vildi hann handsama Lýgina og ná fötum sínum af hennj. En — þvf miður slapp Lýgin. Nú voru tveir kostir fyrir hendi: Annar sá að klæðast leppum Lyginnar; hinn að ha-lda ferðin-ni á-fram ailsnak- inn. Og þann síðari tók hann. Síðan þá hefur Sannleikurinn gengið alls nakinn eða ber um á meðal manna, og marg- ir h-neykslast á þeirri óhæ- versku, sem eðlilegt er, því -að mikið hafa fötin að segja. En lýgin er líka á ferðum í mannheimum i fötum Sann- leikans, og er víða vel fagn- að, þótf Sannleikanum sé út- hýst. En viðsjáll gestur er Lýgin — og ekki sízt vegna þess, að hún hjúpar sig oft- ast kápu Sannleikans. En kápan slitnar fyrr eða síðar. og þá kemst allt upp. V O R Esjan býr sig bláum kjól, bjartir 1-ækir hlæja, syngja. Viðkvæm blóm, sem vorjð ól. vöknuð brosa móti sól. Gróður klæðir hlíð og hól. Hljómar vorsins lífið yngja. Esjan býr sig bláum kjól, bjartir lækir hlæja, syngja. S. A. Rauða b/aðran 1. — Þegar Pascal hafði kvatt mannjnn með regnhlíf- ina hélt hann enn heim á leið. en ýmislegt tafði ferð hans. Loks hætti að rigna og þá hljóp Pascal sem fæt- ur toguðu heim, með blöðr- una í annarri hendi en skó-la- öskuna í hinni. ★ 2. — Móðir Pascals litla fleygði blöðrunni rauðu út 'im gluggann. þegar hann sagði henni' að það hefði allt verið blöðrunnj að kenna hversu lengi hann var á heimleið úr skólanum. Hún var dálítið reið og vildi ekki að þetta kæmi fyrir aftur ■ir I — Þegar blöðru er sleppt lausrj svífur hún venjulega burtu og hverfur brátt. En blaðran hans Pascals var kyrr utan við gluggann hans Drengurinn opnaðj því glugg- ann hljóðlega. te.ygði sig eft- ir blöðrunni og faldi hana síðar> i herberginu sina ! i i ! ! I ! ! i 9 j i i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.